Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 13 Franska byltingin Ljóð og myndir Bókmenntir Erlendur Jónsson Hlynur Hallsson: Ljóð Myndir Pappírsflugvélar. 87 bls. Forlag höfundanna. 1990. Örstutt eru ljóðin í bók þessari. Sum þeirra eru þó of löng. Stuttljóð felur í sér eins konar ákall eða víg- orð. Það á því allt undir kortleik- anum, að ekkert sé ofsagt. Hlynur Hallsson fer stundum einni línu of langt. Honum þarf að lærast að í ljóði á ekki að þurfa að útskýra. Þegar honum hefur skilist það mun hann betur gera. Taka má sem dæmi ljóðið Líkami: Mjúkur likami snertir mig þú snertir hugsanir mínar snortinn er ég Ef til vill er galdur Ijóðsins öðru fremur fólginn í hinu hálf- sagða. Sem dæmi þess hvemig Hlyni getur þó tekist að takmarka sig, spara orðin, má nefna ljóðið Litur. Femingur myndaður á vegg tilgangurinn augljós líkt og litur hans bjartur Ef til vill tekst Hlyni best upp þegar hann miðar til einhvers áþreifanlegs eins og í Ijóði sem hann nefnir Gilið Þegar vinnu minni lýkur liggur leið mín upp Gilið sem flæðir í fang mitt og milli tánna en endar langt langt í burtu stundum við ströndina þar sem bryggjan er. Algengt er að ung skáld spreyti sig á líkingamáli, en sumir líta á það sem eins konar prófstein á hugmyndaflugið. Hvort líkingin í ljóðinu Tré er vel heppnuð eður eigi? Það kann nú að vera álitamál. All- tént er hún innbyrðis rökrétt og sjálfri sér samkvæm: ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tækf fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 NIÐURHENGD LOFT CMC kerft fyrir nifturhengd loff, er ur gatvaniseruðum málmi og ektþolið. CMC kerfi er au&velt i uppsetningu og mjög sterkl. CMC kerfl er fest me& stlllanlegum upphengjum sem þola allt a& 50 kg þunga. CMC kerfi fæst i mörgum ger&um bæði aýnilegt og faiið og ver&i& er Otrulega lágt. CMC kerfi er serstaklegá hannad Hnngið eftir fyrir loftplötur frá Armstrong trekan upptysmgum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640 Hlynur Hallsson Sólin sveiflast v milli greina tijánna en dettur loks niður það er komið kvöld Hlynur Hallsson er kornungur maður, myndlistamemi að upplýst var í fréttatilkynningu. Hann hef- ur því tímánn fyrir sér. Sjálfur hefur hann myndskreytt þessa bók sína. Þar hefur hann gætt þess að láta hvoragt skyggja á annað: ljóð né myndir. Ljóð Myndir Papp- írsflugvéiar er bók sem lofar engu sérstöku. Þetta getur orðið hvort heldur sem er: upphaf eða endir. Hér er á ferð ungur maður með ýmsa hæfileika sem vonandi eiga eftir að koma skýrar í ljós og nýt- ast betur. Hvert hann kemur til með að beina þeim þegar þar að kemur? Það mun auðvitað verða á hans valdi og forsjónarinnar. Niðurstaðan: Miðað við þann fjölda ljóðabóka sem ungir menn senda frá sér þessi árin er Ljóð Myndir Pappírsflugvélar einhvers staðar í kringum meðallagið. Fjölritun bókarinnar hefur hins vegar tekist verr en skyldi. Myndlist_______________ Bragi Ásgeirsson í anddyri Norræna hússins eru til sýnis teikningar af hinum ýmsu þáttum frönsku byltingarinnar eftir Jean Lous Prieur (1759- 1795). Ásamt teikningunum er saga byltingariananr rakin í textum á sænsku (!) svo og ýmsum samtíma viðbrögðum í Svíþjóð. Listrýnirinn var staddur í París á tvö hundruð ára afmæli bylting- arinnar og getur trútt um talað, að það var gert mikið af teikning- um og myndlistarverkum, er lýstu byltingunni og aðdraganda henn- ar, en vafalítið var margt fært í sjónræna annála af seinni tíma listamönnum. En