Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 24. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Loftárásir bandamanna valda æ meiri usla: Skriðdrekasveit eytt og kveikt í olíuhreinsistöð Leifar þriggja bíla sem brunnu í sprengjutilræði sem gert var gegn skrifstofu franska ræðis- mannsins í Izmir í Tyrklandi í gær. Skýrt var frá tveim spreng- ingum í viðbót, annarri við bandaríska menningarmiðstöð og hinni við vörugeymslu, einnig bandariska. Einn maður siasað- ist. Samtök vinstrisinnaðra öfga- manna hafa lýst verkunum, sem talin eru tengjast Persaflóastríð- inu, á hendur sér. Nikosiu, Dhahran, Riyadh, Brussel, London, Washington. Reuter, Daily Telegraph. HÖRÐUM loftárásum var haldið áfram á stöðvar íraka í gær. Skýrt var frá því að bandamenn hefðu ráðist á lest 24 skriðdreka, bryn- vagna og vörubíla í Kúveit á mánudagskvöld og eytt henni. „Þeir eru að brenna ... Ovarkárni kom Irökum í koll,“ sagði einn af liðsforingj- um bandamanna. Við árásina voru m.a. notaðar Harrier-þotur í eigu landgönguliða Bandaríkjaflota. Ráðist var m.a. á borgina Basra í gær, kveikt þar í olíuhreinsistöð og stöðvar SAM-loftvarnaflauga í Kúveit skaddaðar. Gerð var mikil árás á fjarskiptamiðstöðvar og sam- gönguleiðir í olíuborginni Kirkuk í norðurhluta Iraks. Flotaflugvélar af gerðinni Intruder munu einnig hafa eytt tveim skotpöllum fyrir kínversk-smíðaðar eldflaugar af tegundinni Silkiormur. Saudi-Arabar segjast hafa gert óvænta árás á skotpall fyrir Frog-flaugar Iraka í Kúveit og eyðilagt hann með vígvallareldflaugum. Þyrlur bandamanna gerðu sameiginlega árás á 17 íraska vélbyssubáta norðarlega á Persa- flóa í gærkvöldi og hröktu þá á brott. Reuter Georgía setur á stofn eig’in her Sljórri Rússlands mótmælir þátttöku hersins í löggæslu írakar sögðu að menn úr liði þeirra í Kúveit hefðu gert herhlaup í norðvesturhluta Saudi-Arabíu á mánudagskvöld og komist allt að 20 km inn í landið. Margir óvinaher- menn hefðu verið felldir og skemmd- ir unnar á herbúnaði. Fulltrúi Banda- ríkjahers sagði að tylft íraskra her- manna hefði setið fyrir nokkrum landamæravörðum og sært þtjá. Ír- askur liðsforingi hefði fallið í átök- unum, sennilega af slysni fyrir vopn- um eigin manna. Breskir talsmenn segja að loftvarnir úrvalssveita íraska Lýðveldisvarðarins, sem voru taldar gífurlega fullkomnar, hafi mjög látið á sjá eftir stanslausar loftárásir undanfarna sólarhringa er einnig hafa það markmið að gera hermennina önnagna af þreytu. Bresk og bandarísk yfirvöld mót- mæltu harkalega í.gær meðferð ír- aka á stríðsföngum en stjórnin í Bagdad segja að flugmaður úr liði bandamanna, sem var í haldi í borg- inni, hafi farist í loftárás banda- manna á mánudagskvöld. írakar koma föngunum fyrir á hernaðar- lega mikilvægum stöðum. Fastafloti Atlantshafsbandalags- ins (NATO) á Norður-Atlantshafi verður sendur til Miðjarðarhafs snemma í næsta mánuði og er þessi ráðstöfun sögð þáttur í viðbúnaði bandalagsins vegna Persaflóa- átakanna. Bandarískar flugvélar með bækistöðvar í NATO-ríkinu Tyrklandi héldu í gær áfram loft- árásum á írak. Utanríkisráðherra ítala, Gianni de Michelis, segist álíta að NATO hljóti að koma Tyrkjum til hjálpar geri íraski landherinn árás á þá, annað væri óhugsandi. De Michelis hvatti þó Tyrki til að svara ekki með gagnárás ef Irakar skytu Scud-flaugum á landið. Þjóðveijar hyggjást senda 600 manna lið úr flughernum og loftvarnaflaugar til styrktar vörnum Tyrkja. Fréttamaður spænska dagblaðs- ins E1 Mundo, Alfonso Rojo, er enn í írak. Yfirvöld hafa sýnt honum helga staði shíta-múslima í Najaf í Suður-írak er þau segja að hafi skemmst