Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Merki 21. Ólympíuleik- anna í eðlisfræði í Hol- landi. Alexander Barnett, 17 ára breskur piltur, stoltur við breska fánann eftir að úrslit voru kunngerð og í ljós kom að hann var langefstur. 21. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði í Groningen í Hollandi: Framúrskarandi sig- ur 17 ára bresks pilts Besti árangur íslenska liðsins síðan 1984 159 ungmenni frá 32 löndum mættu til Groningen í Hol- landi í byrjun júlí síðastliðins til að taka þátt í alþjóðlegri keppni framhaldsskólanema í eðlisfræði. Öll höfðu þau verið valin að undangenginni eðlisfræðikeppni í heimlandi sínu og uppfylitu skilyrði Ólympíuleikanna um aldur og námsstöðu. I keppendahópnum voru 5 íslenskir drengir og var það í sjöunda sinn sem ísland sendir lið til þátttöku í Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Olyrnpíuleikamir i eðlisfræði eru einstaklingskeppni og þurfa keppendur að uppfylla þau skilyrði að vera 19 ára eða yngri 30. júní á keppnisárinu og hafa ekki hafið nám í háskóla við upphaf leikanna. Efnis- skrá Ólympíuleikanna er lögð til grundvallar við samningu verkefn- anna og spannar hún mun meira efni en kennt er við íslenska fram- haldsskóla. Því hafa hinir íslensku keppendur verið þjálfaðir fyrir þátt- tökuna í verkefnalausnum og með- ferð tilraunatækja til að veita þeim möguleika á betri árangri en ella og er það viðtekin venja hjá keppnis- liðum annarra þjóða í þessari erfíðu keppni. Hin eiginlega keppni fer fram á tveimur keppnisdögum með hvíldar- degi á milli. Fyrri daginn leysa kepp- endur hver um sig 3 verkefni úr fræðilegri eðlisfræði og hafa til þess 5 klukkustundir. Seinni keppnisdag- inn framkvæma keppendur 1-2 til- raunir og skila skýrslu með niður- stöðum og óvissureikningum, einnig á 5 klukkustundum. Fyrir langflest ungmennanna eru þessi verkefni þau þyngstu sem þau hafa glímt við á ævinni og þau koma því örþreytt frá prófborðinu. íslendingar unnu sig upp á tilraunum Eftir keppnisdagana var keppend- um boðið í langa siglingu eftir síkjum Hollands um sveitir og borgir í ná- grenni Groningen-borgar á meðan fararstjórarnir körpuðu við dóm- nefndirnar um einkunnagjöf. fyrir fræðilegu lausnirnar. Hér hafði ís- lendingunum gengið illa, fyrirgjöfin var í megindráttum sanngjörn miðað við það og íslensku fararstjórarnir sáu fram á enn eitt skiptið þar sem ísland hafnaði í neðstu sætum. Gleði þeirra varð því mikil þegar þeir fengu lausnir íslendi'nganna á til- raununum um kvöldið og sáu að hér hafði drengjunum tekist vel upp en hollensku dómnefndarmennirnir höfðu ekki skilið allt sem meta mátti til hærri einkunnar. Lokadaginn rökræddu fararstjór- arnir við dómnefndir um verklegu verkefnin og náðu að bæta mörgum stigum við fyrirgjöf Hollendinganna þannig að ljóst varð að Kristján og Magnús áttu lausnir sem jafngóðar og gull- og silfurhafar státuðu af. Lausnir íslendinganna á verklegu verkefnunum náðu því upp fyrir meðaltal og lyftu íslandi upp í 24. sæti af 32. Þessi árangur hinn besti frá því 1984 að Vilhjálmur Þor- steinsson og Finnur Lárusson náðu 13. sæti af 18 í fyrsta_ skipti sem íslendingar tóku þátt í Ólympíuleik- unum í eðlisfræði. Við verðlaunaafhendingu Ólympíuleikanna vakti mikla athygli framúrskarandi árangur 17 ára bresks pilts