Morgunblaðið - 15.11.1990, Side 27

Morgunblaðið - 15.11.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 27 Alþjóðleg' siglingakeppni fyrirhuguð næsta sumar: Siglt leið frönsku Íslandssj ómannanna FYRIRHUGAÐ er að halda alþjóðlega keppni í siglingu frá norður- strönd Frakklands til íslands og aftur til baka í ágúst eða september á næsta ári. Nýlega kom frönsk sendinefnd í tveggja daga heimsókn til Reykjavíkur til undirbúnings keppninni. Ætlunin er að sigla sömu leið og hundruð franskra fiskiskúta sigldu í áraraðir til þorskveiða til íslands. Franska sendinefndin átti fund með Hannesi Valdemarssyni hafn- arstjóra og starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Var ákveðið að keppnisskúturnar, sem verða um 15 talsins, 15-20 metra langar, fengju aðstöðu við Ingólfsgarð eða við Miðbakkann í Reykjavíkurhöfn, þannig að þær yrðu sem næst Mið- bænum. Sagði hafnarstjóri að þetta mundi geta lífgað verulega upp á hafnarstarfið og borgina í heild. Frönsku fulltrúunum leist vel á að falast eftir leigu á Hótel Borg í miðbænum fyrir mótstjórn, blaða- menn og hótelherbergi fyrir kepp- endur og fleiri, 70-100 manns. Er nú beðið eftir formlegu svari borg- aryfirvalda. Fyrri daginn áttu Frakkarnir fund með fulltrúum frá borginni, að viðstöddum fulltrúum fleiri aðila, sem þurfa að koma við sögu í skipu- lagi keppninnar, frá Siglingaklúbbi Reykj avíkur, Slysavarnafélaginu, Landhelgisgæslunni o. fl. og var málið kynnt. Þingmaðurinn og borgarstjórinn í bæ Islandsjómann- anna Gravelines, M. Albert Den- vers, leiddi sendinefndina. Áhugi fyrir keppninni hefur reynst talsverður. Um 15 alþjóðleg- ar keppnisskútur hafa lýst áhuga á þátttöku, en þær eru frá ýmsum löndum, m.a. Ástrálíu, Nýja Sjál- andi, Frakklandi, Bretlandi, og Bandaríkjunum. Þriggja til fimm manna áhöfn er á hverri skútu. Verður nokkurra daga sigling hvora leið og nokkurra daga viðdvöl í Reykjavík. Reiknað er með að lið fréttamanna fylgist med keppninni frá degi til dags. Þrenn verðlaun verða veitt, fyrstu verðlaun tvær milljónir króna. Bók um íslenskar fjömr BÓKAÚTGÁFAN Bjallan hef- ur gefið út bók með fróðleik um fjörur landsins og fjörulíf, gróð- ur, dýr og margvíslegar nyljar manna af fjörum fyrr og nú. Þessi bók nefnist íslenskar fjörur og er eftir Agnar Ingólfsson, prófessor. Bókin er prýdd 80 lit- myndum af fjörum og fjörulíf- verum. Er þetta önnur bók Bó- kaútgáfunnar Bjöllunnar í ritröð uin íslenska náttúru, en áður hefur komið út bókin „Islenskir steinar". í kynningu útgefanda segir m.a.: „Umræða um náttúruvernd hefur verið í brennidepli á undanförnum árum. Mönnum er ljósara nú en fyrr hve hart er sótt að íslenskri náttúru. í þessari bók er lögð áhersla á að kynna smádýr og þör- unga fjörunnar, og er henni ætlað að vera alþýðlegt fræðslurit. Mynd- irnar munu opna mörgun sýn inn í þann undraheim sem reynist við bæjardyr flestra landsmanna. Þá er þarna að finna þjóðlegan fróleik og hinduivitni fyrri tíma.