Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 20
20 MORGÚNBLAÐIÐ MlÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 H Frakkland: Deila um stríðið leiðir til afsagn- ar Chevenements París. Reuter. JEAN-PIERRE Chevenement sagði í gær af sér embætti varnarmála- ráðherra Frakklands vegna ágreinings við Francois Mitterrand for- seta um þátttöku Frakka í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Pierre Joxe, sem hefur verið innanríkisráðherra í frönsku sljórninni, tekur við embættinu en hann hefur verið dyggur stuðningsmaður Mitterr- ands og einn af atkvæðamestu þingmönnum Sósíalistaflokksins. Aðstoðar- menn Cheve- nements sögðu að hann hefði sagt af sér vegna þess að hann væri andvígur hörð- um loftárásum fjölþjóðahers- ins við Persa- flóa á írak, sem hann teldi ekki í sam- ræmi við sam- þykktir Sam- einuðu þjóð- anna þótt þær hefðu heimilað valdbeitingu Joxe er 57 ára og hefur fylgt Mitterrand að málum í einu og öllu frá því hann hóf afskipti af stjórnmálum. Hann er þekktur fyrir mikið skap og andstæðingar hans innan Sósíalistaflokksins kalla hann „erkiklerkinn“. Hann var iðnaðarmálaráðherra í stjórn Pierre Mauroy árið 1981 en sagði af sér eftir aðeins einn mánuð vegna ósættis við forsætisráðher- rann fyrrverandi. Aðstoð þýskra fyrirtækja við Iraka: „Eldflaugar má nota í friðsamlegum tilgangi Der Spiegel segir íraka ekki geta sett efnavopnahleðslur í Scud-eldflaugarnar UNDANFARNA daga hafa fjölmiðlar á Vesturlöndum mikið fjall- að um það hveijir hafi aðstoðað íraka við að þróa Scud-B-flaugarn- ar. Það er ekki hægt að slá því nákvæmlega föstu hver hlutur Frakka, ítala, Breta og Brasilíumanna var en víst er að mikilvæg- ust var aðstoð Þjóðveija. Talið er að nokkur hundruð vestur-þýsk fyrirtæki og einstaklingar hafi átt viðskipti við Iraka með lögleg- um eða ólöglegum hætti. Virðist svo sem fá svið hergagnaiðnaðar . hafi þar orðið útundan. Opinber ranrisókn er hafin á viðskiptum tólf fyrirtækja. En samkvæmt nýjustu upplýsingum þýska vikurits- ins Der Spiegel áttu Austur-Þjóðveijar einnig þátt í að endurbæta sovét-ættaðar Scud-flaugar Iraka. Teikningar af Scud-B-eldflaug- irini hafa fundist í austurhluta Þýskalands sem áður hét Þýska alþýðulýðveldið. Sérfræðingar þýsku leyniþjónustunnar telja að árum saman hafi Austur-Þjóðveij- ar endurbætt sovéskar Scud- flaugar samkvæmt þessum teikn- ingum fyrir íraka. Ef það er rétt þá ræður Saddam Hussein íraks- forseti yfir mun fleiri Scud-eld- flaugum en bandamenn hafa hing- að til gert ráð fyrir. En vestur-þýskir aðilar létu heldur ekki sitt eftir liggja. Sam- kvæmt leynilegri skýrslu vestur- þýska viðskiptaráðuneytisins frá því í ágúst voru það einkum meðal- stór þýsk fyrirtæki sem aðstoðuðu íraka við að éndurbæta Scud- flaugarnar þannig að þær drægju til ísraels. Talið er að írakar hafi fengið 1.000 Scud-flaugar frá Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þær flaugar draga einungis 300 km og eru mjög ónákvæmar. En írökum hefur tekist að breyta flaugunum þannig að nú er hægt að skjóta þeim 600-900 km með þónokkurri nákvæmni. Sú gerð sem dregur 600 km nefnist „E1 Hussein" en hin nýrri og lang- drægari „E1 Abbas“. Leiðbeiningar á rússnesku Sum vestur-þýsku fyrirtækj- anna stóðu í viðskiptum við Iraka allt fram á síðastliðið haust svo vitað sé. Klaus Weihe er grunaður um að hafa látið Jórdönum í té rör og vélarhluti sem þeir sendu áfram til íraka. Þekkt fyrirtæki í gerð siglingatækja, C. Plath KG í Hamborg, er grunað um að hafa síðan í september 1988 unnið að eldflaugasmíði íraka. Þar á meðal á fyrirtækið að hafa selt írökum „gyrokompása" í Scud-flaugarnar sem leiðrétta sjálfir kompás- skekkjuna. Áttavitarnir voru seldir undir því yfirskini að með þeim ætti að leita að olíu. Það vakti þó athygli þeirra