Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Við lok kjörtímabils Senn líður að lokum yfir- standandi kjörtímabils og þingkosningar fara fram eftir tæplega þijá mánuði. Vinstri flokkarnir, sem standa að ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar, verða þá að leggja verk sín í tæplega þtjú ár undir dóm kjósenda. Hvernig hefur til tekizt? Lífskjör á íslandi eru nú lak- ari en þau höfðu verið um nokk- urt árabil þar á undan. Þessu veldur fyrst og fremst sam- dráttarskeið, sem hófst á miðju ári 1988 og stendur enn yfir. Þetta er að verða ein lengsta kreppa í síðari tíma sögu okk- ar. A sama tíma og lífskjör fólks hafa versnað mjög af þessum ástæðum hefur ríkis- stjórnin stóraukið skattheimtu af ýmsu tagi. Með þeim hætti hefur hún aukið á kjaraskerð- ingu í stað þess, að þörf hefði verið á aðgerðum. til þess að draga úr henni. Þótt vinstri stjórn Steingríms Hermanns- sonar beri ekki beina ábyrgð á allri kjaraskerðingunni, sem orðið hefur á undanförnum misserum er hún ábyrg fyrir hluta hennar. Ríkisstjórnin hefur litla, sem enga tilraun gert til þess að hleypa nýjum krafti í atvinnu- lífið, ef undan eru skildar við- ræður við erlend álfyrirtæki um byggingu nýs álvers hér. Þvert á móti hafa aðgerðir ríkis- stjórnarinnar beinzt að því að halda gjaldþrota fyrirtækjum gangandi með ýmis konar fyrir- greiðslu úr opinberum sjóðum. Senn kemur að því, að þau fyrirtæki, sem slíkrar fyrir- greiðslu hafa notið verði að borga af þeim lánum, sem þannig eru til komin. Þá mun koma í ljós, að í mörgum tilvik- um var ver af stað farið en heima setið. Þetta aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í þvi að skapa skilyrði fyrir nýjum átök- um í atvinnulífinu er ein höf- uðástæðan fyrir þeirri deyfð, sem nú ríkir í atvinnumálum landsmanna. Þessi ríkisstjórn hefur ger- samlega misst tökin á ríkisfjár- málunum. Samansafnaður halli á rekstri ríkissjóðs í tíð núver- andi vinstri stjórnar nemur ótrúlega háum upphæðum. Þessi gífurlegi halli á ríkissjóði er ein helzta ástæðan fyrir því, að raunvextir eru svo háir, sem raun ber vitni en háir raunvext- ir eru ein skýringin á því kjark- leysi, sem einkennir atvinnulíf- ið, þar sem hvorki einstaklingar né fyrirtæki þora að leggja út í framkvæmdir af ótta við fjár- hagslegan ófarnað. Stundum er sagt, að sam- komulag sé gott milli stjórnar- flokkanna. Það er rangt. Hitt er rétt, að sundurlyndið milli flokkanna, sem standa að ríkis- stjórninni er orðið að svo föst- um lið, að fólk tekur varla eft- ir því lengur og finnst jafnvel sjálfsagt, að stöðugt rifrildi sé á milli ráðherra á opinberum vettvangi. Þess vegna fer því fjarri, að vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar sé til marks um, að hægt sé að halda fjögurra flokka stjórn saman með góðu möti. Það kann hins vegar ekki góðri lukku að stýra, ef almenningur fer að líta á opinberar deilur og ágreining ráðherra í milli sem sjálfsagðan hlut. Svo er ekki. Slíkt á að heyra til undan- tekninga og leiða til afsagnar ráðherra, ef svo ber undir. Versnandi lífsafkoma, nær óviðráðanlegur ríkissjóðshalli, stöðnun og kjarkleysi í atvinnu- lífi, verða arfleifð þeirrar vinstri stjórnar, sem nú situr. Fátt skiptir nú meira máli, en að koma hreyfingu á þjóðfélag- ið á ný, efla kjark og framtak athafnamanna, bæta lífskjör láglaunafólks og koma böndum á ríkisfjármálin. Það verk er ekki á færi vinstri flokkanna, sem hafa hjakkað í sama farinu síðustu misseri. Miðað við þær yfirlýsingar, sem forsætisráðherra og fjár- málaráðherra hafa gefið á opin- berum vettvangi undanfarna mánuði er full ástæða til að ætla, að það yrði eitt fyrsta verk nýrrar vinstri stjórnar að kosningum loknum að leggja á nýja og