Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 60
KAVÍAR HRÖKKBRAUÐ Amarflug fer fram á greiðslustöðvun Hlutafé í ísflugi aukið í allt að 300 milljónir STJÓRN Arnarflugs ákvað á sunnudag að fara fram á tveggja mánaða greiðslustöðvun. Mun skiptaréttur Reykjavíkur taka afstöðu til þessar- ar beiðni félagsins í dag. Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdasljóri Arnarflugs, segir að látið verði reyna á hvort þessi tími nægi til að koma málum Arnarflugs á hreint. Hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráðstafana yrði gripið til á meðan á greiðslustöðvuninni stæði. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Kristinn. Hluthafafundur ísflugs, sem haldinn var í gær, ákvað að aflétta öllum hömlum á viðskiptum með hlutabréf í félaginu og jafnframt að heimila stjórn þess að bjóða út nýtt hlutafé þannig að heildarhlutafé geti numið allt að 300 m.kr. Morgunblaðið/Sverrir Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, ásamt Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra við komu á Hótel Sögu í Reykjavík í gær. Landsbergis á Islandi: . * Segir Island hafa for- ystu í sjáJfstæðismálinu „Þessi ákvörðun stjórnar Arnar- flugs að óska eftir greiðslustöðvun '•—Skír í aðalatriðum tengd þeirri leið sem stefnt er að núna að nýir aðilar safni hlutafé í ísflug til að taka við rekstr- inum,“ sagði Kristinn Sigtryggsson við Morgunblaðið. „Það á að reyna að gefa Amarflugi lengri tíma til að endurskipuleggja fjárhag sinn. Ef það væri gert í of miklum flýti þá er hætta á að árangurinn yrði sam- kvæmt því. Því þótti vænlegra að fara í greiðslustöðvun til að vinna að öllum þeim aðgerðum sem eru í gangi til að bæta stöðu félagsins." Hann sagði að síðar kæmi hugsan- ' '*™Iega til greina að athuga möguleik- ann á að sameina bæði félögin. Um það atriði hefði þó .ekkert verið ákveðið enn sem komið er. Á hluthafafundi ísflugs var ákveð- ið að breyta samþykktum félagsins með þeim hætti að afnema allar hömlur á sölu og meðferð hlutafjár, með það að markmiði, að félagið geti í framtíðinni uppfyllt skilyrði í skattalögum um skattfrádrátt vegna kaupa á hlutafé. Einnig var samþykkt heimild til stjórnar að bjóða út nýtt hlutafé þannig að heildarhlutafé geti numið allt að 300 m.kr. og var stjóm félags- Hlutafjárútboð Eimskips: Utboðsgögn eru send út í hundraðatali VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka (VIB) sendi í gær frá sér útboðsgögn um hlutafjárút- boð Eimskips til um 400 manns sem höfðu óskað eftir upplýsing- um um útboðið. Auk þess nálgað- ■-r-ást fjöldi manns útboðsgögnin hjá VÍB og í útibúum íslandsbanka víða um land. Að sögn Svanbjörns Thoroddsen hjá VÍB er mikill áhugi fyrir hluta- fjárútboðinu sem hófst í gær og voru þá allar símalínur rauðgló- andi. Síðdegis í gær höfðu þegar borist 50 áskriftarblöð með óskum um kaup á hlutafé. Hlutafjárútboð Eimskips fer fram með þeim hætti að kaupendur skrá sig fyrir hlutafé. A.m.k. helm- ingur bréfanna verður seldur í fjár- hæðum að nafnverði 5-25 þúsund ’krónur á genginu 5,6. Þeir sem óska eftir hlutabréfum umfrám 25 þúsund og allt að einni milljón geta gert tilboð í bréfin á gengi ekki lægra en 5,6. Áskriftarfrestur renn- ur út 19. október. VÍB hefur umsjón með þessu al- menna útboði hlutabréfa, en út- boðsgögn liggja einnig frammi hjá útibúum íslandsbanka og Fjárfest- ingarfélagi Islands. ins falið að ákveða í hvaða mæli hún nýtti sér þessa heimild. Hlutafé ís- flugs í dag er ellefu milljónir króna. Segir Víglundur Þorsteinsson að áætlað sé að þurfi 170-180 m.kr. til að uppfylla þær kröfur sem settar eru um eigið fé til að fá flugleyfi og sé stefnt að því að selja hlutafé fyr- ir um 180 m.kr. á þessu stigi. Víglundur Þorsteinsson sagði að- spurður um hvaða áhrif greiðslu- stöðvunarbeiðni Arnarflugs hefði á Kjúklingakvótinn er ákveðinn af framleiðsluráði landbúnaðarins en framleiðslumagn hvers árs miðast við heildarneyslu í landinu. Allt árið í fyrra mátti hver framleiðandi framleiða 50% af sínum kvóta og fékk endurgreiðslu á fóðurbætis- gjaldi, 44 krónur á kíló, sem því nam. Nokkrir frámleiðendur fóru fram úr kvótanum á síðasta ári og fengu endurgreiðslu af umfram- ísflug að þetta væri sjálfstætt mál stjórnar Árnarflugs. „Isflug mun síðan eiga viðræður við Arnarflug og stjórn þess og forstöðumenn um þætti sem koma til álita eins og leigu- mál á aðstöðu og ýmsu þess háttar, bæði Isflugi til hagsbóta og síðan til að verðmæti geti skapast úr eigum Arnarflugs sem hugsanlega gætu allar tapast ef ekki tekst til með fjár- hagslega endurskipulagningu,“ sagði Víglundur. „Það er ljóst að það er mjög knappur og skamrnur tími til að vinna öll málin því að ísflug þarf að leggja fram öll gögn sem fylgja vérða umsókn um flugleyfi fyrir há- degi mánudaginn 15. október nk.