Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.'Tteusasölu 90 kr. eintakið. Dagur Leifs heppna Vestfirðir: Karvel tekur ekki sæti á lista Alþýðuflokksins KARVEL Pálmason, alþingismaður, greindi frá því á kjördæmis- ráðstefnu Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, sem haldin var á Isafirði á sunnudag, að hann tæki ekki sæti á lista Alþýðuflokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Idag, 9. október, minnast Bandaríkjamenn Leifs Eiríkssonar. Sameinað Bandaríkjaþing ákvað 2. september 1964 að mælast til þess við Bandaríkjaforseta að lýsa 9. október ár hvert dag Leifs Eiríkssonar og hef- ur George Bush Bandaríkja- forseti farið að þessum til- mælum eins og forverar hans undanfarinn aldarfjórðung. í tilefni dagsins eru embættis- mönnum meðal annars gefin fyrirmæli um að flagga á opinberum byggingum. íslendingar og Norðmenn hafa löngum deilt um það, hvort Leifur Eiríksson hafi verið íslenskur eða norskur. í ófá skipti hefur íslendingum brugðið, þegar þeir heyra Norðmenn lýsa yfir því eins og ekkert sé sjálfsagðara, að Leifur heppni hafi verið Norð- maður. Þeir sem kunnugir eru íslendingasögum vita, að Leifur Eiríksson fæddist á íslandi og er því íslenskur; hann var Dalamaður, þótt hann hafi átt ættir að rekja til Noregs eins og aðrir Is- lendingar á þeim tíma. Leifur fylgdi föður sínum og ætt- mönnum vestur um haf og kannaði auk þess hluta Norður-Ameríku. Margt bendir til þess að hann hafi farið sunnar en til Nýfundna- lands þar sem ótvíræðar mannvistarleifar sýna að víkingar hafi verið á ferð. Hann kom með suðræna ávexti til norðlægra stranda. í Boston er falleg stytta af Leifi heppna til minningar um þá fullvissu margra manna þar um slóðir, bæði fyrr og síðar, að víkingar hafi verið þar á ferð og sunnar hafa þeir vafalaust einnig verið. í yfirlýsingu sem George Bush gaf í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar nú tekur Bandaríkjaforseti í fyrsta sinn fram, að Leifur hafi ver- ið íslendingur. í yfirlýsing- unni segir orðrétt: „í hvert sinn sem við minnumst Leifs Eiríkssonar, þessa hrausta sonar íslands og sonarsonar Noregs, 9. október, fögnum við einnig glæstri norrænni arfleifð þjóðar okkar. Sigl- ingakappinn hugprúði, með neista trúboðans, við tengjum nafn hans svo oft við ævin- týri og rómantík og hann er okkur einnig kært tákn um sterk og váranleg bönd sem eru á milli íbúa Banda- ríkjanna og vina okkar á öll- um Norðurlöndunum.“ Nú eru ekki nema tíu ár þar til þess verður minnst að þúsund ár eru frá því að Leif- ur heppni fann Ameríku og aðeins tvö ár, þar til efnt verður til mikilla hátíðarhalda vegna þess að 500 ár verða frá því að Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku. Norrænir menn eiga að láta að sér kveða bæði árin 1992 og 2000. Það er rangt að Leifur þurfi endilega að skyggja á Kólumbus; eða Kólumbus á Leif. Þeir eru greinar af sama meiði. Menningarsaga Evr- ópu, og þá ekki síst siglingar- saga álfunnar, er sameigin- legur arfur þeirra beggja. Engin ástæða er til að ætla að sagnirnar um vesturför Leifs og víkinga hafi fallið í gleymsku og dá í Evrópu, þótt þeir hafi ekki numið land vestra. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að Kól- umbus hafí þekkt þessar sagnir og þær hafi ekki síst blásið honum í bijóst löngun til landafunda. Sumir eru þess fullvissir að hann hafi farið til íslands, aðrir benda á heimildir sem styðja að hann hafi verið í Bristol á Englandi og þá kynnst frá- sögnum íslendinga af landinu mikla í vestri. Leifur og Kól- umbus eru þannig báðir liður í landnámssögu milli Evrópu og Ameríku, hugprúðir land- nemar sem stækkuðu jörðina og víkkuðu útsýni til allra átta. Þeir eru einnig lýsandi dæmi um samhengi sögunn- ar. Það yrði aðeins til að spilla fyrir skipulegri þátttöku norrænna manna í þeim há- tíðarhöldum sem fyrir dyrum standa vegna Kólumbusar og Leifs heppna, ef ágreiningur yrði mil í Islendinga og Norð- manm um uppruna Leifs. Stjórnvöld íslands og Noregs eiga að sigla í kjölfar Banda- ríkjaforseta og taka sameig- inlega af skarið í eitt skipti fyrir öll um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki sæti á lista Alþýðuflokksins í næstu kosningum," sagði Karvel við Morgunblaðið. Aðspurður um ástæður sagði hann þær vera bæði persónulegar og pólitískar. „Eins og menn vita þá hef ég ver- ið í andstöðu við hluta af forystu flokksins frá 1987 og tel að foryst- an hafi um of sveigt af þeirri braut sem hún gaf fyrirheit um fyrir síðustu kosningar. Það er nú einu sinni svo að ég er þannig gerður að ég vil yfirleitt standa við gefin fyrirheit. Mér hefur fundist á þing- Sjálfstæðis- flokkurinn: Arndís Jóns- dóttir í próf- kjör á Suð- urlandi ARNDÍS Jónsdóttir, kennari og varaþingmaður, gefur kost á sér í þriðja sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna á Suðurlandi sem haldið verður þann 27, október nk. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins i síðustu alþingiskosningum. „Það er nokkuð langt síðan að ég tók þessa ákvörðun og ég hef frá upphafi stefnt á þriðja sæti listans," sagði Arndís við Morgun- blaðið. Hún hefur starfað lengi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, m.a. ver- ið í stjórn Óðins á Selfossi, er í stjórn fulltrúaráðsins í Árneskýslu og í stjórn kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi. Þá er Arndís varaformaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. eftirÞorvald Gylfason i í fyrra og í hitteðfyrra vakti ég máls á því í nokkrum blaðagreinum, meðal annars hér í Morgunblaðinu, að ríkjandi bann við innflutningi allra landbúnaðarafurða, sem hægt er að framleiða hér heima, jafngilti þungum skatti á heimilin í landinu og væri reyndar einsdæmi í okkar heimshluta. Til að veita hugboð um, hversu mikill vandinn er að vöxtum, reyndi ég að meta skattbyrðina, sem felst I núgildandi banni við innflutningi kartaflna, eggja, osta og kjúklinga. Ég notaði sömu að- ferð og hagfræðingar um allan heim nota til að meta óhagræði neytenda af innflutningshöftum og öðrum viðskiptahindrunum. Niðurstaðan var sú, að heimilin í landinu greiða um 60.000 krónum meira á hverju ári að meðaltali fyrir þessar. vörur á núverandi verðlagi en þau þyrftu að gera, ef innflutningur væri fijáls. Afnám innflutningsbannsins myndi flokksfundum, að minnsta kosti hvað mig varðar og fleiri óbreytta þingmenn Alþýðuflokksins, að þá stóðum við nánast frammi fyrir gerðum hlutum. Það var formsat- riði að ræða það sem stjórnvöld gerðu hverju sinni.“ Aðspurður um hvort hann færi með öðrum orðum bæta hag heimil- anna jafnmikið og fjórðungslækkun tekjuskatts og eignarskatts að öðru jöfnu. Ég dró þá ályktun, að dýr myndi Hafliði allur. Þó gerði ég alls ekki ráð fyrir því, að innlend framleiðsla legðist af, heldur myndi fijáls innflutningur knýja framleið- endur hér heima til aukinnar hag- sýni í rekstri og hófsemdar í verð- lagningu. Aðrir óháðir hagfræðing- ar tóku í sama streng. Þetta vakti svolitla athygli, því að hér er um gríðarlegar fjárhæðir að tefla. En við fengum kaldar kveðjur úr stjórnarráðinu: landbúnaðarráð- herra