stóraukna skatta. Þannig talaði Steingrímur Her- mannsson á flokksþingi Fram- sóknarflokksins fyrir nokkru og þannig hefur Ólafur Ragnar Grímsson-talað ítrekað síðustu mánuði. Þessir stjórnmálaleið- togar mundu líta svo á, að end- urnýjað umboð til vinstri flokk- anna þýddi umboð til þess að stórhækka skatta. Það er svo verkefni fram- bjóðenda og talsmanna Sjálf- stæðisflokksins í kosningabar- áttúnni, sem framundan er að sannfæra kjósendur um, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unn- ið sína heimavinnu í stjórnar- andstöðunni og verði undir það búinn að takast á við aðkall- andi verkefni með nýjum hætti. eftir Knut Odegárd Konungurinn er látinn. Orðin eru svo nakin á blaðinu. En þau ná utan um mikinn sárs- auka: Það er líkt og ástvinur sé horfinn á braut. Og eins og það væri ekki nóg: Það er sem hluti af landinu sjálfu hafi horfið. „Noregur í hjörtum vorum“, hét ein af ljóða- bókum Nordahls Griegs. Ólafur konungur V var tákn- mýnd þessa Noregs í hjörtum vor- um. Hanrí var persónugervingur alls hins besta í fari lands og þjóð- ar. Það er margt sem við Norðmenn gætum svo vel verið án — okkar kjánalegu sjálfumgleði, fáfræði og bruðls sem fylgir því að vera nýrík- ur. En konunginn, hánn máttum við síst við að missa. Hann varð- veitti það besta í fari okkar með því að vera okkur sönn konungleg fyrirmynd. Hann var spegill sem ekki aðeins speglaði mynd, heldur fyrirmynd: Konungs skuggsjá. Hafí einhver verið konungur í hjörtum vorum, var það hann. * * * Fréttin um lát konungs barst um sama leyti og Hekla tók að gjósa. Ég flaug yfir eldstöðvarnar með sorgina, sá klakahöll úr ís og hjarni og eldinn sem logaði, hraunið sem byltist úr iðrum jarðarinnar. Þetta varð táknræn mynd. Landið stirðn- að í greipum kuldans. Það blæðir úr iðrum jarðar niður hvítar fjalls- hlíðarnar. * * * Svo lengi sem uppi verða norskir menn munu_ þeir standa_ í þakkar- skuld við ísland og íslendinga. Þetta var engum betur ljóst en kon- unginum. Hann talaði oft um íslensk skáld og sagnamenn sem skráðu sögu okkar og hjálpuðu okk- ur þannig að varðveita minninguna um okkur sjálf og skerpa sjálfs- mynd okkar. Og þetta lét hann í ljós. Stytta Snorra Sturlusonar í Reykholti var þakklætisvottur sem hann færði Islendingum að gjöf frá norsku þjóðinni og afhjúpaði meðan hann var enn krónprins árið 1947. Annar slíkur þakkarvottur var gjöf sú sem hann færði Snorrastofu árið 1988. Norðmenn eru haldnir næstum barnslegri ást á hinu forna íslandi. Okkur finnst við þekkja allar þessar konur og menn, höfðingjana, kapp- ana, allar ævintýraverur og skáld sem gengu hér um grundir. Þetta er ást sem oft er misskilin enda kannski ekki alltaf tjáð af yfirvegun frekar en svo títt er um ástina: í ákafanum við að útlísta hvaða gildi Snorri og allir gömlu íslendingarnir hafa fyrir okkur Norðmenn, getur virst eins og við séum að eigna okkur þetta fólk, ræna ísland þeim heiðri að hafa alið það og fóstrað. Konungurinn var aldrei í vafa um hvert væri föðurland Snorra.. Heldur ekki við hin. Það er ísiandi og Noregi sameig- inlegt-að þar til fyrir aðeins fáum áratugum bjuggu þar mestmegnis bændur og fiskimenn. Noregur steig að vísu nokkru fyrr út úr miðöldum inn í nútímann en var öllu lengur að stíga það skref. Þó ekki svo mjög. Afi minn, sem var óðalsbóndi og fæddur 1869, hafði alltaf tvær bækur tiltækar. Tvær útlenskar bækur: Önnur var þýdd úr hebresku og grísku, hin úr íslensku. Biblían og Heimskringla. Fyrir utan óðalsjörðina voru þetta dýrmætustu eigur hans. Hann lést árið 1965. Fram á sinn síðasta vet- ur spennti hann hestinn fyrir sleð- ann á hveijum sunnudegi og kom ■ V i; Ólafur V Noregskonungur Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Ólafur