“ Ný stjórn Isflugs var kosin á hlut- hafafundinum. I henni eiga sæti Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, Þuríður Sigurðardótt- ir, flugfreyja, Jón Magnússon, lög- maður, Kristmundur Magnússon, flugstjóri, og Pétur Andrésson, yfir- maður fraktdeildar Arnarflugs. framleiðslunni eftir að stjórn kjúkl- ingabænda samþykkti að fara fram á það við framleiðsluráð landbúnað- arins. Þeir aðilar sem framleiða mest umfram kvóta sitja í stjórn kjúklingabænda. Endurgreiðsla fóðurbætisgjalds er nú 75% kvótans hjá framieiðendum en þessir sömu aðilar sitja í kvótanefnd kjúklinga- bænda sem hefur fengið samþykkta hækkun á viðmiðun á endurgreiðslu FORSETI Litháens, Vytautas Landsbergis, kom í þriggja daga heimsókn til Islands um þrjúleytið í gær í boði Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra. Hann mun dveljast hér fram á fimmtu- dag. Landsbergis segir að heim- sóknin sé mikilvæg því að í sjálf- fóðurbætisgjalds úr 50% í 75%. Við þetta styrkist offramleiðslan að mati þeirra sem vilja fara eftir kvót- anum. Sala á kjúklingum hefur aukist að undanförnu með lækkuðu verði en framleiðendur telja verðið of lágt og ekki fyrir kostnaði. „Það er eng- inn vandi að selja kjúklinga fyrir skít á priki ef maður þarf hvorki að borga fóður, unga eða það sem þarf til rekstrarins. Þetta verð er algjört bijálæði," sagði Rafn Har- aldsson kjúklingabóndi á Bræðra- býli í Ölfusi. Hann benti á að upp- stæðisbaráttu Litháens hafi ís- lendingar nánast verið í forystu- hlutverki á alþjóðavettvangi. í gærkvöldi snæddi Landsbergis kvöldverð á heimili forsætisráðherra en í dag fundar hann með forsætiráð- herra og utanríkisráðherra, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Forsetinn mun snæða hádegisverð með forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og fara í skoðunarferð um Þingvelli, klukkan 17.30 verður blaðamanna- fundur. Á miðvikudag ræðir Lands- bergis við fulltrúa Kvennalistans og Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæð- isflokksins, en Þorsteinn ávarpaði sem kunnugt er setningarfund lit- háíska þingsins fyrir skömmu. For- setinn verður viðstaddur setningar- fund Alþingis sama dag og snæðir kvöldverð í boði utanríkisráðherra. Sjá ennfremur viðtal við Lands- bergis á bls. 29. Kærði nauðgnn TVÍTUG stúlka kærði tvo menn fyrir nauðgun aðfaranótt laugar- dagsins. Stúlkan kvaðst hafa ver- ið á gangi á leið heim til sín í Breiðholti þegar hún þáði bílfar með tveimur mönnum sem hún kannaðist við. Mennirnir óku með stúlkuna á afvikinn stað, komu þar báðir fram vilja sínum við hana og skildu hana síðan eftir. Rannsóknarlögreglan vinnur að málinu. gefið heildsöluverð hjá framleiðslu- ráði væri 469 krónur og skilaverð til bænda af því ætti að vera 285 krónur. Ungakostnaður væri 70-75 krónur og 160 krónur kostaði í fóðri að framleiða eitt kíló af kjúklinga- kjöti. „Þetta verð nægir engan veginn fyrir kostnaði og getur ekki haldist til lertgdar. Okkur þykir þetta súrt sem viljum framleiða eftir kvótan- um,“ sagði Logi Jónsson fram- kvæmdastjóri ísfugls. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Rúnar Antxinsson 5 bíla árekstur á Akureyri Fimm bílar skemmdust í árekstri á Hörgárbraut rétt norðan við Glerárbrú á Akureyri um fimm leytið í gær. Engin slys urðu á mönnum. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar stöðvaði bíl sinn til þess að hleypa gangandi vegfaranda yfir götuna á gangbraut. Ökumaður næstu bifreiðar náði ekki að stöðva bíl sinn og rann aftan á bifreiðina en á eftir komu þijár fólksbifreiðar sem runnu hver á aðra. Míkíð verðfall hefur orðið á kjúklingum á síðustu viknm • • „Þetta verð er algjört bijálæði,“ segir kjúklingabóndi í Olfusi Selfossi. VERÐ á kjúklingum hefur fallið á síðustu vikum úr 570-630 krónum kílóið í tæpar 400 krónur. Ástæða þessa er offramleiðsla þrátt fyrir að kvóti sé á framleiðslunni hjá bændum. Kjúklingar eru nú seldir undir kostnaðarverði við framleiðsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.