Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 B-757 flughefmirinn er í enda hússins en það hefur verið stækkað í hvert sinn sem nýjum flughermi er bætt við. Ernst Schnoor hjá Fligt Training' Center í Danmörku: Islenskir flugmenn alltaf velkomnir Flight Training Center heitir fyrirtæki í Dragör í Danmörku, skammt sunnan Kaupmannahafnar. Eins og nafnið bendir til annast það þjálf- un á flugmönnum og hefur starfað í rúman aldarfjórðung. Fyrirtæk- ið á fimm flugherma og hafa íslenskir þotuflugmenn lengi vel sótt þjálfun sína þangað og gera enn því FTC hefur nýverið keypt Bo- eing 757-200 flughermi. Ernst Schnoor er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins: - Við erum búnir að hafa íslenska flugmenn hjá okkur í árar- aðir og það er okkur ánægja að geta áfram boðið upp á þjálfun fyr- ir nýju B-757 vélarnar sem Flug- leiðir hafa tekið í notkun, segir Schnoor í spjalli við blaðamann Mbl. -Ég þekki orðið marga þeirra enda hafa þeir verið hér í þjálfun bæði vegna Boeing 727 þotunnar og DC-8 sem félagið rak í mörg ár. íslenskir flugmenn eru því alltaf velkomnir til okkar. 100 þúsund tímar Flight Training Center hlutafé- lagið er í eigu danska leiguflugfé- lagsins Sterling og nokkurra fleiri aðila. Rekur það nú flugherma fyr- ir fimm tegundir véla og segir Schnoor að þjálfunartímarnir í gegnum árin séu orðnir að minnsta kosti 100 þúsund. Starfsmenn eru 14, 12 tæknimenn og síðan Emst Schnoor og kona hans Margaret sem sjá um daglegan rekstur. B- 757 flughermirinn er sá nýjasti. Er verið að taka hann í gagnið um þessar mundir og verða flugmenn Flugleiða meðal hinna fyrstu sem fara í þjálfun þangað síðar í þessum mánuði. -Þetta er fjárfesting upp á um 100 milljónir danskra króna og það þýðir að við verðum að nýta flug- herminn vel til að dæmið gangi upp fjárhagslega, segir Ernst Schnoor. -Við munum nota hann um 20 tíma á sólarhring til að byija með og þá eru eftir 4 tímar fyrir eftirlit og stillingar. Við gerum ráð fyrir að eftir 4 þúsund tíma notkun verðum við komnir á slétt með þessa fjár- festingu. Hingað koma flugmenn frá ýmsum félögum í Evrópu, Asíu og Afríku sem reka Boeing 757 þotur en stærstu flugfélögin í Evr- ópu eru komin með eigin flughermi fyrir þessa tegund. Þessi er þó hinn eini á Norðurlöndunum að ég hygg. B-757 flughermirinn hjá FTC er frá fyrirtækinu Rediffusion í Eng- landi en auk þess eru það einkum tvö fyrirtæki sem framleiða slík tæki, CAE í Kanada og Thompson Ernst Schnoor framkvæmdastjóri Flight Training Center stendur hér sent hafa flugmenn sína í þjálfun hjá honum. Tæknimenn voru í óða önn að leggja síðustu hönd á allan undirbún- ing svo að hægt væri að taka flugherminn í notkun. -1 JL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.