Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 Lögmaðurinn Ford er í virkilega vondum málum í Uns sekt er sönnuð. Bruggnð banaráð Skuggaleg andlitslyfting Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Uns sekt er sönnuð — „Pres- umed Innocent" Leikstjóri Alan J. Pakula. Hand- rit Pakula og Frank Pierson, byggt á skáldsögu Scotts Turow. Aðalleikendur Harrison Ford, Bonnie Bedelia, Greta Scacchi, Paul Winfield, Raul Julia, Brian Dennehy,- Joe Griaf- asi. Bandarísk. Warner Bros 1990 Fáar skáldsögur hafa skapað annað eins uppnám og Uns sekt er sönnuð, fyrsta bók Turows, þekkts lögfræðings sem sneri sér að ritstörfum og kvaddi réttarsal- ina. Áður en bókin kom út voru kunnir kvikmyndaframleiðendur búnir að marg-yfirbjóða hver ann- an (veðjuðu á réttan hest því hún varð metsölubók) og kvikmynda- rétturinn fór á morð fjár. Það er ekkert til sparað í kvikmyndagerð- ir með slíka forsögu og Uns sekt er sönnuð er lýtalaust dæmi um fágaða atvinnumennsku. Saksóknara (Ford) er fengið snúið mál til meðferðar, samstarfs- maður hans, aðstoðarsaksóknarinn Scacchi, er myrtur og fyrr en var- ir berast böndin að honum sjálfum. Ford er giftur, en átti í endasleppu ástarsambandi við hina látnu og á morðstaðnum finnast geigvænleg sönnunargögn, fingraför hans o.fl. Til að bæta gráu ofaná svart á yfirboðari hans (Dennehy) í strangri og tvísýnni kosningabar- áttu og verður það stórpólitískt að bragði, enda vatn á myllu andstæð- inga Denniiys. Þungamiðja myndarinnar er því spurningin hvort Ford sé sekur eða saklaus og vissulega slævir það skemmtunina að hafa lesið bókina. Fléttan er meginprýði bókarinn- ar/myndarinnar. En Pakula kemst prýðilega frá handritinu, heldur jafnvel þrautkunnugum lesendun- um í óvissu á köflum. Áhorfandinn kemst í nánari snertingu við bak- tjaldamakk dómsvaldsins en í öðr- um skyldum myndum á undanförn- um árum. Lítið fer fyrir kaldhæðni bókarinnar, Pacula hefur valið efn- inu alvarlegri f'arveg. Yfirbragðið er sterkt og þunglamalegt en held- ur manni við efnið frá upphafi til enda. Leikaravalið er næstum óað- finnanlegt, hér fá afburðaleikarar sem ekki hafa fengið of mörgtæki- færi, að njóta sín. Julia, Dennehy, Winfield og Bedelia fara á kostum, Grifasi óborganlegur, Scacchi und- irförul femme fatale. Hinsvegar er erfitt að sætta sig við leik og útlit Fords í aðalhlutverkinu og þó hann geri margt býsna vel, eins og hans er von og vísa, er þáttur hans einn fárra galla ágætismynd- ar. Það má örugglega skrifa hann á reikning leikstjórans að miklu leyti. Of mikið er gert úr umkomu- og ráðaleysi hans og klippingin ljær honum frekar útlit tugthús- slims en virts lögmanns. Hvað sem öðru líður er mergur málsins sá að Uns sekt er sönnuð- er ein af þessum fágætu myndum sem fá bíófýkilinn til að hreiðra um sig strax á upphafsmínútunum, fá sæluhroll því hann veit að hann á í vændum sannkallað Bíó — með stórum staf., Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Skuggi („Darkman"). Sýnd í Laug- arásbíói. Leikstjóri: Sam Raimi. Aðalhlutverk: Liam Neesön, Fran- cis McDormand. I vísindahrollvekjunni Skuggi eða „Darkman" leikur sá ágæti leikari Liam Neeson vísindamann sem fundið hefur aðferð til að búa til mannshúð í tilraunastofu. Gall- inn er bara sá að hún dugar ekki nema í 99 mínútur. Eftir það tekur hún að eyðileggjast. Óþokkar