Morgunblaðið - 15.11.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 15.11.1990, Síða 22
22 KONIAKSHRINGIR Ijúfir til hátíðabrigða eða á rólegum I síðkvöldum. 1 SKÍMNDIJ * . am m Y. il MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 h Nýtt tónverk eftir Guðmund Hafsteinsson: Tónverk í samþjöppuðu formi ljóðsins Jan Krenz, hljómsveitarstjóri á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands í síðustu viku. eftir Rafn Jónsson Á fyrri tónleikum bláu tónleika- raðarinnar í Háskólabíói laugar- daginn 17. nóvemberverður frum- flutt nýtt tónverk eftir Guðmund Hafsteinsson, Ljóðskap. Tónleik- arnir hefjast kl. 15.00. Auk þessa verks verða fluttir Fimm þættir op. 16 eftir Amold Schönberg og að lokum Bók fýrir hljómsveit eða Livre pour orchestre eftir Witold Lútóslavskí. Hljómsveitarstjóri verður Pólveijinn Jan Krenz. Það sem einkennir bláa tónleik- aröð er nútímatónlist eftir íslenska og erlenda höfunda. Segja má að bláa tónleikaröðin sé fyrir þá, sem leita eftir nýjum straumum í tón- listinni og hlusta með opnum huga á það sem er að gerast á sviði tónlistar í nútímanum, bæði hér heima og erlendis. Nýtt íslenskt verk Guðmundur Hafsteinsson tón- skáld, er doktor í tónsmíðum frá Juilliard-tónlistarháskólánum í New York. Hann hóf nám í píanó- Ieik 1970 og 1972 hóf hann nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lærði píanóleik hjá Halldóri Haraldssyni, hljómfræði hjá Jóni Ásgeirssyni og kontrapunkt hjá Þorkeli Sigurbjömssyni til ársins 1975. Haustið 1977 hélt hann til Bandaríkjanna og stundaði nám í Juilliard-skólanum haustið 1979. Hann lauk þaðan doktorsprófi eins og áður segir 1986. Jafnframt stundaði hann nám í hljómáveitar- stjóm hjá David Gilbert. Guð- mundur stundar nú kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og sinnir tónsmíðum í frístundum. Einu sinni áður hefur verk eftir Guðmund verið flutt hjá Sinfóníu- hljómsveitinni, það var konsert- kantata, sem hann skrifaði 1978. Ljóðskap tekur um 20 mínútur í flutningi og skiptist í 8 ólíka kafla. Guðmundur sagði í stuttu sam- tali að hver kafli væri með sínum sérkennum. — Tæknileg úrlausn var að hafa svona margar hugmyndir og margs konar efni og fella það saman í eina heild, sagði Guð- mundur. Ég var búsettur í Banda- ríkjunum, þegar ég skrifaði þetta verk og á þessum tíma var ísland mér mjög hugleikið. Kveikjan að verkinu var því_ íslensk nattúra, séð í huganum. Á sama tíma urðu fomir, íslenskir bragarhættir mér leiðarljós. Þetta er því verk með sköpulagi ljóðs, þar sem það ber keim af samþjöppuðu formi ljóðs- ins. Nafnið bendir til þessa, því skap merkir ekki einungis geð- Guðmundur Hafsteinsson, tón- skáld. slag, heldur einnig háttur eða hlutfall. Nafnið gæti því verið ljóðháttur eða ljóðahlutfall, sagði Guðmundur að lokum. Þrjú ólík verk Tónskáldið og hljómsveitarstjór- inn Jan Krenz er einn litríkasti tónlistarmaður Pólveija. Hann sagði um verk Guðmundar að það virtist við fyrstu sýn erfitt í flutn- ingi, en hann hlakkaði til að ta- kast á við það. Hann sagði einnig að þessi þijú verk á efnisskránni væru hvert öðru ólík og það