Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Afmæliskveðja: Halldór Finnur Klem ensson, Dýrastöðum „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel.“ (Jónas Hallgrímsson) Þessi orð listaskáldsins góða vildi ég gjaman gera að mínum, einkan- lega á þessum degi, og finnst þau raunar engan eiga betur við en föð- ur minn, Halldór á Dýrastöðum, sem nú er allt í einu orðinn áttræður maður, eiginlega án þess maður tæki eftir því að hann eltist. Svo stutt fínnst mér umliðið, síðan ég var smákrakki, sem elti hann eftir mætti, bæði úti og inni á æskuheim- ili mínu. Mér fannst óhugsandi að hann pabbi yrði nokkurn tímann gamall. Enginn er eldri en honum fínnst hann vera, segir máltækið og þeir, sem eru ungir í anda og unna lífínu í kringum sig, eins og hann, eru nærtækt dæmi um sann- indi þess. Faðir minn fæddist á Dýrastöðum 9. október 1910, þar hefur hann alið allan sinn aldur. Afí og amma, Klemens Jónsson frá Neðri Munda- dal í Miðdölum og Kristín Þorvarð- ardóttir frá Leikskálum í Haukadal, komu suður í Norðurárdal 1908 vestan úr Dölum, þar sem erfítt var orðið að fá jarðnæði, og margir Dalamenn gerðust Borgfírðingar af þeim sökum. Böm þeirra urðu 5 talsins. Elstur var Finnur, bóndi á Hóli í Norður- árdal, sem þau komu með ungbarn að vestan. Hann lést á síðasta ári. Þá er Ásgerður, sem lengi hefur búið í Reykjavík og unnið ýmis störf, Halldór, faðir minn, Kristinn Þorvarður, sem langa ævi, hefur fengist við smíðar og allt leikur í höndunum á, og yngst er Guðrún, sem einnig hefur búið í Reykjavík um árabil. Öll áttu þessi systkini góðar gáfur, sem þó var ekkert ver- ið að flíka í tíma og ótíma, einnig voru þau og eru dugnaðarfólk hið mesta, enda þurfti þess með. Dýra- staðasystkinin unnu heimili foreidra sinna fram á fullorðinsár, svo sem alsiða var til sveita, meðan manns- höndin innti af höndum alla þá vinnu, sem nú er unnin með vélar- afli og þróuðum tækjabúnaði. Böm- in okkar horfa á okkur stóreygð og spytja: Varst þú til í gamla daga, mamma? þegar rifjaðar eru upp minningar um þessa horfnu búskap- arhætti. Þeim þykir eflaust við vera mestu fomgripir, sem munum tíma tvenna í þessum skilningi. í þá daga var heyskapur iðulega sóttur upp til Ijalla og ómælt erfíði á sig lagt að ná saman þeim hey- feng, sem þurfti fyrir búsmalann. Faðir minn mun fljótt hafa gert sér grein fyrir því, að framtíðin bjó í rækturi og stækkun túns og engja. Hann stúndaði nám við Bændaskól- ann á Hvánneyri í tvo vetur og lauk þaðan búfræðiprófí 1936. Það vega- nesti varð' honum giftudijúgt og stuðlaði aðjvelgengni í því lífsstarfí, sem hann kaus sér. Ekki lagði hann stund á frekara nám, þótt hann hefði áreiðanlega staðið sig vel við það. Sérstaklega hafði hann og hef- ur enn mikinn áhuga á grasafræði og greiningu plantna. Ef ekki var verið í heyskap á sunnudögum gaf hann sér alltaf tíma til að fara með okkur systkinin í göngutúr, eins og við kölluðum það. Þá var hann óþreytandi að fræða okkur og kenna um allt það úr náttúmnnar ríki, sem á vegi varð. Þetta mat hann meira en að hvíla sig eftir erfíði vikunnar, þótt svo sannarlega væri honum ekki vanþörf á því, og fýrir þessar sunnudagsferðir á ég honum ósegj- anlega