Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 Sölumiðstöðin opnar útibú í Japan í dag Forseti íslands viðstaddur opnunina Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna opnar í dag útibú í Japan, en fyrir- tækið var áður með umboðsskrifstofu þar í landi. Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands verður viðstödd opnunina í Japan, en hún er stödd þar í landi vegna viðamikillar íslandskynningar. Helgi Þórhallsson framkvæmda- stjóri SH í Japan sagði við Morgun- blaðið að aðstæður breyttust til hins betra með opnun útibúsins. Sölu- miðstöðin færðist með þessu nær markaðnum því útibúið gæti gert samninga beint við Japani, en það gat umboðsskrifstofan ekki. Þar af leiðandi ætti að vera hægt að ná fram hærra verði og bregðast hrað- ar við markaðssveiflum. Helstu fisktegundir, sem SH sel- ur til Japan, eru grálúða, loðna, karfi og síld, rækja, humar og ýmsar flatfisktegundir. Helgi sagði að ekki væru fynrsjáanlegar miklar breytingar í náinni framtíð á um- fangi viðskipta SH við Japani, en árlega væru seldar sjávarafurðir til Japan fyrir um 40 milljónir dala, eða um 2,3 milljarða króna. Tveir menn starfa hjá útibúi SH í Japan og er búist við að sá þriðji bætist við á næsta ári. Tillaga gerð um sölu á Hótelinu í Borgarnesi STJÓRN Hótels Borgarness hf. hefur gert samkomulag við Pét- ur Geirsson veitingamann í Hreðavatnsskála og Botnsskála um sölu á hótelinu. Tillaga um söluna verður lögð fyrir hlut- hafafund í Hótel Borgarnesi hf. næstkomandi mánudag, að sögn Óla Jóns Gunnarssonar stjórn- arformanns. Aðaleigendur hótelsins eru Ferðamálasjóður, Kaupfélag Borg- firðinga og Borgamesbær og eiga þeir samtals um 80-90% hlutafjár. Hótelið hefur átt í rekstrarerfið- leikum undanfarin ár, m.a. vegna viðbyggingar sem reist var við hótelið fyrir.nokkrum árum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vilja aðstoð við að eignast Reiðhöllina Börn úr unglingadeild hestamannafélagsins Fáks gengu í gær á fund Davíðs Oddssonar borgar- stjóra og afhentu honum bréf þar sem þau óska eftir aðstoð hans við að eignast Reiðhöllina. í bréfinu benda þau á að Reiðhöllin sé til mikils gagns í starfr unglingadeildar Fáks,. og slæmt yrði ef halda þyrfti öll námskeið úti. Á myndinni sést Ásta Kristín Briem afhenda Davíð Oddssyni bréfið, sem hann sagðist ætla að kynna fyrir borg- arráði. Kom suður með hálft annað hross LÖGREGLUMENN á eftirlits- ferð stöðvuðu bíl á leið til Reykjavíkur á Vesturlands- vegi við Korpúlfsstaði um klukkan hálfþrjú í fyrrinótt og fundu þar um borð hálfan annan skrokk af heimaslátr- uðu, óstimpluðu hrossakjöti. Ökumaðurinn sem var að koma frá Akureyri, kvaðst hafa tekið að sér að flytja kjötið frá bæ í Skagafirði til manns í Kópavogi. Lögregla lagði haid á kjötið og gerði heilbrigðisyfir- völdum viðvart um málið. Tilboð ríkisstjórnarinnar í GATT-viðræðunum: Magniniiflutningiir mun rýra innlenda framleiðslu - segir Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastj óri Stéttarsambandsins HÁKON Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, segir að ef leyfður verði innflutningur á unnum landbúnað- arvörum í einhverju magni muni það óhjákvæmilega rýra innlenda framleiðslu. Hann segir ýmislegt vera óljóst í tilboði ríkissljórnar- innar í GATT-viðræðunum um landbúnaðarmál, og það hafi ekki verið kynnt fyrir forystumönnum Stéttarsambandsins. „Við munum óska eftir nánari skýringum á ýmsu sem í þessu til- boði felst, en við höfum ekki verið með í ráðum um endanlega gerð þess, og fengum það fyrst í hendur eftir að það var lagt fram. Land- búnaðarráðherra kynnti okkur fyr- ir um það bil mánuði þær hug- myndir sem hann þá lagði fram í ríkisstjóminni, en það er lengra gengið í þessu tilboði sem nú hefur verið lagt fram, og þá sérstaklega hvað varðar rýmkaðar heimildir til innflutnings á unnum vörum. Hins vegar er það jákvætt að gert er ráð fyrir því að halda fast við heil- brigðiskröfur og að tekin verði breytileg jöfnunargjöld til að jafna verðmismun á erlendri og inn- lendri framleiðslu, þannig að sam- keppnin verði fyrst og fremst á gæðagrunni," sagði Hákon. Hann sagði að ekki kæmi nógu skýrt fram í tilboði ríkisstjómar- Verktakar telja þokkalegt útlit um atvinnu í vetur Ástand þó slæmt varðandi íbúðabyggingar ÞOKKALEGA horfir um verkefni hjá verktökum í vetur, þegar á heildina er litið, að sögn Gunnars Birgissonar formanns Verk- takasambands íslands. Ástandið er nokkuð mismunandi eftir greinum, hann segir slæmar horfur vera í íbúðabyggingum, eink- um á meðan