Morgunblaðið - 15.11.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990
43
Eitt atriða úr myndinni Ruglukollar.
Háskólabíó sýnir mynd-
ina „Ruglukollar“
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til
sýninga myndina „Ruglukollar“.
Með aðalhlutverkin fara þau
Dudley Moore, Daryl Hannah og
Paul Reiser. Leikstjóri er Tony
Bill.
Emory hefur það fyrir atvinnu
að semja auglýsingatexta og er
afar vansæll bæði í einkalífinu og
starfi. Hann er á eftir með öll sín
verkefni og er fresturinn til að
skila útrunninn. Dettur hann þá
ofan á það snjallræði að segja satt
í nokkrum auglýsingatextum sem
hann er að skrifa. Þegar hann sýn-
ir yfirboðurum sínum árangurinn
dettur mönnum ekkert skárra í hug
en að senda hann á geðveikrahæli
um stundarsakir meðan hann jafnar
sig og snýst sagan um togstreitu
hans að velja á milli vistmanna
hælisins og yfirboðara sinna sem
ólmir vilja fá hann aftur þegar í
Ijós kemur að textar hans slógu í
gegn.
Eitt atriða úr myndinni Fóstran sem Laugarásbíó hefur tekið til
sýninga.
Laugarásbíó sýnir
myndina „Fóstran“
LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til
sýningar myndina „Fóstran".
Með aðalhlutverkin fara Jenny
Seagrove, Dwier Brown og Car-
ey Lowell.
í sinni fyrstu hryllingsmynd síð-
an „The Exorcist" lýsir leikstjórinn
William Friedkin martröð ungra
foreldra þegar þeir ráða til sín
fóstru sem reynist vera allt önnur
en hún lítur út fyrir að vera.
í Lóninu Hótel Loftleiðum
Um næstu tvær helgar, dagana 9. og 10. og 16. og 17. nóvember,
verðum við með okkar vinsæla villibráðarhlaðborð í Lóninu á Hótel Loftleiðum.
Við stöndumst ekki freistinguna og birtum matseðilinn í allri sinni mynd:
Þar sem búast má við mikilli aðsókn borgar sig að panta borð strax í
síma 2 23 21. Verið velkomin.
HÖTEL LOFTLEIBIR
FORRÉTTUR:
Villibráðarseyói
Hreindýrapaté
Sjáva rréttapa té
Grafinn silungur
AÐALRÉTTUR:
Heilsteiktur hreindýravöóvi
Ofnsteikt villigæs
Pönnusteikt lundabringa
Smjörsteikt rjúpubringa
Ofnsteikt önd
Hreindýrapottréttur
EFTIRRÉTTIR:
Heit eplakaka
Ferskirávextir
Ostar
Veitum 20% staðgreiðsluafslátt
af ofangreindu verði á öllum borðstofustólum til jóla
OP/Ð LAUGARDAGA FRÁ KL 10—14
SUNNUDAGA FRÁ KL. 14—17
Borgartún 29, sími 20640