margt að þakka og bý að þeim enn. Eftir andlát föðurömmu minnar 1946 brá afi minn búi, pabbi keypti Dýrastaðina og hóf búskap. Ekki er nú gott að maðurinn sé einn, og ungi bóndinn réð til sín ráðskonu úr Reykjavík. Ráðskonan ílentist, það var hún móðir mín, Áslaug Þorsteinsdóttir, sem nú var komin til sögunnar, og víst er um það að hennar starf var mikið, eins og margar bóndakonur í sveit hafa á sjálfum sér reynt. Hún hafði með sér drengi sína tvo, hálf- bræður mína, og eftir því sem fram liðu stundir, fjölgaði bömunum. Við erum fjögur alsystkini á lífi, en eina dóttur misstu þau mjög unga. Það var og er okkur öllum sárt, sem hana munum, enda þótt vitað væri að henni var ekki lífvænt. I hennar tilfelli var ekki hægt að hjálpa þá, þótt nú sé læknisfræðin komin lengra, sem betur fer. Að öðru leyti skiptust á skin og skúrir í lífi for- eldra minna, eins og gengur, en því fer nú betur, að manneskjunni er gefíð að geta gleymt því, sem miður fer en muna hitt. Ég á margar myndir af pabba í hugskoti mínu. Ein er t.d. af honum að slá með hestasláttuvél og tveim hestum fyrir. Hrossagauksungar eru að vappa í óslægjunni, hann stöðvar hestana og lætur mig þjarga greyjunum undan fptum þeirra. Þá eru ótaldar allar stundimar, sem við áttum saman við lambféð um sauð- burðinn og hann var ótrúlega hand- laginn, þótt handstór væri með af- brigðum, að koma lambi á spena og hlú að þessu nýfædda lífi og móðurinni. ‘Einu dagamir, sem ég man eftir að væru dálítið „stressandi" eins og nútíminn ber sér í munn, vom dag- ar smalamennsku, aftekningar eða réttardagar á haustin. Þá var nú einboðið að standa sig í stykkinu, því þetta voru einu dagarnir sem annars dagfarsprúðir menn gátu orðið alvitlausir og það eiginlega út af engu. Núna er nýliðinn leitardagur, svo bjartur og fagur að ekki er hægt að hugsa sér betra veður til þess arna, þótt pantað hefði verið með fyrirvara hjá himnaföðurnum. Ég varð vitni að því, að pabbi, sem nú er að sjálfsögðu hættur að hlaupa upp í Sátudal, eins og hann átti svo létt með áður fyrr, óskaði sér þess heitast að vera kominn upp á fjall að smala. Hann átti líka eðlilega skýringu á því að leitarmönnum seinkaði fram úr hófí. Veðrið væri svo gott og loftið tært, að smalarn- ir fengju sig ekki til að. yfirgefa afréttinn, sagði hann og fannst ekk- ert í heimi eðlilegra en það. Núna er rúmur áratugur liðinn síðan foreldrar mínir hættu búskap og bróðir minn og mágkona tóku við. Er til meiri lífsgæfa en sú, að sjá afkomendur sína halda áfram af miklum myndarskap því verki, sem maður hefur lagt í alla krafta sína og alla sál sína? Mér fínnst að Halldór á Dýrastöð- um hafí verið fæddur til að verða bóndi og öllu kviku leið vel í höndum hans og umsjá. Það er gæfa að eiga hann að föður og ekki er honum síður sýnt um að hæna að sér böm, bæði skyld og óskyld. Barnabörnin geta nú best borið um það, hve allt- af var gott fyrir lítinn anga að koma til ömmu og afa, fá að sofa í „millinu" og heyra sögu, sem hann er ólatur við að láta eftir afkomend- um sínum. Enn minnist ég gamalla daga, þegar þetta er skrifað. Á kvöldin áður fyrr var það vandi hans að lesa upphátt fyrir okkur ljóð og láta okkur velja, efst til