Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 30, JANÚAR 1991 Flugvélabyrgi Iraka auðveld skotmörk Afleiðing stríðsins: Flugfélög fækka ferðum vegna samdráttar í flugi Sætanýting Lufthansa lækkar úr 60% í 40% London. Daily Telegraph. BRESKA flugfélagið British Airways ákvað í gær að fækka ferð- um til Parísar og New York vegna samdráttar sem orðið hefur í flugi vegna stríðsins fyrir botni Persaflóa. Sömuleiðis ákvað Lufthansa að fækka daglegum áætlunarferðum um 60 vegna þess að sætanýting í þeim hefði lækkað úr rúmlega 60% í 40%. Brussel. Reuter. VESTRÆN stjórnvöld vissu nán- ast allt um leynileg flugvélabyrgi íraka og ættu auðveldlega að geta eyðilagt þau, að því er belgískur verkfræðingar, sem aðstoðaði við að reisa þau, sagði í gær. „Auðvitað vissu stjórnvöld á Vest- urlöndum frá byijun hvað við vorum reisa í írak, hvernig við gerðum það og til hvers,“ sagði verkfræðingur- inn í viðtali við belgíska dagblaðið Le Soir. Talið _er að mikill hluti af herflugvélum íraka, alls um 700 vélar, hafi verið geymdar í byrgjun- um frá því stríðið við Persafióa hófst. Verkfræðingurinn starfaði fyrir íraska flugherinn í þijú ár á vegum belgíska fyrirtækisins Six Construct Intemational. Hann sagði að stjórn- völd hefðu fengið upplýsingar um byrgin frá vestrænu fyrirtækjunum, sem áttu þátt í að reisa þau. Blaðið birti myndir af byrgjunum og samkvæmt þeim eru þau fyrir eina eða tvær flugvélar. Verkfræð- ingurinn sagði að byrgin væru í raun ekki neðanjarðar, eins og vestrænir fjölmiðlar hafa haldið fram, heldur hefði sandi einfaidlega verið mokað yfir þau. „Engin af þessum byrgjum þyldu öfluga sprengju ef henni yrði varpað á réttart stað,“ sagði verk- fræðingurinn. Washington, Nikósíu. Reuter. MARLIN Fitzwater, talsmaður George Bush Bandaríkjafor- seta, vísaði í gær á bug yfirlýs- ingum Saddams Hussein, for- Talsmaður British Airways sagði að bókanir félagsins hefðu dregist saman um 13% að undan- förnu þegar á allar .flugleiðir væri litið. Bókanir ýmissa bandarískra flugfélaga hafa hins vegar dregist saman um 30% og hafa þau fækk- að áætlunarferðum til Evrópu. Talsmaður bresku flugvallar- stjórnarinnar sagði í gær að sam- drátturinn í flugi vegna stríðsins hefði lýst sér í fækkun farþega til London. Hefði þeim fækkað um seta íraks, í viðtali hans við fréttamann CNN- sjónvarps- stöðvarinnar í Bagdad. í viðtal- inu sagði Saddam m.a. að Scud- eldflaugar íraka gætu borið efna- og sýklavopn auk þess sem unnt væri að búa þær kjarn- orkuhleðslum. Fitzwater sagði Saddam ein- ungis hafa endurtekið fyrri yfirlýs- ingar og hótanir í garð Banda- ríkjamanna og haft í frammi venjubundinn áróður. Saddam hefði hótað viðúrstyggilegum stríðsglæpum og reynslan sýndi að hann hikaði ekki við að fremja slík grimmdarverk. Sérstaka athygli vakti sú full- yrðing forsetans að Scud-eldflaug- arnar gætu borið kjarnahleðslur. Vestrænir hemaðarsérfræðingar fullyrða að írakar ráði ekki yfir kjarnorkuvopnum og lýstu nokkrir þeirra yfir furðu sinni sökum þess- ara ummæla forsetans í gær. Er Saddam var spurður hvort hann myndi beita efnavopnum í Persa- flóastyijöldinni sagði hann að ír- akar myndu svara sérhverri árás í sömu mynt. Enn hefði hefð- bundnum vopnum einungis verið beitt í stríðinu og vonandi reyndist ekki nauðsynlegt að grípa til ann- arra og áhrifameiri vígtóla. í viðtalinu, sem Peter Arnett, fréttamaður CNN í Bagdad, tók á mánudag sagði Saddam að her- sveitir bandamanna hefðu fyrst ráðist á olíumannvirki íraka. Því væri írökum heimilt að „nota“ olíu í hemaðarlegum tilgangi. Virtist hann með þessu vera.að vísa til mengunarinnar á Persaflóa en talsmenn herstjórnar bandamanna hafa sakað íraka um að hafa dælt allt að 11 milljónum olíufata í sjó fram. íraksforseti var spurður hvernig á því stæði að fjölda íraskra flug- véla hefði verið flogið yfír til.