Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 11 en hún minnir á að á þessum málum þarf að taka. Uppbygging stóriðnaðar hefur verið hæg á Islandi. Gylfi bendir á að því hafi m.a. fylgt ótvíræðir kostir. T.d. sé náttúra íslands til- tölulega lítt snortin og vilji íslend- ingar reisa stórar, orkufrekar verk- smiðjur í viðkvæmu umhverfi sínu þá geti þeir lært af mistökum ann- arra þjóða í umhverfismálum. En efnisleg verðmæti einnar þjóðar eru einungis grunnur undir varðveislu og viðgang annarra verð- mæta. Gylfi bendir á að efnahags- legur ávinningur eyþjóðar eins og íslendinga væri lítils virði ef hann skilaði sér ekki í meiri umhyggju fyrir þjóðlegum verðmætum, í því sem sameinar okkur: í ástundun sögu, tungu, bókmennta og lista: „Þjóðum, ekki síst smáþjóðum, verður æ ljósara, að ómetanleg verðmæti eru tengd þjóðerni, tungu og sögu þeirra sjálfra." Gylfí minnir enn fremur á að það er hvorki hægt né æskilegt að lifa í friðsælli einangrun og um leið að njóta fram- fara af alþjóðlegum samskiptum. Mestu blómatímar íslenskrar menn- ingar hafa verið þegar samskipti þeirra við útlönd hafa verið sem mest, þegar íslendingar hafa tekist á við erlenda menningarstrauma og umskapað þá í sína eigin. Og í þess- um samskiptum felst einmitt ögrun- in að vera íslendingur. Ingibjörg á Löngumýri. einlæg trú á hið góða með guð að bakhjarli í öllum störfum. Það er gaman fyrir Ingibjörgu og samkennara hennar Björgu að líta tilbaka í þessari bók og gott og fræðandi fyrir alla hina sem lesa um Ingibjörgu á Löngumýri. Von- andi að þá hrannist upp minningar um gengin spor mikilhæfra kvenna og karla sem samtíðin á meira að þakka en unnt er að gera sér grein fyrir. Sigurður Gunnarsson hefur mjög vandað til ritsins. Margar myndir prýða bókina og prófarkalestur er góður. Frágangur er útgefendum til sóma. ■ I DAG, þriðjudag, er síðasti sýningardagur á sýningu Clieo Cruz í Asmundarsal. Af því tilefni verður dagskrá í tali og tónum, þar sem fram koma tónlistarmennirnir Ólöf De Bont, Esther Helga Guð- mundsdóttir, Einar Kristján Ein- arsson, Robyn Koh og Einar Jó- hannesson. Einnig mun Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur, lesa úr verkuin sínum. Dagskráin hefst kl. 21.00 og er enginn aðgangseyrir. FESTINGAJÁRNI FYRIR BURÐARVIRKI FLESTAR GERÐIR TILÁ LAGER. GETUM AFGREITT SÉRPANTANIR MEÐ STUTTUM FYRIRVARA. K.ÞOBBBIMSSOW&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 LÍNA í FULLU FJÖRI Eva Hrönn Guðnadóttir í hlutverki Línu langsokks _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Gamanleikhúsið Höfundur: Astrid Lindgren Tónlist: Georg Riedel Þýðing: Þórarinn Eldjárn Leiksljórn: Magnús Geir Þórð- arson Lýsing: Magnús Þór Torfason Helgi Jóhannesson Eitt öflugasta áhugaleikfélagið í Reykjavík, er án efa Gamanleik- húsið, sem þrátt fyrir ungan ald- ur, í bókstaflegri merkingu, frum- sýndi sitt sjöunda verkefni síðast- liðinn laugardag. Það var Lína Langsokkur, sem fór á fjalimar í Iðnó. Gamanleikhúsið var stofnað fyrir fímm árum, nánar tiltekið 29. ágúst 1985, af börnum og unglingum, sem greiniiega eru illa haldin af leikhúsbakteríunni. Ég meina það ekki í neikvæðri merk- ingu, vegna þess að vinnubrögðin eru ótrúlega góð — og það tekur mann dálítinn tíma að kyngja því að fullorðið fólk, með Ieikhúsþjálf- un, kemur