vinstri eða neðst til hægri, og alltaf var spennandi að vita, hvaða stað maður lenti á. Síðari árin hefur hann dálítið lagst í ferðalög, ef hægt er að segja sem svo um mann, sem aldrei gaf sér tóm frá störfum sínum til þess arna. Það er heilt ævintýri að ferðast um okkar fagra land með svona fullorðnum manni og fínna þann lif- andi áhuga, sem hann hefur á öllu, sem fyrir augu ber. Því miður hefur móðir mín ekki getað fylgst með honum sakir heilsubrésts, en hann ferðast þá aftur í huganum sömu leiðir heimkominn með hjálp korta og handbóka, og þá nýtur hún góðs af. Þann skugga ber nú á þessu merku tímamót að móðir mín liggur í sjúkrahúsi og gerir að verkum að hann ætlar að dvelja að heiman á afmælisdaginn. Góði pabbi minn, við óskum þér hjartanlega til hamingju með daginn og þökkum þér alla góðu samveruna og allt sem þú hefur gefíð okkur af sjálfum þér með því að vera sá sem þú ert. Guð gefi mömmu bata og ykkur báðum' alla daga góða. í nafni barna ykkur, tengdabarna og bamabama. Kristín Afmæliskveðja: Guðmundur Runólfs son, útgerðarmaður Guðmundur Runólfsson útgerðar- maður í Gmndarfirði er sjötugur í dag. Þegar Grundarfjörður er nefndur kemur Guðmundur einatt upp í hugann svo samgróinn er hann staðnum og í raun holdi klætt skjaldarmerki þessa byggðarlags, sem hann ber fyrir btjósti umfram flest ef ekki allt annað. Um haustið 1952 þegar undirrit- aður var níu ára fluttu foreldrar mínir frá Þórshöfn til Grundarfjarð- ar þar sem föður mínum var falið starf framkvæmdastjóra í fyrirtæki Sig. Ágústssonar alþingismanns. Þeir Guðmundur störfuðu saman í þessu fyrirtæki og tókst með þeim og fjölskyldum þeirra góð vinátta sem báðir njóta enn í dag. Mér varð snemma ljóst að sam- ferðamennirnir báru mesta virðingu fyrir nokkrum ungum og harðdræg- um skipstjórum, sem sóttu sjóinn af miklum dugnaði. í þessum hópi voru þeir Bjöm Ásgeirsson, Hinrik Elbergsson og þéir frændur Soffan- ías Cecilsson og Guðmundur Run- ólfsson. Þetta voru arftakar þeirra Párs á Hömrum og Finns á Spjör, svo vel máttu þeir duga til þess að standa undir þeim vonum og vænt- ingum sem við þá voru bundnar. Sigurjón í Bár var þá enn í fullu fjöri og svo flskinn að sagt var að ef þrír fískar fyndust í Breiðafirði ætti hann tvo vísa. Mikil keppni og harðdrægni var á milli þessara sjó- sóknara og spöruðu þeir sig í engu, eins og títt er um kappsfulla menn. En í vertíðarlok urðu þeir sáttir að kalla og tóku að útbúa sig á síldina fyrir norðan og slagurinn hófst á ný. Guðmundur er borinn og barn- fæddur Grundfirðingur og ólst upp í flæðarmálinu í mikilli fátækt, næstum að segja örbirgð eins og hann hefur sjálfur svo oft rifjað upp. Hann var eins og þorpið að taka fyrstu skrefín lítill og aflvana, en þeim óx ásmegin með hvetju árinu sem leið. Ugglaust hefur eng- um komið til hugar þá að drengur- inn í Götuhúsi ætti eftir að verða byggðarlagi sínu sá aflgjafi sem hann síðar varð. Óhætt er að full- yrða að enginn einn maður hafi komið jafn víða við og lagt gjörva hönd á uppbyggingu atvinnulífs í 'Grundarfírði eins og Guðmundur Runólfsson. Hann hefur að auki verið prímus mótor í öllu félags- starfí og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Það