“ Agnar Ingólfsson íslenskar fjörur er 96 blaðsíður í stóru broti. Útgefandi Bjallan hf og Prentsmiðjan Oddi annaðist hönnun, setningu, umbrot, filmu- vinnu, litgreiningu, prentun og bók- band. Jóladagatöl Lionsklúbbanna LIONSKLÚBBURINN Freyr í Reykjavík og Lionsklúbbar á flestum stöðum á landinu hafa nú selt jóladagatöl með sælgæti í tæp tuttugu ár. Flestir íslend- ingar 25 ára og yngri hafa notið þessara dagatala og talið með þeim dagana langa til jóla. Allur hagnaður af sölu jóladaga- talanna rennur til líknarmála og með því að kaupa þau er fólk að styrkja margvísleg mannúðarmál um leið og það gleður börnin. Sem dæmi má nefna að Lionsklúbburinn Freyr gat veitt fé af sölu síðasta árs til kaupa á talþjálfunartölvu fyrir Grensásdeild Borgarspítalans, björgunarbát fyrir Björgunarsveit- ina Albert, sjónvarpi fyrir barna- spítala Hringsins, heimilistækjum fyrir sambýli Styrktarfélags van- gefinna að Lækjarási og ýmsu fleira. Sala dagatalanna er að hefjast þessa dagana. Eins og undanfarin jól fylgir tannkremstúpa hverju dagatali svo og hvatning frá jóla- sveininum til barnanna um að muna eftir að bursta tennurnar. Það er von Lionsklúbbanna að jóladagatölin fái sömu góðu móttök- urnar eins og alltaf áður. (Fréttatilkynning) ■ ■ OPINN stjórnmálafundur um 500 daga áætlunina. Forystumenn í íslenskum stjórnmálum segja kost og löst á Þjóðlífsáætluninni um „leið íslands til markaðsbúskapar". Birt- ing boðar til opins stjórnmálafund- ar fimmtudaginn 15. nóvember í Ársal Hótels Sögu, og hefst hann kl. 20.30. Fimm forystumenn í íslenskum stjórnmálum ijalla um 500 daga áætlun tímaritsins Þjóðlífs um „leið íslands til mark- aðsbúskapar" og segjá álit sitt á henni, þau: Friðrik Sophusson, alþingismaður, Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Kristín Einars- dóttir, alþingismaður, Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra, og Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra. Að lokinni stuttri framsögu fimm- menninganna verða pallborðsum- ræður með tveimur af höfundum áætluninnar, þeim Guðmundi Ól- afssyni hagfræðingi og Jóhanni Antonssyni viðskiptafræðingi. Fundarstjóri verður Svanfríður Jónasdóttir. (Fréttatilkynning) SAUÐMEMLAUST ÞYKKILDI Ljóð og sögur eftir ívar Pál Jónsson og Gunnlaug Jónsson Ný bók: Sauðmeinlaust þykkildi TVEIR bræður, ívar Páll Jónsson og Gunnlaugur Jónsson, hafa sent frá sér bókina Sauðmein- laust þykkildi, en hún ber undir- titilinn: Ljóð og sögur. Bókin er 58 blaðsíður að stærð og fjölrituð í Offsetfjölritun hf. Á bókarkápu segir: „Höfundar þessa tímamótaverks í bókmennta- sögu Islendinga eru bræður 14 og 16 ára gamlir. Hefur bókin að greyma úrval úr verkum þeirra frá þremur síðustu árum. Þetta eru menn sem bera svo mikla um- hyggju fyrir andlegri velferð þjóðar sinnar, að þeir ,geta ekki hugsað sér að láta hana bíða með að njóta hæfileika sinna þar til þeir verði fullorðnir. Þar að áuki fylgir sá kostur ungum aldri þeirra, að þeir verða ekki ekki lögsóttir af þeim, sem finnst á sig hallað í bókinni, t.d. hvorki Ástgraði Sveinssyni né Geirþrúði á klósettinu." HAGKAUP Allt í jólabaksturinn Ljómasmjörlíki,5oogr 99 Jumbó heslihnetukjarnar, 100 gr... 49 Kjarna bökunarsmjörlíki, 500 gr 89 Royal lyftiduft, 200 gr 90 Finax hveiti,2kg 69 DS púðursykur, dökkUr, 500 gr 69 Skælskersultur, 750 gr 169 Hagvers döðlur, 500 gr 158 (jarðarberja, hindberja, sólberja) Vita bökunarpappír, iomtr 139 Konsumsuðusúkkulaði, ioogr 90 Kjarna bökunarsultur, 1,2 kg 269 Odense marsipan okonomi, 500 gr 239 (rabarbara, blönduð, sveskju) Mónusúkkulaðispænir, i5ogr 85 Vanillusykur 139 Valsa súkkulíki,4oogr 142 Negull 75 G.P.smjörpappír, minm 52 Tertubotnaforrn,23cm 119 Golden Sýróp (Tate and Lyle) 1 kg. 199 Jólakökuform, n-tii 159 Flóru kakó,4oogr 186 Jólakökuform, stór 169 Jumbó hakkaðar möndlur, ioogr... 79 Nýtt kortatímabil hefst í dag TILB0Ð VIKUNNAR: Kaupið góða vöru ódýrt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.