hvergi nálægt upp- færslum þeirra. Fyrsta verkefni Gamanleik- hússins var Töfralúðurinn, árið 1985, Maddúska, árið 1986, Gili- trutt, einnig 1986, Brauðsteikin Litla svið Þjóðleikhússins á vegum Alliancce Francaise Sorgarsaga Timoleon Magnus Látbragðsleikur eftir Laurent Decol Leikari: Laurent Decol Franski látbragðsleikarinn Laurent Decol var staddur hér á landi um síðustu helgi og hélt tvær sýningar á Litla sviði Þjóð- leikhússins. Var hann þar með sýningu sína Sorgarsaga TIMO- LEON MAGNUS, sem hann hefur flutt yfír 600 sinnum, um allan heim og er fjöldi áhorfenda hans nú kominn yfír 4.000.000. Timo- leon þessi er einfari sem glímir við heim, sem er of hraður fyrir hann og skiptir Decol sýningunni niður í sjö atriði sem lýsa lífí hans frá upphafi til enda. Fyrsta atriðið lýsir fæðingu Timoleons, þar sem farið er að þrengja að honum í móðurkviði, og hann ákveður að yfírgefa plás- sið. Timoleon fer að gægjast út og líst ekki meir en svo á umhverf- ið. Að lokum lætur hann sig þó hafa það, treður sér út í heiminn, harla lukkulegur með sína per- sónu og heldur að hann geti höndl- að hann. og Tertan, árið 1987, sem farið var með á leiklistarhátíð í Hol- landi. Haustið 1987 sýndi félagið Gúmmí Tarsan og árið 1988 Kött- inn sem fer sínar eigin leiðir. Sú sýning fór á leiklistarhátíðir í Hollandi og Austurríki. Og nú er það Lína Langsokkur. Línu þekkja eflaust flestir sem hættir eru að nota snuð, enda voru áhorfendur á frumsýningu frá tveggja ára aídri. Það var óneitanlega kliður í salnum fyrir sýningu, en um leið og Lína birt- ist á sviðinu snarþagnaði samko- man og þau litlu göptu á hana, opinmynnt. Og svo áhugaverð er persónan, skemmtileg og lífleg, að hún hélt athyglinni alla sýning- una. Með hlutverk Línu fer Eva Hrönn Guðnadóttir, og skilaði hlutverki sínu með miklum ágæt- um. Hún er skýrmælt, hefur góða rödd og skemmtilega sviðsfram- komu. Það gæti verið leikur einn að gera Línu leiðinlega og uppá- þrengjandi, þennan agalausa og óuppalda krakkaorm, en Evu Hrönn tókst að gera hana að stelpunni sem allir vilja kynnast, þrátt fyrir allt. Vini Línu, þau Ónnu og Tomma, léku Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Víðir Óli Guðmundsson, og voru þau hæfí- í öðru atriði kannar Timoleon veröldina. Hann er puttaferða- langur í lífinu, og eftir að hafa fengið aðstoð áhorfanda við að fara í jakka, skellir hann á sig bakpoka og heldur af stað. Það sem vekur athygli hans á því ferðalagi, er fluga, sem hann reynir að drepa — fær síðan sam- viskubit og vekur hana aftur til lífsins með líföndun. Og hann stel- ur sér epli af tré. í þriðja atriði er Timoleon orð- inn fimleikamaður — eða eins konar kraftajötunn í sirkus. Hann reynir með miklum tilfæringum að lyfta lóðum — með litlum ár- angri. Áhorfendur hlæja að getu- leysi hans, svo Timoleon verður reiður, veður út í sal og skipar einum áhorfanda að koma og sýna hvort hann er eitthvað betri. Á sýningunni á sunnudag valdi hann smá pottorm, sex eða sjö ára, skipaði honum upp á sviðið og sá litli lét sig ekki muna um að sveifla lóðunum, hvort sem var með báðum höndum eða annarri, eða með tönnunum. Eftir það gat kraftajötunninn ekki verið minni maður og á endanum tókst honum að sveifla lóðunum — með miður legt mótvægi við Línu — óskap- lega öguð. Steinunn María