Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VEDSKtPTLAIVIHNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Spánn íslenskt brennivín í verslanir Frá Kjartani L. Pálssyni, fréttaritara Morgpnblaðsins á Spáni. ÍSLENSK matvara er vandfund- I samt almennt ekki matvöru, er in í verslunum erlendis. Ein teg- þó til sölu í mörgum matvöru- und, sem við íslendingar köllum I verslunum á Spáni. Er það Matvælaiðnaður * Islenskur lambapottrétt- ur á markað frá Toro KOMINN er á markað íslenskur lambapottréttur frá norska matvæla- fyrirtækinu Toro Næringsmiddelindustri. Afurð þessi er sérstök að því leyti, að rétturiiin er unninn af íslenskum matreiðslumeisturum í samvinnu við Toro og í hann eru notaðar íslenskar kryddjurtir. Fyrir rúmu ári setti Toro á markað íslenska kjötsúpu, sem að sögn Guðjóns Hólm hjá John Lindsay hf. umboðsfyrirtæki Toro, hefur kjötsúpunni verið feykilega vel tekið og er hún nú mest selda Toro súpan hér á landi. Vöruþróun og bragðprófun pott- réttsins fór fram hér á landi undir stjórn Sigurvins Gunnarssonar mat- reiðslumeistara. I réttinn eru notað- ar kryddjurtir eins og blóðberg, hvannarót, kúmen, brenninetla og elfting. íslensk Ijósmynd prýðir pakkann. íslenska kjötsúpan hefur ein- göngu verið seld hér á landi, en bragðprófunum á súpunni í Noregi er nú lokið og hyggst Toro mark- aðssetja hana þar í marsmánuði nk. „Nú bíðum við bara spenntir eftir því hvernig Norðmönnunum líkar íslenska bragðið," sagði Guðjón Hólm. Hins vegar er vonast til að íslenski pottrétturinn komist á norskan markað í lok næsta árs. I tilefni 40 ára afmælis Heið- markar og séstaks^ skógræktará- taks á þessu ári ásamt þátttöku Norðmanna í uppbyggingu Heið- merkur hafa forráðamenn Toro ákveðið að gefa Skógræktarfélagi Reykjavíkur 250.000 kr. til frekari ræktunar á svæðinu. Var gjöfin afhent í norska sendiráðinu síðast- liðinn miðvikudag. Fjármál Féfang afturkallar kæru vegna bílalána FÉFANG hf. hefur afturkallað kæru sína til Verðlagsstofnunar vegna meints brots Sjóvá- Aimennra trygginga hf. á lögum um verðlag, samkeppnishömlur Leiðrétting Rafmagns- veitur Reykja- víkur ekki ríkis í viðskiptablaði sl. fimmtudag, þar sem fjallað var um ágreining FÍI og Rafmagnsveitu Reykjavíkur á orkuverði slæddist sú villa inn í undirfyrirsögn að um Rafmagns- veitur ríkisins væri að ræða. Mátti þó lesa í allri fréttinni að um Raf- magnsveitu Reykjavíkur væri að ræða. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. og óréttmæta viðskiptahætti. Til- drög kærunnar voru svokölluð bílalán sem Féfang hefur boðið frá árinu 1987. Sagði í kærunni að tryggingafélagið hefði brotið lög með því að bjóða samskonar bilalán undir sama nafni og að umsóknareyðublöð, lánssamn- ingar, greiðslukvittanir, auglýs- ingabæklingur og fleira væri eft- irlíking af sömu gögnum Féfangs hf. í nýju fréttabréfi frá Sjóvá- Almennum tryggingum hf. segir að aðilar kærumálsins hafði átt í viðræðum um kæruatriði og hafi þeir nú náð samkomulagi í 'máli þessu og lýst því yfir að þar með séu allar deilur vegna ofangreindrar kæru leystar. Þess er jafnframt getið að fjöldi nýrra bílaeigenda hafi fengið sér hin nýju bílalán Sjóvá-Almennra' sem boðin hafi verið í samvinnu við helstu bílaum- boðin. íslenskt brennivín frá ÁTVR. Þessar veigar hefur verið hægt að síðan í sumar í hillunum í mörg- um af verslunum Aldi, sem er ein af stærstu verslunarkeðjum á Spáni og víðar. Eru Aldi-verslan- irnar t.d. mjög algengar á ferða- mannastöðum Spánar. Innihaldið í flöskunum er það sama og selt er í verslunum ÁTVR á íslandi. Umbúðirnar eru stærri en þar. Hér er það eingöngu selt í lítraflöskum. Gamli góði miðinn er eins á flöskunum, en aftan á þeim sem hér eru seldar er annar miði með ensku letri, þar sem m.a. er sagt frá innihaldinu og fleira. Við spurðum verslunarstjóra í einni af verslunum Aldi á Mall- orca, Jaime Antonio, hvernig salan á þessum