Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1991 19 Morgunblaðið/Emilía Jarðvlsindamenn kynntu samantekt um Heklugnsið á blaðamannafundi í gær. A myndinni eru Agúst Guðmundsson, Bryndís Brandsdóttir, Ragnar Stefánsson, Páll Einarsson, Haukur Jóhannesson, Oddur Sigurðsson og Níels Óskarsson. Heklugosið: Hraunið er 120 milljón rámmetr- ar og þekur 22 ferkílómetra GOSINU í Heklu svipar á margan hátt til siðustu tveggja gosa í fjall- inu. Hraunið þekur nú 22 ferkíló- metra og er um 120 milljón rúm- metrar. Það hefur einkennt siðari gos úr Heklu að þau hafa tekið sig upp aftur eftir nokkurt hlé. Jarðvísindamenn treysta sér þó ekki til að spá um hvort svo verði nú. Fyrstu skjálftar komu fram á mælum tæpri hálfri klukkustund áður en gosið hófst klukkan 17 fimmtudaginn 17. janúar. Talið er að kvikuþró sé á 7-8 kílómetra dýpi undir fjallinu og virðist svo sem kvik- an hafi brotist þaðan og til yfirborðs- ins á aðeins 28 mínútum. Þetta er svipað því og gerðist í tveimur síðustu gosum í Heklu. Ágúst Guðmundsson, jarðfræðing- ur á Norrænu eldfjallastöðinni, segir að því styttri tími sem líði á milli gosa þeim mun skemur standi það. Hann segir ennfremur að því skemur sem gos standi þeim mun minni hætta sé á tjóni af þess völdum. „Það má því eiginlega segja að það sé æskilegt að Hekla gjósi sem oft- ast,“ segir Ágúst. Hraunið úr Heklu er um helming- ur þess hrauns sem rann í Vest- mannaeyjagosinu. Gjóskan var mun meiri í síðustu tveimur gosum úr Heklu en núna og rúmmál gosefna er því nokkru minna nú. Samsetning Eftir 11 daga gos í Hekiu hefur hraunrennslið verið um 120 milij. rúmm. og þekur hraunið um 22 ferkm. Árið 1980 runnu um 150 millj. rúmm. og þakti hraunið um 24 ferkm. Eldvirknin hefur verið mest í Heklu austanverðri, en einnig hefur runniö töluvert hraun úr Öxl að Melfelli. Melfell m/KG og gerð hraunsins er þó hin sama og í síðustu gosum, það er ísúrt apal- hraun. Síðustu dagana hefur aðeins gosið í einum eða tveimur gígum á sprungu sem gengur í suðaustur frá toppi fjallsins, en í byijun gossins gaus víða í fjallinu. Síðustu daga hafa um sex rúmmetrar af hrauni runnið úr fjallinu á hverri sekúndu. Hafnarmál við Húnaflóa: Miklar mælingar eru gerðar við Heklu og telja jarðvísindamenn að þær muni gagnast síðar. Vísinda- mennina vantar tilfmnanlega ljós- myndir frá fyrstu klukkustundum gossins til að auðvelda þeim að tíma- setja nákvæmlega allt sem þarna gerðist. Samkvæmt mælingum sem gerðar voni við Heklu á laugardaginn bend- ir allt til þess að fjallið hafí sigið nokkuð í kjölfar kvikuflæðis úr þrónni undir því. Póstur og sími hækk- BÍLAVERKSTÆÐI! Vorumaðfá MÓTORLYFTUR ar gjald- skrána GJALDSKRÁ fyrir póst- og síma- þjónustu hækkar 1. febrúar. Síminn hækkar að meðaltali um 3,5% og póstburðargjöld einnig, nema burðargjald fyrir 20 g bréf innanlands, sem hækkar um eina krónu eða um 4%. Hækkun þessi var ákveðin með hliðsjón af forsendum fjárlaga og er nauðsynleg til þess að Póstur og sími geti staðið undir rekstri, fjár- festingum ársins og greiðslu 550 milljóna króna framlags í ríkissjóð, segir í frétt frá Pósti og síma. Þriggja mínútna símtal í flokki 3 t.d. milli Reykjavíkur og Egilsstaða mun kosta kr. 20,55 eftir hækkun miðað við dagtaxta en kostaði áður kr. 19,80. Á nóttunni og um helgar er gjaldið nú kr. 11,80 en var kr. 11,40. Mínútusímtal til Norðurland- anna, nema Finnlands, kostar nú 72 