er út af fyrir sig efni í heila bók og verðugt verk- efni að setja á þrykk þátt Guðmund- ar í þróun og nýsköpun atvinnulífs- ins og ekki gerlegt að koma því til skila í stuttri afmæliskveðju. Guðmundur er að eðlisfari svo mikill einstaklingshyggjumaður að fyrr eða síðar hlaut að reka að því að hann setti á legg einkarekstur. Þótt ekki væri mulið undir hann ungan tókst honum árið 1947, sak- ir dugnaðar og óbifanlegrar trúar á mátt sinn og megin, ásamt vinum sínum að kaupa fyrsta bátinn. Þetta var 39 tonna eikarbátur svokallaður Landssmiðjubátur og bar hann föð- urnafn Guðmundar eins og flest hans skip. Næsti Runólfur var byggður í Noregi 1960 og hinn þriðji í skipasmíðastöðinni Stálvík árið 1975. 011 hafa þessi skip verið hinar mestu happafleytur í öllum skilningi og borið ómæld verðmæti að landi í Grundarfirði í gegnum tíðina. Þegar Guðmundur hóf undirbún- ing á smíði skuttogarans var ég starfandi sveitarstjóri í Grundarfírði og reyndi því eins og ég gat að styðja hann í þeirri ætlan að gera út frá Grundarfirði fyrsta skuttog- arann á Breiðafirði. Þá lágu allar leiðir suður til Rómar ekki síður en nú ef menn ætluðu að leiða til lykta hin stærri mál. Guðmundur sýndi í þessu framfaramáli ótrúlega seiglu, hörku og útsjónarsemi og hafði sitt fram svo sem vænta mátti, enda er vilji allt sem þarf. Það var þjóðhátíðarstemmning í Grundarfirði þegar tekið var með fögnuði á móti þessu glæsta skipi, sem átti eftir að renna styrkum stoð- um undir öflugt og þróttmikið at- vinnulíf á staðnum. Atvinnuleysi sem hafði verið landlægt á haustin hvarf eins og dögg fyrir sólu og hefur ekki gert vart við sig síðan. Þótt nokkur aldursmunur sé á okkur Guðmundi urðum við snemma góðir vinir og svo er enn. Það er þó fjarri lagi að við höfum alltaf verið sammála frekar en aðrir bestu vinir hans. Mér eru minnisstæð hvatskeytis- leg orðaskipti við Guðmund þegar við hæfí þótti og ekki var það allt slétt og felít, aldeilis ekki. Guð- mundur er vissulega mjög mótaður af umhverfi sínu, sem er í senn hrikalegt og ægifagurt. Þegar sunn- anrokin eru sterkust hlífa þau engu og hljóta að setja mark sitt á og herða hvern þann sem fyrir verður. En aftur á móti þegar best er og blíðast er hvergi á jörðu að finna fegurri reit. Það er ómögulegt annað en að slík fegurð laði fram það besta sem býr í hvetjum manni. Guðmund- ur er stór í sniðum og smámunasemi er eitur í hans beinum og hann hik- ar ekki við að ganga fyrir hvers manns dyr og segja honum sannleik- ann, en það er stutt í ljúfmennskuna og hann er barngóður með eindæm- um. í seinni tíð hefur Guðmundur látið sér mjög annt um gamla fólkið og notar hvert tækifæri sem gefst til þess að lífga upp á tilveruna hjá því eins og honum einum er lagið. Guðmundur er góður og gegn sjálf- stæðismaður og hefur enda gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Hann er fyrst og fremst einstaklingshyggjumaður og heldur því mikið upp á Lúðvík Jósepsson og Skúla á Sandi. Hann þykir rek- ast heldur illa í flokki og á það til að vera heldur sjálfstæðari en þægi- legt er. Á þessu hafa ýmsir flokks- broddar og skrokksjóður fengið að kenna því það er ekki á allra færi að átta sig á því að. Guðmundur