Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 58
' 58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Starfsmenn Arnardals og þýska fyrirtækisins Rasching við Iagningu tilraunaslitlags við Brúartorg í Borgarnesi. Borgarnes: Tilraun crerð með Borgarnesi. NÝVERIÐ var gerð tilraun með nýtt yfirborðsslitlagsefni á þjóðveg- inn frá Borgarfjarðarbrú að Borgarnesi, sem er um 1,3 km að lengd. Aðferðin og efnið nefnist Ralumac. Nýjungin felst i því að blandað er á staðnum saman fimm mismunandi efnum og tjaran þarf ekki að vera heitari en um 10 gráður. Þá er blandan lögð mjög þunn og umferð hleypt á um 15 mínútum eftir lagningu. Að sögn Ingva Árnasonar um- dæmistæknifræðings hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi, er þetta mjög áhugaverður kostur ef þessi aðferð dugar vel við íslenskar aðstæður og þá sérstaklega fyrir dreifibýlið. Þessi aðferð er vel þekkt ytra og meöal annars notuð á mörgum hraðbrautum í Þýskalandi. Enn sem komið er hefur verið notast við er- lent grjót þar sem rannsóknir hafa leitt í ljós að íslenska grjótið sem prófað hefur verið, hefur þótt of vatnsdrægt. Umboðsaðili hérlendis er fyrir- tækið Arnardalur, en vélar eru frá þýska fyrirtækinu Rasching. Svip- aðar tilraunir með slitlag, fara fram á Reykjanesbraut og einnig hefur verið lagt töluvert af þessu efni á Keflavíkurflugvöll. - TKÞ. Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er um þessar mundir að ljúka lagningu 4 kílómetra vegarkafla á Þorlákshafnarvegi. Hveragerði: ÞorláJkshafnarvegi að ljúka Hveragerði. ^ RÆKTUNARSAMBAND Flóa og .Skeiða er um þessar mundir að Ijúka lagningu 4 kílómetra veg- arkafla á Þorlákshafnarvegi, milli bæjanna Núpa og Bakka. Verkið hefur slaðið yfir í rúma tvo mánuði og kostar um 12 millj- ónir króna. Verkstjóri er Þórir L. Þórarinsson. Fréttaritari spurði verkstjórann Mývatnssveit: Alvarleg meiðsl er bíll ók út af veginum Mývatnssveit. UMFERÐARSLYS varð hér í Mývatnssveit á þriðjudagskvöld á þjóðveg- inum á hrauninu milli Reykjahlíðar og Grímsstaða. Bíll, sem í voru þrír farþegar auk ökumanns, lenti út af veginum. Alvarleg meiðsl urðu á fólki og var það flutt á sjúkrahú® Vegurinn er þarna mjög leirbor- inn og í bleytutíð eins og verið hef- ur að undanförnu er hann flugháll og stórhættulegur. Áður hafa orðið þama mörg slys. Oft hefur verið farið fram á endurbætur á þessum vegarkafla, sem er um þrír kíló- metrar og þá helst að sett verði á hann bundið slitlag. Enn hafa engar úrbætur fengist. Það er krafa veg- farenda að nú þegar verði þessi vegur lagfærður áður en fleiri slys verða. Ekkert skilti er þarna heldur til að vara við þegar hálka er. Krislján ' hvernig verkið hefði gengið. Þórir sagði: „Við hófumst handa við.þetta verk í lók júlí og má segja að það hafi gengið vel þrátt fyrir miklar rigningar sem gerðu okkur erfitt fyrir. Byggist það á góðum mann- skap, en við vorum 13 þegar mest var, einnig á góðum vélakosti, við notuðum 2 gröfur, 2 jarðýtur, 5 stóra vörubíla, hefil og valtara." Vegarkaflinn er 4 kílómetrar og einnig eru 4 kílómetrar lagðir af girðingum. Þá voru gerð 15 ræsi og í veginn fóru 16 þúsund rúm- metrar af möl. Það stendur til að leggja bundið slitlag á veginn í haust, en annað fyrirtæki annást það. Að þessum vegarkafla loknum er Þorlákshafnarvegur allur upp- byggður og kominn undir bundið slitlag. Munu margir hér um slóðir fagna því mjög, því hann var oft og tíðum illfær. Um þennan veg er oft mikil umferð, einkum ef Hellisheiði er lokuð á veturna. - Sigrún. SVFÍ: Haustfundur álykt- ar um samræmda slysaskráningu HINN árlegi haustfundur stjórnar, varasljórnar og umdæmisstjóra Slysavarnafélags íslands for fram dagana 29.