í loftárásum bandamanna. írösk stjórnvöld segja bandamenn hafa ráðist á íbúðarhverfi og hóta grimmilegum hefndum. Sjá ennfremur bls. 20-23. Moskvu. Reuter. ÞING Sovétlýðveldisins Georgíu samþykkti í gær að stofna eigin her til að taka við af sovéska hernum í landinu. Þingmenn í Georgíu tóku í gær undir með ráðamönnum í Eystrasaltsríkjun- um og sögðust ekki geta fallist á tilskipun varnarmála- og inn- anríkisráðuneyta Sovétríkjanna um að hermenn sinntu löggæslu í stærstu borgum Sovétríkjanna. Ríkisstjórn Rússlands með Borís Jeltsin forseta landsins í broddi fylkingar hefur einnig fordæmt tilskipunina og segir að hún brjóti gegn fullveldi Rússlands. Þing Georgíu samþykkti sam- hljóða ályktun þar sem ungir menn á herskyldualdri eru skyldaðir til að þjóna í „þjóðvarðliði" á millibils- skeiði uns lýðveldið hefur að fullu sagt skilið við Sovétríkin. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hefur hing- að til fordæmt svipaðar tillögur sem önnur lýðveldi Sovétríkjanna hafa viðrað. Blaðamenn í Tíflis, höfuð- borg Georgíu, sem Reuters-frétta- stofan ræddi við, segja að ekki sé minnst berum orðum á Sovétherinn í ályktuninni. Hins vegar megi af henni ráða að ætlast sé til að Georg- íumenn sem nú eru í Rauða hernum ljúki herskyldu sinni þar. Tilskipun Borís Púgó innanríkis- ráðherra og Dímítrís Jazovs varnaV- málaráðherra um aukið hlutverk hersins í löggæslu hefur vakið geysi- sterk viðbrögð meðal lýðræðissinna í Sovétríkjunum; Hermt er að ráð- herrarnir hafi tekið þessa ákvörðun 29. desember sl. en hún var ekki gjörð opinber fyrr en á föstudag í síðustu viku. Samkvæmt henni eiga þrír hermenn eða sjóliðar að aðstoða hvern lögreglumann í stærri borgum landsins á kvöldin, um helgar og á frídögum og þegar mótmælafundir eru í aðsigi. Markmiðið _er sagt að halda glæpum í skefjum. ívan Sjílov, aðstoðarinnanríkisráðherra Sov- étríkjanna, sagði á fréttamanna- fundi í gær að ekki stæði til að'skrið- drekar yrðu notaðir við þessa hertu löggæslu en hermenn kynnú að verða vopnaðir byssustingjum. Gorbatsjov hefur ekki tjáð sig opinberlega um téða tilskipun. En i gær kom hann á fót nefnd sem heyr- ir beint undir forsetann og á að sam- ræma baráttuna gegn efnahagsleg- um skemmdarverkum, hnupli, spill- ingu og árásum sem beinast gegn lífi manna, æru, heilsu og eignum. Formaður nefndarinnar er Júrí Go- lik, sem situr í Æðsta ráði Sovétríkj- anna. Jafnframt vakti það athygli í gær að Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, birti hat- ramma árás á Jeltsín þar sém hann er sakaður um að reyna að efna til borgarastyijaldar í Sovétríkjunum. Sovéskir hermenn í Litháen særðu í gær alvarlega tvítugan mann, Jon- as Tautkus að nafni, sem grunaður var um að neita að gegna herþjón- ustu i Rauða hernum. Herinn hefur fengið skipun um að leita unga Lit- háa uppi sem svo er ástatt um. Suður-Afríku- leiðtogar hvetja til friðar Nelson Mandela (t.v.), varaforseti Afríska þjóðarráðsins (ANC) í Suður-Afríku, og Mangosuthu Buthelezi, forystumaður Ink- atha-hreyfingarinnar, takast í hepdur. Blökkumannaleiðtogarnir ræddust við í borginni Durban í gær til að reyna að binda enda á blóðugar deilur fólks af xhosa- þjóðerni, er fylgir Mandela, og zúlumanna en Buthelezi er leið- togi þeirra. Þúsundir manna hafa fallið í átökunum síðustu árin. Hvöttu leiðtogamir liðsmenn sína til að leita friðar og samstöðu í baráttunni fyrir mannréttindum blökkufólks. Mandela hefur áður neitað að ræða við Buthelezi sem ýmsir úr röðum ANC álíta of hall- an undir sjónarmið ríkisstjórnar hvíta minnihlutans. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.