Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 14
14______________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990_ Fangelsi - Maimréttindi eftir Sigurgeir Jónsson í Morgunblaðinu 29. sept. 1990 birtist frétt um það að umboðsmað- ur Alþingis hafi ákveðið að koma á framfæri við dómsmálaráðherra og Alþingi þeirri ábendingu að sam- ræma þurfi ákvæði íslenskra laga um agaviðurlög í fangelsum ákvæð- um Mannréttindasáttmála Evrópu. I fréttinni kemur fram að umboðs- maður telji að ákvörðun fangelsis- yfirvalda að láta fanga sæta ein- angrun samkvæmt fyrirmælum 26. gr. laga nr. 48/1988 um agaviður- lög samrýmist ekki ákvæðum 5. gr. Mannréttindasáttmáia Evrópu, að minnsta kosti ekki ef slík ákvörð- un lengir í raun refsitíma þann, sem ákveðinn hefur verið í dómi (leturbr. mín). Síðar í greininni er það haft eft- ir fangelsismálastjóra, að „fangels- ismálayfirvöld“ hafi vakið athygli dómsmálaráðherra á því laga- ákvæði sem umboðsmaður Alþingis víkur að í áliti sínu. Er síðan bent á grein Davíðs Þórs Björgvinssonar í Morgunblaðinu um sama efni. Jafnframt er það haft eftir fangels- ismálastjóra að nauðsynlegt sé, að umboðsmaður „láti kné fylgja kviði“! að því er virðist gagnvart Alþingi um að það fari eftir áliti hans um úrbætur. Út af þessari frétt í blaðinu og því sem haft er eftir fangelsismála- stjóra leyfi ég mér í aliri hógværð að minna á tvær blaðagreinar sem ég ritaði um þessi vafasömu laga- ákvæði, sem þá lágu fyrir Alþingi í frumvarpsformi, en sú fyrri birtist í Morgunblaðinu 29. október 1987 og hin síðari í sama blaði 16. apr. 1988. I fyrri greininni fjallaði ég aðal- lega um aðra breytingu á fyrri fang- elsislögum en þá sem fréttin í Morg- unblaðinu 29. sept: sl. fjallaði um, en greinin endaði svo: „En auk þess eru á frumvarpinu ýmsir aðrir gallar bæði að formi og efni, sem ég tel ekki ástæðu til þess að þreyta menn á að svo stöddu þar sem ég vænti þess eindregið að frumvarpið í sinni núverandi mynd verði lagt í skúffu. Fari hinsvegar svo, að frum- varpið verði aftur lagt fram á Al- þingi, mun ég reyna að gera alþjóð grein fyrir öðrum göllum þess frá mínum sjónarhóli. Það sem þar vegur þyngst eru ýmis ákvæði um réttarstöðu fanga gagnvart fangelsisyfirvöldum, sem ég tel ekki í samræmi við nútímavið- horf, svo skort á ákvæðum, sem tryggi rétt fanga til þess að geta leitað til dómstóla ef þeir telja á sér brotið. Aðalatriðið er þó það, að hafist verði handa um framkvæmdir í fangelsismálum, framkvæmdir sem geri kleifan þann aðskilnað fanga sem hindrað geti eftir því sem unnt er, að menn læri í fangelsinu verri ósiði en þá sem leiddu til fangavist- arinnar. Sá blettur sem fangelsis- málin eru á okkar velferðarríki verður ekki afmáður með nýjum fangelsislögum á 10-15 ára fresti, heldur aðeins með því að veita fé til þess að reisa viðeigandi stofnan- ir og til þess að launa nægilegan og hæfan starfskraft til þess að sinna nauðsynlegum aðskilnaði fanga og uppeldi þeirra sem ein- hver von er um.“ I síðari greininni fjallaði ég um ýmis atriði í frumvarpinu en kaflinn um það sem hin nýbirta Morgun- blaðsfrétt fjailaði aðallega um var svohljóðandi: „7) Um 25. og 26. gr. Þessar greinar veita fangelsis- yfirvöldum nánast ótakmarkaðan rétt til þess að einangra fanga, t.d. a) „vegna öryggis ríkisins“, b) .. .