Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 „lánnrótoirTg'órig?jpu Laebjrm'ig borga. -Fyrir Ermasundscjöngin,. " Ast er... VC? 1-16 .. .að sýna listir sínar. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Ég hef þó skapað atvinnu- möguleika í þjóðfélaginu. Ég væri hér ekki. Ég er hér vegna þess ... Með morgunkafftnu Ertu slæm í bakinu? Þú ferð í apótekið eftir verkjapillum, á eftir. MENNTAHROKI Ágæti Velvakandi. Auk hefðbundinnar rangnýtingar styrjaldar gegn iífríkjum jarðar, er það aðal Evrópumenningar að hafa rangt við í sérhveijum starfa eða leik, þar sem því verður við komið. Þess vegna þarf svo umfangsmikil eftirlitskerfi og dómgæslu á öllum sviðum, og dugir ekki til. Til Velvakanda. Þeir, sem hafa viljað gera sér dagamun í mat á þorranum og kaupa sér súrmeti að gömlum og góðum sið, hafa orðið að bíta á jaxl- inn, því verðlagning á þessari vöru er með þeim hætti að ekki verður orða bundist. Ég rölti inn í verzlunina Austur- stræti 17 sem er gjaldþrota og rek- in af þrotabúinu og verðið á hrúts- pungunum er þar á 1.289 krónur kílóið. Verð á svokölluðum eistna- vefjum er 998 krónur og súrri lifrar- pylsu 953 krónur. Til samanburðar má geta þess að í sömu verzlun er vérð á lambahrygg 667 krónur kíló- Einn lögreglumaður nægði til að halda regiu í þúsund manna Súa- þorpi, gátu þó Súar skemmt sér ótæpilega, því þeir voru gleðimenn miklir á meðan að þjóð þeirra var fijáls. Embættistíð viðkomandi lög- reglustjóra var einn sólarhringur. Að honum liðnum tók jafnan þessi eini lögregluþjónn sér lausn frá ið og verð á súpukjöti 498 krónur. Ofangreint verð er líklega eitt það hæsta í bænum en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðið á þessari vöru er komið úr böndunum. Auðséð ér að kaupmenn nota sér þorrann til að bæta sér lélega álagn- ingu í smásölunni og moka inn aurum á kjöti sem þess á milli selst afar illa eins og t.d. slögin. Þegar slögunum hefír verið rúllað upp og þau súrsuð kallast þau lundabaggar og eru þá seld á 764 kr. í ofan- greindri verzlun. Hver er skýringin á þessari óhóf- legu álagningu? Arnór Ragnarsson embætti og skilaði því til hins næsta. Á veggnum fyrir framan mig hangir fallegt viðurkenningarskjal frá Hvaleyri hf., dagsett 12.janúar 1990, og undirritað af sex mönnum starfsfræðslunefndar fiskiðnaðar- ins, og veitir mér „menntunar“-titil- inn sérhæfður fiskvinnslumaður, í þessari undirstöðugrein gjaldeyris- öflunar þjóðarbúsins. Mér hlotnuðust fjöiutíu fræðslu- klukkustundir á námskeiði í tíu greinum, í fyrirlestrarformi (svona líkt og í Háskólanum). Fyrirlestr- arnir voru mjög fróðlegir, en hefð- bundin aulapróf menntuðustu fyrir- lesaranna, sem eiga að sýna yfir- burði menntaðra yfir ómenntaða, voru hvimleið. Samviskusamt fisk- vinnslufólk sem vant er að gjöra það sem því er sagt, var þá haft að háði og spotti. Það voru þó ekki nema þeir „menntuðustu“ af fyrir- lesurunum sem buðu nemendum sínum upp á slíkt í byijun. Ath.: Framkoma „eldri“ nemenda við nýliða í flestum framhaldsskólum landsins er til háborinnar skammar á fyrsta degi haustannar. En fyrirlestrarnir íjörutíu eru ekki nema þriðjungur þeirrar menntunar, sem skráður er undan- fari útgáfu áðurtalins skrautskjals til starfsréttinda í fiski. Eftir eru áttatíu tímar í verklegum greinum á vinnustað í flestum atriðum fisk- vinnslu, og eru skráð fyrirmæli um að námstíma þessa skuli færa til bókar. Reyndar hafa verið hönnuð og prentuð sérstök eyðublöð fyrir þá. Ég kvartaði til réttra aðila, og lét fylgja skriflegum athugasemd- um þau