er eins og skáldið í Holti kvað: „alltaf á verði og ögn til hliðar við aðra menn“. Hann á það til eins og lúðan að synda ýmist með svörtu hliðina upp eða þá hvítu og aldrei að vita hvenær honum hentar að velta sér. Guðmundur er ekkert sérlega snokinn yfir því að þurfa að sitja á fundum undir lærðum ræðum embættis- og stjórnmálamanna. Enda verða þeir, eins og séra Árni Þórarinsson segir, svo ankannalegir þegar þeir líta upp úr þessum skjöl- um sínum og horfa út í lífið. Guð- mundur Runólfsson veðjar gjarnan á réttan hest og hann er lukkunnar pamflll í einkalífínu. Hann er vel giftur og á stóra og myndarlega fjölskyldu. Þegar hann var ungur maður réðst hann til vinnumennsku í Helgafellssveit þar sem heitir á Gríshóli. Þegar þetta var stóð hugur Guðmundar mjög til búskapar og vildi hann verða vel fjáreigandi af gangandi fé eins og dugnaður hans stóð til. Á þessum árum kynntist Guð- mundur konuefninu Ingibjörgu Kristjánsdóttir heimasætu á Þing- völlum í sömu sveit. Inga er frábær kona og engri lík. Þau byggðu sér heimili í Grundarfirði af miklum myndarskap þar sem gestrisni er viðbrugðið. Inga er glaðvær kona og á dijúgan þátt í góðu gengi bónda síns og er hans besti ráðunautur. Guðmundur er vel meðvitaður um þessar staðreyndir og á hátindi skip- stjóraferils síns, þegar síldin var og hét, reisti hann konu sinni hvíta húsið á Grundargötu 18 í þakklæt- is- og virðingarskyni. Guðmundur og Inga eiga eina dóttur og sjö syni. Þau hafa öll stofnað heimili í Grund- arfirði af fírna myndarskap eins og þau eiga kyn til og látið muna um sig í plássinu. Það er enginn hvunndags við- burður að kynnast fjölskyldu sem er jafn stór og jafn samhent. Við Þórunn sendum ykkur Guð- mundi og Ingu hamingjuóskir á þessum heiðursdegi og þökkum langa vináttu. Á góðum degi þegar jökullinn ber við himin er maður óðar kominn vestur því hugurinn ber mann hálfa leið. Þá er gott að vita af vinum í varpa og það er ein- lægt tilhlökkunarefni að gleðjast í góðra vina hópi. Á þessum erfíðu tímum og dapra stjórnarfari er gott til þess að vita að „Guð lét fögur vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim.“ Árni M. Emilsson Fyrirlest- ur um sorg SAMTöK um Sorg og sorgarvið- brögð beita sér fyrir eftirfarandi fyrirlestrum í vetur: 9. október- „Sorg og sorgarvið- brögð“. Fyrirlesari sr. Bragi Skúla- son. 6. nóvember- „Krabbamein og missir“. Fyrirlesari Sigurður Árna- son, læknir. 4. desember- „Missir á slysstað". Fyrirlesari sr. Birgir Ás- geirsson. 8. janúar- „Missir á með- göngu“. Fyrirlesari Arnar Hauksson, læknir til aðstoðar Kristín Tómas- dóttir, yfírljósmóðir. 5. febrúar- „Áhrif missis á fjölskylduna". Fyrir- lesari Nanna Sigurðardóttir, félags- ráðgjafi. 5. mars- „Afbrigðileg sorg- arviðbrögð". Fyrirlesari Högni Óskarsson, geðlæknir. 2. apríl- „Kistulagning, útför, greftrun". Fyr- irlesari Einar Jónsson, útfararstjóri. 7. maí- „Missir við skilnað". Fyrirles- ari sr. Þorvaldur Karl Helgason. Allir þessir fyrirlestrar hefjast kl. 20.30. Ennfremur verður boðið upp á helgamámskeið í október og nóv- ember. Allar samverur okkar eru í Safnaðarheimilinu Laugarneskirkju. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.