Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 26
MORGI1TNBLÁ0IÐ ÞRIÖJUDAlGLK'9.(OKTÓBER 1990' 2B Reuter Andófsmenn í Rúmeníu með skýrslu alþjóðlegu mannréttindasamta- kanna Amnesty International um brot stjórnvalda í Búkarest á rétt- indum stjórnarandstæðinga. A spjaldinu í baksýn stendur: „Við heimt- um að pólitískir fangar fái frelsi!" Maimréttíndabrotum stjórn- valda í Rúmeníu mótmælt Búkarest. Reuter. HÓPAR andófsmanna sðfnuðust saman á helstu torgum Búkarest á laugardag til að mótmæla meintum brotum stjórnvalda á mann- réttindum og krefjast þess að pólitískir fangar yrðu látnir lausir. Mörg hundruð manns veifuðu fánum og borðum með eitruðum athugasemdum um framferði stjórnar Ions Iliescus forseta. Þetta eru fyrstu mótmælaaðgerðirnar síðan allir útifundir voru bannaðir um hríð í kjölfar blóðugra átaka Iögreglu og andófsmanna í ágúst sl. Á einum borðanum stóð: „Það eru fleiri fangar núna en á tímum Ceausescus.“ Að sögn lögreglu fengu aðstandendur aðgerðanna heimild til fundahaldanna. Þau hófust með þögulli stund við minn- isvarða um fórnarlömb átakanna þegar Nicolae Ceausescu einræðis- herra og skylduliði hans var steypt af stóli í desember í fyrra. Haldið var á spjaldi með teikningu af hundi sem mígur á rós en yfir henni er stóll með námamanna- hjálmi. Rósin á að tákna Endur- reisnarhreyfinguna sem tók völdin í byltingunni en flestir leiðtogar hennar eru fyrrverandi kommún- istar; stjórnarandstæðingar segja að ráðamenn hagi sér enn eins og stalínistar þrátt fyrir loforð þeirra um lýðræðið. Hjálmurinn á að minna á að stjórnvöld gerðu út þúsundir námamanna til að beija á andstæðingum Iliescus og sam- starfsmanna hans í júní sl. Eftir þagnarsstundina var gengið að byggingu rúmenska sjónvarpsins, þar sem hörðustu slagsmálin urðu í júní, og hrópuð slagorð. Nokkrir leiðtogar göngumanna fóru inn og vildu ræða við forsvarmenn sjón- varpsins um tjáningarfrelsi sem stjómarandstæðingar segja stór- lega skert með beinum og óbeinum hætti. „Það eru engin mannréttindi við lýði í Rúmeníu,“ sagði Nica Leon, leiðtogi flokks Fijálsra demókrata, við fréttamenn. „Fólkið sem barð- ist í desemberbyltingunni og lagði sig fram um að koma þessum mönnum til valda er nú í fangelsi innan um ótýnda afbrotamenn." Talið er að meira en 80 stjórnar- andstæðingar sitji enn í fangelsi en alls voru um 1.000 handteknir í júní. Dagblaðið Romania Libera segir að sumir hinna handteknu, er bíða þess að réttað verði í mál- um þeirra, hafi kvartað undan illri meðferð í fangavistinni. Blaðið hafði eftir einum þeirra, Dumitru Dinca, að beitt væri „líkamlegum og andlegum hrottaskap" og hefði hann sýnt fulltrúum dómsyfirvalda krús, fulla af lúsum er hann hefði veitt í klefanum til að sýna hvern- ig aðstæðurnar væru. Lech Walesa. Lech Wal- esa fylgis- meiri en forsætis- ráðherrann Varsjá. Reuter. LECH Walesa Samstöðuleiðtogi nýtur meira fylgis en Tadeusz Mazowiecki forsætisráðherra vegna forsetakosninganna 25. nóvember nk. samkvæmt nýrri skoðnakönnun, að sögn pólsku fréttastofunnar PAP. Pólska sjónvarpið skýrði frá því í gær að óháð stofnun hefði kann- að hug kjósenda til forsetafram- bjóðendanna og samkvæmt því nyti Lech Walesa Samstöðuleið- togi stuðnings 36,9% en 31,8% styddu Mazowiecki. Óákveðnir voru 11,8% en 19,5% aðspurðra sögðust myndu velja aðra fram- bjóðendur. Stuðningsmenn