jós yfir okkur svívirðingum með dyggilegum stuðningi erind- reka Stéttarsambands bænda. II Nú bregður svo við, að landbún- aðarráðuneytið sjálft hefur fengið tilmæli frá GATT, sem er systur- stofnun Sameinuðu þjóðanna á vett- vangi viðskiptamála, um að gera grein fyrir stuðningi ríkisins við landbúnað hér heima beint og óbeint, meðal annars með innflutn- i framboð fyrir annan lista en lista Alþýðuflokksins sagði Karvel: „Nú náði mín yfírlýsing ekki lengra en þetta og tíminn verður að leiða í ljós hvað kann að gerast.“ , Þegar hann var spurður um hvort sérframboð af hans hálfu kæmi til greina svaraði Karvel: „Ég hvorki útiloka né játa því. Mín ákvörðun var fyrst og fremst um þetta á þessu stigi málsins. Hitt verður að koma í ljós hvað gerist í áframhaldi af þessu.“ „Stuðningur ríkisins við landbúnað nemur með öðrum orðum svip- aðri fjárhæð og allur tekjuskattur einstakl- inga og fyrirtækja í landinu.“ ingshöftum. Ráðuneytið beitir auð- vitað sömu aðferðum við þetta verk og við hagfræðingarnir, enda myndu hagfræðingar og yfirstjórn GATT ekki geta tekið nokkurt mark á ráðuneytinu ella. Niðurstaða ráðuneytisins er sú, að heildar- stuðningur ríkisins við landbúnað- inn hér nemi um 13 milljörðum króna á ári á núverandi verðlagi eða um 200.000 krónum á ári á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu, jafnvel þött bann gegn inn- flutningi kartaflna og grænmetis sé ekki tekið með í reikninginn. Þessi ijárhæð jafngildir næstum 300.000 krónum á mánuði á hvetja fjölskyldu í sveitum landsins að Vígslumessa í Dómkirkjunni Séra Ólafur Skúlason, biskup íslands, vígði séra Bjarna Karlsson til þjónustu við kirkjuna við hátíðlegá athöfn í Dómkirkjunni á sunnu- dag. Biskupinn predikaði við víglsumessuna og Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur, annaðist altarisþjónustu. Séra Bolli Gústafsson í Laufási lýsti vígslunni en aðrir vígsluvottar voru séra Bernharð Guð- mundsson, fræðslustjóri kirkjunnar, séra Jón Dalbú Hróbjartsson og séra Ólafur Jens Sigurðsson. Bjarni Karlsson (annar frá vinstri í fremri röð) mun þjóna að hálfu leyti sem aðstoðarprestur í Laugarnessókn við hlið séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar sóknarprests. Hann mun einn- ig aðstoða Ólaf Jens Sigurðsson.fangaprest. ^ Ljós í myrkri MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 31 Skoðanakönnun DV: Framsókn og Alþýðu- flokkur auka fylgi sitt Sjálfstæðisflokkur fengi 47,9% atkvæða Fulltrúaráð, ásamt framkvæmdastjóra, Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á stofnfundi þess 28. mars sl. Frá vinstri: Jóhann Möller, Pétur Guðmundsson, Hörður Sigurgestsson, Brynja Benediktsdóttir, Ólafur Ó. Johnson, Ingi R. Helgason, Birgitta Spur, Kristján Guðmundsson, Anna Einarsdóttir og Karólína Eiríks- dóttir. Á myndina vantar Björgu Þorsteinsdóttur, Erling Jónsson og Gísla Sigurðsson. Listasafn Siguijóns Olafsson- ar verður sjálfseignarstofnun ÞANN 21. október nk. verða lið- in tvö ár frá vígslu Listasafns Siguijóns Ólafssonar, en það var á áttræðisafmæli listamannsins árið 1988. Síðan þá hefur safnið verið opið almenningi og sýnt verk lista- mannsins, bæði úr eigu safnsins og annarra. Samhliðá sýningunum Samtök um jafnrétti og félagshyggju: Stefnt að fram- boði í öllum kjördæmum SAMTÖK um jafnrétti og félags- hyggju stefna að því að bjóða fram um allt land í næstu alþingiskosn- ingum en í síðustu kosningum buðu samtökin einungis fram á Norðurlandi eystra og fengu einn þingmann kjörinn, Stefán Val- geirsson. Hann sagði við