íslenska drykk gengi. „Það er ekki nein roksala, en það fer ein og ein flaska,“ sagði hann. „Þetta eru allt of stórar umbúðir. Margir vilja smakka þennan drykk, en vilja ekki kaupa heilan lítra. Ég held nú samt að það séu mest Islendingar eða Norðurlandabúar sem kaupa þetta vín hér hjá okk- ur,“ sagði hann. Við spurðum hann hvort hann sjálfur hefði bragðað á þessum þjóðardrykk íslendinga. Sagði hann svo vera og eftir svipnum sem hann setti upp að dæma þótti hon- um hann ekkert bragðgóður. En hann bætti við að hann væri ágæt- ur ískaldur. Það sem íslendingarnir taka mest eftir, er verðmunurinn á þess- um drykk. Á Spáni kostar lítra- flaskan 1490 peseta, sem er tæp- lega 900 krónur íslenskar. Á Is- landi kostar aftur á móti 3ja pela flaskan í verslunum ÁTVR 2.340 kr. Morgunblaðið/Sverrir VIÐURKENNING — Pétur Már Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Fagrabergs sf., tekur við viðurkenningarskjali frá Glenn H. Wales, forstjóra Glenvil Products Ltd. Fyrirtæki Fagrabergsf. fær viðurkenningu FAGRABERG sf. er ungt fyrirtæki í Hafnarfirði sem selur lireinsi- efni fyrir stóreldhús. Fyrirtækið kaupir hráefni frá Glenvil Products Ltd. í Skotlandi og blandar efnin hér á landi undir þeirra hand- leiðslu. Nýlega hlaut Fagraberg viðurkenningu frá Skotunum fyrir að uppfylla þær ákveðnu gæðakröfur í framleiðslunni sem þeir setja fyrirtækjum sem framleiða undir þeirra merki. Pétur Már Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fagrabergs, sagði að í þá tuttugu mánuði sem fyrirtækið hefur starfað hafi blöndun hreinsi- efnanna farið fram á íslandi, en þeir sem áður voru með viðskipti við Glenvil Products Ltd. hér á landi keyptu hreinsiefnin fullblönduð þaðan. „Mér fannst hins vegar óþarfi að vera að flytja inn vatn til íslands. Aðalatriðið er líka það að með því að blanda efnin hér á landi náum við að halda kostnaði talsvert niðri. Verð til neytenda lækkaði um 20% strax í ársbyijun 1989 þegar við hófum blöndunina og samhliða því hefur fjöldi viðskiptavina fímm- faldast,“ sagði Pétur Már. Akranes Hluthafar síldarmjölsverksmiðj- unnarnýttu forkaupsrétt til fulls SAMKVÆMT samþykkt sem gerð var á aðalfundi Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness hf. síðastliðið vor var ákveðið að bjóðá út nýtt hlutafé að upphæð 20 milljónir króna. Hlutafé félagsins var fyrir 45 milljónir króna og samkvæmt lögum þess eiga hluthaf- ar forkaupsrétt á nýjuin hlutabréfum. Hluthafarnir höfðu forkaupsrétt til septemberloka og var þeim boð- ið að kaupa hlutabréfin á þreföldu nafnverði. Að sögn Valdimars Ind- riðasonar, framkvæmdastjóra, fullnýttu hluthafarnir sér þennan forkaupsrétt þannig að ekkert verður selt af bréfum á almennum markaði að sinni. Hins vegar sagði Valdimar að mikil eftirspurn eftir bréfunum hefði leitt til lauslegrar umræðu um að bætt yrði við bréf- um án þess að það.væri fullrætt enn innan stjómar fyrirtækisins. Fyrir þessa hlutafjáraukningu var Haraldur Böðvarsson & Co Hf. stærsti hluthafinn með 30% hlut- aijár, Akranesbær með 24%, OLÍS með tæp 14% og um 200 hluthaf- ar áttu 36%. Valdimar sagði að ekki væri enn búið að reikna það út til fulls hvor hlutföllin breyttust við þessi nýju hlutabréf. EINBYLIS- OG RAÐHUSALOÐIR Setbergshlíð í Hafnarfirði SH VERKTAKAR óska eftir tilboðum í 8 einbýlishúsalóðir og 2 raðhúsalóðir í hinu eftirsótta Setbergslandi í Hafnarfirði. Einstakar útsýnislóðir. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 18:00 mánudaginn 15. október. Útboðsgögn og allar nánari upplýsingar fást á söluskrifstofu okkar. SH VERKTAKAR SÖLUSKRIFSTOFA, STAPAHRAUNI4, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652221 Royal mjólkurhristingur * . Jfy " ■ \ , I ’;v ’•* I . VlI'í'.'. . • •■JlT. I 'i/ Súkkulaði- eða jarðarbeijabragð hentar vel í ROYAL mjólkurhristing. Royal STRAWBERRY HO C°0(f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.