Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 ------1-----—---s-------H---«--T----t-7--r—- Við erum á leið til Evrópu - segir Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, er segir landsmenn nú teggja mesta áherslu á aukin samskipti við Norðurlönd VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, kom hingað til lands í í gær frá Norðurlöndum í boði islenskra stjórnvalda en á sunnu- dag opnaði hann í Osló fyrstu upplýsinga- og kynningarskrifstofu Litháa erlendis í 50 ár. Landsbergis mun ræða við íslenska ráða- menn og verður viðstaddur setningu Alþingis á miðvikudag. Blaða- maður Morgunblaðsins spurði forsetann hvort hann vænti þess að íslenska ríkisstjórnin og Alþingi ítrekuðu með einhverjum hætti stuðning sinn við sjálfstæði Litháens. Morgunblaðið/Sverrir Vytautas Landsbergis, forseti Litháens: „Ég vona að sameinað Þýskaland eigi auðveldara en forveri þess með að móta sjálf- stæða afstöðu til málefna okkar, geti veitt okkur ákveðnari stuðn- ing í sjálfstæðisbaráttunni.“ „Þessi mál eru öll í geijun og Islendingar hafa nánast verið í forystu fyrir þeim á alþjóðavett- vangi. Ég vona að í samtölum mínum við ráðamenn hér takist mér að þoka málum jafnvel enn lengra áleiðis. En ég er ekki mjög kunnugur starfsháttum Alþingis, veit ekki nógu vel hvernig pólit- ískar ákvarðanir af þessu tagi eru teknar hér. Ég veit aðeins að ég mun fá tækifæri til að þakka íslenskum stjómvöldum fyrir stuðning þeirra og kynna stöðu mála hjá okkur núna, áhuga okkar á að taka þátt í öllu Evrópustarf- inu, þ. á m. Helsinkiviðræðunum og öllu RÖSE-samstarfinu. Þegar hefur verið komið á nokkru sam- bandi milli Norðurlandaráðs og Eystrasaltsríkjanna. Vilja eðlileg viðskipti við alla Efnahagsástandið hjá okkur er mjög erfitt, ekki síst ef borið er saman við ykkar aðstæður! Við höfum það heldur skárra en Rúss- ar en ég vona að þið þurfið aldrei að beijast við sömu vandkvæði og við.“ Landsbergis sagði að Litháar vildu hafa eðlileg verslunarvið- skipti við allar þjóðir, einnig lýð- veldi Sovétríkjanna. Þeir vildu eiga bein viðskipti við lýðveldin, án af- skipta miðstjómarvaldsins í Moskvu. „Samtímis verðum við að semja við Moskvustjórnina um ýmsar undirstöðuvörur sem hún hefur umráð yfir. Það mun líða langur tími þar til við getum hug- að að því að ganga í Evrópubanda- lagið en við erum á leið til Evr- ópu; fyrst þurfum við að tryggja að við getum raunverulega tekið sjálf ákvörðun um stöðu okkar í Érópu framtíðarinnar. Ég tel að Evrópubandalagið eigi eftir að taka breytingum. Sem stendur höfum við einkum áhuga á að tengjast Norðurlöndunum nánari böndum. Stefna Þjóðveija Forsetinn var spurður hvaða áhrif hann teldi að sameining Þýskalands hefði á baráttu Eystra- saltsþjóðanna. „Ég vona að sam- einað Þýskaland eigi auðveldara en forveri þess með að móta sjálf- stæða afstöðu til málefna okkar geti veitt okkur ákveðnari stuðning í sjálfstæðisbaráttunni." Spurt var um samband Eystrasaltsþjóðanna við Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, sem sýnt hefur sjálfstæð- isskröfunum öllu meiri skilning en Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi. „Fulltrúar allra landanna þriggja hafa fundað með Jeltsín í Lettl- andi, við erum ánægð meAstefnu Jeltsíns og vonum að hann nái sér sem fyrst eftir bílslysið sem hann lenti í nýlega. Vonandi tekst okkur að hleypa nýjum krafti í samstarf- ið við hann á næstunni." Landsbergis var spurður hvort sovéski herinn hefði kjarnorkuvopn á litháískri jörð. „Staðsetning kjarnorkuvopnanna er eitthvert mesta leyndarmál þeirra og við vitum ekkert um þetta. En afstaða okkur er ljós; við krefjumst þess að engin gereyðingarvopn verði í landi okkar, viljum að bundinn verði endi á hervæðinguna í landinu. Við viljum að Litháen verði á ný hlutlaust eins og það var fyrir 1940.