Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 24
MÓRGUNBLÁÐÍÐ ÞRÍÍ)jubÁöt>R k' OlÍTÓBlÍR 1990' Islandsvika hald- in í Tammerfors Islandsvinafélagið Islandia og nýja ráðstefnuhúsið í Tammerfors í Finnlandi standa fyrir Islandsviku, dagana 19. til 24. október nk., sem verður viðamesta Islandskynning sem fram hefur farið í Finn- landi fram til þessa. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun verða viðstödd setningu kynningarinnar, en forsetinn verður útnefnd- ur heiðursdoktor við Tammerfors háskóla, sunnudaginn 21. október. Á þriðja hundrað íslendingar fara til Tammerfors vegna þessara há- tíðarhalda. Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Jón Sig- urðsson viðskipta- og iðnaðarráð- herra verða viðstaddir íslandsvik- una. Jafnframt mun biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, og séra Sig- urður Guðmundsson vígslubiskup verða með í för, en sungin verður hámessa á íslensku og finnsku í dómkirkjunni í Tammerfors. Sinfóníuhljómsveit íslands, sem er að leggja upp í hljómleikaför um Norðurlönd, byijar þá ferð í Tamm- erfors, en aðalhljómsveitarstjóri sinfóníunnar er Finni, Peter Sakari og Tammerfors eru bernskuslóðir Smáörk nr. 2 gefin út í tilefni af degi frímerkisins. Dagnr frí- merkis- ins í dag í DAG 9. október er dagur frímerkisins. Dagsins hefur verið minnst frá 1961 með sérstökum stimpli, sem hefur verið notaður á pósthúsum borgarinnar. Frá 1986 hefur verið gefin út smáörk með yfirverði til styrktar frímerkjasöfnun í landinu. í ár er gefin út smáörk númer 2 vegna ffimerkjasýningarinnar NORDIU ’91 sem haldin verður i Laugardais- höll 27.—30. júní nk. í tilefni dags- ins mun Félag frímerkjasafnara hafa opið hús í félagsheimili frímerkjasafnara að Síðumúla 17 í Reykjavík. Þarna gefst almenningi kostur á að kynnast starfi frímerkjasafnara og til sýnis verða allir þeir sérstimplar, sem notaðir hafa verið á Degi frímerkisins til þessa. Húsið verður opið frá klukk- an 20.00-22.00. Kór Langholtskirkju byijar hljómleikaför sína um Suður-Finn- land með því að syngja við hámessu í dómkirkjunni í Tammerfors. Ísiensk fyrirtæki, SÍS og Frost- mar o.fl. aðilar hafa gefið íslenskan mat, sem hafður verður á boðstólum á meðan að kynningarátkið stendur yfir. Norræna húsið hefur tekið virkan þátt í undirbúningi menningar- vikunnar hér á íslandi, undirbún- ingsfundir hafa nú um eins árs skeið farið fram í húsinu, starfsfólk hússins undir forysstu Lars-Áke Engblom hefur annast skipulagn- ingu ýmissa atriða sem koma við sögu á íslandsvikunni, boðið íslenskum rithöfundi til Finnlands, annast uppsetningu landkynningar í sýningarsölum Tammerforshúss- ins og uppsetningu bókasýningar í borgarbókasafninu í Tammerfors. Þjóðdansafélag Reykjavíkur fer með 20 manns til Tammerfors, jafn- framt verða haldnar ýmsar ráð- stefnur sem tengjast íslandi á með- an kynningardagamir standa yfir. Þannig verður haldið vinabæja- mót, en þar munu mæta fulltrúar frá þremur íslenskum sveitarfélög- um ásamt fulltrúum finnskra sveit- arfélaga sem eiga vinabæi á íslandi. Ráðstefna um versiun og við- skipti landanna verður haldin þar sem Jon Sigurðsson viðskiptaráð- herra og Pertti Salolainen við- skiptaráðherra Finna lýsa efnahag og viðskiptalífi landanna. íslenskir rithöfundar, tónlistar- menn o.fl. koma fram við ýmis tækifæri ýmist í Tammerfors-húsi eða í háskólanum. Aila dagana verður rekið sérstakt kaffihús, Kaffe Reykjavík, í Tamm- erfors-húsinu, þar sem almenningi gefst kostur á að kaupa íslenskar veitingar, en kaffístofa Norræna hússins mun sjá um reksturinn. Aðrar sýningar á vegum Norræna hússins verða sýningar á íslenskri grafík,_ ljósmyndasýning um stríðs- árin á íslandi og sýning á íslenskum steinum. Flugleiðir hafa átt gott samstarf við undirbúningsaðila vikunnar og bjóða leiguflugvél til fararinnar. Finnskir skólanemar sækja ísland heim á meðan íslandskynningin fer fram í Finnlandi, en um 150 Finnar koma til íslands. (Fréttatilkynning) Þrír valdir í heiðursráð krabbameinsfélagsins DAVÍÐ Ólafsson, Ottó A. Michelsen og Tómas Árni Jónasson hafa verið valdir í heiðursráð Krabbameinsfélags íslands, en það er æðsta viðurkenning sem félagið veitir. í ráðinu eru „heiðursfélagar sem til þess eru valdir fyrir frábært starf í þágu félagsins", eins og segir í reglum um ráðið. Þremenningunum voru afhent skrautrituð heiður- skjöl i móttöku í kjölfar formannafundar krabbameinsfélagsins, sem haldinn var í Hafnarfirði á föstúdaginn. Davíð Ólafsson fyrrverandi seðlabankastjóri sat í vísindaráði krabbameinsfélagsins frá stofnun þess, 1985, og þar til á þessu ári. Síðustu tvö árin var hann formaður ráðsins. Þá hefur hann lagt félaginu lið á ýmsan annan hátt. Ottó A. Michelsen fyrrverandi forstjóri var virkur þátttakandi í skipulagi Þjóðarátaks gegn krabba- meini árið 1982 í Reykjavík og söfn- unar meðal fyrirtækja í kjölfar þess átaks. Hann var fremstur í flokki þegar krabbameinsfélaginu var af- hent verðmæt tölvugjöf er félagið flutti í Skógarhlið 8 haustið 1984. Þá vann hann að undirbúningi þjóð- arátaksins 1986 og veitti söfnunar- nefnd Bústaðasóknar forystu í þjóð- arátakinu 1990. Tómas Árni Jónasson yfírlæknir var í stjórn Krabbameinsfélags Is- lands í ellefu ár, frá 1979 til 1990, og í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur í fimmtán ár, þar af formaður frá 1979 til 1988. Áður hafa fjórir verið valdir í heiðursráð krabbameinsfélagsins. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, og verndari félagsins var kjörin í ráðið fyrst allra, á 35 ára afmæli félagsins árið 1986. Hjörtur Hjartarson fyrrverandi forstjóri, stjómarmaður félagsins 1952- 1987, var kjörinn í ráðið á aðal- fundi 1987. Ólafur Bjarnason fyrr- verandi prófessor var formaður fé- lagsins 1973-1979, og Gunniaugur Snædal prófessor var formaður fé- lagsins 1979-1988; þeir voru kjöm- ir í ráðið haustið 1988. (Fréttatilky nn ing) Morgunblaðið/Emilía Kristinn Karlsson félagsfræðingur, Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri og Stefán Ólafsson for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands kynna niðurstöður lífskjarakönnunar á Norðurl- öndum á blaðamannafundi. Lífskjör á Norðurlöndum: Svíar að tapa forystunni Norðmenn og Islendingar að ná þeim, en Finnar eru enn aftastir í röðinni SVÍAR hafa ekki lengur þá afgerandi forystu sem þeir höfðu, varðandi betri lífskjör en aðrar þjóðir, miðað við niðurstöður könnunar um lífskjör og lífshætti á Norðurlöndum, sem sagt var frá hér í blaðinu á dögunum. Á flestum sviðum hafa Islendingar og Norðmenn komið allnærri þeim eða standa þeim framar, hins vegar eru Finnar enn aftastir hvað lífskjörin varðar, eins og í fyrri könnunum. Þetta kom fram á blaðamannafundi, þar sem niðurstöður voru kynntar ásamt þremur ritum sem gefin hafa verið út um þær. Fram kom, að það sem einkum einkennir Islend- inga í niðurstöðunum er, að sjálfsbjargarviðleitni, mikill metnað- ur í einkaneyslu og vilji til að leggja hart að sér virðist hafa hafa skipað veigamikinn sess í þeim árangri sem Islendingar hafa náð i eflingu efnalegra lífskjara. I samantekt Félagsvísinda- stofnunar um niðurstöður segir meðal annars að mikil breyting hafí orðið á kjörum Islendinga á þessari öld. í upphafi aldarinnar hafí þjóðin að öllum líkindum ver- ið ein hinna fátækustu í Evrópu. Þessi