en hann náði 45,7 stig-' um af 50 mögulegum, nærri 4 stig- um hærri en næstiefsti maður, Austur-Þjóðveijinn Carsten Deus. Við upptalningu verðlaunahafa varð ljóst að Austur-Evrópubúarnir höfðui náð sínum fyrra sessi sem jafnbestu eðlisfræðikeppendurnir. En árangur- inn skiptir ekki mestu máli fyrir keppendurna heldur að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í leikunum- og eignast vini um þveran og endi- langan heim með svipuð áhugamál. Krislján Leósson náði sérstakri viðurkenningu í annað sinn Allir þátttakendur í Ólympíuleik- unum í eðlisfræði keppa sem ein- staklingar og eru verðlaun veitt sam- kvæmt því. Reiknað er meðaital þriggja efstu keppendanna og það er skilgreint sem 100% árangur. Gullverðlaun voru veitt þeim 6 kepp- endum sem náðu 90% árangri eða betri og þeir voru: Alexander H. Barnett frá Bretlandi, Carsten Deus frá Austur-Þýskalandi, Vadim Kuz- menko frá Sovétríkjunum, Cezary Sliwa frá Póllandi, Min-Yang Wu frá Kína, Gang Zhou frá Kína.' 12 þátttakendum voru veitt silfur- verðlaun fyrir að ná milli 78% og 90% árangri en- 25 þátttakendur fengu bronsverðlaun fyrir að ná milli 65% og 78% árangri. 24 þátt- takendur fengu sérstaka viðurkenn- ingu fyrir að ná milli 50% og 65% árangri. Var Kristján Leósson, efsti íslendingurinn, í þeim hópi og náði því að verða í 66. sæti meðal 159 keppenda. Þetta er í annað sinn sem Kristján nær slíkri viðurkenningu og í fjórða sinn sem íslendingur fær sérstaka viðurkenningu. Út frá árangri einstaklinganna leika fararstjórar sér við að reikna meðalstigafjölda hverrar þjóðar og verða Austur-Evrópuþjóðir áberandi efst á þeim lista. I 1. sæti eru Sov- étríkin, í 2. sæti Kína, í 3. sæti Vestur-Þýskaland, i 4. sæti Austur- Þýskaland, í 5. sæti Bretland, í 6. sæti Pólland, í 7. sæti Búlgaría, í 8. sæti Ungveijaland, í 9. sæti Holl- and, í 10. sæti Rúmenía og í 11. sæti Bandaríkin. Neðri hluti listans er einnig áhugaverður fyrir Islend- inga sem lentu í 24. sæti af 32 en fyrir neðan okkur í réttri röð voru Kólombía, Kúba, Kýpur, Spánn, Belgía, Noregur, Thailand og Kú- væt. „Þurfti að halda aftur af verkefnagleði höfundanna“ Hans Jordens er 43 ára kennari í verklegri eðlisfræði við Háskólann í Groningen og hefur undanfarin 8 ár verið framkvæmdastjóri hol- lensku landskeppninnar í eðlisfræði og fararstjóri liðsins á Ólympíuleik- unum í eðlisfræði. Þetta árið fékk hann frí frá Landskeppninni og þjálf- un hollensku keppendanna til að taka að sér framkvæmdastjórn Ólympíuleikanna í eðlisfræði í Hol- landi. „Aðalhlutverk mitt hefur verið í því fólgið að samræma verkefni (% lausnir, skera niður spurningar og halda aftur af verkefnagleði höf- undanna," segir Hans Jordens um starfssvið sitt. Undirbúningur að leikunum hefur lengi staðið yfir; ákvörðun var tekin 1987 að frumkvæði Landskeppninn- ar í samráði við Groningen-borg og hollenska menntamálaráðuneytið að halda Ólympíuleikana í ár í Holl- andi. Aðbúnaðui' keppninnar var ákveðinn 1988 með því að hótel og salir voru pöntuð og dægradvöl þátt- takenda skipulögð. Dómnefndir voru settar á laggirnar í janúar 1989 og verkefnin samin og prófuð. „Við gerðum heiðursmannasamkomulag við stúdenta á fyrsta ári í Háskólan- um í Groningen um að þeir létu engar upplýsingar um spurnjngarn- ar leka frá sér. Síðan leystu þeir