Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 2
2 1991 .lAU/iAl, .08 H'JOAqU>nvgi^ (UUAJaVIUOHOÍj MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 * Prófessorsstaða í skurðlækningum við HI: Kosning verður end- urtekin í læknadeild KOSNING prófessors í handlæknisfræðum við Háskóla íslands verð- ur endurtekin í læknadeild þar sem sá umsækjandi er flest atkvæði fékk í deildinni náði ekki tilskildum meirihluta. Að sögn prófessors Gunnars Guðmundssonar, forseta læknadeildar, verður væntanlega kosið aftur síðari hluta febrúarmánaðar. Morgunblaðið/Þorkell Frá málflutningi í borgardómi i gær. Viðar Már Matthíasson flytur mál sitt, dómarar eru Allan V. Magnússon, Friðgeir Björnsson og Jón L. Amalds. Gunnlaugur Claessen, ríkislögmaður, er yst til hægri. Prófmál BHMR flutt í borgardómi í gær; Deilt um hvort bráðabirgða- lögin ganga gegn stjómarskrá MUNNLEGUR málflutningur í prófmáli BHMR vegna afnáms kjara- samnings bandalagsins með bráðabirgðalögum í ágúst var í borgar- dómi Reykjavíkur í gær. Málið var höfðað af félagsmanni í Félagi íslenskra náttúrufræðinga, en FIN hafði samflot með BHMR í kjara- samningunum. Búist er við dómi á næstu vikum. Viðar Már Matthíasson hrl., lög- maður sækjanda, krafðist launa, sem umbjóðandi hans var sviptur með setningu bráðabirgðalaganna, þó félagsdómur hefði dæmt honum þau. Hann hélt því fram að bráða- birgðalögin stæðust ekki, þar sem þau stönguðust á við íjórar greinar stjórnarskrárinnar. Aðallega væri það 2. grein, um þrískiptingu ríkis- valdsins, þar sem löggjafinn hefði breytt úrskurði dómstóls og 67. grein, um eignarrétt, enda hefðu féiagsmenn BHMR verið sviptir launum, sem þeir ættu rétt á og væru eign í þeim skilningi. 28. grein stjómarskrár setti það skilyrði að brýn nauðsyn þurfi að vera til setn- ingar bráðabirgðalaga, en svo hefði ekki verið. Loks kæmi 73. grein, um félagafrelsi, líka I veg fyrir að bráðabirgðalögin öðluðust stjórnar- farslegt gildi, þar sem svo harkaleg atlaga gerði starfsskilyrði stéttarfé- lögum óviðunandi. Gunnlaugur Claessen, ríkislög- maður, krafðist sýknu af kröfum stefnanda og sagði með bráða- birgðalögunum hefði dómi Félags- dóms ekki verið breytt, en löggjaf- inn hefði rétt til að breyta gildandi rétti fyrir framtíðina. 67. grein stjórnarskrárinnar ætti ekki við, því ekki væri hægt að lfta á laun, sem ekki hefði verið unnið fyrir, sem eign í skilningi hennar. Þá legði bráðabirgðalöggjafmn sjálfur end- anlegt mat á hvort um brýna nauð- syn hefði verið að ræða, en ekki dómstólar. Að lokum sagði Gunn- laugur að 73. grein ætti ekki við. Hún kveður á um að mönnum sé frjálst að stofna félög og brot á greininni teldist ef þeim væri mein- að það með einhveijum hætti. Málið dæma Friðgeir Björnsson, yfirborgardómari, sem er dómsfor- seti og meðdómendur hans, þeir Allan V. Magnússon og Jón L. Arn- alds, borgardómarar. Á fundi læknadeildar í desember var fyrst kosið á milli þeirra um- sækjenda, sem hæfnisnefnd hafði talið hæfa til að gegna embættinu. Síðan var kosið á milli þeirra tveggja, sem þá fengu flest at- kvæði, þeirra dr. med Brynjólfs Mogensen, yfirlæknis á bæklunar- deild Borgarspítalans, og dr. med. Halldórs Jóhannssonar, dósents við læknadeild HÍ. 63 atkvæðisbærir fulltrúar tóku þátt í kosningunni milli Brynjólfs og Halldórs og hlaut Brynjólfur 31 atkvæði, Halldór 30 atkvæði, einn seðill var auður og einn ógildur. Forseti íslands skipar í embættið að fenginni tillögu