Morgunblaðið - 09.10.1990, Page 23

Morgunblaðið - 09.10.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 23 Leiksögusafn Islands og gamalt rautt hús eftir Svein Emarsson Nýlega hvarf af sínum stað lítið rautt hús í Reykjavík. Þetta hús- hafði verið nágranni Alþingishússins í heila öld. Við steinhúsum er aldrei hróflað, þó að þau séu mörg bæjaró- prýði (þetta á þó ekki við okkar gullfallega Alþingishús), en timbur- hús eru sett á hjól og ekið burt, ef útbúa þarf bifreiðastæði, tilfinningu fyrir sögunni og verðmætum hennar virðast fáir hafa. Þetta litla hús hefur orðið mér tilefni hugleiðinga. í þessu húsi bjó nefnilega Indriði Einarsson leikskáld og í þessu húsi mun Leikfélag Reykjavíkur hafa verið stofnað. Þetta litla hús á sér því sögu, líkt og Iðnó, hús Borgarfjölskyldunnar við Laufásveg og reyndar nokkur fleiri; það hefur leikið ekki óverulegt hlutverk í menningarsögu okkar. Venjan er sú, þegar gömul timb- urhús eru fjarlægð úr miðbænum, að þau eru send upp í Árbæjarsafn. Þar getur reyndar vafist fyrir fólki, hvað við þau á að gera, einkum ef þau berast þangað ört og mörg. Mér datt satt að segja ekki í hug annað en húsið færi í Arbæ, svo tengt sem það er þeirri Reykjavík, sem hefur verið að mótast undanfarna öld, og menningarsögu höfuðborgarinnar, ekki síst fyrir aldamót. Þess vegna datt mér í hug, að þarna mætti leysa vanda, sem oft hefur verið bent á: hvar á að hýsa leiksögusafn íslands? íslensk leiklistarsaga er í svo ríkum mæli leiklistarsaga Reykjavíkur, að vel fer á, að eitt húsanna í Árbæjarsafni segi þá sögu, ekki síst, ef veggir þess húss hafa verið vitni að sumum þeim at- burðum, sem segja þarf frá, og sumt af því fólki, sem segja þarf frá, var þar heimagangar. Leiklistarsögusöfn eru víða um heim. Nýlega var t.d. opnað nýtt safn í Lundúnum, sem tók við af því gamla; það hefur öðlast miklar vinsældir. En hér þarf ekki stórborg- ir til; leiklistarsöfn eru t.d. í Kaup- mannahöfn (í gamja hirðleikhúsinu í Kristjánsborg), í Ósló, í Gautaborg (í Lorensbergleikhúsinu) og í Stokk- hólmi (í Drottninghólmsleikhúsinu). Leiksögusafn íslands þarf ekki mik- ið rými og hvorki leikhús né höll, en samastað, afdrep, svo að þar megi koma saman þeim áþreifanlegu gögnum sem við eigum um hina óáþreifanlegustu af öllum listgrein- Sveinn Einarsson um. Þetta er brýnt, því að hætta er á að gögn glatist, þegar enginn veit í hvaða hús er að venda, myndir, búningar, leikmunir, leikskrár, handrit, uppdrættir og líkön af leik- myndum, upptökur á hljóð- og myndböndum. Lítið rautt leiksögulegt hús hefði hentað. Nú er mér sagt, að húsið sé hins vegar í einkaeign og rísi að nýju í Gijótaþorpinu. Þar væsir að sjálfsögðu ekki um það, enda er þar að verða eitthvert skemmtilegasta hverfi bæjarins, eftir að menn tóku við sér að sinna gömlum húsum í stað þessað henda þeim á haugana. En eftir er óleystur vandi: Það þarf viðeigandi húsnæði fyrir leik- sögusafn Islands og það strax. Hér er starfandi félag leiksögufræðinga og efast ég ekki um, að félagar í því félagi myndu í sjálfboðavinnu sjá um uppsetningu safnsins, ef í lítið rautt hús væri að venda. Og nú vona ég að orð mín misskiljist ekki. Hér er ekki verið að ásælast hús, sem er í einkaeign. Hér er að- eins verið að vekja athygli á því að til eru sögurík hús, sem þurfa hlut- verk og þörf er á sögusafni, sem vantar húsnæði. Sú þörf er svo brýn að jafnvel eitt herbergi til að byija með, gæti gert gæfumuninn. Höfundur er dagskrárstjóri Ríkissjón varps. FÁIÐ GÓÐ RÁD - Fagleg ráðgjöf á virkum dögum frá kl. 2-6 Við blómarækt í heimahús- um er oft gott að leita ráða fagmanna. Lára Jónsdóttir garðyrkju- fræðingur er okkar maður í slíkum málum. Hún veitir fúslega allar upplýsingar og ráð varðandi blómarækt og garðyrkju. Við hvetjum fólk til að not- færa sér þessa þjónustu; með því að koma, -eða hringja. Lára er á staðnum á virkum dögum milli kl. 2 og 6. Síminn er 91-689070 Il'VJifíðll öruggan atvhmurekstur Atvinnurekstrartrygging SJÓVÁ-ALMENNRA hefur nú verið á markaði í 6 ár. Hvað eftir annað hefur þessi trygging ráðið úrslitum um það hvort fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegu tjóni, gátu haflð eðlilegan rekstur að nýju. Atvinnurekstrartryggingin er samsett trygging, á einu skírteini, sem sníða má að þörfum hvaða fyiirtækis sem er. Hún hefur nú verið aukin og endurbætt með nýjum tryggingum. Tryggðu Öruggan atvinnurekstur, hafðu samband og við sendum tryggingarráðgjafa á staðinn. SJQVÁOPALMENNAR Kringlunni 5, sími 91-692500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.