konungur á Þingvöllum. Olafur V Noregskonungur Ólafur krónprins varð Ólafur konungur V við dauða föður síns árið 1957. Fæddur á Englandi 1903, skírður Alexander Christian Frederik. Hlaut hið forna norska konungsnafn Ólafur þegar faðir hans tók við konungdómi í Noregi árið 1905. Hann tók stúdentspróf 1922. Hóf það sama ár nám í hernaðar- fræðum. Hann útskrifaðist sem liðsforingi frá Krigsskolen 1922. Því næst lagði hann stund á nám í hagfræði og stjórnmálafræði við Balliol College í Oxford fram til ársins 1926. Ólafur konungur tók virkan þátt í vörnum landsins og hafði afar yfirgripsmikla þekkingu á hernaðarmálum. Að öllum líkind- um hefði hann valið að starfa inn- an hersins og orðið velmetinn for- ystumaður þar, hefði ekki átt fyr- ir honum að liggja að verða kon- ungur. Hann var hækkaður í tign innan hersins 1931 og gerður að höfuðsmanni, varð síðan ofursti og sjóliðsforingi árið 1936, hers- höfðingi og aðmíráll 1939. Hann kvæntist sænskri frænku sinni, Marthu prinsessu, árið 1929. Það var í fyrsta sinn í 340 ár að konunglegt brúðkaup fór fram í höfuðborg landsins. Fyrsta barn þeirra, Ragnhildur prinsessa, fæddist 1930. Astríður prinsessa fæddist 1932 og sonur- inn, núverandi Haraldur konung- ur V, fæddist 1937. Þann 9. apríl 1940 réðust þýsk skip og flugvélar á Noreg. Mártha krónprinsessa leitaði hælis í Bandaríkjunum með börnin þijú. Ólafur krónprins fór norður í land ásamt konungi og ríkisstjórn. í byijun júní 1940 urðu þeir að hverfa úr landi. Andspyrnu lands- manna var eftir það stjórnað frá Lundúnum af konungi, krónprinsi og ríkisstjórn. Meðan á stríðinu stóð fór Ölafur krónprins margar ferðir til Bandaríkjanna. Hann átti pólitískar viðræður við Roose- velt forseta og hafði mikilvægu hlutverki að gegna við mótun áætlana um gagnsóknir Banda- manna. Árið 1954 andaðist Mártha krónprinsessa. Þremur árum síðar lést Hákon konungur og. krón- prinsinn tók við konungdómi. Eins og faðir hans tók hann upp kjör- orðið „Noregi allt!“ Hann var að eigin ósk blessaður í Niðarósdóm- kirkju þar sem faðir hans hafði verið krýndur 52 árum áður. Ólafur konungur V var mikill íþróttamaður. Hann var um ára- bil einn af fremstu siglingamönn- um heims og náði lengst í þeirri grein með sigri á Ólympíuleikun- um 1928. akandi til kirkju með sleðabjöllurnar klingjandi. Að messu lokinni spurði hann barnabömin út úr Boðorðun- um tíu og konungasögum Snorra. Skömmu fyrir andlátið sagði þessi aldni bóndi: Þú skalt lúta Guði — og konunginum okkar. Land, þjóð, kirkja og konungur er óijúfanleg heild í norskum hug- um. * * * Norðmenn hafa alltaf verið kon- ungssinnar. En þó va'r það hreint ekki sjálfgefið að Hákon konungur og síðar Ölafur — og nú Haraldur konungur — skuli hafa sest á kon- ungsstól í Noregi. Árið 1905 þegar Noregur varð loks sjálfstætt kon- ungsríki á ný eftir nær hundrað ára ríkjasamband við Svíþjóð og margra alda danska stjórn, heyrðust raddir sem mæltu gegn því að hinn danski prins, Karl, skyldi verða fyrstur konungur síðan á miðöldum fyrir sjálfstæðri norskri þjóð. Kjarni vandans var sú staðreynd að norskur konungsleggur var lið- inn undir lok og einungis var hægt að endurvekja hann með því að Iáta erlendan sprota skjóta rótum í norskri jörð. Myndi sá sproti vaxa og verða norskur stofn? Var þá ekki tryggara að velja lýðveldið? Ennfremur: Var lýðveldi ekki — þegar öllu var á botninn hvolft — í betra samræmi við lýðræðiskröfur nútímans? Svar norsku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1905 var að u.