menntamálaráð- herra og óskaði ráðuneytið eftir lögfræðilegu áliti lögskýringa- nefndar Háskólans á því hvort til- skilinn meirihluti atkvæðisbærra fulltrúa sem kveðið er á um í lögum væri að baki Brynjólfí. Niðurstaða lögskýringanefndar var sú að svo væri ekki, hann hefði fengið 31 atkvæði, en 63 fulltrúar voru á fundinum. Menntamálaráðuneytið vísaði málinu þá aftur til lækna- deildar Háskólans. Að sögn dr. med. Gunnars Guðmundssonar, for- seta deildarinnar, verður fjallað um málið á fundi deildarráðs fljótlega, en kosning fer síðan væntanlega fram síðari hluta febrúar. Dr. med. Hjalti Þórarinsson hefur verið prófessor í skurðlækningum við Háskóla íslands undanfarin ár, en hefur látið af störfum fyrir ald- urs sakir. Flateyri: Eldur í beit- ingarskúrum Flateyri. ELDUR kom upp í þremur beit- ingarskúrum á Flateyri kl. 18 í gær, en skúrarnir eru allir undir sama þaki. Þrír línubátar höfðu þar aðstöðu en ekki var ^jóst í gær hversu mikið Ijón varð vegna eldsins. Að sögn Hinriks Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Brimness hf., er fyrirsjáanlegt að útgerð bátanna þriggja mun stöðvast um einhvem tíma á meðan komið verður upp nýrri beitingaraðstöðu. Um eina klukkustund tók að slökkva eldinn. Eldsupptök voru enn ókunn í gærkvöldi. Magnea Fjármálaráðherra: F orsetar alþingis kanni vinnu- brögð Ríkisendurskoðunar FJÁRMÁLARÁÐHERRA sendi forsetum alþingis bréf í gær þar sem hann fer fram á að þeir taki skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu Þormóðs ramma hf. til rækilegrar athugunar, og kanni vinnubrögð við gerð hennar, forsendur og framsetningu. Ein af ástæðunum er sú, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, að Ríkisendurskoðun sendi frá sér úttekt á Þormóði ramma fyrir tæpu ári þar sem stofnunin taldi fyrirtækið svo illa statt að stefndi í gjaldþrot. Nú komi hins vegar fram skýrsla frá Ríkisendurskoðun um að fyrirtækið sé arð- vænlegt. Ljóst sé að önnur hvor skýrslan fái ekki staðist. Ráðherra sagði að á síðasta ári hefði Ríkisendurskoðun metið stöðu Þormóðs ramma fyrir Atvinnu- tryggingasjóð, vegna beiðni fyrir- tækisins um aðstoð úr sjóðnum. Niðurstaðan hefði orðið sú þá, að Þormóður rammi væri eitt þeirra fyrirtækja sem væru svo illa stödd að þau gætu ekki staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart sjóðnum. Lagði ráðherra fram minnisblöð Jóhanns Antonssonar, fulltrúa ráðuneytisins í stjórn Atvinnu- tryggingasjóðs, þar sem fram koma útreikningar Ríkisendurskoðunar á Ljóst að kjör landsmanna munu ekki batna á yfirstandandi ári - sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, á aðalfundi FÍS EINAR Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, sagði á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna í gær, að ljóst væri að kjör landsmanna myndu ekki batna á árinu. Spár bentu til að hagvöxtur yrði enginn vegna loðnubrests og minni orkuframkvæmda en búist var við. „Við verðum því að standa frammi fyrir því, að segja við Iaunþega að við vitum ekki um neinar tekjur. Það mun verða ákaflega sárt og erfitt," sagði Einar Oddur. Einar Oddur sagði að forystu- menn launþegasamtakanna vildu leggja áherslu á að bæta kjör hinna Iægst launuðu. „Hver vill ekki taka undir það? Mig minnir að ég hafi heyrt þetta áður,“ sagði hann. Benti hann á að millifærslur í þjóðfélaginu næmu 15—20 mill- jörðum, sem færu úr einum vasan- um í annan. „Oftast úr einum vasanum í annan á sömu flíkinni," sagði hann. „Hvenær ætlum við að hætta að veita fullfrísku fólki styrki? Til hvers er verið að veita félagslega aðstoð til fólks á besta aldri, sem er hraust og í góðri vinnu?