Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 32
32_________________MORGUNBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 19,91_ Aðild að EB fyrir aldamót eftir Birgi Árnason Á síðasta ári komu þingflokkar allra stjórnmálaflokkanna sér saman um stefnuyfirlýsingu þar sem segir að aðild íslendinga að Evrópubanda- laginu sé ekki á dagskrá. Það er talandi dæmi um þann skort á fram- sýni og djörfung sem nú setur svip á þingheim að þessi stefna var ekki fyrr komin á blað en hún var orðin úrrelt. Aðild að EB er á dagskrá Auðvitað er aðild íslendinga að ^ Evrópubandalaginu á dagskrá þótt þingmenn þori ekki að horfast í augu við það og vilji ekki við neitt slíkt kannast. Samkvæmt ítrekuðum skoðanakönnunum er meirihluti Is- lendinga hlynntur aðild að Evrópu- bandalaginu og þeir vita vel um hvað málið snýst. Það er ekkert annað en lítilsvirðing í garð íslend- inga að gera lítið úr niðurstöðum þessara kannana. Mér er minnis- stætt samtal sem ég átti við son minn fimmtán ára, sem sennilega er talsvert víðförull eftir aldri, um hátíðirnar. Hann sagði blátt áfram: „Ég fæ gæsahúð af tilhugsuninni um það að við verðum ekki aðilar að Evrópubandalaginu í framtíð- inni.“ Samstarfsþjóðirnar í EFTA Sívaxandi líkur eru á því að sam- starfsþjóðir íslendinga í EFTA — Austurríkismenn, Finnar, Norð- menn, Svíar og Svisslendingar — verði allar búnar að sækja um aðild að Evrópubandalaginu innan fárra ára. íslendingar eiga um tvo kosti að velja: Að fylgja samstarfsþjóðun- um í EFTA inn í Evrópubandalagið síðar á þessum áratug eða sigla sinn sjó. Heimska að hætti Hávamála Skoðum fyrst síðari kostinn. Fyrst verður að hafa í huga að því fer fjarri að han feli í sér óbreytt ástand. Hann felur í sér að íslendingar muni í vaxandi mæli einangrast frá þeim þjóðum sem þeir hafa á liðnum árum haft nánust stjórnmálaleg, menningarleg og efnahagsleg tengsl við á sama tíma og þessar þjóðir efla með sér alhliða samstarf á vett- vangi Evrópubandalagsins. I banda- laginu verður ekki eingöngu íjallað um efnahagsmál heldur jöfnum höndum um mennta- og menningar- mál, umhverfismál, öryggismál o.s.frv. íslendingar munu að stórum hlut fara á mis við þetta samstarf kjósi þeir að standa utan Evrópu- bandalagsins. Sú hugmynd er í besta falli hlægileg, að nánara samstarf við þjóðir Norður-Ameríku og Asíu geti að einhveiju leyti komið í stað- inn fyrir þau bönd sem nú tengja íslendinga við nágrannaþjóðirnar í Evrópu. Einangrunarhyggjan sem heltekið hefur ýmsa af helstu stjórn- málamönnum á Islandi á ekkert skylt við það að standa vörð um sjálf- stæðið. Hún er heimska að hætti Hávamála.. Ávinningnr af aðild Ávinningurinn af aðild að Evrópu- bandalaginu liggur í þátttöku í þeirri nýsköpun Evrópu sern nú fer fram. Hann er vissulega af efnahagslegum toga en ekki síður menningarlegum og stjórnmálalegum. Ég nefni sem dæmi að aðgangur íslenskra ung- menna að menntastofnunum í ríkj- um bandalagsins yrði mun greiðari en hann er nú. Ékki er heldur úr vegi að nefna að Evrópubandalagið getur gert að veruleika þá von um varanlegan frið í álfunni sem glæðst hefur á undanförnum misserum því fátt gerir menn fráhverfari vopna- skaki og stríðsbrölti en arðvænleg verslun og viðskipti. Mótbárur Andstæðingar aðildar íslendinga að Evrópubandaiaginu þafa einkum sett þrennt fyrir sig. í fyrsta lagi telja þeir að sjálfstæði þjóðarinnar stafi hætta af valdaafsali til banda- lagsins, í öðru lagi að íslendingar verði þar áhrifalausir og í þriðja lagi að ekki verði unnt að tryggja fisk- veiðihagsmuni þjóðarinnar innan Evrópubandalagsins. Fyrstu mótbárunni vil ég svara með spurningu: Þykjast Islendingar vera sjálfstæðari en t.d. Belgar, Danir, Hollendingar og írar? Mér þætti fróðlegt að vita í hvetju þetta aukna sjálfstæði íslendinga ætti að vera fólgið. Það er hinn mesti misskilningur að íslendingar verði áhrifalausir inn- an Evrópubandalagsins. Þvert á móti myndu áhrif þeirra þar verða langtum meiri en mannljöldi í landinu gæfu tilefni tii ef virt væri Birgir Árnason „ Einangrunarhyggj an sem heltekið hefur ýmsa af helstu stjórn- málamönnum á Islandi á ekkert skylt við það að standa vörð um sjálf- stæðið. Hún er heimska að hætti Hávamála.