sem unnu að smíði áttavitanna og olli þeim nokkrum pirringi að teikningunum sem smíðað var eftir fylgdu leiðbein- ingar á rússnesku. Þekktasta fyrirtækið sem kært hefur verið er Thyssen Industrie. Fyrirtækið er grunað um að hafa selt írökum 300 nauðsynlega hluti í eldflaugarhreyfla „E1 Hussein“- flaugarinnar. Ein skýring á því að írakar leit- uðu mikið til Þjóðveija er sögð sú að yfirmaður eldflaugasmíði og eiturgassframleiðslu þeirra, Amer el-Saadi, aðstoðariðnaðarráð- herra, var við nám í Vestur-Þýska- landi á sjöunda áratugnum, talar reiprennandi þýsku og er kvæntur þýskri konu. Haft er fyrir satt að hann hafi séð til þess að rússnesku leiðbeiningarnar sem fylgdu Scud- flaugunum yrðu þýddar yfir á þýsku. En það voru einkum norð- ur-kóreskir og austur-þýskir sér- fræðingar sem unnu að því að endurbæta Scud-flaugarnar í A1 Fallujah, vestur af Bagdad. Háðir Þjóðveijum En þá fyrst er landhernaðurinn Jórdanía og Sýrland: Pierre Joxe til að koma írökum frá Kúveit. „Hætt er við því að stríðið færi okkur daglega fjær þeim mark- miðum sem sett voru í samþykkt- um Sameinuðu þjóðanna,“ sagði í afsagnarbréfi ráðherrans fyrrver- andi. Þeir sem sigra og tapa í styrjöldinni Chevenement, sem er 51 árs að aldri, kvaðst hafa gert Mitter- rand forseta grein fyrir skoðunum sínum í by^'un desember, skömmu eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilaði valdbeitingu. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu að afsögnin væri áfall fyrir Mitterrand, en stefna forsetans í stríðinu hefur notið stuðnings mik- ils meirihluta frönsku þjóðarinnar. Franska stjórnin hefur sent meira en 10.000 hermenn og skriðdreka til Saudi-Arabíu. Hún reyndi að finna friðsamlega lausn á Kúveitmálinu skömmu áður en stríðið hófst og sætti fyrir það gagnrýni franskra íhaldsmanna og vestrænna ríkisstjóma, sem sögðu þessar tilraunir veikja sam- stöðu þeirra ríkja sem sameinast hafa gegn Saddam Hussein. Frönsku herþotumar gerðu í fyrstu aðeins árásir á skotmörk í Kúveit, en Mitterrand heimilaði hins vegar í siðustu viku árásar- ferðir til íraks. Lundúnum. The Daily Telegraph. HUSSEIN-Jórdaníukonungur er kominn langt með að bijóta allar brýr að baki sér. Hann hefur reynt að kaupa sér frið hjá Saddam Hussein íraksforseta og sefa um tvær milljónir Palestínumanna í landi sínu og vafi leikur á að Vesturlönd taki honum opnum örmum þegar Irakar hafa tapað stríðinu. Hins vegar gæti Hafez Assad, forseti Sýr- lands, staðið uppi sem einn af signrvegurum stríðsins. Stríðið fyrir botni Persaflóa hefur beint athyglinni að Jórdaníu og Sýrl- andi, sem eiga bæði landamæri að írak og ísrael og gætu lent á milli steins og sleggju í átökum á milli þeirra. Munurinn á þessum löndum er sá að Sýrlendingar eiga allt að vinna en Jórdanir öllu að tapa. Hafna heilögu bandalagi við Saddam Sýrlendingar slá tvær flugur í einu höggi Ólíklegt er að fjölþjóðaherinn fari af svæðinu fyrr en tryggt verður að friður komist á í Miðausturlöndum. Sýrlensk stjórnvöld verða aðeins að gæta þess að glata ekki trúverðug- leika sínum í arabaheiminum, þar andúðin á Vesturlöndum og Hussein Jórdaníukonungur. Hafez Assad, forseti Sýrlands. sem Stríðið var himnasending fyrir Hafez Assad þótt hann verði síðast- ur til að viðurkenna það. Tengsl hans við hryðjuverkasamtök höfðu gert hann að úrhraki í augum Vest- urlandabúa á sama tíma og Sovét- menn gátu og vildu ekki lengur dæla í hann vopnum og peningum til að bæta slæman efnahag lands- Max Gallo, stuðningsmaður Chevenements og fyrrum talsmað- ur stjórnarinnar, sagði afsögnina stórmerkilega. Hún sýndi að bandamenn hefðu ekki enn gert það upp við sig að fullu hversu langt þeir ættu að ganga í stríðinu og hvers konar valdbeitingu Sam- einuðu þjóðirnar hefðu heimilað. „Stefnum við enn að því sama, þ.e. frelsun Kúveits, eða viljum við nú algjöra tortímingu íraks? Vilj- um við taka málefni Miðaustur- landa til endurskoðunar í heild sinni?