Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 „LÍFSFÖRUNAUTUR“ Þórður Bogason frá Flatey - Minning Sumir halda að sæng sé bara sæng. Að IítiII munur sé á þessari eða hínni sænginní. Þetta er auðvítað alrangt. Sængur eru ákaflega mismunandi. Sumar eru þunnar og ræfilslegar, nánast eins og teppí. Aðrar em þungar og óþjálar. Enn aðrar em Iéttar og hlýjar - og dúnmjúkar. Æðardúnssængin er í flokkí hínna síðastnefndu. Það er GEFJUNARSÆNGIN líka, þótt hún standíst ekki að öllu Ieyti samanburð víð þennan kjörgríp. En allt stefnír þetta í rétta átt. Sífellt er unníð að endurbótum á samsetningu kembunn- ar sem notuð er í GEFJUNARSÆNGINA, og miða að því að gera hana lík- ari dúnsængínni, ss. aukin eínangmn. Annan góðan kost hefur GEFJUN- ARSÆNGIN: Það má þvo hana . . . jafnvel í þvottavél! Síðast en ekkí síst: GEFJUNARSÆNGIN endíst nánast Iífstíð! Þú ert því að velja þér „Iífsförunaut" þegar þú velur GEFJUNARSÆNG. GEFJUNARSÆNG OG -KODDAR eru góð kaup - á íslenskri framleiðslu. Veljum íslenskt. /VHKUG4RDUR REYKJAVÍK - GARDABÆ HAFNARFIRDI ^KAUPSTAÐUR Imjódd Fæddur 16. maí 1915 Dáinn 2. október 1990 Vinur okkar, Þórður Bogason frá Flatey á Breiðafirði, andaðist í Landakotsspítala í Reykjavík að- faranótt 2. október sl. Hann hafði átt við verulega vanheilsu að stríða síðan á vordögum 1989, er hann gekk undir aðgerð í sjúkrahúsi í Reykjavík. Þó auðnaðist honum að dveija eitt sumarið enn, hið feg- ursta í manna minnum, á æskuslóð- unum og hyggja að draumahúsinu sínu í Flatey, Bogabúð, sem hann hafði unnið svo lengi að, og hlakk- aði svo til að geta notið með fjöl- skyldu og vinum, en reyndist því miður of seint. Við undin'ituð, vinir hans, vorum svo lánsöm að geta notið þessa indæla sumars í návist þeirra hjóna, Lóu og Þórðar, bæði í Flatey og í Húsafelli, en nú sáum við greinilega að vini okkar var brugðið og þá ekki síst er við rennd- um fyrir silung í Andakílsá, en veiðiskapur hafði verið helsta tóm- stundagaman Þórðar um langt ára- bil. Hann var bráðsnjall veiðimaður á yngri árum, enda fór hann marg- ar velheppnaðar veiðiferðir með sínum ágæta veiðifélaga, Einari Kristinssyni, sem hann mat mikils og reyndust þau hjón, Ólöf og Ein- ar, honum trygg og umhyggjusöm alla tíð. Við undirrituð höfum átt því láni að fagna að eiga þau ágætu hjón, Lóu og Þórð, að vinum í fjöldamörg ár og hefur það verið okkur til ómældrar ánægju að dvelja með þeim, bæði hér í Reykjavík á þeirra indæla heimili og einnig gafst okk- ur tækifæri að vera með þeim í fríum víða um land, að ógleymdum þeim möguleika fyrir okkur, Unni og Ingólf að fá að dvelja á yndis eyjunni Flatey, sem við getum seint fullþakkað. A öllum sviðum hafa þau reynst okkur afbragðs góðir vinir, sem gott hefur verið að leita til, og gestrisnin og viðmótið alveg einstakt, enda hafa þessi orð oft verið sögð: Eigum við ekki að Þú greiöir ekkerl innlausnargjald af Eúiingabréflum cf tilkynnt er um innlausn meö 60 daga fyrirvara. Kaupþing hefur enn á ný komið lil móts við sparifjáreigendur sem velja örugga ávöxfun í Eininga- bréfum 1, 2 og 3. Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3 lækkar niður í 1,8% og af Einingabréfum 2 niður í 0,5% sé tilkynnt um innlausn með engum fyrirvara. Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3 lækkar niður í 0,9% ef tilkynnt er um innlausn með 30 daga fyrirvara. Innlausnargjald af Einingabréfum 1, 2 og 3 cr felll niður mcð öllu ef tilkynnl er um innlausn ineð 60 daga fyrirvara. KAUPPING HF Kringlurmi 5, sími 91-689080 Kaupping /if er í eigu Búnabarbankans, níu sparisjóba og Lánastofnunar spaiisjóbanna hf. skreppa í kaffi til Lóu og Þórðar. Þórður Bogason fæddist í Flatey á Breiðafirði 16. maí 1915, sonur heiðurshjónanna Sigurborgar Ólafsdóttur og Boga Guðmundsson- ar, kaupmanns í Flatey, bæði af breiðfirskum ættum, hann var einn af 10 systkinum. Þórður var vel á sig kominn ungur maður, stór og stæðilegur, afrendur að afli og af mörgum talinn einn sterkasti maður í Eyjahreppi og þó víðar væri leitað um Breiðafjörð. Hann neitti þó aldr- ei krafta sinna til áfloga eða óláta eins og margra ungra manna var siður, það höfðaði einfaldlega ekki til hans skapgerðar, því hógværð og prúðmennska voru hans aðals- merki. Þórður fór ungur að heiman til starfa á sjó, og 1935 fór hann á vélstjóranámskeið Fiskifélagsins, eftir það gerðist hann vélstjóri á fiskiskipum, lengst af á m.s. Rafni með þeim ágæta og þaulreynda skipstjóra Gunnari Gíslasyni úr Papey. Flest stríðsárin sigldi Rafn- inn með ísfisk til Bretlands og má nærri geta að þá hafi oft verið hætta á ferðum á litlu skipi í þeim hildarleik, en Þórður talaði sjaldan um þá lífsreynslu. Eftir stríðið var Rafninn á síld og þorskveiðum og um tíma í strandsiglingum fyrir Ríkisskip, en 1944 strandaði hann við Hornafjarðarós, allir björguðust heilu og höldnu. Eftir það fór Þórð- ur að vinna í landi, fyrst í vöru- geymslu SÍS, en þá kom í ljós bak- sjúkdómur, sem átti heldur betur eftir að hafa áhrif í lífi Þórðar, nánast alla tíð eftir þetta var hann meira og minna þjáður af þeim sjúk- dómi, þó að hann stundaði öll sín störf af samviskusemi og dugnaði. Þegar baksjúkdómurinn kom í ljós varð hann að hætta erfiðisvinnu í vörugeymslunni og hóf þá inn- heimtustörf hjá Tollstjóraembætt- inu í Reykjavík, síðar starfaði hann "a skrifstofu embættisins samtals í 30 ár, lengst af í bifreiðaskatta- deild eða þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1987. Mun Þórður mörgum minnisstæður starfsmaður, þeim sem viðskipti áttu við Tollstjóraskrifstofuna í Reykjavík fyrir prúðmannlega framkomu og lipra afgreiðslu, þrátt fyrir oft miklar annir á þeim stað. Ein mesta gæfa í lífi Þórðar var er hann gekk að eiga Ólöfu Guð- brandsdóttur frá Hrafnkelsstöðum á Mýrum árið 1943. Þau áttu sam- an tvö börn, Boga Þórðarson, tæknifræðing, sem kvæntur er Ólöfu Einarsdóttur, hárgreiðslu- meistara, eiga þau tvö börn, og Bryndísi Þórðardóttur, félagsráð- gjafa og húsmóður, sem gift er Einar Stefánssyni, prófessor, eiga þau þrjú börn, áður átti Bryndís soninn Arnar Steingrímsson, sem nú stundar nám erlendis, auga- steinn afa síns, enda dvalið lengst A-4 vélin sem einstaklingar og smœrri fyrirtæki kaupa og þau stærri þegar þau vilja netta aukavél til að hafa við höndina. acohf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.