„vegna yfirvofandi hættu sem lífi eða heilbrigði hans er búin“, c) ....hætta er á að fangi valdi meiri- háttar eignaspjöllum ... svo og til að koma í veg fyrir strok“ og d) „Þá má einangra fanga til að koma í veg fyrir að hann hvetji aðra til að bijóta reglur fangelsis og hindra að fangi taki þátt í að útvega sér eða öðrum áfengi, önnur vímuefni eða lyf. Fanga má sömuleiðis að- greina frá öðrum til að afstýra því að hann beiti aðra fanga yfirgangi « Einangrun samkvæmt 26. gr. (agabrot) getur lengt refsitíma manns um þriðjung eftir ákvörðun fangelsisstjórnar og allt að helming ef fangelsismálastofnun samþykkir. Eg sé ekki í frumvarpinu neitt ákvæði sem geri fanga kleift að leita ásjár dómstóla ef honum finnst á sér brotið að þessu leyti. Maður sem dæmdur er til 6 mánaða fang- elsis getur þurft að afplána 9 mán- uði, þar af 3 í einangrun, ef hann hegðar sér illa í afplánun, eða ef fangavörðum finnst hann hegða sér illa. Einhvernveginn hljómar það illa í eyrum íslendinga, að yfir- völdin svipti menn frelsi í lengri tíma en einn sólarhring eða fram- lengi refsivist fólks, sem dómstólar hafa ákvarðað refsingu á. Það eru fleiri atriði, og þá líklega lítilvægari, sem ástæða gæti verið að fara orðum um, en ég læt hér Sigurgeir Jónsson „Tel ég framlagningu og samþykkt frum- varpsins um fangelsi og fangavist hafa verið aðgerð í þeim tilgangi að slá ryki í augu al- mennings.“ staðar numið í bili. Aðaiatriðið er það í mínum augum að þetta frum- varp er ónothæft. Það verður aðeins til trafala að hafa það sem gi-unn til að byggja á, þó að við samningu frumvarps til fangelsislaga ásamt breytingum á öðrum lögum, sem af því myndi leiða, mætti nota ein- stakar greinar óbreyttar eða lítið breyttar. Eg ætla ekki að skora á einn eða neinn í þessu sambandi en það er auðmjúk beiðni mín til alþingis- manna, að þetta mál verði lagt til hliðar þangað til ríkisvaldið hef- ur vilja til þess að veita miklum ijármunum í það að koma fangelsis- málum okkar í það horf sem hæfir þjóð sem vill teljast siðmenntuð undir lok tuttugustu aldarinnar. Ein lagasetningin enn, jafnvel þótt sæmileg væri, verður ekkert annað en Pílatusarþvottur, sem ekki þvær þann blett af þjóðfélagi okkar sem fangelsismálin eru.“ Frumvarpið fór síðan í gegn um báðar deildir Alþingis, samþykkt samhljóða í báðum deildum. Þá var nú ekki ágreiningurinn. Væntanlega hafa alþingismenn fengið lögfræðilegar upplýsingar sem þeir hafa talið svo góðar og öruggar, að ekki þyrfti að taka til- lit til auðmjúkrar beiðni minnar um að athuga málið betur áður en afgreitt yrði. Svo mikið er víst, að Vernd lagði blessun sína yfir frum- varpið.Þótti mér þá sá höggva er hlífa skyldi, enda gafst ég, er svo var komið, upp á því að reyna með skrifum eða á annan hátt að hafa áhrif á niðurstöðu. Að síðustu leyfi ég mér að halda því fram, að það megi furðu gegna að leita þurfi til Strassborgar til þess að fá hrundið úr íslenskri lög- gjöf ákvæðum á borð við 26. gr. fangelsislaga, svo víðs fjarri eru þau ákvæði skilningi almennings á réttu og röngu og því hver mörk verði ekki farið út fyrir í réttarríkinu. Höfundur erfv. hæstaréttardómari. Hættum ríkistryggðum einka- rekstri í heilbrigðiskerfinu eftirHörð Bergmann Við erum sífellt að fá fleiri sönnur á því hve slæmar afleiðingar það hefur að iáta ríkið borga reikningana frá einkareknum læknisstofum. Nú er að byrja siagur um það hvort ein- hveijar hömlur eiga að verða á ár- vissri aukningu útgjalda til þessa rekstrar eða ekki. Tvöhundruð sér- fræðingar hafa sagt upp samningn- um skv. frétt í Morgunblaðinu 29. september. Orsökin er óánægja með að þurfa að veita Tryggingastofnun afslátt _að því er segir í fréttinni. Högni Óskarsson, formaður Lækna- félags Reykjavíkur, gat sama dag í útvarpsfrétt um óánægju með mat á