“ Landsbergis sagði að þjóðar- hreyfíngin Sajudis, sem fer með völdin í landinu, væri bandalag fjölmargra hópa er ættu sér eitt sameiginlegt markmið: sjálfstæði landsins. Þetta væri þróttmikil hreyfing og þess ljóst að skoðanir væru stundum skiptar um leiðirnar að markmiðinu. Stanslausar um- ræður ættu sér stað, fólk gæti kallað þetta deilur ef það vildi. Joseph E. Murray Reuter F. Donnall Thomas Nóbelsverðlaun í læknisfræði: Tveir Bandaríkja- menn verðlaunaðir - fyrir framlag sitt til líffæraígræðslna Stokkhólmi. Reuter. TILKYNNT var í gær að tveir bandarískir læknar, Joseph E. Murray og F. Donnall Thomas, hefðu unnið til nóbelsverðlaun- anna í læknisfræði fyrir árið 1990 fyrir brautryðjendastörf á sviði líffæraígræðslna. í tilkynningu frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi sagði að verðlaunaupphæðin, fjórar milljónir sænskra króna (um 39 millj. ísl. kr.), skiptist á milli vísindamann- anna tveggja fyrir uppgötvanir þeirra á sviði „líffæra- og frumu- ígræðslna". Joseph E. Murray, sem er 71 árs að aldri, er skurðlæknir við Brig- ham- og Kvennaspítalann í Boston. Hann fann upp aðferð sem gerði kleift að koma i veg fyrir höfnun líffæra eftir ígræðslu og fram- kvæmdi fyrsta nýrnaflutningipn þar sem nýra úr látnum manni var notað. „Þetta ruddi brautina fyrir flutn- ing annarra lífæra, svo sem lifrar, briss og hjarta,“ sagði í tilkynningu Karolinska sjúkrahússins. F. Donnall Thomas starfar við Fred Hutchinson-krabbameinsrann- sóknastöðina í Seattle. Að sögn Karolinska sjúkrahússins hefur hann fengið því áorkað að draga úr höfn- unarviðbrögðum líffæraþega við ígræðslu. Thomas hefur grætt bein- merg í sjúklinga í því skyni að lækna ýmsa erfðasjúkdóma, svo sem truf- íanir í' ónæmiskerfinu. ■ LÍMA - Liðsmenn skæruliða- samtaka maóista, Skínandi stígur, myrtu kaþólska nunnu og 37 menn aðra í síðustu viku, að því er tals- menn stjórnarinnar og leiðtogar kirkjunnar sögðu á sunnudag. Að sögn leiðtoga kirkjunnar var nunn- an vegin ásamt sjö mönnum til við- bótar í héraðinu Chanchamayo. Hún var sjötug. Aðeins einu sinni áður hafa liðsmenn Skínandi stigs myrt nunnu frá því þeir hófu vopn- aða baráttu fyrir því að koma á fót verkamanna-'og bændaþjóðfélagi í Perú fyrir áratug. Um 20.000 manns munu hafa týnt lífi í aðgerð- um þeirra. Ennfremur myrtu skæruliðar 30 manns og særðu 100 í árás á þorp ashaninka-indjána. mim vrn KJOSUM Guðmund Magnússon e, sagnfpæðtng í » tramtoo&stista Sjalfstæðísflokksms s Reykjjavík í préfkjörínu 26. og 27. október. Guðmundur hefur sýnt og sannað með skrifum, erindum og ötulu starfi um árabil, að hann er traustur og hugmyndaríkur málsvarí SJáftstæöissiefnunnar. * ' X ' ' '' ................................ . .. og heimspeki í 'OÍ of Economic- Guðmundur Magnússon er 34 ára að aldri. * Hann er menntaður í-sagn Háskóla islands og í rökfræði og vísindaiegri aðferðaíræði frá London________ _____ Hann var blaðamaður é Dagblaðinu sumrin 1978-1980, á Tímanum 1982-1983 o< Morgunblaðinu, þarsem hann var meðal annars letðarahöfundur, árin 198: Guðmundur var aðstoðarmaöur menntamálaráðherra 1987-1988. • Fré 1988 hef starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, -n—-----------—i—- -- **>--
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.