kr. á daginn en 50 kr. á nætur- taxta. Til Bretlands kostar mínútan 83,50 á daginn en 58,50 á nótt- unni. Símtal til Bandaríkjanna kost- ar nú 114 kr. mínútan að degi til en 79,50 ef hringt er á meðan næturtaxtinn gildir sem er frá kl. 23 til 7. Burðargjald fyrir 20 g bréf inn- anlands og til Norðurlanda verður 26 krónur og 31 króna til annarra landa Evrópu. Flugburðargjald til landa utan Evrópu verður 47 kr. á hagstæðu verði. Höfum einnig fyrirliggjandi: Rafstöðvar. Rafmagnstalíur. Steypuhrærivólar. Verkstæðiskrana. Loftþjöppur. Pallar hf. Dalvegi 16 - 200 Kópavogi. Símar 42322 - 641020 Þú svalar lestraiþörf dagsins ástóum Moggans! ' LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SfMI: 62 84 50 Sáttafundurinn með heima- mönnum mjög gagnlegur -segir Ragnar Arnalds alþingismaður SÁTTAFUNDUR samgönguráðherra með heimamönnum á Skaga- strönd og Blönduósi um helgina var mjög gagnlegur að sögn Ragnars Arnalds, þingmanns Alþyðuban vestra. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að kannað verði til hlítar hvort sam- starf geti tekist á milli Blönduóss og Skagastrandar um hafnarmál. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að viðfangsefnin eru fjöldamörg og því þarf ekki eingöngu að vera um samstarf í hafnarmálum að ræða, heldur einnig í mörgum öðrum mál- um. Það myndi væntanlega ýta á bættar samgöngur á milli staðanna, stuðla að samvinnu í skólamálum og ýmsum fleiri rnálurn," sagði Ragnar. Hann sagði að eftir að í ljós kom í fyrra að höfnin á Skagaströnd þarfnaðist mikilla endurbóta hefði verið augljóst að hún yrði að hafa forgang þar sem hún væri lífhöfnin fyrir Austur Húnavatnssýlsu. „Það lagsins í Norðurlandskjördæmi þarf að verja á annað hundrað millj- ónum króna í þessa framkvæmd. Það hefur auðvitað breytt öllum aðstæð- um í þessu máli því ij'ármunir til hafnarmála eru mjög takmarkaðar," sagði Ragnar. Hann sagðist eiga von á að sam- gönguráðherrra myndi leggja fram tillögu til lausnar málinu á næst- unni. Hann sagði að íbúum Blöndu- óss væri kunnugt um að hafnarfram- kvæmdir á Skagaströnd hefðu for- gang og viðurkenndu þörfina á þeim endurbótum. Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, og Magnúsar Jónssonar, sveitastjóri á Skagaströnd, voru sam- mála um að fundurinn hefði verið ágætur. Menntamálaráðherra Litháens sækir málþing SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra hefur boðið mennta- málaráðherra Litháens hr. Dar- ius Kuolys, að sitja þing ráðu- neytisins um Evrópu og íslenska menningu. Málþingið verður haldið 23. febrúar nk. Menntamálaráðherra átti við- ræður við formann utanríkismála- nefndar litháíska þingsins hr. Emanuelis Zingeris, þegar hann var staddur hér á landi í síðustu viku og var þá þessi ákvörðun tekin. Leiðréttingar á vaxtabótum vegna skattframtals 1990 Alþingi hefur samþykkt lög sem heimila einstakl- ingum aö sækja um leiðréttingu á stofni til útreikn- ings vaxtabóta í skattframtali 1990 vegna lána á árinu 1989 þegar um er að ræða: •Uppsafnaðar verðbætur af lánum sem fylgdu íbúð við sölu. •Greiddar, uppsafnaðar og áfallnar verðbætur á lán umfram ákvæði skuldabréfa vegna lána til kaupa eða byggingar á eigin húsnæði. Sækja þarf um leiðréttingu til skattstjóra og fást umsóknareyðublöðin þar. Umsókn verður að berast skattstjóra eigi síðar en með skattframtali 1991. 'rsk' RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.