Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTOBER 1990 47 Sorgartímar hjá öllu alvöru skógræktarfólki eftir Magnús H. Skarphéðinsson Ég hélt fram í Mógilsárdeilunni og Amarflugsmálinu að við ættum nokkuð röggsaman og heiðarlegan ráðherra þar sem Steingrímur J. Sigfússon væri. En í sumar fæddist hið ótrúlega Mógilsárklúður í land- búnaðarráðuneytinu og að Hallorms- stað hjá nýráðnum skógræktarstjóra þar, Jóni Loftssyni, svo fljótt skipast veður í lofti. Það ætlar ekki af þess- um Steingrími J. að ganga. Hvað ætli komi næst? Fátt gæt' komið venjulegu fólki á óvart lengur hjá þessum seinheppna ráðamanni þjóð- arinnar. Alvöruskógar á íslandi myndu gjörbreyta veðurofsanum Það hafa verið svartir dagar hjá öllum alvöruskógræktarannendum undanfama mánuði. Það er kannski ekkert að marka svona smáborgara eins og mig og okkur félagana sem rétt eram búnir að dútla við að planta um 3 til 4 þúsund tijám undanfarin sumur til að reyna að hjálpa landinu okkar að ná sér aftur. En það er samt ekki annað hægt en að hálf- grenja yfir öllum þeim doða og að- gerðarleysi sem einkennir flestalla opinbera aðila í því að reyna að klæða landið skógi aftur. Það er eins og þetta sé þessu fólki ekkert kappsmál nema síður sé, ef eitthvað er. Með sama áframhaldi og sama hraða þá tæki það ca. 300 til 500 ár að koma skógi á holt og mela og önnur svæði hérlendis sem landinu væri fyir langbestu að gert yrði sem allra fyrst. Að ég minnist nú ekki á hversu veðurfar myndi breytast og stillast hér ef gróðursett væra ca. 4 til 6 milljarðar alvörattjáa til að stilla versta veðurofsann sem verið hefur landlægur hér á landi síðan skógar klæddu landið hér í fyrndinni og gert hefur landið hálf óbyggilegt fyrir bragðið. Eiga starfsmenn aldrei að geta sagt hug sinn vegna atvinnumissis? Deilan um forræði Mógilsárstöðv- arinnar er í sinni innstu hnotskurn deila um hvort nokkram starfsmönn- um hins svifaseina og sovéskættaða ríkisfyrirtækis Skógræktar ríkisins eigi að líðast að gagnrýna vinnu- brögð stofnunarinnar eða greinarinn- ar í heild án þess að hljóta vinnu- missi fyrir. En þar byijaði einmitt allt þetta sorglega og ljóta mál. Flæma Jón Gunnar Ottósson for- stöðumann í burtu með góðu eða illu og aukinheldur alla hans samhentu samstarfsrannsóknarmenn með, ef eitthvað múður verður í kringum þetta mál og þetta fólk á annað borð. Hér er starfsreynslu, áhuga og framtíðarsýn eins helsta vísindahóps Magnús H. Skarphéðinsson í skógrækt á íslandi hreinlega sturt- að niður um skólpræsið í heilu lagi án þess að depla auga af hálfu ráða- manna, til þess nú eins að tryggja engar gagnrýnisraddir í greininni í framtíðinni: — „Viljið þið sömu með- ferð?“ mun starfsfólk framtíðarinnar geta lesið úr andliti þessara ekki- skógræktarfrömuða landsins þegar skoðanamunur mun koma upp fram- vegis í faginu. Hinn hái plöntukostnaður Skógræktarinnar drepur alia skógrækt Auðvitað var þessi fáránlega reglugerðarbreyting Steingríms J. Sigfússonar, ráðherra lambakjöts og ofbeitar landsins, um breytingar á yfírstjórn rannsóknarstöðvarinnar að Mógilsá í vor ekkert annað en liður í að þagga niður gagnrýnisraddir sem heyrst höfðu frá rannsóknar- stöðinni um fáránlega lítil afköst Skógræktarinnar í plöntuframleiðslu og ótrúlegum kostnaði því samfara. Að ekki sé nú minnst á hversu ómarkvisst flest í fari og starfi Skóg- ræktarinnar er og hefur langoftast verið. Dómbær er ég þó ekki á sum störf Hákons Bjarnasonar, nestors íslenskrar skógræktar. En samt. Dropinn sem fyllti mælinn, sem gerði það nauðsynlegt að flæma Jón Gunnar forstöðumann Mógilsár- stöðvarinnar í burtu, var m.a. gagn- rýni hans í Sjónvarpinu sl. vor á yfir- stjórn Skógræktarinnar fyrir að hafa ekki boðið út fleiri af dýrustu og erfiðustu verkefnum Skógræktarinn- ar, nefnilega