í leit að upplýsingum frá vinkonu vísindamannsins leggja rannsókn- arstofuna hans í rúst og sprengja hana svo í loft upp. Neeson slepp- ur lifandi úr eldinum en mestallt andlitið er horfið og mikill partur líkamans brunninn. Hann flýr af spítalanum og kemur sér fyrir í yfirgefínni skemmu þar sem hann heldur áfram að búa til mannshúð, núna til að fela sína eigin afskræm- ingu og til að hefna. Þetta. er bláþráðurinn í einni skemmtilegustu og hressilegustu vísindahrollvekju sem sýnd hefur verið hér síðustu árin. Hún er eft- ir B-myndasmiðinn Sam Raimi og tekur margt að láni úr kvikmynda- sögunni eins og „Dr. Jekyll and Mr. Hyde“, „The Beauty and the Beast“ og jafnvel skikkjuklædda skálkabananum, „Batman" (Danny Elfman sér líka um tónlist- ina í þessari), en bakar það saman í eldföstu formi dúndurgóðrar af- þreyingar með verulega ógnvæn- legum skúrkum, sprengingum, elt- ingarleikjum, góðum áhættuatrið- um og skotbardögum. Innanum öll lætin gefur Raimi sér líka tíma fyrir sálarangist hinn- ar harmrænu hetju sem dregið hefur sig úr samfélagi mannanna inní myrka undirheima mannhat- urs og hefndarþorsta. Innri barátta hans gefur myndinni nauðsynlega dramatíska innspýtingu; sálin er jafnilla brunnin og andlitið og þótt hann haldi áfram að vera sá öðling- ur sem hann áður var er kominn annar og dekkri og ofsafengari í hann líka, sem hefur enga stjórn á hamslausri bræðinni. Sam Raimi skapar virkilega góða B-mynda tilfinningu í Skugga (fín þýðing þótt hin sanna Tíma- hetja eigi nafnið), með áhrifaríkri leikstjórn, hraða í frásögn og af- dráttarlausu ofbeldi (óþokkinn er sannkallaður óþverri), í bland við vísindaskáldskap sem er á mörkum hins vitræna. Vísindamaðurinn getur með húðframleiðslu sinni breytt sér í hvern sem er í 99 mínútur og notar það hugvitsam- lega til að vinna á óþokkunum; eftirminnilegast er þegar vísinda- maðurinn hefur breytt sér í erki- fjanda sinn og þeir mæta hvor öðrum í snúningsdyrum. . Mitt í öllum ófögnuðinum lúrir svo ljúfsár ástarsaga á milli Nees- ons og vinkonu hans, hinnar frá- bæru Francis McDormand. Leikur- inn er allur með mestum ágætum. Neeson smellur í hlutverkið og lýs- ir einkar vel angist og sálarkvölum myrkraverunnar og McDormand er ljósið í myrkrinu. Afmæliskveðja; Olafur Þórðar- son í Suðurgarði Óli í Suðurgarði í Vestmannaeyj- um er áttræður í dag. Ólafur Þórðar- son er þeirrar ættar að óhægt er að lýsa í fáum orðTTm, en þó er ein- urð ríkjandi í fari þessa fólks í Jasi sem málafylgju. í eðli sínu er Óli í Suðurgarði byltingarmaður og ósjaldan hefur hvesst hressilega yfir eldhúsborðinu í Suðurga.rði með til- heyrandi lífi og fjöri. I Óla í Suður- garði býr veldi ólíkra þátta, barna- gælunnar, veiðimannsins, baráttu- mannsins og bókaormsins sem ann ljóðum og listrænum frásögnum, enda inaðurinn sjálfur lista sögu- maður og líf hans allt með slíkum tilþrifum að ævintýralegt þætti_ í svæsnustu skáldsögu. Ungur fór Óli til sjós bæði sem fiskimaður og far- maður og heimshöfin hefur hann siglt með viðkomu og ævintýrum í hinum aðskiljanlegu höfnum. Hann sigldi í stríðinu og lenti í hrikalegum átakspunktum þegar menn urðu að sigla mannslífln af sér og dagskipun- in réð ferðinni og heildaráætlun en ekki það sem upp kom og skipti sköpum um líf eða dauða einstakl- inganna. Fiskimaður, farmaður, raf- virki, vélstjóri, bóndi, lundaveiði- maður. Þannig