Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 27 Azerbajdzhan: Brezhnevs-sinni vinnur stórsignr í kosningum Moskvu. Reuter. GEIDAR Alíjev, einn af helstu samstarfsmönnum Leoníds Brez- hnevs, er var leiðtogi Sovétríkjanna um margra ára skeið, vann fræki- legan sigur í þingkosningum í Azerbajdzhan í lok september. Að sögn fjölmiðla hlaut Alíjev 95% atkvæða í kjördæmi sínu. Alíjev er 67 ára gamall og var eitt sinn háttsettur foringi í öryggis- lögreglunni, KGB. Hann lagði sig fram um að koma sér í mjúkinn hjá Brezhnev og er enn vitnað til þess að tveim vikum fyrir dauða leiðtogans 1982 hrósaði Alíjev Brezhnev í alls 133 skipti í einni og sömu ræðunni. Árið 1987, tveim árum eftir valdatöku Míkhaíls Gor- batsjovs,' var'Alíjev vikið úr stjórn- málaráði kommúnistaflokksins en ráðið var þá valdamesta stofnun ríkisins. Blaðið Komsomolskaja Pravda- sem er hlynnt róttækum umbóta- sinnum, segir að sigur Alíjevs geti klofið kommmúnistaflokk Az- erbajdzhans. Alíjev gæti orðið leið- togi klofningshóps harðlínumanna. Lokaúrslit eru ekki kunn en kornrn- únistar verða að líkindum í meiri- hluta á þingi. Að sögn blaðsins fengu róttækir umbótasinnar Lýð- ræðisfylkingarinnar aðeins 26 af 350 sætum. Vegna átaka í landinu undanfarin tvö ár gilda herlög á mörgum sviðum og fjölmiðlar hafa átt erfitt með að fylgjast með fram- kvæmd kosninganna. Discovery flutti sólkönnun- arhnöttinn Ulysses á braut Allt gekk eins og í sögu þegar geimskutlunni Discovery var skotið á loft á laugardag með sólkönnunarhnöttinn Ulysses innanborðs. Ulys- ses var kominn á braut sína sex klukkustundum eftir flugtak. For- gangshlutverk hans verður að senda til jarðar fyrstu þrívíddarmyndirn- ar um sólvirknina. Áhöfn geimskutlunnar, fimm manns, var þegar tekin til við ýmis vísindastörf úti rgeimnum á sunnudag. Nílján manns klifu Everest um helgina Nepal. Reuter. NÍTJÁN fjallgöngumenn frá sex löndum komust á tind Everest, hæsta fjalls heims, um helgina, að sögn ferðamálaráðuneytisins í Nepal. Fjallgöngumennirnir voru frá Bandaríkjunum, Kanada, Júgó- slavíu, Suður-Kóreu, Frakklandi og Nepal. Tveir komust á hinn 8.848 metra háa tind sl. fimmtudag, átta á föstudag, fimm á laugardag og Qórir á sunnudag. Garparnir voru í fjórum leiðangrum. Á meðal fjallgöngumannanna vom júgóslavnesk hjón og í franska hópnum var kona, Christine Janin, en hún er fyrsta franska konan sem sigrast á Everest. Einn félaga henn- ar, Marc Batard, hugðist dvelja næturlangt á tindinum en óstaðfest- ar fregnir herma að hann hafi snú- ið til baka eftir klukkustundar vist þar sem mjög kólnaði í veðri og hann óttaðist að fijósa í hel. I VARSJÁ - Pólska lögreglan hefur handtekið Miroslaw Milew- ski, harðlínukommúnista og fyrrum innanríkisráðherra, og hefur hann verið ákærður fyrir mútuþægni. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsett- ur embætíismaður á valdatíma kommúnista er handtekinn frá því stjórn undir forystu Samstöðu komst til valda í fyrra. Fleiri hand- tökur eru ráðgerðar. ■ SHENZHEN, Kína - Fyrsti McDonalds-hamborgarastaðurinn í Kína var opnaður í borginni Shenz- hen, við landamærin að Hong Kong, í gær. Eigendur skyndibitastaðarins eru frá Hong Kong og vonast þeir til að geta opnað 500 staði í Kína í framtíðinni. ■ TRIPOLI - Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Líbýu létu af embætti á sunnudag er mikil upp- stokkun var gerð á stjórn landsins. Sjö háttsettir ráðherrar til viðbótar urðu að víkja, svo og seðlabanka- stjóri landsins. Engar ástæður voru gefnar fyrir uppstokkuninni. ■ YAMOUSSOUKRO, FÍIa- beinsströndinni - Felix Houp- houet-Boigny, forseti Fílabeins- strandarinnar, lýsti því yfir í gær er flokkur hans útnefndi hann sem forsetaframbjóðanda í sjöunda sinn að þetta yrði í síðasta skipti sem hann yrði í framboði. Houphouet- Boigny, sem er 84 ára gamall, hef- ur verið forseti í þijá áratugi og fær nú í fyrsta sinn mótframboð þar sem eins flokks kerfi var afnumið í landinu eftir mikil mótmæli fyrr á árinu. ■ PRAG - Tékkneska stjórnin hefur fyrirskipað Heimssambandi verkalýðsfélaga, sem aðhyllist kommúnisma og hefur verið stjórn- áð frá Prag, að fara úr landinu. Sambandið var stofnað 1945 ogtók fljótlega að fylgja Moskvustjórninni að málum með þeim afleiðingum að vestræn verkalýðsfélög sögðu sig úr því 1949 og- stofnuðu Al- þjóðasamband fijálsra verkalýðs- félaga. Öll tékknesku verkalýðs- félögin hafa sagt sig úr Heimssam- bandi verkalýðsfélaga. EIMSKIP HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS kt. 510169-1829 Pósthússtræti 2, Reykjavík Hlutabréfaútboð Útboðsfjárhæð kr. 41.315.802.- Sölutímabil frá 8.-19. október 1990 Gengi hlutabréfa að nafnverði kr. 5.000 til 25.000 er 5,60. Heimilt er að gera tilboð í hlutabréf að nafnverði frá 25.000 og allt að einni milljón króna á ekki lægra gengi en 5,60. Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. SIEMENS Sjónvarpstœki | Sjónvarps- | myndavélar Hljómtœkja- samstœður Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.