Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 fclk í fréttum VANDRÆÐI Chamberlain illa upplýstur Richard Chamberlain, leikarinn umtalaði og umdeildi, var eigi alls fyrir löngu sérstakur boðsgest- ur á kvikmyndahátíð í Deauville í Frakklandi. í upphafi hátíðarinnar var farið með gestinn á sérstakan blaðamannafund þar sem frétta- haukamir spurðu hann spjörunum úr. Er Chamberlain hafði leyst úr spurningum fréttamanna um hríð var hann spurður með hvaða franska Jeikstjóra hann gæti helst hugsað sér að vinna. Eftir stutta umhugsun svaraði hann: „Truffaut, Frangois Truffaut." Datt þá allt í dúnalogn í salnum og mörg löng og neyðarleg augnablik liðu án þess að nokkur legði orð í belg. Loks ræskti einn blaðamannanna sig og tjáði Chamberlain að það væru sex ár síðan Truffaut iést þannig að það ynni enginn lengur með honum í þessum heimi. Það kom vitaskuld töluvert á Chamberlain, en hann hristi það af sér og sagði fyrst lág- K Dags. 9.10 1990 * NR. 173 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0000 8391 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0014 4003 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0001 5415 4929 541 675 316 Kort frá Kuwait sem byrja á nr.: 4506 13** 4966 66** 4509 02** 4507 13** 4921 04** 4921 90** 4547 26** 4552 41** 4560 31** 4508 70** 4507 77** 4966 82** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND Metaðsókn á vegum þjóðkirlgiimiar Morgunblaðið/pþ Æskulýðsfélagið „ÆSKÓ NESKÓ“ úr Neskirkju í Reykjavík fyrir utan eitt af orlofshúsunum í Munaðar- nesi. ÆSKULÝÐSFÉLÖG Landsmót æskulýðsfélaga þjóð- kirkjunnar fór fram í Munað- arnesi fyrir skömmu. Sóttu það alls tæplega 200 þátttakendur með leið- togum, og er það mesta þátttaka í landsmóti af þessu tagi. Voru þátt- takendur frá Akureyri, Hrísey, úr Möðruvallakalli og af Stór- Reykjavíkursvæðinu. Yfirskrift mótsíns var „í læri hjá LúkasT1, og var fræðsluefnið tekið úr Lúkas- arguspjalli. Aðsóknin á mótið var svo mikil að það var illgerlegt að finna stað, sem rúmaði alla með sóma. Aðstað- an í Munaðarnesi er ágæt fyrir hóp af þessu tagi, ef nógu margir leið- togar eru með, þar sem 8 þátttak- endur og einn leiðtogi voru í hveiju húsi. Sameiginlegar samverur fóru fram í matsalnum, og var þá þröng á þingi, þegar um 200 unglingar á aldrinum 14-17 ára komu saman í einum matsal. Skipulag var allt með ágætum, og því tókst mótið svo vel, sem raun bar vitni. Mótinu lauk með messu í Borgarneskirkju, og fóru menn til síns heima þaðan. - pþ Sinead O’Connor ræðir við móður sína gegn um miðil Richard Cliambérlain um rómi: „Afsakið, ég vissi það ekki.“ Og síðan brosti hann breitt og sló öllu upp í grín. „Nú, jæja, ég tel nú að hver og einn eigi rétt á einni vænni „bommertu" á blaða- mannafundi án þess að himinn og jörð farist.“ Féllu orð hans í góðan jarðveg og leikarinn var ekki skor- inn við trog í frönskum blöðum daginn eftir ... Sinead O’Connor, hin geysivin- sæla írska poppsöngkona, fékk virtan miðil fyrir skömmu til þess að reyna að hafa upp á fram- liðinni móð ur sinni. Hún lést í bílslysi fyrir fimm árum. Sinead og móðir hennar voru aldrei neinir sérstakir mátar og íjölskyldan átti erfitt uppdráttar alla æsku Sinead. Eftir andlát móður hennar og þeg- ar Sinead reyndi sjálf hversu erfitt það getur verið að vera einstæð móðir fylltist hún löngun til þess að komast í samband við móður sína og tjá henni að hún elskaði hana þrátt fyrir rysjótt samskipti þeirra. Sinead telur jafnframt að móðir sín hafi fundið fyrir hræringunum í sér og reynt að ná s.ambandi. Hurð sem móðirin gekk oftar um en aðrir á heimilinu átti það til að skellast þótt enginn væri trekkur- inn og postulínsplattar á veggjum, sem móðirin hafði átt, tóku upp á því að detta á gólfið af óskiljanleg- um ástæðum. Á miðilsfundinum var nafn móðurinn ritað á blað með óskiljanlegum hætti, en Sine- ad sagði önnur tjáskipti hafa verið erfið og illskiljanleg. Hún telur þó að hún hafi komið sínum skilaboð- um áleiðis og sé því rórri. Hún hafi engu að síður í hyggju að efna aftur til miðilsfundar og freista þess að ná betra sambandi. RÆKTARSEMI 50 þúsund trjám plantað Niðjar Katrínar Brynjólfsdóttur ljósmóður og Sæmundar Guð brandssonar hreppstjóra komu saman í Lækjarbotnum í Landsveit í sumar. Mótið var haldið í suður- hlíðum Skarðsfjalls og gróðursettar voru tæplega fimm þúsund tijá- plöntur. Með þessu vildi Lækjarbotnaætt- in minnast þess átaks Sæmundar og Landmanna um miðja síðustu öld að veita Stóruvallalæknum þvert á uppfok sveitarinnar niður í yindásós við Þjórsá. Að sögn Eddu Ágústsdóttur er það talið eitt fyrsta átak sveitarfélags gegn gróðureyð- ingu á landinu. Plönturnar voru gróðursettar í fimmtíu hektara afgirt svæði. Lækj- arbotnaættin mun halda áfram með Fólk af Lækjarbotnaætt við gróðursetningu. uppgræðsluátakið enda er talið að helmingur Landsveitarinnar hafi orðíð sand og uppfoki að bráð á síðustu öid, að sögn Eddu. DULSPEKI Sinead á miðilsfundinum. Sinead og sonurinn Jake. „Þegiðu Bea!“ Hluti bresku konungsljölskyl- dunnar var viðstaddur skrúð- göngu eina mikla í Lundúnum fyrir skömmu. Gat þar að líta Díönu prinsessu ’og prinsana hennar tvo að ógleymdri hinni tveggja ára gömlu Beatrice sem er dóttir her- togahjónanna af Jórvík og var hún í pössun hjá Díönu við þetta tæki- færi. Þegar hvað mesta fjörið var í skrúðgöngunni hóf Bea litla hávær frammíköll og gall svo hressilega í litlu skottunni, að Harry prins þótti nóg um. Greip hann þá til þess ráðs sem hann telur duga til að þagga niður í hávaðasömu kven- fólki, það er að grípa um vit þess og halda sem fastast. Á myndinni má þó glöggt sjá, að Díana er í þann mund að skakka leikinn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.