Morgunblaðið - 30.01.1991, Page 14

Morgunblaðið - 30.01.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 Dásamlegt að hafa heila hljómsveit á bak við sig Arinbjörn mun leika Píanókon- sert númer eitt eftir Franz Liszt á tónleikunum á fimmtudaginn. „Ég valdi verkið í samráði við kennarann minn. Mig langaði til að glíma við erfiðan konsert og þessi reynir á allar hliðar píanó- leikarans en þó sérstaklega á tækni enda hef ég lært mikið af því að æfa hann,“ segir Arinbjörn og brosir þegar hann er spurður að því hvort hann hlakki ekki til tónleikanna. „Mig hefur dreymt um að kom fram með stórri hljóm- sveit frá því ég var smástrákur og nú er sá draumur að rætast. Mér finnst dásamlegt að hafa heila hljómsveit á bak við mig. Allt virðist einhvern veginn auð- velt og skemmtilegt enda magn- ast maður sjálfur upp,“ segir Ar- inbjörn en hann hefur helgað sig tónlistinni í vetur. Síðastliðið haust lauk hann studentsprófi af tónlistarbraut frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð á aðeins þrem- ur árum. Losnaði ekki við bakteríuna Fjórði Tónlistarskólaneminn Sigurjón Halldórsson er frá Akur- eyri. Hann byijaði að læra á klari- nett 11 ára gamall og lærði í 10 ár í Tónlistarskólanum á Akur- eyri. „Þá flutti’ég til Reykjavíkur og var eiginlega hættur í tónlist," segir Siguijón. „Einhvern veginn losnaði ég samt aldrei við bakter- íuna og byrjaði aftur í Tónlistar- í AÐALSAL Háskólabíós er rökkur nema á sviðinu þar sem Sin- fóníuhljómsveit íslands æfir Fiðlukonsert eftir Sibelius ásamt Sigurbirni Bernharðssyni nemanda úr Tónlistarskóla Reykjavík- ur. Á fimmtudaginn munu hann og þrír aðrir nemendur skólans leika einleik með hljómsveitinni í Háskólabíói en tónleikarnir eru hluti af einleikaraprófi þeirra frá skólanum. Einleikaraprófinu ljúka fjórmenningarnir með einleikstónleikum næsta vor. Ekki er hægt að sjá á Sigurbirni að hann sé óstyrkur en nemarnir sem eru auk hans Sif Túliníus fiðluleikari, Arinbjörn Árnason píanóleikari og Siguijón Halldórs- son klarinettuleikari eru samt sammála um að það taki á taug- amar að standa frammi fyrir stórri hljómsveit í fyrsta sinni. Engu að síður eru þau ánægð yfir að fá þetta tækifæri til að koma fram með stórri hljómsveit. Eftir æfínguna er í ýmsu að snú- ast en tónlistarfólkið gefur sér þó tíma til að staldra við og rabba við blaðamann. Forréttindi að leika með hljómsveitinni Sigurbjörn segist hafa byijað að læra á hljóðfæri þegar hann var 6 ára. „Við bjuggum í Ameríku og ég lærði eftir Suzuki- aðferðinni," segir hann og bætir við að námið hafi ekki staðið yfir nema í um það bil háift ár. „Eftir að ég kom heim fór ég að læra hjá Gígju Jóhannsdóttur en á þeim tíma fór mikill tími í önnur áhugamál. Til dæmis var ég í blaki, körfubolta og fótbolta og það dreifði auðvitað athygl- inni. Fjórtán ára byijaði ég svo hjá-Guðnýju Guðmundsdóttur. Ég man alltaf eftir því að í fyrsta tímanum sagði hún mér að ég yrði að laga bogatæknina en í næsta tíma á eftir sagði hún að ekkert hefði breyst. Mér fannst þetta mjög leiðinlegt og smám saman fór ég að eyða meiri tíma í æfingar. Núna æfi ég nánast öllum stundum og í hveijum tíma læri ég eitthvað nýtt. Guðný er líka mjög góður kennari og lætur mann ekki komast upp með að gera vitleysur. Hún leggur líka mikla áherslu á tækni en henni er alltaf beitt í þágu tónlistarinn- ar,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að námið í Tónlistarskólan- Bæði spennandi og krefjandi verkefni -segir Bernharður Wilkinsson, sem sljórnar hljómsveitinni á tónleikunum Hljomsveitarstjóri a tonleikun- um er Bernharður Wilkinsson flautuleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Hann hefur ekki áður stjórnað Sinfóníuhljóm- sveitinni en hefur reynslu af því að stjórna minni hljómsveit- um. „Mér finnst þetta bæði spennandi og krefjandi verk- efni sem ég vona að ég standi undir," sagði Bernharður í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Hann sagði að gaman værí að starfa með nemendum Tónlistar- skólans en Bernharður hefur tölu- verða reynslu af því að starfa með ungu íslensku tónlistarfólki. Til dæmis hefur hann í nokkur ár verið leiðbeinandi hjá Sinfóníu- hljómsveit æskunnar. Hann