Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1991 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGHVATUR BJARNASON málarameistari, Heiðargerði 110, lést á heimili sínu þriðjudaginn 29. janúar. Jórunn Ármannsdóttir, Kristín Sighvatsdóttir, Pálmar Smári Gunnarsson, Sturla Sighvatsson, Helga Sighvatsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir. t Eiginkorra mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Sunnubraut 18, Keflavík, lést í Landspítalanum að kvöldi 28. janúar. Þorbergur Friðriksson, Jón Páil Þorbergsson, Sigurbjörg Lárusdóttir, Friðrik Þorbergsson, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, Þórunn M. Þorbergsdóttir, Jón Halldórsson, Þorbergur Friðriksson og barnabörn. t Faðir okkar og bróðir, AÐALSTEINN KJARTANSSON, Vesturgötu 53, andaðist á Landspítalanum 27. janúar. Útförin verður augiýst stðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Hafsteinn Númason, Lúðvík Kjartansson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR BALDVINSDÓTTIR, Blíkabraut 10, Keflavík, lést á sjúkrahúsi Keflavíkur mánudaginn 28. janúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Gunnar Jóhannsson, Hildur Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Skarphéðinsson, Jóhann Gunnarsson, Anna María Aðalsteinsdóttir, Guðmundur J. Gunnarsson, Guðrún Sveinsdóttir, Guðrún Briet Gunnarsdóttir, Sigurþór Kristjánsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Gísli Garðarsson, Hrefna Gunnarsdóttir, Jón Ragnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VILBERG SIGURJÓNSSON, Kvistalandi 22, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum að morgni sunnudagsins 27. janúar sl: Sigriður Gunnlaugsdóttir, Málfrfður Vilbergsdóttir, Þráinn Hjálmarsson, Anna Vilbergsdóttir, Sigrún Vilbergsdóttir, Ásrún Vilbergsdóttir, Ýr Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Vilbergsson, Stefán Már Vilbergsson Þórarinn Ingólfsson, Viktor Viktorsson, Sigurður Grétarsson, Elísabet María Sigfúsdóttir, og barnabörn. t KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kumbaravogi, Stokkseyri, áður til heimílis á Grandavegi 39, Reykjavik, lést 12. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 31. janúar kl. 10.30. Vandamenn. t Eiginkona mín, HERDÍS J. ANDRÉSDÓTTIR, Leirubakka 28, andaðist á Landspítalanum 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Arnþór Björgvinsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁGÚST FLYGENRING fyrrverandi forstjóri, Hringbraut 67, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, fimmtuda_g- inn 31. janúar, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hins látna, láti Krabbameinsfélag (slands eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Guðbjörg Flygenring, Ingólfur Flygenring, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Magnús Flygenring, Hildur Guðfinnsdóttir, Þóra Flygenring, Sigurður Arnórsson, Unnur Flygenring, Gunnlaugur Bjarnason og barnabörn. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, STEINGRÍMS ERLENDSSONAR, Hraunbraut 39, Kópavogi, verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 31. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent líknarstofnanir. Maria Dagbjartsdóttir og börn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN JÓNSSON, Álftamýri 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Sólveig Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR vélstjóra, sem andaðist á Borgarspítalanum 24. janúar sl., verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Ólafur Sigurðarson, Ellen Einarsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Helga Rut Júlíusdóttir og barnabörn. t Unnusta mín og móðir, AGNES ÞÓRÐARDÓTTIR, Stillholti 15, Akranesi, verður jarðsungin frá kapellunni í Fossvogi, fimmtudaginn 30. janúar kl. 15.00. Guðni Björgólfsson, Anna Guðnadóttir. t VALGARÐUR SIGURÐSSON frá Hjalteyri, Hátúni 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 31. janúar kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ÞÓRHILDUR GUNNARSDÓTTIR, Vesturgötu 45, Reykjavík, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Þór Jakobsson, Gunnar Þorkelsson, Ásta Þórsdóttir, Knútur Benediktsson, Guðný Þórsdóttir, Tryggvi Már Valdimarsson, Þóra Margrét Þórsdóttir, Jón Eirikur Rafnsson, barnabörn og systkini. Minning: Þóra Þorsteins- dóttir frá Háholti Fædd 7. október 1902 Dáin 18. janúar 1991 Þóra Þorsteinsdóttir fæddist í Háholti í Gnúpverjahreppi 7. októ- ber 1902. Hún var ein af 14 börnum Ingibjargar Þorsteinsdóttur frá Reykjum á Skeiðum og Þorsteins Bjamasonar bónda í Háholti. Af 14 börnum þeirra hjóna komust 13 á legg og 12 til fullorðins ára og eru nú 6 á lífl. Þóra fór ung að heiman og vann að öllum venjulegum sveitastörfum, uns hún flutti til Reykjavíkur. Þar vann hún hin og þessi verkakvenna- störf á meðan kraftar leyfðu. Hún hélt lengst af heimili fyrir sig á Lindargötu 30 hjá Guðríði systur sinni. Síðar fékk hún litla íbúð í Furugerði 1 hjá félagsmálastofnun Reykjavíkur og tók þátt í heimilis- lífi þar. Hún var félagslynd, var í Kvenfé- lagi Oháða safnaðarins, Framsókn- arfélagi Reykjavíkur og Verka- kvennafélaginu Framsókn. Hún fór í mörg ferðalög með þessum félög- um og naut þess vel. Þóra var vel greind, fróðleiksfús og las mikið. Hún var sönn jafnrétt- iskona og féll illa alls konar mis- rétti, ekki síst mismunandi mögu- leikar pilta og stúlkna til náms fyrr á áram. Þóra giftist ekki, en hún fylgdist vel með hveiju barni, sem fæddist í fjölskyldunni og hændust þau mörg að henni og átti hún eftir að njóta hjálpar margra þeirra eftir að heilsu og krafta tók að þverra. Þær vora fallegar og skemmtilegar jólagjafirnar sem hún færði bömun- um mínum þegar þau vora lítil. Mig undraði oft hvar hún gat feng- ið svo falleg leikföng bæði bíla og Minning: Jórunn Jóhanns- dóttir frá Sogni Fædd 8. ágúst 1906 Dáin 13. desember 1990 Móðir mín, Jórunn Jóhannsdóttir frá Sögni, Dalvík, sofnaði að kvöldi 12. desember en vaknaði ekki aft- ur. Þau faðir minn bjuggu ennþá í stóra húsinu sínu sem þau fluttu í árið 1943. Hún var dóttir Jóhanns, kaup- manns og útgerðarmanns á Dalvík Jóhannssonar frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal og konu hans, Guð- laugar ljósmóður Baldvinsdóttur frá Böggvisstöðum. Hún ólst upp í Sögni á Dalvík hjá foreldrum sínum og systkinum og er nú Aðalbjörg, fædd 1915, ein eftir á lífi svo og fóstursystir þeirra frá 5 ára aldri, Rannveig Stefáns- dóttir, fædd 1902, en þær era systk- inadætur. Móðir mín vann eins og aðrir unglingar í fiski og við ýmis önnur störf. 17 ára gömul fór hún í Kvenn- askólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1926. Þá var hún einn yetur í Danmörku í húsmæðraskólanum í Ankerhus. Hún var afskaplega flink til handanna og vann þau verk af listrænni nákvæmni. Þegar hún kom heim hóf hún skrifstofustörf hjá KEA. Þann 21. september 1935 giftist hún föður mínum, Tryggva Jónssyni lengst frystihússtjóra, sem var ekkjumaður og átti einn son, Ragnar. Hann á 5 börn og býr á Akureyri. Jórann bg Trýggvi eign-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.