Morgunblaðið um helgina hefði fólk úr sex kjördæmum hist á vegum samtakanna og verið einhuga um að stefna að framboði í öllum kjördæmum. „Það kom fram hjá flestum að þeir töldu mjög góðan grundvöll nú eins og stendur á í þjóð- félaginu fyrir slíku framboði," sagði Stefán Valgeirsson. hefur safnið sinnt alhliða menning- arstarfsemi svo sem tónleikahaldi og bókmenntadagskrám og tekið að öðru leyti beinan þátt í menning- arstarfi borgarinnar. Safnið, sem fyrstu árin var rekið sem einkasafn, hefur nú að ósk eig- anda þess, verið gert að sjáífseign- arstofnun og var skipulagsski'á hennar samþykkt af dómsmála- ráðuneytinu þann 30. nóvember 1989. Samkvæmt henni stjórrtar stofnandinn, Birgitta Spur, safninu ásamt tólf manna fulltrúaráði sem hún í upphafi velur, en endurnýjar sig sjálft er tímar líða. Fimm manna stjórn er skipuð Birgittu Spur, tveimur aðilum sem hún tilnefnir, ásamt tveimur sem kosnir eru af fulltrúarráðinu. Stofnfundur Full- trúaráðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar var haldinn í safninu 28. mars og var það þá þannig skipað: Anna Einarsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Brynja Benedikts- dóttir, Erlingur Jónsson, Gísli Sig- urðsson, Hörður Sigurgestsson, Ingi R. Helgason (formaður full- trúaráðsins), Jóhann Möller, Ka- rólína Eiríksdóttir, Kristján Guð- mundsson, Ólafur Ó. Johnson og Pétur Guðmundsson. Fyrsti aðal- fundur þessarar nýju sjáfseignar- stofunar var haldinn 29. maí á sama stað. Þar tilnefndi Birgitta Spur þau Aðalstein Ingólfsson og Hlíf Sigur- jónsdóttur í stjórn safnsins auk sín og Geirfinn Jónsson til vara, en fulltrúaráðið Önnu Einarsdóttur og Gísla Sigurðsson, en Karólínu Eiríksdóttur til vara. Starfsemi Styrktarsjóðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar ’ er óbreytt og stjórn sjóðsins skipa Birgitta Spur, sem er formaður, Baldvin Tiyggvason og Matthías Johannessen. (Fréttatilkynning.) SAMKVÆMT skoðanakönnun sem DV gerði um helgina á fylgi stjórninálaflokkanna liafa tveir ríkisstjórnarflokkanna, Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokk- ur, aukið við fylgi sitt miðað við sainbærjlega könnun blaðsins í ágúst. í könnuninni var spurt hvaða lista fólk myndi kjósa ef gengið væri til kosninga nú. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Af öllu úrtakinu sögðust 8,2% ætla að kjósa Alþýðuflokk, 11,2% Framsóknarfiokk, 27,2% Sjálfstæðisflokk, 4,7% Alþýðu- bandalag, 0,2% Samtök um jafn- rétti ogfélagshyggju, 4,2% Kvenna- lista, 0,2% Flokk mannsins og 1,0% Þjóðarflokk. Enginn ætlaði að kjósa Borgaraflokkinn. 4,3% aðspurðra neituðu að svara og 39% voru óá- kveðnir. Ef einungis er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu fengi Framsókn- arflokkur 19,7% sem er 4,4% meira en í ágústkönnun DV og 0,8% meira en í síðustu kosningum. 14,4% sögð- ust ætla að kjósa Alþýðuflokkiníi sem er 3,8% meira en í síðustu könnun og 0,8% minna ep í kosning- unum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,9% atkvæða. Það er 4,3% minna en í síðustu skoðanakönnun DV en 20,7% meira en í alþingiskosning- unum 1987. Fylgi Alþýðubandalagsins hefur minnkað um 1,9% miðað við síðustu könnun DV og er nú 8,2%. - Kjördæmissamtök iingra sjálfstæðis— manna á Vesturlandi: Framboðslisti verði valinn í profkjori AÐALFUNDUR kjördæmissam- taka ungra sjálfstæðismanna á Vesturlandi var haldinn í Borg- arnesi á laugardag. Var á fundin- um samþykkt ályktun þess efnis að æskilegasta formið við val á framboðslista væri prófkjör. Á morgun, miðvikudag, verður haldinn