fræðilegu og verklegu verkefnin í janúar 1990 og þannig fengum mat á hæfilegri lengd og þyngd. Þú mátt trúa mér að það sem keppend- urnir sáu á þessum Ólympíuleikum Jan Schijf, leiðsögumaður íslenska keppnisliðsins í örmum þess. Frá vinstri: Halldór Narfi Stefánsson, Magnús Stefánsson, Kristján Leósson og Úlfar Elíasson, allir úr MR og Krislján Valur Jónsson úr MS. Dr. Einar Júlíusson (fyrir miðju) rökræðir lausnir íslensku keppend- anna á öðru verklega verkefninu við dómnefndarmenn þess verkefnis. Fararstjórar norrænu Iandanna á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Frá vinstri: Matti Leino, áheyrnarfulltrúi Finna, Viðar Agústsson, Maja Ahtee og Jukka Mattila frá Finnlandi, Ingrid Helstrup frá Noregi, Einar Júlíusson, Hans-Uno Bengtsson og Lars Gislen frá Svíþjóð. Danir hafa aldrei tekið þátt. var bara brot af því sem höfundarn- ir vildu leggja fyrir þá,“ sagði Hans brosandi um þróun þessara erfiðu verkefna. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði eru kostnaðarsamir og segir Hans að útlagður kostnaður verði ekki undir 500 þús gyllinum (16 milljónum ísl. króna). Þar með eru laun skipuleggj- anda og túlka mótsins en ótalinn er launakostnaður framkvæmdastjóra og verkefnahöfunda, alls 15 eðlis- fræðinga sem fengu leyfi hver frá sínum háskóla, auk skrifstofufólks sem starfaði á Ólympíuleikunum í leyfi frá Háskólanum í Groningen. Þess var gætt að þetta starfslið væri vandlega aðskilið frá starfsliði Landskepþninnar í eðlisfræði. Leið- sögumenn hinna erle'ndu keppnisliða voru sóttir í raðir hollenskra kepp- enda á fyrri Ólympíuleikum í eðlis- fræði og til máladeilda háskóla um allt Hollandi, en Hans tók ákvörðun um treysta fararstjórunum til að þýða lausnir keppenda og spara sér túlka til að þýða úr erfiðum málum, „eins og íslensku". . Hans lýsti ánægju með að íslendingar ætluðu að halda Ólympíuleika í eðlisfræði. „Ég treysti jslendingum vel til að halda góða Ólympíuleika í eðlisfræði því þið eruð þekktir fyrir góða skipu- lagningu. Var það ekki í Reykjavík sem Reagan og Gorbatsjov hittust með litlum fyrirvara?" 22. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði í Havana á Kúbu „Menntamálaráðuneyti Kúbu til- kynnir að 22. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði verða haldnir í Havana á Kúbu, l.-ll. júlí 1991. Öllum núver- andi keppnisþjóðum verður boðið til leikanna og að auki nýjum keppnis- þjóðum frá Suður-Ameríku,“ sagði Carlos Silfredo Barrios meðal annars í ræðu sinni á einum af fundum Ólympíuráðsins á meðan á 21. Ólympíuleikunum í eðlisfræði stóð. Vettvangur leikanna og aðsetur keppenda verður í Lenín-mennta- skólanum fyrir raungreinar, 15 km fyrir utan Havana. Fararstjórarnir verða hinsvegar hýstir í Hótel Deauville í miðborg Havana. A báðum stöðum eru að- stæður til ýmiskonar dægradvalar svo sem leikvellir og sundlaugar og heilsugæ^la verður í höndum sér- staks lækriis eins og nú er orðin Venja á Ólympíuleikunum í eðlis- fræði. Fararstjórar keppnisþjóðanna, sem flestir eru frá Evrópu, höfðu margs að spyija svo sem um flug til Kúbu, veðurfar á þessum árstíma og aðlögun að tímamismun sem er 6 klukkustundir miðað við Green- wich-meðaltíma. „Tekið verður á móti þátttakend- um á flugvellinum í Havana á 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.