plöntuframleiðsluna sem allri skógrækt á íslandi stendur fyrir þrifum. Þetta þarfa mál hefði í leiðinni hjálpað bændum í sveitum landsins við að flytja sig yfir í tijá- plöntuframleiðslu við viðráðanlegar aðstæður, og fyrir aðeins brot af því verði sem almennt kostar að fram- leiða hveija plöntu í forsjá Skógrækt- ar ríkisins. Hin dauða og afkastalitla hönd ríkisskógræktarinnar Mér er alveg sama hvaða góð og falleg störf Jón Loftsson skógrækt- arstjóri hefur sýnt af sér á Hallorms- stað eða við önnur staðbundin verk fyrir austan eða annars staðar. Það hefur greinilega sýnt sig að maður- inn hvorki ræður við umfang alvöru skógræktar á íslandi né þolir nokkra gagnrýni á störf sín. Og svoleiðis starfsmann hefur alvöra skógrækt- arfyrirtæki hvað þá yfirstjórn skóg- ræktarmála á íslandi ekkert við að gera. Nær hefði ráðherranum verið að losa sig við slíkan skrifræðissinna úr starfí skipulag'smála skógræktar á íslandi, í stað þess að bola Jóni Gunnari og hans starfsfólki í burtu. Fróðlegt væri að láta fara fram úttekt á afköstum Skógi'æktarinnar og skógræktarfélaganna í gegnum tíðina. Athuga afköst, kostnað, stjórnun og árangur. Það gæti orðið fróðleg samantekt. Það er sannfær- ing mín að þá sæju menn hluta af því sem Jón Gunnar hefur alltaf ver- ið að segja; Það er bara platskóg- rækt stunduð á íslandi í dag. Afköst- in, framkvæmdahraðinn og vinnu- brögðin sýna það best svart á hvítu. Nei. Það er engin hætta á að slík úttekt verði gerð. Þess í stað skipar sómamaðurinn Steingrímur J. Sig- fússon, uppblástursráðherra, Ríkis- endurskoðun að liggja yfir öllum mögulegum símareikningum og frímerkjareikningum gagnrýnend- anna sem flæmdir voru frá Mógilsá, til þess nú eins að reyna að finna einhveija hnökra hjá þessu fólki eft- irá og reyna að réttlæta tilvist síns sjálfs og halda andlitinu gagnvart agndofa skógræktarunnendum og heiðarlegum athugasemdarmönnum yfir þessu hreint ótrúlega framferði ráðuneytisins í málinu. Tileinkum Steingrími og kerfisbræðrum hans skóg- lausu svæðin Ég legg til að menn minnist þess í framtíðinni þegar skógrækt ber á góma eða skýtur upp í huga þeirra að þakka réttum aðilum fyrir aðgerð- arleysið í málinu. Þar eiga Steingrím- ur Sigfússon og allir hans kerfis- hugsanabræður ekki minnstan heið- urinn. Ég ætla a.m.k. að hafa þetta í huga þegar ég sé alla uppblásnu melana framvegis þegar ég ferðast um landið. Ég tel líka við hæfi að hér eftir verði skóglausu svæðin á landinu kölluð ýmist Steingrímsauðnir eða Jónsloftssonarbörð, eða bara Svein- bjarnarmelar (eftir Sveinbirni Dag- finnssyni ráðuneytisstjóra landbún- aðarráðuneytisins) svona til að feðra þessar óþarfa auðnir og uppblástur rétt hér eftir. Höfundur er fyrrverandi vagnstjóri SVR og nemi í HI. Lægsta verð á Encyclopedia Britannica hingað til. Nú er dollarinn hagstæður til kaupa á Britatmica 1990. 33 stór bindi - yfír 33000 blaðsíður - mikill fjöldi litmynda 1989 útgáfan kostaði kr. 95.000,- Við bjóðum þér 1990 útgáfuna í vönduðu, brúnu bandi á aðeins kr. 69.000,- gegn staðgreiðslu, eða á kr. 77.000,- með afborgunum. Þetta einstaka tilboð gildir meðan núverandi birgðir endast. BERGSTAÐASTRÆTI1, SÍMI 12030. OPIÐ 1-6 eh. SIEMENS Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aðrar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóð og falleg. Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Ætlar þú að tiefja GOLF leiki tiína næsta vor eins og á vordegi eða vilt pú auka frekar við GOLF leikni fiína með úví að æfa öðru hvoru í GOLF heiminum okkar í vetur? KEILU S ALURINN ÖSKJUHLÍÐ S: 62 15 99 Ath! Frúartímar - kennslutímar Betra verð en nokkru sinni fyrr Dæmi: Leiki 4 menn í t.d. 2 klst. greiðir hver um síg aðeins kr. 550,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.