fundur í kjördæmisráði sjálf- stæðismanna á Vesturlandi, þar sem ákvörðun verðurtekin um fyrirkomu- lag við val á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar. Jón Jósafat Björnsson, frá Borg- arnesi, var kjörinn nýr formaður kjördæmissamtaka ungra sjálfstæð- ismanna á Vesturlandi á aðalfundin- um á laugardag og tekur hann við af Benjamín Jósefssyni, frá Akra- nesi. Bókin „Ingibjörg á Löngumýri“ komin út NOKKRU eftir sumarmál kom út í fallegri útgáfu bókin „Ingi- björg á Löngumýri“. Nokkrir nemendur Ingibjargar frá báðum skólum hennar, Staðar- felli og Löngumýri, ákváðu að beita sér fyrir því að gefa út þessa bók í heiðursskyni við hana í tilefni 85 ára afmælis hennar 1. júní sl. og þjóðkunnra starfa. Efni bókarinnar er tvíþætt. í fyrri hlutanum er æviágrip og starfssaga Ingibjargar skráð af hr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, ásamt umsögn- um nokkurra starfsmanna hennar ognemenda. í síðari hlutanum er margs konar athyglisvert efni, sem Ingibjörg hefur skráð, og er það aðalefni bókarinnar. Sigurður Gunnarsson, fyrrver- andi skólastjóri, bekkjarbróðir Ingi- bjargar, hefur dregið saman og skipulagt meginefni bókarinnar og lesið það fyrir skólasystur sína, sem hefur verið alblind nokkur síðustu árin. Allt, sem þar er birt, er því valið í nánu samráði við hana. Bókin fæst nú í nokkrum bóka- búðum í Reykjavík. Þeir sem kynnu að vilja fá hana með áskriftarverði, geta sent um það skriflega pöntun til Sigurðar Gunnarssonar, Álf- heimum 66; 104 Reykjavík, og fá hana þá senda í pósti með gíróseðli. (Fréttatilkynning) Ingibjörg Jóhannsdóttir Þorvaldur Gylfason jafnaði, hvorki meira né minna. Jafnvel þótt niðurgreiðslur séu ekki taldar með, nemur kostnaður al- mennings vegna annarra styrkja til landbúnaðarins um 150.000 krón- um á ári á hvert heimili í landinu og rösklega 200.000 krónum á mánuði á hvert heimili til sveita. Til samanburðar má geta þess, að Þórólfur Matthíasson lektor hafði áður greint frá þeirri niðurstöðu í vikuritinu Vísbendingu, að heildar- stuðningur ríkisins við landbúnað væri á bilinu 12-17 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Það er ánægjulegt, að landbúnaðarráðu- neytið skuli nú loksins hafa komizt að sömu niðurstöðu og við hagfræð- ingarnir. Samkvæmt tölum ráðu- neytisins sjálfs nemur stuðningur ríkisins við landbúnað, þegar allt er talið, svipaðri fjárhæð og öll framlög ríkisins til menntamála samkvæmt fjárlögum. Þessi fjár- hæð er litlu lægri en heildarframlag ríkisins til heilbrigðismála á þessu ári. Stuðningur ríkisins við landbún- að nemur með öðrum orðum svip- aðri fjárhæð og allur tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja í landinu. Ágreiningi ráðuneytisins við okkur hagfræðingana í Háskólanum og annars staðar um það, hversu mik- ið núverandi landbúnaðarstefna kostar ríkið og þar með þjóðina, er lokið — með fullum sigri okkar. III Nú hlýtur það að vera næsta skref fyrir skynsama menn í stjórn- málaflokkunum að snúa bökum saman og létta þessari þungu byrði af herðum fólksins í landinu smám saman. Fyrsta skrefið ætti að vera að afnema útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir strax á næsta ári; það nær auðvitað engri átt að halda áfram að greiða útlendingum stórkostlegar fjárhæðir ár eftir ár fyrir að kaupa íslenzkar afurðir langt undir kostnaðarverði. Því næst ættum við að afnema innflutn- ingsbannið og taka upp tolla í stað- inn og lækka þá síðan í áföngum, þannig að þeir verði orðnir mjög lágir eða jafnvel horfnir eftir 10 