þ.b. 260 þúsund vildu end- urreisa konungdæmi, um 7Ö þúsund voru á móti. Þann 18. nóvember 1905 valdi Stórþingið Karl prins einróma til konungs. Hann tók upp hið forna norska konungsnafn Hákon. Drottning landsins var Maud prins- essa af Englandi, dóttir Játvarðar konungs VII og Alexöndru drottn- ingar hans. Sonurinn, fyrsti krón- prins hins nýja sjálfstæða konungs- ríkis, var fæddur á Englandi 2. júlí 1903. Litli drengurinn hefur varla skilið mikið af öllu umstanginu, aðeins tveggja ára gamall, en allt í einu hafði hann eignast ekki að- eins nýtt föðurland og öðlast nýja tign, heldur líka fengið nýtt nafn. Hákon konungur VII hafði tekið þá ákvörðun að krónprinsinn skyldi einnig bera gamalt norskt konungs- nafn: Ólafur. Það var dag einn í nóvember að þau komu konungurinn nýi með drottriingu sinni og syninum unga, krónprinsinum. Dagurinn var eins nístandi kaldur og norskur vetrar- dagur getur verið, snjór og frost. Hávaxinn og dökkklæddur steig konungurinn á land með drenginn litla á handleggnum, hvítklæddan. Margir velmetnir menn í landinu voru andvígir endurreisn konung- dæmis. Þetta voru þeir sem létu heillast af fijálslyndum og róttæk- um straumi tíroans, og einnig þeir sem af þjóðlegum ástæðum efuðust um ágæti þess að hafa útlendan kóng á valdastóli. Meðal hinna síðarnefndu voru margir óðals- bændur. Afi greiddi atkvæði á móti. Hann lifði í gamla tímanum. Þessi gegni bóndi andaðist í hárri elii, 96 ára gamall á valdatíma Ólafs konungs og var konungsmaður. Konungur þurfti að vinna þjóðina á sitt band. Ekki með því að sigra hana eða sigrast á henni. Ekki með ofbeldi og valdboði. Því síður með pólitískri ákvörðun. Heldur með því að sýna konungslund sína í verki. Með því að vinna hugi og hjörtu fólksins í landinu. Með því að verða þjóðinni speg- ill, sem ekki einasta speglaði land og þjóð, heldur endurspeglaði fyrír- mynd. Konungs skuggsjá. Þetta gerðist ekki í einu vet- fangi. Það tók langan tíma. Hákon konungur VII varð þessi fyrirmynd. Ólafur konungur V varð það ekki síður. Mér er til efs að nokkur norskur konungur hafi átt slíku ástríki að fagna meða.l þjóðar sinnar sem hann. Fólkið mat konunga sína og gaf þeim viðurnefni sem gáfu til kynna hvern stað þeir áttu sér í hjörtum þess. Einn mátti gegna nafninu „blóðöxi". Af þeim konungum sem nefndir voru Ólafur var einn kallað- ur „hinn heilagi“, annar „hinn kyrri“. Ólafur konungur V var hinn góði. * * * Ólafur konungur V var konung- legur í lund. Leyndardómurinn að baki hinnar sönnu konungslundar er að konungur sé þjónn fólksins. * * * Norska þjóðin hefur í senn skynj- að konung sinn sem nálægan og fjarlægan í sömu andrá. í norskum þjóðsögum og ævin- týrum, sem ef til vill hafa að geyma dýrustu fjársjóði menningar okkar, býr kóngurinn á sínu konungssetri ekki ólíku setri óðalsbóndans. Kon- ungssetrið er bara heldur stærra og ríkmannlegra, og kóngur sjálfur upphafinn, líkt og hann komi frá ennþá eldri tíma, sé fjarlæg minn- ing um gullöld sem sjálf þjóðsagan eða ævintýrið er aðeins veikur endurómur af. Hann er eins konar boðberi sögunnar og vitundarinnar um hver við séum’ í raun. Örlæti og sanngirni eru helstu mannkostir hans. Hann er vera sem í sjálfri sér er tákn um konungslund sem rís ofar öllu veraldlegu valdi. Sjálf kon- ungslundin er andlegur auður, tindrandi mannkostur. Oft hefst þjóðsagan í fátæklegu koti úti í skógi. Umhverfið ber vott um hnignun, andlegur arfur þjóðar- innar að rakna sundur: Það eru tímar lukkuriddaranna, þeirra sem vilja freista gæfunnar enda stendur allur grundvöllur mannfélagsins völtum fótum. Við kynnumst þremur bræðrum í sögunni. Pétur og Páll ætla að freista þess að eignast konungsríkið og prinsessuna, í þeirra huga er um að gera að beita valdi til að öðlast ríkidæmi. Yngsti bróðirinn, kol- bíturinn Espen, sá sem situr í ösku- stónni og gætir elds, hann vill líka eignast bæði prinsessu og kóngsríki en í