Tadeusz Mazowieckis forsætisráðherra hófu kosningabaráttuna í gær. Miðstöð þeirra verður í Jagiellon- ian-háskólanum í Kraká og meðal þeirra sem hófu störf þar í gær voru fyrrum leiðtogar neðanjarð- arhreyfingar Samstöðu, Zbigniew Bujak og Wladyslaw Frasyniuk. Ennfremur hafa tveir ráðherrar sagt af sér til þess að helga sig kosningabaráttunni fyrir Mazowi- ecki. Þá lýsti Bronislaw Geremek, leiðtogi Samstöðu á þingi og einn áhrifamesti stjórnmálamaður Pól- lands, yfir stuðningi við framboð Mazowieckis í gær. Der Spiegel ræðir við Karpov og Kasparov: Tölvur eiga meiri framtíð fyr- ir sér við skákborðið en konur Kasparov og Karpov í Hamborg þar sem þeir ræddu við blaðamenn þýska vikuritsins Der Spiegel. HEIMSMEISTARINN í skák, Garrí Kasparov, og áskorand- inn, Anatólíj Karpov, settust í gær að tafli í New York þar sem hófst fyrsta skákin í ein- víginu um heimsmeistaratitil- inn. Nokkru áður gáfu þeir sér tíma til að mæta í sameiginlegt viðtal við þýska fréttatímaritið Der Spiegel. Hér birtist út- dráttur úr viðtalinu. Karpov er fyrst spurður hvað hann myndi gera ef hann kæmi ásamt konu sinni inn á veitinga- stað þar sem öll borð væru upp- tekin nema hvað tvö sæti væru laus við hliðina á Kaspárov-hjón- unum. „Dögum saman get ég sleppt því að nærast,“ svarar Karpov. Þeir eru spurðir hvers vegna samband þeirra sé svona slæmt. Karpov svarar því til að samband skákmeistara, einkum heimsmeistara, hafi löngum verið mjög flókið. Nú sé skákin hins vegar mun vinsælli en áður fyrr og því vekji úlfúð milli skákmanna meiri athygli en áður. Hvað spennuna milli þeirra tveggja varði þá megi skýra hana með því hversu ólíkir persónuleikar þeir séu. Kasparov segir hins veg- ar að í fyrstu hafi fjandskapurinn stafað af því að þeir voru and- stæðingár við skákborðið, tveir sterkustu skákmenn heims. Síðar hafi Karpov orðið að tákni fyrir gamla kerfíð í Sovétríkjunum þ.e.a.s. þess sem hann hefði helg- að líf sitt baráttunni gegn. íþróttanefndin hirðir bróðurpartinn Talið berst nú að fjármálum. Kasparov segist fjármagna undir- búning einvígisins sjálfur. Karpov á hinn bóginn fær stuðning frá sovésku íþróttanefndinni. Karpov segir að það sé ekki nema eðlilegt því hann borgi dijúgan hluta af tekjum sínum til ríkisins en það hafi Kasparov ekki gert undanfar- in tvö ár. Karpov gagnrýnir harð- lega hina miklu skattiagningu: „Skatthlutfallið er ekki fyrirfram ákveðið heldur er því breytt í hvert skipti. Því er iýst yfir með hátí- ðlegum blæ að ríkisstjórnin hafi ákveðið að taka tillit til hinna sérstöku afreka Kasparovs og Karpovs í þágu útbreiðslu skákar- innar og auglýsingar sovéska lífsstílsins. Sá sem les þetta gæti haldið að skattahlutfallið yrði lækkað okkur í hag. En þvert á móti þýddi þetta að hlutfallið var hækkað úr 65%, sem er venju- legt, í 85%. Semsagt ef við hefðum staðið okkur verr þá hefðum við fengið að halda meiru — svoleiðis er nú rökfræði þessara manna.“ Karpov nefnir annað dæmi. Skákmeistaramir ákváðu báðir að láta verðlaunafé sitt fyrir ein- vígið í London árið 1986 renna til sjóðs fyrir fórnarlömb Tsjerno- byl-slyssinsv íþróttanefndin tók hins vegar sinn skerf af verð- launafénu eins og venjulega en ekki nóg með það heldur hækkaði hún skatthlutfallið meira en nokkru sinni. Þegar Karpov hringdi í varaforseta íþrótta- nefndarinnar til að biðja um skýr- ingu á þessu var svarað: „Fyrst þið ætlið hvort eð er að afsala ykkur fénu þá hlýtur ykkur að standa á sama um hvert það renn- ur.