er lengi hægt að halda áfram með Óla í Suðurgarði, því hann hefur víða komið við og hvarvetna hefur hann sett svip á umhverfi sitt og lífsins kómidí, hvort sem er í spjalli á dívaninum í eldhús- inu hjá honum og henni Svölu í Suðurgarði, eða þegar vínið þraut og hann arkaði á móti flugvélinni í flugtaki á Vestmannaeyjaflugvelli til þess að komast „suður“, eða í spjalli með vinnufélögunum í hinum ýmsu heimsálfum. En þrátt fyrir að oft hafi kippt af leið á langri ævin eins og gengur og gerist hefur það aldr- ei brugðist hjá Óla í Suðurgarði að taka upp hanskann fyrir lítilmagn- ann, réttlæti og sanngirni þar sem hver einstaklingur á að eiga sinn möguleika og sinn rétt. Á síðari árum hefur Óli unnið merkilegt hjálparstarf innan raða AA-samtak- anna og enn er þessi síungi maður kvikur og grannur sem unglingur, enda munar hann ekkert um að bregða sér í lárétta stellingu hvenær sem er og taka eins og 15-20 arm- beygjur. Oli í Suðurgarði er traustur vinur og félagi, kröfuharður en sann- gjarn. Megi hann lengi enn halda þeim takti sem er aðalsmerki hans, snerpu í fasi og framkomu með stóískri gamansemi. Lífsakkerið hans, hún Svala í Suðurgarði, hefur að vanda kaffi á könnunni handa hverjum þeim sem að Suðurgarði ber á afmælisdaginn sem endranær. Megi gifta og gæfa fylgja þessum sérstæðu hjónum oghamingjuóskir. Árni Johnsen __________Brids_____________ ArnórRagnarsson Islandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni Skráningu í þessi Islandsmót lýkur í dag, miðvikudaginn 30. janúar. Ef einhverjir eru ekki búnir að láta skrá sig, þá þarf að gera það strax í dag. Byrjað verður að spila föstudagskvöld- ið 1. febrúar kl. 19.30, þá og á laugar- daginn verður spiluð undankeppni, síðan úrslitakeppni á sunnudag. Spilað verður í Sigtúni 9 og keppnisstjóri verður Kristján Hauksson. Bridshátíð 1991 Gestalistinn á Bridshátíð Bridssam- bands íslands og Flugleiða er nú tilbú- inn. Þar er fyrst að nefna sveit frá Austurríki. Tveir þeirra voru gestir okkar á Bridshátíð ’89, Heinrich Berg- er og Wolfgang Meinl. Þeir urðu þá í 17. sæti í tvímenningi Bridshátíðar en félagar þeirra Fucik og Kubak unnu hann þá örugglega. Þeir koma ekki núna en í stað þeirra kom Kadlec og Terraneo. Góðvinur okkar, Zia Mahmood, kemur með skemmtilega blandaða sveit eins og oft áður. Hann ætlar að þessu sinni að spila við ísra- elsmanninn Lev og með þeim koma tveir Frakkar, Paul Chemla og Christ- ian Mari. Þriðja boðssveitin kemur frá Bandaríkjunum og þar eru vel þekkt nöfn frá Bridshátíðum á ferð. Mike Polowan, Mark Molson og Alan Sontag eru nöfn sem við þekkjum og með þeim kemur Boris Baran. Skrán- ing í tvímenning og sveitakeppni Bridshátíðar stendur yfir og lýkur skráningu í tvímenninginn næsta mánudag, 4. febrúar. 48 pör geta ver- ið með í tvímenningnum og verður listi yfir þátttakendur birtur strax að lokn- um skráningarfresti. ísland í A-flokk! \ Hvað hefur áunnist? Hvað er framundan? Hvers konar ríkisstjórn? Árni Gunnarsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, á opnum fundi í sal Sveinafélags jórniðnaðarmanna, við Heiðarveg, Vestmannaeyjum, n.k. miðvikud. 30. jan. kl. 20.30. Fundarstjórn: Þorbjörn Pálsson Fjölmennum á skemmtilegan fund. ALÞÝÐUFLOKKURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.