gögn sem staðfestu mál mitt. Því aðeins reyndist unnt að falsa skrautskjal til starfsréttinda að tveimur þriðju hlutum, að vinnuveit- andi og verkalýðsfélag lögðust á eitt. Afskiptaleysi starfsfólks er sætti sig við gerviréttindi fyrir kaupauka smáan hjálpaði einnig upp á. Yfirleitt er mér létt um mál og stama eigi, nema ég sé að biðja mér konu, vandræðalegur get ég þó átt eftir að verða í framtíðinni, að ganga milli verkstjóra hinna ýms'u fiskvinnsiustöðva í atvinnuleit með glerplötuþakið skrautskjal í annam hendinni, og tjá þeim jafn- framt að á flestum störfum viðkom- andi vinnustaðar hafi ég aldrei snert. Bjarni Valdimarsson Dýr mundi Hafliði allur: Kílóið af hrútspung- um á 1.289 krónur HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar Fyrir nokkru hringdi áhugamað- ur um íslenskt mál í Víkveija og spurði hann eftir hvaða reglum væri farið á Morgunblaðinu við umritun á landaheitum. Vísaði hann til þess að í blaðinu er oft ritað Tæland en ekki Thailand, eins og á ensku, Tævan en ekki Taiwan, Kúveit en ekki Kuwait og svo fram- vegis. Víkveiji svaraði á þann veg, að þessi nýbreytni hefði verið tekin upp, þar sem menn hefðu talið eðli- legt að laga ritháttinn að íslenskum framburði og hætta að nota enska umritun á þessum landanöfnum. Þarna gætti einnig áhrifa frá átaki íslenskrar málnefndar, sem á sínum tíma beitti sér fyrir því að settar voru umritunarreglur úr rússnesku en í fréttum hefur Morgunblaðið leitast við að fylgja þeim reglum síðan. Var mun auðveldara fyrir blaðamenn að tileinka sér umritun- arreglurnar en menn ætluðu upp- haflega. XXX ftir að Víkveiji og viðmælandi hans höfðu rætt þetta kom að spurningu um það, hvort í Morg- unblaðinu væri breytt stafsetningu á heiti landa eins og Uruguay í Úrúgvæ og Nicaragua í Níkaragva. Víkveiji sagði, að það væri ekki gert. Taldi viðmælandinn það rétt, því að þá væri unnt að fóta sig á þeirri reglu, að menn íslenskuðu landaheiti, ef um væri að ræða umritun úr öðru stafrófi en hinu latneska. Fallist menn á þessa reglu hnekk- ir hún því, sem Árni Böðvarsson segir í hinni ágætu bók sinni Mál- far í fjölmiðlum en þar stendur meðal annars: „Þar er gott að styðj- ast við þá reglu að virða sjálfstæð ríki svo mikils að stafsetja nöfn þeirra eftir íslenskum framburði (og beygja þau í samræmi við það), svo sem Úrúgvæ, Malasía." Víkveiji hallast að fyrri reglunni. í henni felst einnig að menn halda sig almennt við upprunalegan rit- hátt ef um latneskt stafróf er að ræða; skrifa til dæmis Sky en ekki Skæ, þegar sagt er frá sjónvarps- stöðinni bresku sem nú er orðin gestur á hveiju íslensku heimili. Borgin Vilnius, höfuðborg Lithá- ens, hefur verið mikið í frétt um. Margir hafa efalaust tekið eft- ir því, að í sumum fjölmiðlum er borgin kölluð Vilna. Þetta er rúss- nesk útgáfa á heiti borgarinnar að því er sérfræðingar segja Víkveija, og telja þeir réttilega ekki fara vel á því áð nota hana nú þegar rætt er um hetjulega sjálfstæðisbaráttu Litháa. Sumir standa í þeirri trú að Vilna sé fornt norrænt heiti á þessari borg í Lithaugalandi. Þeir sem Víkveiji leitaði til vegna málsins sögðu honum, að í fornum íslensk- um ritum hefðu þeir hvorki séð minnst á Vilnu né Vilnius. Mælir Víkverji eindregið með því að menn noti Viinius en ekki Vilna. Þá finnst honum ástæða til að íhuga hvort beygja eigi nafn höfuðborgar Lett- lands, Riga. Var ekki alltaf sagt í skipafréttum á árum áður, að skip- ið væri á leið til Riga , í Riga eða á leið frá Riga?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.