Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 39
Á láð úr lofti Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Dag'ai' þriuminnar — “Days of Thundér“ Leikstjóri Tony Scott. Aðal- leikendur Tom Cruise, Robert Duvall, Nicole Kidman. Bandarísk. Paramount 1990. Öllum leyfð. í rauninni er Dagar þrumunn- ar enn eitt innleggið í framhalds- myndafár sumarsins, því þó hún eigi ekki samnöfnu að forvera er hún hreinræktað framhald hinnar geysivinsælu Top Gun (’86), en að þessu sinni færist atburðarásin á láð úr lofti. Og í stað rennilegra orrustuþotna sjó- hersins geysist söguhetjan um kappakstursbrautir Banda- ríkjanna á „upptjúnuðum" Chev- rolet Lumina, sjálfsagt besta Chevy-auglýsing um árabil. Að- standendur myndarinnar hafa þó löngum hamrað á því að hér sé ekki Top Gun II á ferðinni, heldur öllu mannlegra drama. Og vissulega fer ekki nema hluti myndarinnar fram á brautunum, en mergur málsins er sá að þeir kaflar standa uppúr, hlaðnir mergjaðri spennu sem hleypa fjöri í adrenalínstarfsemina. En þrátt fyrir framlag hins virta handritshöfundar Towne, er dramað utan brautanna innan- tóm og óspennandi sápuópera um piltung sem er að reyna að finna sjálfan sig og ástarævin- týri hans við heilaskurðlækni — endurtek heilaskurðlækni, minna mátti nú ekki gagn gera, sem eftir útlitinu að dæma hefur hrist eitt mest krefjandi og erfíðasta nám sem um getur, fram úr er- minni í menntó. Annað eftir því. Persónurnar éru ótrúlega þunnar í roðinu og samtölin kauðsk. Söguþráðurinn gamalkunn blanda spennu og drama í anda Rocky-mynda. En meðan „þorri manna þegir“, einsog Danival sagði um árið, fátt annað heyrist en þrumugnýr kappakstursbíla og atburðarásin fer fram á brautunum, er Dagar þrumunnar prýðileg afþreying þar sem fer saman frábær tækni og feikilega útsjónarsöm kvikmyndataka og hljóðstjórn. Vandfundin eru velsæm- ismörkin Bíóhöllin: Töffarinn Ford Fairlane — „The Adventures of Ford Fa- irlane" Leikstjóri Renny Harlin. Handrit Daniel Waters, James Cappe, David Arnott. Aðal- leikendur Andrew Dice Clay, Wayne Newton, Priscilla Pres- ley, Robert Englund. Bandarísk. 20th Century Fox 1990. Aldeilis makalus maður er nefndur Andrew Dice Clay. Hef- ur hann um nokkur misseri vald- ið ólgu í bijóstum landa sinna um Bandaríkin þver og endilöng. Tilheyrir þeirri stétt skemmti- krafta sem upp treður á sviði, frammi fyrir áhorfendum vítt og breitt og reynir að fá þá til að hlæja. En oftar en ekki hefur múgurinn ærst, því þó Kanar sém ýmsu vanir af þessum spaugur- um, hefur enginn nálgast kauða í trantinum. Honum ku ekkert heilagt; á sviðinu hæðir hann og spotfyr flest alla minnihlutahópa á jörðu hér, einkum fá þó negr- ar, gyðingar og hommar það óþvegið hjá klámkjaftinum. En það sem fer fyrir brjóstið á einum yljar öðrum um hjartaræturnar, bróðurkærleikurinn fer oft fyrir bí hjá sumum þeirra sem hafa horn í síðu niggara, júða og hom- matitta, sem þeir gjarnan nefna þessa meðbræður sína. Og svo getur Clay verið absúrd og ámát- lega fyndinn ef því er að skipta og gerir blessunarlega grín að sjálfum sér. Svo leiðin hlaut að liggja til Hollywood, og þessir jákvæðari þættir einkenna sem betur fer það dæmalausa sams- ull sem nefnist Töffarinn Ford Fairlane. Og nota bene, Fox ligg- ur á annarri mynd með Dice og átti að fylgja í kjölfar þessarar. Sú er tekin á skemmtun hjá sorp- kjaftinum í essinu sínu og fljúga frá honum þvílíkar svívirðingar á allt og alla að sagt er að Eddie Murphy í stuði sé einsog klumsa kórdrengur við hliðina á honum. Og er þá mikið sagt. Talið er að þeir hjá Fox ætli að láta hana rykfalla, jafnvel þó