það skorti vissulega ekki á mergjað myndefni frá byltingunni og myndefnið var listamönnum hugleikið löngu eftir að hún var afstaðin og ýmsir nýlistamenn dagsins hafa jafnvel sótt mynd- efni þangað og þá einkum í tilefni tímamótanna. Frakkar hafa og verið miklir „karikatúrteiknarar“ og slíkir hafa velt sér upp úr einstökum atvikum byltingarinnar fram á daginn í dag. Og það var eigin- lega íþrótt á þessum dögum að draga það skoplega fram í fari fólks og færðist í aukana á næstu öld, sem fæddi af sér ýmsa mestu snijlinga sögunnar á því sviði. í stóru höllinni í París (Grand Palais) var heilmikil sýning um byltinguna en á þann veg skipu- lögð að hún hlaut að vekja mun minni athygli en efni stóðu til, sem og varð raunin. Og hvað sýhinguna í anddyri Norræna hússins snertir er fuil langt gengið, er sögulegir text- arnir eru mun fyrirferðarmeiri myndunum, þannig að sýningin fær svip af uppfræðslu og/eða skólasýningu. Áuk þess eru allir textarnir á sænsku og kemur það mér spánskt fýrir sjónir, því að það ættu að vera hæg heimatökin á þessum stað að láta snara þeim yfir á íslenzku. Naumast vilja Svíar fá íslenzka sýningu á ein- hverjum mikilvægum heimssögu- legum viðburðum í Menningarhú- sið í Stokkhólmi með óþýddum íslenzkum textum! Þetta hefur komið fyrir áður og hef ég leyft mér að setja út á það, enda lítt skiljanlegt, þar sem hér er einungis um einfalt fram- taksatriði að ræða,_ sem ætti ekki að kosta skilding. í öllu falli ekki miðað við annan kostnað. I þessu efni virðast menn ekki alltaf halda vöku sinni á Norður- löndum og minna skal á, að hér er um sýningu að ræða, er bygg- ist á hugsjóninni um frelsi, jafn- rétti og bræðralag. En hér fer eitthvað úrskeiðis varðandi tungu- málajafnréttið, — frelsi til eigin máls. Og þar sem um jafn mikil- væga sýningu er að ræða, þá verð- ur framkvæmdin hálf vandræða- leg. Sé þessum málum sinnt af myndarskap er möguleiki á að stórauka aðsóknina að einstökum kynningarsýningum ' og er það ekki ávinningur allra? Hvað sýninguna snertir er hún hin áhugaverðasta, en hún gefur ekki skoðandanum nægileg tæki- færi til að hugsa sjálfstætt vegna hinna yfirþyrmandi mergð skýr- ingartexta, en fæðar mynda. Myndir hins unga myndlistar- manns „Jean Louis Prieur" eru hin ágætasta heimild og hafa mikið verið notaðar á seinni tím- um til að bregða upp raunsærri mynd af atburðunum. Sjálfur hlaut hann þau örlög að vera leiddur á höggstokkinn árið 1795. SUMIR VIRÐAST ALLTAF GETA VEiTT SÉR MEIRA EN AÐRIR Hvernig stendur á því? Ætla má að skilvís fjölskyida sparí sér meira en hundrað þúsund krónur árlega, þegar þess er gætt hvemig faríð getur, ef gjalddaga hinna ýmsu skuldbindinga hennar er ekki gætt Nútíma heimilishald getur kallað bæði á lántökur af margvíslegum toga og neyslu, sem greidd er eflir á. Nefna má útgjöld til húsnæðiskaupa, veitugjöld hvers konar og opinber gjöld sem dæmi. Dráttarvextir og innheimtu- kostnaður safnast hratt í ötrúlegar fjárhæðir ef skilvísi er ekki f hávegum höfð á heimilinu. ... OG NÚ ERU MÐ HÚSNÆÐISLÁNIN. GJALDDAGI ÞEIRRA ER 1. FEBRÚAR. 16. fébrúar leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. mars leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísitölu. NOTAÐU PENINGANA PÍNA I EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN DRÁTTARVEXT HÚSNÆÐISSTOFNUN RfKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 SAMEINAOA /SlA t ....ÍÞ- :>-----------i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.