kostnaðarliðum. Óánægjan minnir á að mikið vill meira. Hún stafar ef af er gáð af því að skv. núgildandi samningi verða sérfræðingar með einkarekst- ur að gefa Tryggingastofnun 10% afslátt af reikningum sem fara yfir tæp 450 þúsund á mánuði. Og 30% af þeirri upphæð sem kann að fara yfir 560 þúsund. Þetta gildir um þá sem hafa reksturinn að aðalstarfi. Það er deiit með tveimur í þessa tölur hjá þeim sem hafa reksturinn að aukastarfi. Þeir geta haft allt að 225.000 kr. fyrir aukavinnuna sína án þess að til afsláttar komi. Upp- hæðin breytist í samræmi við verð á svokallaðri einingu. Þegar samið var um þennan af- slátt í árslok 1988 voru ábyrgir stjórnmálamenn orðnir hræddir við veldisvöxtinn sem var hlaupinn í útgjöld ríkissjóðs vegna læknisstarfa á einkastofum. Þau höfðu tvöfaldast að raungildi á fimm árum. Ekki var kunnugt um neinar sérstakar breyt- ingar á heilsufari þjóðarinnar á þeim tíma né heldur dró úr öðrum kostn- aði innan heilbrigðiskerfisins. Með afsláttarfyrirkomulaginu átti að reyna að gæta almannahagsmuna og stöðva þróun sem fyrirsjáanlegt var að endaði með ósköpum: Sífellt meira af því fé sem tiltækt yrði til heilbrigðisþjónustu mundi ef ekki yrði að gert fara í einkareknar sér- fræðingastofur og apótekara með einkaleyfi. Ekki mundi það bæta hag frumheilsugæslu og sjúkrahúsa sem enginn vill leggja niður eða draga úr vegna ofvaxtar í annarri þjónustu innan kerfisins. Afsláttarfyrirkomulagið virtist ætla að skila þeim árangri að koma jafnvægi á. Finnur Ingólfsson, að- stoðarmaður heilbrigisráðherra, upplýsti á málþingi um heilbrigðis- mál 15. sept. sl. að tekist hefði að hemja nokkuð útgjöld til sérfræð- ingaþjónustunnar 1989 og í ár. Fyr- ir lægi að reyna að hemja lyljakostn- aðinn. Menn höfðu því ástæðu til að ætla að skynsamleg skipting fjár- veitinga til heilbrigðiskerfisins væri framundan. Þörfin er augljós. Þjóð, sem verður að byggja afkomu sína á ofveiddum fiskistofnum og fimm lélegum þorskárgöngum þeirra á meðal, verður heldur betur að yfir- vega hvert fækkandi krónum er veitt. Og hafði að því, er virtist sætt sig við að stöðva kaup- og verðhækk- anir um skeið. Þangað til ljóst varð laugardaginn 29. sept. að svo var ekki. Fólk í flokki þeirra tekjuhæstu var ekki ánægt. Sérfræðingar í lækningum með einkarekstur vildu meira úr sameiginlegum sjóði lands- manna. Fáránleiki kerfisins Þetta hlýtur að kreijast róttæks endurmats á því hvort réttiætanlegt er að halda áfram að láta ríkið borga þessa þjónustu með þeim hætti sem verið hefur, þ.e. reikningana frá verktökum sem vinna læknisverk í ákvæðisvinnu skv. umsaminni gjald- skrá. Fáránleika kerfisins má draga saman þannig: 1) Það leiðir til oflækninga. Verk- takinn vill gera sem mest á sem skemmstum tíma og ákveður sjálfur hvað það er. Því fleiri endurkomur og aðgerðir því betra! 2) Kerfið leiðir til þess að verk- takinn reynir að hafa kostnaðarlið- ina sem hæsta. Gjaldskráin, sem samið hefur verið um við Trygginga- stofnun, er svo há sem raun ber vitni vegna þess að kostnaður telst 50%. Þetta nær engri átt. Sérfræðingarn- ir, sem senda mánaðarlega frá sér reikninga til Tryggingastofnunar uppá hálfa milljón eða svo hafa ekki 250.000.- kr. í mánaðarlegan kostn- að. Þeir sem leigja herbergi hjá apó- tekurum hafa t.d. afar lága húsa- leigu og almennt hefur leiga fyrir atvinnuhúsnæði lækkað. Og kostn- aðurinn getur ekki verið tvöfalt meiri en hjá þeim sem senda frá sér helmingi lægri reikninga. Húsaleiga er að líkindum sú sama og óveruleg- ur munur á símakostnaði og þeim hluta af launum afgreiðslustúlku sem hver og einn greiðir. Einka- rekstur sem leitast við að hafa kostn- aðarliði sem hæsta og gerir þá að samningsatriði við ríkið á ekki rétt á sér. .