“ spurði hann. Allt frá því átta ára stríði íraka og írana lauk 1988 hefur Sýrlend- ingum staðið ógn af gífurlegum hernaðarmætti íraka, einkum eftir að Saddam Hussein tók að hafa af- skipti af málefnum Líbanons. Stríðið gaf Assad tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi. Hann sendi 15.000 hermenn og 300 skriðdreka til liðs við fjölþjóðaherinn, sem verð- ur að líklegast til þess að bæta sam- búðina við Vesturlönd og auka áhrif Sýrlendinga í, Miðausturlöndum í framtíðinni eftir áratuga einangrun. Sömuleiðis verður stríðið að öllum líkindum ti! þess að Sýrlendingum stafar ekki lengur hætta af írökum næstu árin eða áratugina. stuðningurinn við Saddam Hussein fer vaxandi. Sýrlensk stjórnvöld hafa frá byijun lagt áherslu á að hersveit- ir þeirra í Saudi-Arabíu gegni aðeins varnarhlutverki og ráðist ekki inn í írak. Þau hafa einnig margoft lýst því yfir að Sýrlendingar komi írök- um til hjálpar geri Israelar árás á þá að fyrra bragði. Hins vegar hafa þau algjörlega hafnað beiðni Sadd- ams um „heilagt bandalag" gegn ísraelum. „Enginn getur neytt Sýr- lendinga í óþarft stríð, gegn hags- munum arabísku þjóðarinnar," sagði málgagn stjórnarinnar, al-Thawra, í síðustu viku. „Sá sem í raun og veru vill frelsa Palestínu snýr sér ekki í aðra átt og hertekur friðsamt arabískt smáríki.“ stoð. Assad forseti hafi ekki snúið sér til Vesturlanda til að gefa þau strax á bátinn. lýðveldisstofnun," sagði embættis- maður í breska utanríkisráðuneytinu í síðustu viku. Jórdaníukonungur snýr baki við Saddam Hagnast mest á því að ísraelar haldi að sér höndum Vesturlönd eru þó viðbúin því að sýrlensk stjórnvöld gefi út harðar yfirlýsingar, sem komi bandamönn- um illa, til að bæta stöðu sína í arabaheiminum. Bresk stjórnvöld telja hins vegar að ekki þurfi að taka slíkar yfirlýsingar alvarlega, að því tilskildu að hægt verði að bjóða Sýrlendingum efnahagsað- Véstrænir stjórnarerindrekar segja að Hussein Jórdaníukonungur hafi á undanförnum dögum reynt að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá Saddam. Jórdanska lögreglan hand- tók leiðtoga róttækra múslima í síð- ustu viku eftir að hann hafði boðað til blaðamannáfundar til að hvetja til árása gegn þeim ríkjum sem hafa myndað bandalag gegn Saddam. Konungurinn sjálfur, sem hefur miklar áhyggjur af vaxandi andúð þegna sinna á bandamönnum, hvatti Jórdani til að sýna öllum Vestur- landabúum fyllstu kurteisi. Stjórnvöld á Vesturlöndum, sem víta af afstöðu almennings í Jórd- aníu, eru reiðubúin að sýna kon- ungnum skilning. „Enginn veit hvað gerist í Jórdaníu eftir stríðið en ljóst er að ástandið gæti orðið hættulegt. Við höfum mikinn hag af því að hashemískur konungur haldi völdum í Jórdaníu; verst af öllu væri blóðug Þessi samúð með konunginum hyrfi snögglega ef her hans yrði beitt gegn Israelum. Embættismenn i Jórdaníu hafa sagt að flugher landsins yrði beitt gegn ísraelskum herþotum ef þær færu yfir landið til að svara eldflaugaárásum íraka. Slíkt hefði hörmulegar afleiðingar fyrir Jórdani; flugvélaflota þeirra yrði í fyrsta lagi tortímt; og í öðru lagi yrðu þeir þá orðnir andstæðing- ar bandamanna þannig að ekki yrði aftur snúið. Sömu embættismenn segja að þótt Scud-eldflaugar íraka, sem skotið hefur verið á ísrael, hafi rofið lofthelgi Jórdaníu sé það allt annað mál „þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkt“. Líklega gætu Jórdanir spiðgengið eldfiauga- árásir ísraela á írak af sömu ástæðu. Hvemig sem það fer hagnast Hus- sein Jórdaníukonungur mest allra á því að Israelar svari ekki eldflauga- .árásnm íraka. . .. __________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.