Morgunblaðið - 09.10.1990, Page 16

Morgunblaðið - 09.10.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 B-757 flughefmirinn er í enda hússins en það hefur verið stækkað í hvert sinn sem nýjum flughermi er bætt við. Ernst Schnoor hjá Fligt Training' Center í Danmörku: Islenskir flugmenn alltaf velkomnir Flight Training Center heitir fyrirtæki í Dragör í Danmörku, skammt sunnan Kaupmannahafnar. Eins og nafnið bendir til annast það þjálf- un á flugmönnum og hefur starfað í rúman aldarfjórðung. Fyrirtæk- ið á fimm flugherma og hafa íslenskir þotuflugmenn lengi vel sótt þjálfun sína þangað og gera enn því FTC hefur nýverið keypt Bo- eing 757-200 flughermi. Ernst Schnoor er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins: - Við erum búnir að hafa íslenska flugmenn hjá okkur í árar- aðir og það er okkur ánægja að geta áfram boðið upp á þjálfun fyr- ir nýju B-757 vélarnar sem Flug- leiðir hafa tekið í notkun, segir Schnoor í spjalli við blaðamann Mbl. -Ég þekki orðið marga þeirra enda hafa þeir verið hér í þjálfun bæði vegna Boeing 727 þotunnar og DC-8 sem félagið rak í mörg ár. íslenskir flugmenn eru því alltaf velkomnir til okkar. 100 þúsund tímar Flight Training Center hlutafé- lagið er í eigu danska leiguflugfé- lagsins Sterling og nokkurra fleiri aðila. Rekur það nú flugherma fyr- ir fimm tegundir véla og segir Schnoor að þjálfunartímarnir í gegnum árin séu orðnir að minnsta kosti 100 þúsund. Starfsmenn eru 14, 12 tæknimenn og síðan Emst Schnoor og kona hans Margaret sem sjá um daglegan rekstur. B- 757 flughermirinn er sá nýjasti. Er verið að taka hann í gagnið um þessar mundir og verða flugmenn Flugleiða meðal hinna fyrstu sem fara í þjálfun þangað síðar í þessum mánuði. -Þetta er fjárfesting upp á um 100 milljónir danskra króna og það þýðir að við verðum að nýta flug- herminn vel til að dæmið gangi upp fjárhagslega, segir Ernst Schnoor. -Við munum nota hann um 20 tíma á sólarhring til að byija með og þá eru eftir 4 tímar fyrir eftirlit og stillingar. Við gerum ráð fyrir að eftir 4 þúsund tíma notkun verðum við komnir á slétt með þessa fjár- festingu. Hingað koma flugmenn frá ýmsum félögum í Evrópu, Asíu og Afríku sem reka Boeing 757 þotur en stærstu flugfélögin í Evr- ópu eru komin með eigin flughermi fyrir þessa tegund. Þessi er þó hinn eini á Norðurlöndunum að ég hygg. B-757 flughermirinn hjá FTC er frá fyrirtækinu Rediffusion í Eng- landi en auk þess eru það einkum tvö fyrirtæki sem framleiða slík tæki, CAE í Kanada og Thompson Ernst Schnoor framkvæmdastjóri Flight Training Center stendur hér sent hafa flugmenn sína í þjálfun hjá honum. Tæknimenn voru í óða önn að leggja síðustu hönd á allan undirbún- ing svo að hægt væri að taka flugherminn í notkun. -1 JL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.