Ólafur Mixa, yfirlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar við Álftamýri, lýsti oflækningkerfinu með eftir- minniíegum hætti í grein í Morgun- blaðinu 8. febr. sl. „Og vill nú helst hver sérgreinalæknir verða sérstök stjórnstöð til að skutla sjúklingum uppí sfna prívat hringrás innanum víddir lækningageimsins.“ Matthías Halldórsson, settur aðstoðarland- læknir, tók á áumefndu málþingi dæmi af því hvað gerist þegar hags- munir verktakanna fá að ráða óheft- ir innan heilbrigðisþjónustu: Hál- skirtlar eru teknir fimm sinnum oft- ar úr börnum í Bandaríkjunum en í Noregi og leg er tekið -sjö sinnum oftar úr konum yfír sextugu í Banda- ríkjunum en þar. I úttekt, sem gerð var á heilbrigðiskerfinu og þróun þess á vegum framkvæmdanefndar um framtíðarkönnun segir: „í Bandaríkjunum er einkarekstur Hörður Bergmann „Frekari útgjöld ríkis- sjóðs vegna ofnotkunar á einkarekinni sér- fræðiþjónustu ber að stöðva sem fyrst.“ ríkjandi skipulag og hvergi er eytt meira til heilbrigðisþjónustu en þar. Oflækningar eru þar þekktar á mörgum sviðum." (Gróandi þjóðlíf, Rvík. 1986, bls. 145.) Réttlát kerfisbreyting Það ætti að vera þjóðinni fagnað- arefni að samningum sem byggja á umræddu fyrirkomulagi hefur verið sagt lausum. Það er engin ástæða til að endurnýja þá. Frekari útgjöld ríkissjóðs vegna ofnotkunar á einka- rekinni sérfræðiþjónustu ber að stöðva sem fyrst. Á heilsugæslu- stöðvum úti á landi endar innan við 2% af heimsóknum íbúa hinna dreifðu byggða með tilvísun til sér- fræðings. Á Reykjavíkursvæðinu mun hins vegar meirihluti þeirra sem sækja til læknis fara beint til sér- fræðings og þar eru þeir margfalt fleiri hlutfallslega en nokkurs staðar annarS í veröldinni. Borgarlæknir og heimilislæknar hafa gagnrýnt þessa þróun harðlega og um ástand- ið segir Guðjón Magnússon, þáver- andi aðstoðarlæknir, í viðtali við Tímann 20.1. 1989: „Það er mjög slæmt hvernig þessi þróun hefur orðið í heilsugæslunni í Reykjavík. Sérfræðingar hafa í raun stéttarfé- lög lækna á valdi sínu í krafti fjölda síns. Þeir eru að höfðatölu mun fleiri en heimilislæknar og stjórna lækna- samtökunum." En hvað um þá fáu sem þurfa í raun að fara til sérfræðings í byggð- arlagi sem hefur byggt upp lögboðna heilsugæslu? Hvernig á að tryggja að allir geti notið með viðeigandi hætti þeirrar heilbrigðisþjónustu sem ráð eru á hveiju sinni? Við þurf- um nýtt réttlátt kerfi sem ekki leið- ir til sóunar á almannafé. Margt vinnst með því að allir, sem sækja til sérfræðings, greiði reikn- inginn að fullu og sjái hver verðlagn- ingin er. Það eykur t.d. kostnaðarvit- und semfull þörf er á. Trygginga- stofnun gæti síðan endurgreitt reikningana eftir því sem tekjur við- komandi gefa tilefni til. T.d. alveg fyrir þá sem hafa tekjur undir skatt- leysismörkum og að nokkru fyrir þá sem hafa tekjur undir 100.000.- kr. Með slíku fyrirkomulagi mundu heimsóknir til sérfræðinga fljótlega falla í svipað horf á Reykjavíkur- svæðinu og annars staðar á landinu. Offramboð á sérfræðiþjónustu á fijálsum markaði mundi lækka taxt- ana til að laða að skjólstæðinga og sérgreinalæknarnir myndu leitast við að draga úr kostnaði en ekki blása hann út eins og gerist með ríkisgreiðslunum. Þegar upp er stað- ið getum við haft hér heilbrigðara og skilvirkara heilbrigðiskerfi en nú er rekið. Höfundur er kennari og rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.