ár. Innflutningsbann er fráleit tíma- skekkja í nútímaþjóðfélagi; engin nálæg þjóð bannar til dæmis inn- flutning á osti, eins og við gerum. Loks ættum við að gera áætlun um afnám niðurgreiðslna landbúnaðar- afurða smám saman á 5-7 árum, eins og til dæmis Svíar hafa nú áform um. Það mætti jafnvel hugsa sér að fara enn hægar í sakirnar. Lífið er langt. Með þessu móti er hægt að bæta hag heimilanna í landinu smám saman um 200.000 krónur að jafnaði — ekki í eitt skipti, heldur á hveiju ári til fram- búðar. Jafnframt þessu þyrfti áð gera ráðstafanir til að auðvelda bændum að semja sig að nýjum siðum og til að tryggja sómasam- legt jafnvægi í byggð landsins. IV Hér er í raun og veru um svo sjálfsagða hluti að ræða, að þeir ættu ekki að þurfa að vefjast fyrir skynsömu fólki. Alls staðar í lönd- unum í kringum okkur leita stjórn- völd nú leiða til þess að koma viti í úrelta landbúnaðarstefnu, sem er þó ekki nærri því eins þungur baggi á almenningi þar og hér. Þegar starfsbræður mínir í öðrum löndum, til dæmis á öðrum Norðurlöndum, bera fram góðfúslega gagnrýni á landbúnaðarstefnuna heima hjá sér, viðurkenna stjórnvöld það undan- bragðalaust, að þeir hafi á réttu að standa, og þakka þeim fyrir hjálpina. Þar er enginn verulegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka um þær breytingar, sem nauðsyn- legt er að gera á landbúnaðarstefn- unni, en þá eru bændaflokkar að vísu undanskildir. Hér heima geng- ur hins vegar ekki hnlfur á milli hagsmunasamtaka bænda og land- búnaðarráðuneytisins. Ráðuneytið hefur sent frá sér greinargerðir á bréfsefni Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins, eins og ekkert sé. Ráðuneytið hefur ráðið starfsmann Stéttarsambands bænda til að vinna að gerð búvörusamnings milli ríkis- ins og bænda. Og þegar hagfræð- ingar utan stjórnkerfisins hafa sagt almenningi sannleikann um það, hvað núverandi landbúnaðarstefna kostar þjóðina, hefur varla mátt á milli sjá, hvorir hafa fyllzt meiri vandlætingu, ráðuneytismennirnir eða erindrekar hagsmunasamtak- anna. Þessi tengsl ráðuneytisins og hagsmunasamtakanna virðast vera svo náin, þegar alls er gætt, að gt-unur hlýtur að leika á því, að ráðuneytið telji sig eiga að gæta hagsmuna bænda gagnvart al- menningi, en ekki öfugt. Þess vegna ber nauðsyn til þess, að óvilhöllum aðila, til dærnis umboðsmanni Al- þingis, verði falið að kanna þessi tengsl og afleiðingar þeirra til hlítar [ og gera tillögur um það, hvernig V rétt sé að búa um þessi samskipti ; í lögum og reglum í framtíðinni til ( að tryggja það, að hagur neytenda ( og skattgreiðenda sé ekki borinn {' fyrir borð. Þáttur stjórnmálaflokkanna og í forustumanna þeirra í þessu máli f er kapítuli út af fyrir sig. Þeir hafa I þverskallazt við að aflétta ríkis- í verndaðri einokun í landbúnaði, sem i á sér engan sinn líka í allri Vestur- > Evrópu. Þeir hafa þagað þunnu hljóði um upplýsingar óháðra hag- 5 fræðinga um kostnað almennings ■■ vegna þessarar einokunar. Þeir \ hljóta að hugsa sig tvisvar um nú, þegar sömu upplýsingar hafa borizt i úr sjálfu landbúnaðarráðuneytinu. Ef þeir halda áfram að taka þrönga skammtímahagsmuni bænda fram J, yfir almannahag til frambúðar, jj, hvort heldur af ráðnum hug eða í hugsunarleysi, þá eiga þeir það á ^ hættu, að fólkið í landinu rísi upp að lokum og hnekki veldi þeirra hér ' eins og í Austur-Evrópu. Höfundur erprófessor í hagfræöi við Háskóla lslands. Bók hans, Almannahagur, ernýkomin útá vegum Hins islenzka bókmenn tafélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.