húsbréfakerfið er ekki komið að fullu í gang varð- andi nýbyggingar. Ingvar Guðmundsson formaður Meistara- og verktakasambands byggingamanna tekur í sama streng, en hann telur að stærri byggingafyrirtæki hafi þó ærin verkefni framund- an. Gunnar Birgisson segir illa horfa í byggingariðnaðinum eins og stendur, einkum hjá þeim fyrir- tækjum sem byggja og selja íbúð- ir, þar sem lán til nýþygginga hafi varla fengist í heílt ár og húsbréfakerfi er ekki komið í gagnið. Gunnar segir að í öðrum grein- um verktaka sé ástandið svipað og allajafnan á þessum árstíma, nokkuð mismunandi eftir fyrir- tækjum, sujn hafi getað tryggt sér verkefni en önnur ekki. „Þeg- ar á heildina er litið eru horfur sæmilegar miðað við árstíma. Menn horfa svo auðvitað vongóðir til þess, að álversframkvæmdir hefjist,“ segir Gunnar Birgisson. Ingvar Guðmundsson segir at- vinnuástandið misjafnt eftir stærð fyrirtækjanna. Útlit sé fyrir að hin stærri byggingafyrirtæki hafí ærið nóg verkefni eins og málin standa í dag. „En, svo aftur á móti þegar um minni umsvif er að ræða er þetta óljósara, sérstak- lega hjá þeim sem eru að byggja og selja íbúðir á fijálsum markaði og eru með tiltölulega litlar ein- ingar. Þeir eru í svolítilli óvissu sem tengist meira úrvinnslu hús- bréfafyrirkomulagsins heldur en beinlínis ástandi markaðarins sjálfs. Það hefur ríkt óvissa í kringum þessi lánakerfi Hús- næðisstofnunar, bæði hið gamla sem er nú eiginlega alveg í andar- slitrunum, og svo húsbréfakerfis- ins. Það hefur skapað sölutregðu hjá mjög mörgum og við sjáum ekki alveg fram úr því máli enn- þá. Við sjáum ekki nákvæmlega hver viðbrögðin verða þegar hús- bréfakerfið tekur gildi fyrir ný- byggingarnar 15. nóvember," segir Ingvar Guðmundsson. innar hvað hugmyndir um rýmkað- ar innflutningsheimildir fælu í sér, 1 og um hvaða magn væri þar verið að ræða. „Einhver örfá prósent skipta kannski ekki meginmáli, en ef verið er að tala um meira þá er í raun og veru verið að tala um að rýra þá framleiðslu sem er í landinu. I heildina skiptir það meg- inmáli hvemig staðið verður að framkvæmdinni héma heima og með hvaða hugarfari þær tak- markanir og jöfnunargjöld sem þarna er gert ráð fyrir verða fram- kvæmdar. Það gerir okkur óneitan- lega tortryggna að þær heimildir til töku jöfnunargjalda, sem hafa verið í gildi allt frá 1972, hafa hingað til aðeins verið notaðar í einu tilviki. Það er varðandi inn- flutning á kökum, en heimilt hefði verið að nota jöfr.unargjöld til dæmis á pizzur og pastarétti en það hefur ekki verið gert. Það er því í höndum íslenskra stjómvalda á hveijum tíma hvernig þetta er notað,“ sagði Hákon. Egill Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins sagði í gær að til- boð ríkisstjórnarinnar þarfnist nánari skýringa við og nauðsynlegt sé að taka málið fyrir á Alþingi. Egill sagði að menn ættu sérstak- lega erfítt með að átta sig á þeim þætti sem lyti að væntanlegum innflutningsheimildum. Deila FFSÍ og LÍÚ: Sáttafmid- ur í dag RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað samningsaðila i kjaradeilu Farmanna- og fiskimannasam- bandsins og Landssambands íslenskra útvegsmanna til sátta- fundar klukkan 13.30 í dag. Formannafundi FFSÍ lauk á ísafirði á þriðjudag. Þar var fellt að bera tilboð útvegsmanna undir atkvæði í þeim 15 félögum sem eru innan sambandsins. Eftir fundinn er ljóst að félagar í FFSÍ halda þeirri kröfu til streitu, að þeir muni ekki sætta sig við að fá minna út úr sínum samningum en yfirmenn í Bylgjunni sömdu um á Vestfjörð- um. Boðað verkfall farmanna hefst á þriðjudag, semjist ekki fyrir þann tíma. Áfengi og annar smygl- varningur í Skógafossi UM 130 lítrar af vodka, 29 lengjur af sígarettum, 2 talstöðvar og einn radarvari fuhdust um borð í Skógafossi við leit tollvarða í gær. Skipið var að koma frá Bandaríkjunum og var varningurinn falinn í lest þess. Fjórir skipverjar áttu varninginn, en leit stóð enn yfir í skipinu í gærkvöldi. Um klukkan 6.30 í gærmorgun kom Skógafoss til Njarðvíkur. Þar fóru tveir tollverðir um borð í skip- ið og fóru með því til Reykjavíkur, þar sem fleiri tollverðir bættust í hópinn. Stærsti hluti varningsins var falinn bak við syllu í lest skips- ins. 111 lítrar af vodka voru í þriggja pela flöskum og einnig fundust 24 plastbrúsar með sar drykk og innihélt hver þeirra 1,‘ lítra. Alls fundust því um 130 lítr af vodka, auk sígarettulengnanr talstöðvanna og radarvarans. Fjó skipveijar áttu varninginn. Leit stóð enn yfir í Skógafoss gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.