huga hans snýst leikurinn um annað. Það er eins og eldsglæðurn- ar sem hann gætir séu síðustu minningar um konungdæmið hið innra. Honum er umhugað um að eignast konungslundina og ástina. Vegurinn að setri konungs liggur um krókóttan stíg gegnum skóginn. Á leið sinni þangað mætir hann bæði skepnum og betlikerlingum sem hann hjálpar, deilir brauði sínu með. Hann ferðast gegnum myrkan skóginn og vinnur líknarstörf sín. Þannig vex óg dafnar sú konungs- lund sem hann ber í bijósti. Bræður hans, Pétur og Páll, sem sífellt eru að freista gæfunnar í veröld hlut- anna, leita hamingjunnar í fé og því sem það getur keypt, vellysting- um og sætleika valdsins — yfirráð- um yfir öðru fólki — Pétur og Páll vildu ríkja, ekki þjóna. Hagur lands og þjóðar skiptir þá engu svo lengi sem þeir fá að ríkja. Kolbítur auðsýnir samúð, með honum þroskast vissan um að hlut- skipti hans sé að þjóna. Ekki eingöngu jafningjar hans, ekki aðeins mennirnir, heldur gjör- vallt sköpunarverkið nýtur gæsku hans. í þjóðsögunni kemur fram skilningur, vistfræðilegt innsæi, sem okkur er fyrst nú að verða ljóst hversu mikilvægur er. Konungslundin er þessi þjónandi og líknandi andi. * * * Þrátt fyrir erlenda stjórn um inargar myrkar aidir, danska fógeta og skattheimtumenn, dóma að geð- þótta dómenda, leit bóndinn á sig sem vin konungs. Hann var bundinn honum undarlegum böndum, kóng- urinn í Kaupinhafn var „hann faðir okkar“ sem víst myndi sýna sann- girni þegar hann fengi að vita um óréttmæta framgöngu embættis- manna gegn norskum bændum. Þau voru ekki fá bréfin sem bárust til Kaupmannahafnar ofan af norskum íjöllum og innan úr dölum frá bændum til konungs. Fengi bóndi ekki svar var eins víst að óprúttnir kóngsins þénarar hefðu gætt þess að hann fengi ekki bréf þeirra í hendur! Það_ voru heldur ekki ófáir Norðmenn sem lögðu á sig langt ferðalag suður í kóngsins Iíaupinhafn til að fá mál sitt lagt fyrir konung sjálfan. Kæmu þeir til baka án þess að hafa fengið skorið úr máli sínu, var það gjarna vegna þess að afundinn embættismaður hafði neitað þeim um áheyrn hjá „honum föður okkar“. I hjarta sínu hafði bóndinn varð- veitt ímynd hinnar sönnu konungs- lundar: Hinn upphafni sem ávallt er nálægur og mannlegur hvenær sem þjóðin þarf á hjálp hans að halda. Hann var upphafinn í vitund fólksins einmitt vegna þess að hann var tákn samúðar og sanngirni, og fulltrúi valdsins sem þjónn. Þessa (mynd konungsins hefur Ólafur mótað á alveg sérstakan veg með því að vera ákafur talsmaður þeirra sem kúgaðir eru og nauð- staddir. Ekki fulltrúi einnar stéttar heldur þjóðarinnar allrar. * * * Trúin á framþróun er afsprengi hughyggju og efnishyggju. Sagan er þannig á láréttri hreyf- ingu fram veginn. Hún er knúin áfram af söguhjólinu mikla sem snúið er af andstæðum í efnisheim- inum, efnahag, tækni og þar fram eftir götunum. Á þennan hátt er efnishyggjan sjálft óskalandið. Hughyggja Hegels var leyst af hólmi af efnishyggju Marx. En þannig skyldi heimurinn, eftir lögmálum kennisetninga, and- stæðna og samruna (og það þýðir: byltingu, ofbeldi, manndráp, upp- töku eigna og framleiðslutækja), hefjast af frumstæðu og ómannúð- legu stigi sínu, og samfélag mann- anna verður réttlátara og mannúð- legi'a. Háleit mannúðarstefna skyldi koma í stað þjóðsagnakóngsins. Við þurfum enga póstmódernista til að segja okkur að raunveruleik- inn sé ekki sögulína sem klifrar frá lægri stigum til þeirra hærri. Þess í stað væri nær að líta til Machia- vellis og de Sades. Niccolo Machia- velli gaf árið 1513 út bókina Furst- ann sem síðar átti eftir að heyra til sígildra verka í evrópskri stjórn- málasögu. Þar er mælt með lygum, SJÁ BLS 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.