“ spurði Einar. Sagði hann að þegar hjálpa ætti þeim verst settu færi það venjulega svo í framkvæmd að stór hluti aðstoðarinnar færi til alls almennings. „Við og samtök Iaunamanna höfum brugðist. Það er sannarlega til fólk sem á við bágindi að stríða og ég held að það sé ekki mjög fjölmennur hóp- ur, en ég vona að okkur takist að bæta kjör þess.“ Sagði hann að eina leiðin til þess væri að bæta starfsskilyrði atvinnulífsins. Einar sagði að þjóðarsáttar- samningarnir hefðu náð því mark- miði að koma í veg fyrir minnk- andi kaupmátt. Hins vegar væru efasemdum um samninginn víða sáð í þjóðfélaginu. „Ég get ekki annað en tekið eftir því, þegar kennarar í hagfræði við háskólann kveða sér hljóðs og segjá slíka samninga ganga þvert á lögmál markaðarins. Því miður hafa mjög margir tekið undir þetta. í allri Evrópu er sátt um, að grundvall- arforsenda þess að markaðurinn virki sé stöðugleiki og til að ná þeim stöðugleika þarf járnaga á launamarkaði og peningamark- aði. Agi á launamarkaðnum er forsenda þess að markaðurinn vinni og ftjáls samkeppni fái not- ið sín, svo kjörin geti batnað. Þetta hefur gengið best eftir þar sem aginn hefur verið mestur. Hjá þeim þjóðum sem stöðugleik- inn er mestur hafa kjör fólksins batnað mest og vöxturinn verið mestur," sagði hann. Einar sagði að eini kosturinn væri að taka höndum saman við launafólk því hagsmunir atvinnu- fyrirtækja og launafólks færu saman í því að auka velgengni fyrirtækjanna. „Við eigum að ganga fram og hlusta ekki á þær raddir sem segja að í haust sé ekkert framundan annað en átök,“ sagði hann. Sjá frétt um aðalfund FÍS á bls. 27. stöðu fyrirtækisins og neikvætt mat á framtíðarmöguleikum þess allt fram á árið 1995. Kemur þar fram að Ríkisendurskoðun taldi að eigið fé fyrirtækisins yrði neikvætt um hundruð milljóna á komandi árum. Ráðherra sagði að þrátt fyrir skuld- breytingu sem ríkissjóður veitti Þormóði ramma á síðasta ári skýri hún engan veginn misræmið í mati Ríkisendurskoðunar. Ráðherra gagnrýnir líka í bréfinu að Ríkisendurskoðun skuli hafa sniðgengið alla fortíð fyrirtækisins í nýju skýrslunni og ekki gert ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi í stjórn- un fískveiða. Þá hafí stofnunin reiknað kvóta fyrirtækisins sem eign þess þrátt fyrir að í 1. grein fiskveiðilaga sé sérstaklega tekið fram að kvóti myndi ekki eignar- rétt. Vísar ráðherra til upplýsinga frá Þjóðhagsstofnun um framlegðar- hlutfall meðal fyrirtækja með sömu uppbyggingu og Þormóður rammi. Þar kemur fram að framlegð er 9,5% af tekjum en í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um verðmæti fé- lagsins var reiknað með 14,2% framlegð. Sagði ráðherrann að mis- munandi mat á framlegð fyrirtækis gæti skipt sköpum fyrir virði fyrir- tækie. Þá sagði hann að Ríkisendur- skoðun rökstyðji ekki forsendur sínar um arðsemiskröfu af tjárfest- ingum í Þormóði ramma sem einnig geti skipt sköpum. Bendir ráðherra á að forsetar alþingis séu yfirmenn Ríkisendur- skoðunar og vill að þingmönnum gefist tækifæri til að ræða um sölu hlutabréfanna, hlufyerk og stöðu Ríkisendurskoðunar í tengslum við mál af þessu tagi, og um þau álita- mál sem upp koma í þessu sam- bandi vegna kvótaúthlutunar sam- kvæmt lögum um stjórn fiskveiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.