-30. september sl. í Skál- holti. Á fundinum voru flutt framsöguerindi um slys og slysavarnir auk þess sem félagsmálin almennt, slysavarnadeilda og björgunar- sveita, voru til sérstakrar umræðu eins og jafnan á þessum haustfund- um. Ólafur Stefánsson yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Egils- stöðum flutti yfirgripsmikið erindi um svæðisbundnar slysavarnir og skráningu slysa heima í héraði. Fundurinn samþykkti ályktanir til stjórnvalda varðandi þennan málaflokk þar sem sérstök áhersla er lögð á: „að með breyttum lögum um heil- brigðisþjónustu var slysavömum bætt í upptalningu um verkefni og starfssvið heilsugæslustöðva, fagnar nýjum samherjum í bar- áttunni gegn slysum og væntir góðs samstarfs við þá í fram- tíðinni“ „að hraðað verði eins og kostur er samræmdri tölvuskráningu á slysum í öllum heilsugæslustöðv- um og öðrum sjúkrastofnunum í landinu" og að fundurinn „fagnar framkomnum hugmynd- um um stofnun slysaráðs og slysa- rannsóknariíefndr og hvetur til þess að þeim hugmyndum verði hrundið í framkvæmd sem fyrst.“. Oli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri umferðarráðs, hafði framsögu um umferðarmálin almennt og minnti sérstaklega á gildistöku nýs ákvæðis umferðar- laga hinn 1. október um skilyrðis- lausa notkun bílbelta og viður- kenndan öryggisbúnað fyrir börn í bifreiðum. Eins og jafnan vöktu umferðarmálin miklar umræður og margþættar ályktanir voru sam- þykktar þar sem m.a.: „lýst var eftir stuðningi við öku- ferilsskráningu og talið að slík skráning veiti ökumönnum aðhald og stuðli að bættri umferð“ „lýst áhyggjum vegna samdráttar í löggæslu, sérstaklega er varðar vegalögreglu og telur að með minnkandi löggæslu muni hraði senn aukast og jafnframt ölvun- arakstur. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að auka löggæslu nú þegar.“ Að lokum flutti Hörður Berg- mann, blaðafulltrúi Vinnueftirlits ríkisins, framsögu um slysavarnir í landbúnaði og þátt vinnueftirlitsins á þeim vettvangi. Miklr umræður og fyrirspurnir urðu varðandi þessi mál og um leiðir til úrbóta. Eftirfar- andi ályktun var einróma samþykkt á fundinum: „Haustfundur stjórnar, vara: stjórnar og umdæmisstjóra SVFÍ 1990 minnir á að líkur benda til að nær 12.000 manns Ieiti læknis árlega vegna vinnuslysa. Því er rík þörf á slysavörnum á þeim vettvangi. Fundurinn bendir á nauðsyn góðrar skráningar og greiningar á vinnuslysum, bæði hjá hlutaðeigandi sjúkrastofnun- um og Vinnueftirliti rlkisins til þess að betur megi bregðast við að veijast slysum af þessu tagi. Einhver alvarlegustu vinnuslysin verða í Iandbúnaði við vinnu með dráttarvélar og aflúrtök frá þeim. Fundurinn vill hvetja bændur til að nota einungis vélar sem full- nægja öryggiskröfum, s.s. drátt- arvélar með með öryggishúsi eða öryggisgrind og öryggishlífar á drifsköftum. Jafnframt er minnt á að börn verða að vera fullra 13 ára til þess að stjórna dráttarvél. Enn eru ekki til reglur sem skylda bændur að færa dráttarvélar til árlegrar skoðunar, svo sem skylt er þó með flest önnur vélknúin ökutæki. Fundurinn krefst þess að Vinnu- eftirlit ríkisins sem sér um skoðun dráttarvéla sjái til þess að eftirlits- menn komist til skoðunar á öllum dráttarvélum a.m.k. einu sinni á ári.“ (Fréttatilkynning) Höfn: Brúargerð í Lónsöræfum Höfn. VIÐ innri Kollumúla í Lónsöræfum hefur síðan 1967 verið brú yfir Jökulsá, en á sama stað var áður kláfur er menn notuðust við til að komast yfir þennar farartálma. Brúin skemmdist talsvert í vetur og á fimmtudag var viðgerðarefni flutt í hana inneftir á bíl, inn að svonefndum Illakambi en þaðan með þyrlu frá Þyrluþjónustunni hf. Fyrirhugað er að viðgerðarflokk- ur Vegagerðar ríkisins undir stjóm Jóns Valmundarsonar geri við brúna í haust. Þá flutti þyrlan enn- fremur einangrun í hús Ferðafé- lagsins sem stendur rétt við brúna og var reist á síðasta ári. Umferð um Lónsöræfi hefur vax- ið ár frá ári og þykja öræfin hin mesta náttúruparadís. Það er þeim er fara þarna um mikill léttir í að hafa brúna, þar sem yfirferð er oftast mjög erfið. — JGG. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Þyrlan frá Þyrluþjónustunni hf. er flutti viðg-erðarefnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.