benti á að tónlistarlíf á íslandi væri fjöi- breytt en sagði skammariegt að enn hefði ekki verið byggt tónlist- arhús. Bernharður Wilkinsson Tíu nemendur Tónlistarskóla Reykjavikur ljúka einleikaraprófi frá skólanum í vor, á sextugasta afmælisári skólans. Aftari röð frá vinstri: Elín Anna Isaksdóttir, píanó, Arinbjörn Árnason, píanó, Unnur Vilhelmsdóttir, píanó, Sigurjón Halldórsson, klarinett, Sigurbjörn Bernharðsson, fiðla. Fremri röð frá vinstri: Jón Ragnar Örnólfssont selló, Sif Túliníus, fiðla, Svanhvít Friðriksdóttir, horn, Aðalheiður Eggertsdóttir, píanó, Stefán Orn Arnarsson, selló. um muni án efa reynast honum góður undirbúningur undir fram- haldsnám. Hann getur ekki neitað því að það sé stressandi að leika með SÍnfóníuhljómsveitinni og tekur fram að hann æfi sig eins mikið og hann mögulega geti. „Ég er líka dálítið feiminn að leika fyrir þetta fólk sem ég hef spilað með nokkrum sinnum,“ segir hann. „Annars eru það auðvitað ótrúleg forréttindi að vera íslendingur og fá að leika með svona stórri hljóm- sveit.“ Hvað framtíðma varðar segist Sigurbjörn vera á förum til Bandaríkjanna þar sem hann mun leggja stund á framhaldsnám í fiðluleik. „Ég stefni svo að því að fá pláss hér heima en ég veit að það er erfitt því margir sækja um fáar stöður." Ofsalega gaman að spila með hljómsveitinni Sif Túliníus byijaði að læra á fiðlu hjá Gígju Jóhannsdóttur þeg- ar hún var 7 ára en stundar nú nám hjá Guðnýju Guðmundsdótt- ur. í haust er ferðinni heitið til Bandaríkjanna þar sem hún mun sækja tíma til hjóna sem heita Vamos og hafa kennt nokkrum öðrum íslenskum fiðluleikurum. Má þar nefna Sigrúnu Eðvalds- 'dóttur og Auði Hafsteinsdóttur. „Mér hefur líkað mjög vel hjá Guðnýju og í Tónlistarskólanum," segir Sif og bætir við að henni hafi fundist sérstaklega gaman að spila í hljómsveitum með öðru tónlistarfólki. Þó Sif sé aðeins tvítug hefur hún nokkrum sinnum leikið með Sinfóníuhljómsveitinni. „Ég hef komið inn sem aukamanneskja nokkrum sinnum. Til dæmis í haust þegar ég lék með hljóm- sveitinni á tónleikum í Finnlandi, meðai annars í Tampere. Þrátt fyrir það er taugaálagið töluvert fyrir tónleikana núna en mér finnst ofsalega gaman að fá að spila með hljómsveitinni enda er hún mjög góð,“ segir Sif. Hún segist ekki hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. „Ég ætla að halda áfram að læra og sjá til. Ég er ánægð meðan ég fæ að spila,“ segir hún og bætir við að sennilega muni líða 4-5 ár þangað til hún ljúki framhalds- námi. Langjþráður draumur að rætast Sex ára fékk Arinbjörn Árna- son fyrstu nótnabókina. „Pabbi gaf mér hana og hjálpaði mér svoiítið af stað,“ segir hann. „Tveimur árum seinna fór ég til Ragnars Björgvinssonar í Nýja tónlistarskólanum en nú er ég hjá Halldóri Haraldssyni í Tónlistar- skóla Reykjavíkur. Næsta haust fer ég líklega í framhaldsnám í Tónlistarakademíuna í Glasgow.“ skóla Reykjavíkur þar sem ég hef stundað nám hjá Sigurði Snorra- syni í ijögur ár. Að sögn Siguijóns hafði hann ekki um mörg verk að velja fyrir tónleikana. „ Því miður eru ekki til mörg bitastæð verk fyrir klarinett en ég valdi þetta vegna þess að það er nokkuð óvenjulegt og vinnur á við hlustun,“ segir Siguijón sem viðurkennir að fátt annað hafi komist að hjá honum síðustu tvo til þijá mánuði. Eftir einleikaraprófið segist Siguijón stefna á framhaldsnám. Hann langar að fara til Frakklands en enn er ekkert ákveðið í því sam- bandi. Hvað atvinnumöguleika að námi loknu varðar er Siguijón ekki mjög bjartsýnn. „Ég býst ekki við að pláss losni í Sinfóníu- hljómsveitinni næstu árin. Þar að auki veit ég um að minnsta kosti þijá klarinettuleikara sem eru í námi erlendis," segir Siguijón. „Ætli það verði ekki kennsla og lausamennska sem tekur við.“ Sigurjón segir hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa tekið afar vel á móti Tónlistar- skólanemendunum á fyrstu æf- ingunni í síðustu viku. „Þeir voru mjög jákvæðir enda er það siður tónlistarmanna að hrósa hver öðr- um. Þess vegna er líka nauðsyn- legt að fólk reyni að gera sér grein fyrir því sjálft hvar það stendur og hvernig því hefur tek- ist til,“ segir Siguijón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.