piltur hafí slegið aðsóknarmet í sjálfum Madison Square Garden. Það væri misskilningur að fara mörgum orðum um myndina en ‘strax í upphafi skal þess get- ið að hún er fárra tesopi. Með eindæmum kjaftfor, oftast það ósmekklega að til vandræða horfir hjá dönnuðu fólki, en á milli koma meinfyndnir kaflar sem útskýra aðsóknarmetin vestra. Efnisþráðurinn er harla ómerkilegur, erkivitleysa um töf- farann Fairlane, einkaspæjara stórmúsíkantanna í Englaborg- inni í miklum mannraunum og kvennaslugsi. Hann er aðeins rammi utanum munnsöfnuð og látæði þessa brandarakarls fár- ánleikans. Öllu heila galleríinu er svo stjórnað af engum öðrum en Finnanum Harlin (myndina gerði hann næst á undan Die Hard II), og gerir hann það með stíl og heljarinnar húllumhæi. Reynist ,og vera hinn sannasti föðurlandsvinur þar sem hann hefur lætt Finlandiu í báðar myndirnar; þeirri sem kennd er við Sibelius í Die Hard II, en hér skartar sú sem fæst á Lindargöt- unni. Allt samkvæmt uppskriftinni Stjörnubíó: Síðasti uppreisnarseggurinn — „Blue Heat“ Leikstjóri John MacKenzie. Aðalleikendur Brian Dennehy, Joe Pantoliano, Jeff Fahey, Bill Paxton. Bandarísk. Orion 1990. Bönnuð innan 16 ára. s. Otrúlegt en satt, en þessari ósköp hversdagslegu spennu- mynd er leikstýrt af engum öðr- um en MacKenzie, sem víðfræg- ur varð fyrir Long, Good Friday, einum sérstakasta og frumleg- asta þriller síðasta áratugar. í auglýsingu myndarinnar segir, „hörkuspenna, hasar og harkan sex“, jú, jú, mikið satt og gott betur, en það sem vantar svo tilfinnanlega eru einmitt þau ein- kenni sem prýddu myndir Bret- ans fyrir áratug síðan. Höfuð- galli Síðasta uppreisnarseggsins, annars meinlausrar og heldur vandvirknislegrar „löggufélaga- myndar“, er hvað við höfum séð þetta alltsaman ári oft áður. Hefði þótt góð fyrir daga sjón- varpsins. Fjórar löggur undir stjórn Dennehy eru komnir á spor eitur- lyfjahrings sem reynist eiga vingott á efstu stöðum. Hug- sjónamenn í ofanálag. Konur snökta, menn falla, eru settir af, snúa til baka á gallabuxunum sínum og bjarga heiminum. En sem sagt vita dáðlaust en ekki beint leiðinlegt. Mannvalið nokkrir ungir og upprennandi B-leikarar og fyrir hópnum fer gamli, góði Dennehy, sem jafnan stendur fyrir sínu. Hinsvegar þarf hann bitastæðara efni til að halda uppi heilli kvikmynd. Söluíbúðir aldraðra: Borgarráð fjallar um við- horfskönnun meðal íbúa BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag, að vísa til borgar- ráðs tillögu borgarfulltrúa minnihlutans, þar sem lagt var til að framkvæmd yrði viðhorfs- könnun meðal íbúa í söluíbúðum fyrir aldraða. Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfull- trúi Nýs vettvangs, mælti fyrir til- lögunni og kom fram í máli henn- ar, að þótt ljóst væri að mikill áhugi væri á söluíbúðum fyrir aldraða hefði heyrst, að sumir íbúanna hefðu reiknað með meiri þjónustu en þar stæði til boða. Könnun á viðhorfi íbúanna ætti að verða skipuleggjendum framkvæmda og þjónustu til leiðbeiningar varðandi frekari uppbyggingu á þessu sviði. Páll Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til, að þessari tillögu yrði vísað til borgar- ráðs til frekari skoðunar og sam- þykkti borgarstjórn þá málsmeðferð samhljóða. HVAÐ ER IpIaIrIaIdIoIr! ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 39 5JÁLFSTIEDISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Aðalfundur Félags sjálf- stæðismanna f Grafarvogi Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 9. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Öiinur mál. Stjórnin. ísafjörður Framhaldsaðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á ísafirði verður haldinn í dag, þriöjudaginn 9. október, kl. 20.30 í Sjálfstæðis- húsinu, 2. hæð. Dagskrá: 1. Framhald aöalfundarstarfa. 2. Önnur mál. Stjórnin. Hafnarfjörður Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði boöar til fundar í dag, þriðjudaginn 9. október 1990, kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Dagskrá: Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfin, Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi, ræðir bæjarmál. Greint verður frá fundi kjördæmisráðs. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórn fulltrúaráðsins. Hafnarfjörður - haustblót Sjálfstæðismenn f Hafnarfirði efna til haustblóts í Skút- unni föstudaginn 12. október sem hefst með fordrykk kl. 19.30. Glæsileg- ur kvöldverður. Heiðursgestur: Sr. Hjálmar Jónsson frá Saúðárkróki. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi til kl. 3.00. Veislustjóri: Árni Johnsen. Miðaverð aðeins kr. 3.000,-. Forsala aðgöngumiða í Sjálfstæðishús- inu laugardaginn 6. október kl. 10.00 til 13.00. Miðapantanir hjá Mjöll Flosadóttur í síma 51149 og Pétri Rafnssyni í síma 54998. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði. Kennsla Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Ath. VR og BSRB styrkja félaga sína til náms á námsk. skólans. Vélritunarskólinn, s. 28040. I.O.O.F. Rb. 1 =1401098-9.1. □ FJÖLNIR 599009107 = □ EDDA 59909107 - 1 Atkv. □ Sindri 59909107 - Fj. □ HELGAFELL 59901097IV/V 2 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi í dag kl. 15.00. Vanti þig farartæki, hringdu þá á skristofu safnaðarins. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur 10. okt. Myndakvöld Ferðafélagsins Fyrsta myndakvöld Ferðafélags- ins í vetur verður á miðvikudags- kvöldið 10. otkóber í Sóknarsaln- um, Skipholti 50a. Pað hefst stundvíslega kl. 20.30. Á myndakvöldunum í vetur er ætl- unin að sýna frá hinum fjölmörgu ferðum, sem félagið hefur fariö á árinu, ekki síst sumarleyfis- ferðunum. Efni þessa mynda- kvölds er helgað tveimur mjög sérstökum ferðum frá i sumar. Fyrir hlé munu Jóhannes I. Jóns- son og félagar hans sýna mynd- ir og segja fré gönguferð frá Vonarskarði um og meðfram vesturjaðri Vatnajökuls í Jökul- heima. Þama eru stórkostlegir staðir utan alfaraleiða, m.a. Hamarinn og nágrenni hans. Eftir hlé mun Kristján M. Bald- ursson sýna myndir frá Noregi, úr gönguferö Ferðafélagsins um Jötunheima, þekktasta fjalla- svæði Norðmanna, siglingu um Sognfjörð o.fl. Ennfremur sýnd- ar glænýjar myndir úr haustiita og grillveisluferð í Þórsmörk. Spennandi myndasýning frá tveimur velheppnuðum sumar- leyfisferðum. Góðar kaffiveit- ingar í hléi í umsjá félaga Ff. Allir velkomnir, jafnt félagar sem aðrir. Ferðafélagsspilin verða til sölu. Fjölmennið. Ath.: Okkur vantar iitskyggnur úr af- mælisgöngunni til sýningar á myndakvöldi 14. nóvember. Haf- ið samband við skrifst. Ferðafélag fslands. AD-KFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 í Langa- gerði 1. Stjórn Vindáshlíðar sér um fundinn. Myndir sýndar úr kvennaflokki. Hugleiðing: Guð- rún Edda Gunnarsdóttir. Allar konur velkomnar. EMMLU í Frískanda, Faxafeni 9 Ný byrjendanámskeið hefjast 18. október. Hugleiðsla, Hatha- jóga, öndunartækni og slökun. Leiðbeinandi: Helga Mogensen. Opnir tfmar: Mánudaga-laugar- daga kl. 07.00. Mánudaga- fimmtudaga kl. 18.15. Mánu- daga og miðvikudaga kl. 12.15. Satsan: Fimmtudaga kl. 20.00. Upplýsingar og skráning hjá Mundu (kl. 12-15 i síma 39532), Heiðu (sími 72711) og Ylfu (á kvöldin í síma 676056).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.