“ Hvað fjármáiin varðar notar Kasparov tækifærið og mótmælir þeirri fullyrðingu Karpovs sem borin var fram í sovésku sjón- varpi að heimsmeistarinn fái 500 rúblur á dag frá verkalýðsfélög- unum. „Það er svívirðilegur áburður í landi þar sem eymdin breiðist út og margir hafa ekki meira en 60-70 rúblur á mánuði ... Þetta er lygi.“ Karpov segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir orðum sínum. I staðinn mótmælir hann því sem Kasparov á að hafa sagt að Karpov neyti lyfja til þess að ná betri árangri við skákborð- ið. Kasparov segist aldrei hafa sagt þetta en hins vegar hafi hann svarað þegar blaðamaður spurði um þetta atriði: „Þú verður að spyija Karpov að því.“ Karpov segir að þetta sé gott dæmi um hvernig Kasparov leiði fréttamenn á villigötur. Gífurlegur undirbúningur Kasparovs Skákmennirnir eru þvínæst beðnir að meta styrkleika og veik- leika hvor annars. „Það var mikil- vægur veikleiki hjá Karpov í und- angengnum einvígjum og verður það vonandi áfram að hann teflir veikar en hann á vanda til í þeim skákum sem ráða úrslitum," segir Kasparov. Karpov andmæiir þessu og segir að rannsókn sín og aðstoðarmanna sinna á undan- gengnum einvígjum sýni að það sé rangt að segja að af sálrænum orsökum hafi hann alltaf tapað mikilvægustu skákunum. Þar hafi þvert á móti verið slakri tafl- mennsku um að kenna sem átti sér aðrar skýringar. Um andstæð- ing sinn segir Karpov: „Garrí er mjög hættulegur þegar hann hef- ur undirtökin. En hann sýnir veik- leika þegar hann lendir í vörn. Sumir geta notfært sér þetta — og þar á meðal ég — en aðrir ekki.“ Karpov nefnir ennfremur að enginn skákmeistari í sögunni búi sig jafn vel undir einvígi og skákmót og Kasparov. „Þar slær hann jafnvel Botvinnik við.“ Ka- sparov tekur undir þetta og segir að þekking sín á byijanafræðum hafi átt stóran þátt í að hann varð heimsmeistari og hefur hald- ið titlinum. Hefur innsæið fram yfir tölvurnar Þegar talið berst að þróun skákiþróttarinnar spáir Kasparov því að innan tíu ára gæti svo far- ið að tölvur ógni sterkustu skák- mönnum heims. Karpov tekur undir þetta: „Tölvu stendur á sama um hvort hún hafi tapað skák og hún á ekki við svefnleysi eða krankleika að stríða. Tölvan teflir alltaf jafn vel en allir menn, líka heimsmeistarar, eiga sína góðu og slæmu daga. Bestu tölvu- forritin eru komin svo langt að þótt þau sigri ekki á stórmótum þá vinna þau eina og eina skák gegn stórmeisturum." Kasparov segir að hvað reiknihæfileika varði þá hafi tölvur fyrir löngu skotið honum ref fyrir rass en innsæið hafi hann ennþá framyfir tölvumar. Hann bætir því við að hann telji að tölvurnar eigi meiri framtíð fyrir sér við skákborðið en konur. „í sannleika sagt get ég ekki ímyndað mér heimsmeist- araeinvígi í skák milli karis og konu ... Skýringin er fyrst og fremst sú hversu mikil harka er í skákinni. Baráttuviljinn, hið líkamlega ástand og einbeitingin sem þarf til að ná árangri eru einfaldlega eiginleikar sem koma frekar fram hjá körlum en kon- um.“ Kasparov er spurður hvort árangur Polgar-systranna ung- versku sýni ekki hið gagnstæða en svarar því til að allt of mikið hafí verið gert úr hæfileikum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.