íran undanfarna daga. Þetta þykir í raun óskiljanlegur atburður ekki síst í ljósi þess að íranir og írakar háðu blóðuga átta ára styijöld á síðasta 'áratug. Svör Saddams þóttu ekki sérlega upplýsandi. Hann kvað írani og Iraka líta styijöldina við Persaflóa svipuðum augum og vísaði til þess að bæði 21% á Heathrow-flugvelli í síðustu viku og 17% á Gatwick. Þrátt fyrir samdrátt, hærri tryggingar, hótanir um hryðjuverk og hernaðarátök hafa a.m.k. átta flugfélög hafíð að nýju flugferðir til ríkja við Persaflóa. Fyrst til að ríða á vaðið var British Airways með ferðum til Saudi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæm- anna og Óman. Önnur félög sem ákveðið hafa að halda uppi lítils háttar flugi til Persaflóasvæðisins ríkin væm íslömsk. írakar, mál- svarar trúarinnar, ættu í höggi við villutrúarmenn. Amett sagðist hafa spurt Saddam hvort hann teldi að flugvélar þessar yrðu not- aðar á síðari stigum styijaldarinn- ar og kvaðst forsetinn þá ætla að virða allar ákvarðanir írana í þessu efni. Af hálfu íranskra stjórnvalda liggur fyrir að flugvélarnar verða kyrrsettar í íran þar til stríðinu lýkur. Forsetinn virtist ekki hafa nein- ar efasemdir um réttmæti þess að halda flugmönnum þeim sem írak- ar hafa náð á sitt á vald á hernað- arlega mikilvægum stöðum og vísaði til þess að íraskir námsmenn eru Air France, Gulf Air, Egypt Air, Air India, Aeroflot, Cathay Pacifíc og Kuwait Aii-ways. Á sama tíma hefur vænkast hagur fyrirtækja sem bjóða upp á „myndbandafundi" landa í milli. Vegna óvissunnar sem skapast eftir að Persaflóastríðið braust út hafa mörg fyrirtæki bannað starfsmönnum sínum og stjóm- endum að ferðast í flugi. í staðinn hafa þau efnt til síma- og mynd- bandafunda í auknum mæli. Hefur þessi þjónusta breska símafélags- ins, British Telecom, aukist um 60% á hálfum mánuði og um 75% síðustu 11 dagana hjá bandaríska símafélaginu American Telephone & Telegraph (AT&T). erlendis hefðu verið hafðir í haldi frá því styijöldin braust út. Forset- inn kvaðst ekki efast um að írak- ar yrðu sigurvegarar styijaldar- innar og gat þess að írösk stjórn- völd mætu mikils mótmæli sem fram hefðu farið víða um heim gegn hernaðaraðgerðum banda- manna. Peter Amett kvað Saddam Hussein hafa komið vel fyrir en kvaðst hafa fengið það á tilfinn- inguna eftir að hafa talað við for- setann að hann myndi hugsanlega beita óhefðbundnum vopnum yrðu írakar fyrir miklu mannfalli í Pers- aflóastyijöldinni. Reutcr Olíubrákin mengar ekki vatnshreinsistöðvar Yfirvöld í Saudi-Arabíu sögðu í gær að tekist hefði að koma í veg fyrir að olíubrákin á Persaflóa mengaði vatnshreinsistöðvar í lanainu. Meng- unarvarnargirðingum hefur einnig verið komið fyrir umhverfis eyjar við strendur landsins til að vernda þúsundir fugla og-skjaldbaka sem eiga þar heimkynni. írakar dældu um 11 milljónum fata af olíu í hafíð og er brákin nú 80 km löng og 20 km á breidd. Talið er að 32 sækýr, 500 skjaldbökur og 1.500 sæsnákar hafi þegar drepist af völdum mengunarinnar. Á myndinni kannar bandarískur hermaður ströndina nálægt landamærunum að Kúveit. Saddam Hussein í viðtali við CNN: Segir Scud-eldflaugar geta bor- ið efna- og kjamorkuhleðslur Bandaríkjamenn vísa yfirlýsingum forsetans á bug Reuter Saddam Hussein heilsar íröskum hermanni í Kúveit er hann var á ferð þar nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.