könnun og fyrri slíkar bera meðal annars saman ein- kenni fólksfjölda og fólksflölda- breytinga, efnaleg lífskjör eins og laun, tekjur, einkaneyslu, launa- tengd fríðindi og fleira, atvinnu og vinnutíma, vinnuaðstæður, húsnæðisaðstæður og húsbúnað, frístundaiðju, fjölskyldulíf og fé- lagsleg tengsl, þátttöku í félags- og stjómmálastarfi, persónulegt öryggi, menntun, heilsufar og af- stöðu til lífskjara. Samkvæmt niðurstöðunum hafa lífskjör íslendinga breyst skjótar en algengt er meðal ná- grannaþjóðanna og búa íslending- ar nú við lífskjör sem jafnast á við það sem best er meðal ná- grannaþjóðanna á Norðurlöndum. Hins vegar hafa íslendingar meira fyrir öflun efnalegra lífskjara sinna en nágrannaþjóðirnar. Það er sagt tengjast annars vegar skipan kjaramálanna hér á landi, meirí barneignum meðal íslend- inga og þar með stærri fjölskyld- um, meiri atvinnuþátttöku fjöl- skyldufólks og löngum vinnutíma við öflun fjölskyldutekna. Hins vegar er opinber forsjá á sviði velferðarmála heldur veigaminni hér á landi en hjá frændþjóðunum, „sem reyndar ganga óvenju langt í þeim efnum miðað við þjóðirnar á Vesturlöndum. Þó er opinber forsjá á sviði heilbrigðismála mik- il hér á landi. Sjálfsbjargarvið- leitni, mikill metnaður í einka- neyslu og vilji til að leggja hart að sér virðist hafa skipað veigam- ikinn sess í þeim árangri sem ís- lendingar hafa náð í eflingu efna- legra lífskjara. Þá eru þjóðfélags- aðstæður og lífshættir á íslandi einnig hagstæðir fyrir suma fé- lagslega og heilsufarslega þætti lífskjaranna," segir í samantekt Félagsvísindastofnunar. Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri, Kristinn Karlsson yfír- félagsfræðingur Hagstofunnar og Stefán Ólafsason forstöðumaður Félagsvísindastofnunar kynntu niðurstöður og ritin sem birta þær. Þar er um að ræða Lífskjör og lífshætti á Norðurlöndum, bók eftir Stefán Ólafsson, Iðunn gefur út, Lífskjör og lífshætti á Islandi, eftir sama höfund, Félagsvísinda- stofnun og Hagstofan gefa út og loks grein eftir Stefán Ólafsson, greinin er bókarkafli úr ritinu Welfare Trends in Scandinavia, og er nafn greinarinnar The Mak- ing of the Icelandic Welfare State: A Scandinavian comparison. Meginniðurstaða þessarar könnunar, sem fram fór 1988 og er ein viðamesta þjóðfélagskönn- un sem hér hefur verið gerð, er sú, að sögn þeirra Hallgríms, Stef- áns og Kristins, að lífskjör eru góð á íslandi. Þeir segja að þótt lífskjörum hafi hrakað nokkuð frá 1988, breyti það ekki í aðalatrið- um þeirri meginniðurstöðu. „Breytingin frá 1988 þar til nú er einkum sú, að nú þurfum við að hafa heldur meira fyrir þessum lífskjörum,“ sagði Stefán Ólafs- son. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum er að þrefalt algeng- ara er að Islendingar vinni auka- vinnu heldur en hinar Norður- landaþjóðirnar, vinnutími í heild er lengstur hér, Islendingar eiga lang oftast í erfiðleikum með að láta tekjur duga fyrir útgjöldum, þeir hafa meiri aðgang að bíl en hinar Norðurlandaþjóðirnar, eiga helmingi fleiri myndbandstæki, skreppa mun meira frá í vinnunni og eru frændræknari en hinar þjóðimar. Þá kemur fram að flest- ir Islendingar segjast vera haldnir langvarandi sjúkdómum og kvill- um, en þrátt fyrir það er líkams- ástand þeirra betra en hinna þeg- ar spurt er um úthald og getu til ýmissa verka. Félagar í heiðursráði Krabbameinsfélags íslands ásamt formanni félagsins, frá vinstri: Davíð Ólafsson, Ottó A. Michelsen, Vigdís Finnbogadóttir, Tómas Árni Jónasson, Ólafur Bjarnason og Almar Grímsson formaður. Hjörtur Hjartarson og Gunnlaugur Snædal voru fjarverandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.