yrði mikil reynsla fyrir stjórnandann og hljómsveitina að túlka þessa ólíku tónlist. Hann sagði að nú í haust hefði honum loksins gefist tækifæri til að koma hingað til íslands og stjóma Sinfóníuhljóm- sveitinni, en hann hefði langað til þess í mörg ár, eftir að hafa hlust- að á vin sin og kollega Bodan Wodiczko, sem var aðalstjómandi hljómsveitarinnar árin 1960-1970, tala um árin sín hér. Jan Krenz hóf hljómsveitar- stjórn tvítugur að aldri, 1946, og er einn leiðtoga Pólveija í tónlist- inni. Hann hefur verð aðalstjóm- andi nokkurra hljómsveita í Póll- andi og einnig dönsku útvarps- hljómsveitarinnar og Borgar- hljómsveitarinnar í Bonn í Þýska- landi. Hann hefur hlotið marg- háttaðar viðurkenningar fyrir störf sín. Síðustu árin hefur hann stjómað hljómsveitum víða um lönd auk þess að semja tónlist; sinfóníur, kammertónlist, sönglög og tónlist fyrir leikrit og kvik- myndir. Eins og áður segir verða tón- leikamir á laugardaginn og hefj- ast kl. 15.00. Miðasala er á skrif- stofu hljómsveitarinnar í Háskóla- bíói á skrifstofutíma og við inn- ganginn við upphaf tónleikanna. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Bókmenntakynning á ísafirði VEGLEG bókmenntakynning verður haldin í sal Menntaskólans á ísafirði laugardaginn 17. nóvember. Þar verður flutt erindi um sagna- gerð samtímans og kynnt fjögur ný íslensk verk; frumsamdar skáld- sögur, þýðingar og sagnfræðirit. Ástráður Eysteinsson, bók- menntafræðingur, mun flytja erindi sem hann nefnir Skáldsaganá ís- landi. Þar fjallar hann bæði um- frumsamin skáldverk og þýðingar. Ingibjörg Haraldsdóttir, þýð- andi og ljóðskáld, mun kynna fyrsta SÆTUNI8 SIMI691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20 !/á) etu/KSv&gfOKHegtÁ, í sanouttífuiw bindi þýðingar sinnar á Kar- amazov-bræðrunum eftir Dostojevski. Þorsteinn Antonsson, rithöf- undur, mun kynna bók sína Vax- andi vængir, en þar eru dregnar fram í dagsljósið ýmsar sögur sem legið hafa utangarðs í bókmenn- taumræðunni. Rúnar Helgi Vignisson les úr nýútkominni skáldsögu sinni, Nautnastuldi. Rúnar Helgi hefur áður sent frá sér skáldsöguna Ekk- ert slor. Fjórða og síðasta hefti Sögu Isa- fjarðar ér í þann mund að koma út og mun Hlynur Þór Magnús- son, ritstjóri, kynna það. Milli atriða mun Kristján Bjarna- son, gítarleikari, flytja nokkur lög á klassískan gítar. Boðið verður upp á veitingar í hléi. Gestum gefst einnig kostur á að fá bækur viðkomandi höfunda áritaðar í lok dagskrárinnar. Það er Menningarráð ísafjarðar sem stendur að kynningu þessari í sam- vinnu við Menntaskólann á ísafirði og Bókaverslun Jonasar Tómasson- ar. m SLEIPNER MOTOR A.S fl>oro* Það tilkynnist hér með að MERKÚR hf. hefur tekið að sér einkaumboð á íslandi fyrir SLEIPNER MOTOR A.S. í Noregi. Við getum nú með örskömmum fyrirvara útvegað af lager SLEIPNER í Noregi: Skrúfuása, stefnisrör, ástengi, bátaskrúfur, stýrisbúnað, rafknúnar bógskrúfur 12 eða 24 volt og vökvaknúnar bógskrúfur, 20,40 og 60 hö. Saia — Ráðgjöf—Þjónusta Ml 11 KÚ 1 H I Skútuvogi 12A • 104 Reykjavík • o 82530 t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.