Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 51
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1999 5Í fylgja mér og mínu fólki meðan ævi endist. Ég bið góðan Guð að vernda systur mína og veita dætrum þeirra og barnabörnum styrk. Karl Eiríksson I dag er til moldar borinn vinur okkar og velgerðarmaður, Kristinn Guðjónsson, og kvaddur hinstu kveðju. Okkur hjónum er.það ljúft og skylt að flytja honum, að leiðarlok- um, þakkir fyrir allt, sem hann var okkur og börnum okkar. Fyrir hjálpsemina, góðvildina og skemmt- unina. Margs er að minnast og margt að þakka. Arið 1955 var unglings- stúlka á heimleið stödd í Kaup- mannahöfn og beið eftir Gullfossi. Fréttist þá, að skipið væri bilað og að viðgerð gæti tekið nokkurn tíma. Þá voru góð ráð dýr. Ferðasjóðurinn tæmdur og gjaldeyrir ekki á lausu frá Islandi. Kemur þá ekki skeyti um aukayfirfærslu, veitta af gjald- eyrisyfirvöldum, vegna tafa skips- ins. Hver hafði þá algerlega óbeðinn Iagt á sig fyrirhöfn og fj'árútlát annar en Kristinn Guðjónsson. Hver tróð þremur föðurlausum telpum í bílinn sinn og Iét þær aldr- ei finna að þær ættu ekki sama rétt og hans eigin dætur. Mörgum árum seinna er ein telp- an orðin fullorðin og býr með fjöl- skyldu sinni í Bandaríkjunum, þar sem maðurinn stundar framhalds- nám. Kristinn skynjar í fjarlægð að það kreppir að hjá þessu fólki. Hann sér námsstyrk auglýstan og tekst með dugnaði sínum að útvega dágóða hjálp. Allt gert orðalaust og einskis þakklætis vænst. Þannig var Kristinn. Alla ævi var hann veitandinn. Alltaf veitti hann af rausn á glæsilegu heimili sínu og glæsilegr- ar eiginkonu sinnar, Sigurveigar. Öllum mönnum var hann fyndn- ari og skemmtilegri, vinirnir margir og alltaf glatt á hjalla. Nú er hljóðnað í stofunum á Víði- mel, en eftir lifir minningin um góðar og glaðar stundir. Hafðu þökk. Iljördís og Olafur Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af fegsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 Eftir langan æviferil er í dag til grafar borinn Kristinn Guðjónsson forstjóri Stálumbúða hf. Þessar línur eru ritaðar til að þakka sam- vistir þau ár, sem við höfum haft sambýli hér á Víðimelnum. Fyrstu kynni okkar Kristins urðu við störf í Ljóstæknifélagi Islands. Því félagi vann hann mörg þýðing- armikil og dijúg störf. Þá óraði okkur ekki fyrir því að síðar yrðum við sambýlingar í húsinu, sem hann ásamt félaga sínum byggði fyrir um hálfri öld. I langri og erfiðri sjúkdómslegu urðum við vitni að andlegum styrk Kristins og umhyggju hans fyrir fjölskyldu sinni. Þessara kynna er ljúft að minnast. Hlýlegt viðmót þeirra hjóna, Sigurveigar og Krist- ins, hefur mótað það notalega and- rúmsloft sem ríkir hér í húsinu og skapað hefur vináttutengsl sem þakkað er fyrir. Kæra Sigurveig, megi góðar minningar um ljúfan dreng vera þér, dætrum og barnabörnum ykkar huggun í sárum söknuði. Börn okkar og við hjónin vottum ykkur öllum innilegustu samúð og þökkum Kristni gott og eftirminni- íegt sambýli. Sigríður og Skúli Norðdahl Fyrstu kynni mín af Kristni Guð- jónssyni hófust þegar ég settist í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda árið 1978, en þá var Kristinn heit- inn varaformaður félagsins. Þau kynni voru skemmtileg. Kristinn var ráðagóður og skemmtilegur í öllu samstarfi þannig að einstak- lega létt var að vinna með honum. Kristinn sat f stjórn Félags fslenskra iðnrekenda frá 1969- 1979, þar af sem varaformaður frá 1974. Fyrir félag íslenskra iðnrek- enda gegndi Kristinn ýmsum trún- aðarstörfum. Sat hann m.a. í stjórn Húsfélags iðnaðarins frá 1973— 1990, var fulltrúi iðnaðarins í bankaráði 'Iðnaðarbankans, og’ í sýningarnefnd vegna Iðnsýningar ’83 sem haldin var í tilefni þess að 50 ár voru frá stofnun FÍI. Fyrir störf sín í þágu Félags íslenskra iðnrekenda var Kristinn sæmdur gullmerki félagsins árið 1987. Kristinn átti langa starfsævi við íslenskan iðnað. Tæplega tvítugur að aldri var hann ráðinn fulltrúi og síðar skrifstofustjóri í vélsmiðjunni Héðni þar sem hann starfaði til ársins 1942 er hann stofnaði fyrir- tækið E. Ormsson hf. Arið 1948 stofnaði Kristinn fyrirtækið Stál- umbúðir hf. og var forstjóri þess í liðlega fjörutíu ár. Fyrstu starfsár fyrirtækisins voru stáltunnur aðalframleiðsluvar- an auk framleiðslu stálofna og eld- húsvaska úr ryðfríu stáli ásamt flúrlömpum sem síðar urðu megin- framleiðsla Stálumbúða, en Krist- inn var meðal þeirra fyrstu er hófu framleiðslu flúrlampa á Norður- löndum. Störf Kristins á vettvangi íslensks iðnaðar voru metnaðarfull og verða seint fullþökkuð. Við fráfall hans minnumst við iðnrekendur góðs félaga sem reynd- ist okkur og félagi okkar traust stoð í tæplega 60 ár. Eftirlifandi eiginkonu Kristins frú, Sigurveigu Eiríksdóttur, og dætrum þein-a vottum við okkar innilegustu samúð. Kristins Guðjónssonar og metn- aðar hans fyrir hönd íslensks iðnað- ar verður sárt saknað á okkar vett- vangi, en eftir stendur meðal okkar björt og skemmtileg minning um góðan dreng. Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Kveðja frá Ljóstæknifélagi Islands í dag verður Kristinn Guðjónsson jarðsettur. Kristinn varð 83 ára. Á sinni starfsævi skilaði hann miklu og margþættu starfi, sem þó verður ekki rakið hér nema að einu leyti þ.e. að því er varðar hans þátt í að veita ljósi og birtu til annarra í bókstaflegri merkingu. En Kristinn var einn frumkvöðl- anna hér á landi í framleiðslu lampa hverskonar. Lampaframleiðsla var alla tíð snar þáttur í framleiðslu fyrirtækis Kristins, og hann sjálfur mjög vakandi fyrir því hve mikla þýðingu bætt lýsing hefði fyrir allt umhverfi, svo sem í aukinni vellíðan starfsfólks, minnkaðri slysahættu og bættu mannlífi. Það tar því eðlilegt framhald daglegra starfa að Kristinn varð einn af frumkvöðlum og stofnend- um Ljóstæknifélags íslands 1954 og í fyrstu stjórn þess félags, sem hann var alla tíð mjög virkur í. M.a. í stjórn árin 1958 til 1973 og hann ,var endurskoðandi reikninga félagsins til 1988. Kristinn Guðjónsson var einrómaí kjörinn heiðursfélagi Ljóstæknifé- lagsins árið 1987, sem var lítill þakklætis- og viðurkenningarvottur af hálfu þess til að láta í ljósi mat á miklu framlagi þessa mikilvirka manns til bættrar lýsingar í landinu. Við í LFÍ þökkum Kristni mikil og góð störf í þágu félagsins og minnumst góðs drengs, jafnframt því að við vottum fjölskyldunni sam- úð. F.h. stjórnar Ljóstæknifélags ís- lands, Egill Skúli Ingibergsson, formaður. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2.1iæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir, dóttir og stjúpdóttir, Ó. P. ANNA HALLGRÍMSDÓTTIR, Erluhólum 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 9. október, kl. 13.30. Hreinn Sumarliðason, Sigurlina Hreinsdóttir, Reynir Hilmarsson, Ágústa Hreinsdóttir, Sigurður Ómar Sigurðsson, Jóna Margrét Hreinsdóttir, Sigurður Baldvin Sigurðsson, Hallgrímur G. Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir og barnabörn, svo og fyrir hönd systkina og fóstursystkina. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR læknis. Annella Stefánsdóttir, Stefán Ágúst Magnússon, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ólafur Friðrik Magnússon, Guðrún Kjartansdóttir og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför RUNÓLFS GUÐMUNDSSONAR Ölvisholti. Ennfremur sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands og Ljósheima fyrir frábæra umönnun. Ögmundur Runólfsson, Heidi Runólfsson, Kjartan Runólfsson, Margrét Kristinsdóttir, Sveinbjörn Runólfsson, Lilja Júlíusdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og heiðr- uðu minningu eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, INGÓLFS GUÐBRANDSSONAR, Nýbýlavegi 90, Kópavogi, með nærveru ykkar, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Stefanía Stefánsdóttir, Guðbrandur Ingólfsson, Björn Ingólfsson, Erla Friðþjófsdóttir, Þuríður Ingólfsdóttir, Jóhannes Pétursson. + Þökkum af alhug samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar, dóttursonar, bróður, mágs og frænda, MATTHÍASAR SKJALDARSONAR, Skriðustekk 7. Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir, Gunnar S. Hólm, Ásthildur Skjaldardóttir, Skjöldur Þorgrímsson, Birgir Aðalsteinsson, Guðbjörg Skjaldardóttir, Guðrún Viktoría Skjaldardóttir, Sigurður Árnason, Una Svava Skjaldardóttir, Þorgrímur Skjaldarson, Tryggvi Lúðvík Skjaldarson, Chuck Rogers, Halla María Árnadóttir og systkinabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 9. október, vegna jarðarfarar KRISTINS GUÐJÓNSSONAR, fyrrverandi forstjóra. Elding Trading Company. Lokað Skrifstofum okkar verður lokað eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 9. október, vegna jarðarfarar FRÚ ÖNNU HALLGRÍMSDOTTUR. Kaupmannasamtök íslands. Lokað Lokað í dag frá kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar ÖNNU HALLGRÍMSDÓTTUR. Kjörbúðin Laugarás, Norðurbrún 2. Lokað Skrifstofur Bræðranna Ormsson hf., verða lokað- ar í dag, þriðjudaginn 9. októbér, milli kl. 13.00 og 15.00 vegna jarðarfarar KRISTINS GUÐJÓNS- SONAR. Bræðurnir Ormson hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.