Stef- ánsdóttir lék Herra Níels, litla apann hennar Línu og það var gaman að sjá svo ungt bam afs- lappað á sviðinu og ómeðvitað um áhorfendur. Önnur hlutverk voru mun minni, en allir skiluðu sínu með miklum ágætum. Leikmyndin var skemmtilega hugsuð og féll vel að sýningunni, búningar sömu- leiðis, en hvort tveggja unnu góðum afleiðingum. í fjórða atriði er Timoleon orð- inn þjónn á kaffihúsi, hreinsar glös, sópar, og reynir síðan að komast með yfirfylltan bakka um salinn. Auðvitað tekst það ekki. Hann hrasar og það sem á bakk- anum er, sullast út um allt gólf. Þegar gestir sýningarinnar hlæja að honum, verður hann móðgað- ur, rýkur að einum áhorfandan- um, skipar honum úr jakkanum og þurkar með honum upp af gólfinu. í fimmta' atriði er Timoleon rokkari — mikil stjarna, sem þvæ- list í snúrugerinu sem til þarf á sviðinu, til að tónleikar geti átt sér stað. Hann reynir aftur og aftur að byrja, en kemst ekki í gang, fyrr en hann hefur fengið sér að reykja og eilítið í nösina. Þá teksfhonum að flytja lagið — þar til hljómflutningstækin bila. Eftir þessar hremmingar er Timoleon illa staddur í tilverunni og ekki til annars bragðs að taka en að ræna banka. Það gerir hann í sjötta atriði. Hann er ekki meiri fagmaður í bankaránum en það, að hann er rétt að byija að troða inn á sig seðlabúntum, þegar lög- krakkarnir í sameiningu. Magnús Geir Þórðarson er leikstjórí, ungl- ingur sem hefur verið ein aðalsp- rautan hjá Gamanleikhúsinu frá upphafi, og honum fer það mæta vel úr hendi. Sýningin var bráð- skemmtileg og lífleg og á fullt erindi til okkar. Þótt hún beri ekki yfirbragð atvinnumennsku, skín áhuginn og sú þjálfun sem krakkarnir hafa tileinkað sér, í gegn og það er alls virði. reglan mætir á svæðið og eftir að hann skýtur tvo lögregluþjóna, er hann leiddur út í handjárnum. í lokaatriðinu er Timoleon leiddur fyrir rétt og í því atriði bregður Decol sér í hlutverk sækj- anda, veijanda og dómara, auk Timoleons og niðurstaðan verður sú, að hann skuli dæmdur til dauða. Decol var nemandi hins óum- deilda meistara látbragðslistar- innar, Marcel Marceau. Hann hef- ur þó þróað sína eigin aðferð og sækir fyrirmyndir í Chaplin, Kea- ton og Tati. Auk þess hefur hann opnað sýningar sínar, þannig að hann dregur áhorfandann inn í þær. Það er vel og skemmtileg- asta atriðið í sýningu hans var þegar kraftajötunninn náði í strákinn og lét hann sýna hvað hann gæti. Það voru nokkur fleiri skemmti- leg atriði, til dæmis fæðingin, sem Decol útfærði mjög vel og atriðið í öðrum þætti, þegar Timoleon er að eltast við fluguna. Samspil hans við áhorfendur var líka ágætt. Annars verð ég að segja eins og er, að mér fannst hann dálítið stirður og rokksöngvaraat- riðið og lokaatriðið, Timoleon fyr- ir dómstólum, voru heldur undir þeirri hæfni sem maður gæti búist við af svo þjálfuðum látbragðs- leikara. Frá upphafi til enda Sjálfstæðisfólk Hef opnað prófkjörsskrifstofu í Sigtúni 7, þar i sem ég og stuðningsmenn mínir starfa að kjö.ri mínu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík dagana 26. og 27. okt. nk. Kosningastjóri er Sigurjón Ásbjörnsson og ápj- | verður skrifstofan opin frá kl. 9-22 alla daga § ' H ét* > 1 til kjördags. Verið velkomin. Sími 29600. Eyjólfur Konráð Jónsson J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.