“ sú grundvallarregla að atkvæði allra teldu jafnt. Með aðild að Evrópu- bandalaginu væru íslendingar í að- stöðu til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þar sem það skipt- ir ntáii. Því hefur verið haldið að þjóðinni, að fyrir aðild að Evrópubandalaginu þyrfti hún að veita því sem næst óheftan aðgang að fiskimiðunum umhverfis landið, þar sem fyrir að- gang að mörkuðum verði að koma aðgangur að auðlindum. Ég álít þetta vera bábilju eina. Það hefur einfaldlega aldrei á það reynt í samn- ingum við bandalagið hvort það er reiðubúið til að viðurkenna óskorað- an yfirráðarétt Islendinga yfir fiski- miðunum umhverfis landið. Þetta er verkefni sem þarf að ganga í. Mér segir svo hugur að það sé ekki óleys- anlegt því grundvallarregla hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu Evr- ópubandalagsins er að þeir sem byggt hafa lífsafkomu sína á nýtingu ákveðinna fiskimiða hafi framvegis að þeim forgang. Aðild fyrir aldamót Kosningabaráttan í vor mun ef að líkum lætur að miklu leyti snúast um meiningarlaust karp um það hvetjum sé að þakka að verðbólgan er minni en verið hefur um árabil. Minna verður um það fjallað að þjóð- artekjur hafa ekkert aukist í fjögur ár og að dauflega horfi til framtíðar að óbreyttu. Fyrir mér snúast kosn- ingarnar því að mestu um það hvort menn eru með eða á móti framt- íðinni. Ég kýs aðild að Evrópubanda- laginu fyrir aldamót. Höfundur er hagfræðingur hjá EFTA í Genf og gefur kostá sér í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir konmndi kosningar. FORVARNIK -SPARNAÐUR Forvarnirog aftur forvamir eftir Valgerði Gunnarsdóttur Við mótun stefnu í heilbrigðismál- um næstu árin er eitt brýnasta verk- efnið að efla forvarnir gegn sjúk- dómum. Forvarnarstarf er skammt á veg komið hjá okkur íslendingum nema á afmörkuðum sviðum heil- brigðiskerfisins eins og t.d. við mæðra- og ungbarnaeftirlit. For- varnir eru miklu skemmra á veg komnar hvað varðar álagssjúkdóma. „ Álagssjúkdómar eins og bakveiki og óþægindi frá hálsi og herðum eru mjög útbreiddir hér og valda gífur- legu fjárhagstjóni vegna tapaðra vinnudaga og sjúkrakostnaðar. Því hefur jafnvel verið slegið fram að við töpum 900 milljónum á ári vegna bakveiki. Ekki þori ég að fullyrða um þessa upphæð en rannsókn sem læknir og sjúkraþjálfari Vinnueftir- lits ríkisins gerðu fyrir fáunt árum leiddi í ijós margt athyglisvert um útbreiðslu álagssjúkdóma. í rann- sókninni var notað slembiúrtak fólks á aldrinum 16-65 ára og ættu niður- stöður hennar því að gefa góða vís- bendingu um ástandið almennt. I ljós kom að 8% kvennanna og 3% karlanna voru óvinnufær lengur en 8 daga á undanliðnum 12 mánuðum vegna óþæginda frá herðum eða öxlum. Miklu stærri hópur hafði leit- að til læknis eða sjúkraþjálfara vegna svipaðra einkenna og þessi óþægindi höfðu dregið úr virkni í starfi hjá 26% kvennanna og 12% karlanna síðustu 12 mánuðina. Það er því augljóst að mjög háar ijárhæð- ir tapast vegna álagssjúkdóma fyrir utan þá mannlegu og félagslegu þjáningu sem þetta veldur. Stóran hluta af þessum vandamál- um má fyrirbyggja með réttum að- a gerðum. Þegar við sjúkraþjálfarar erum að fræða skjólstæðinga okkar um rétta líkamsbeitingu heyrum við oft spurninguna: Hvers vegna í ósköpunum er þetta ekki kennt í skólum? Hjá okkur verður fátt um svör önnur en þau að mest af íjár- munum heilbrigðisþjónustunnar fari til að meðhöndla sjúkdóma en ekki «£ til að fyrirbyggja þá. Sjúkraþjálfarar eru sérfræðingar í stoð- og hreyfikerfi líkamans. Þessa sérþekkingu sjúkraþjálfara þarf að nýta í skólakerfinu. Hver einasti skóli í landinu ætti að hafa greiðan aðgang að ráðgjöf sjúkraþjálfara um Iíkamsbeitingu, hönnun vinnuað- stöðu og einnig um hreyfingu fyrir þá nemendur sem gengur illa að nýta sér venjulega íþróttakennslu. Skólarnir eru vinnustaðir barna og kennara. Til að gera þennan vinnu- stað þannig úr garði að hann sé ekki sjúkdómavaldandi eins og nú er þarf: í fyrsta lagi að konta á ein- setnum skóla, samfelldum skóladegi og skólamáltíðum. Það verður að tryggja börnunum gott atlæti og öryggi með því að slíta ekki í sund- ur vinnudag þeirra, láta þau njóta öryggis skólans meðan foreldrarnir eru að heiman og sjá til þess að þau nærist vel. Þarna spila saman hinir andlegu, líkamlegu og félagslegu þættir heilbrigðis. Allt skipulag náms og leiks, þ. á m. hreyfingar, verður miklu auðveldara þegar skól- arnir eru einsetnir. I raun og veru þarf ekki meiri umræðu en þegar hefur átt sér stað um nauðsyn þess- ara atriða, nú þarf að fara að fram- kvæma. I öðru lagi þarf að huga að hönnun húsnæðis og innra og ytra umhverfis skólanna. Börn hafa aðrar þarfir en fullorðnir. Þau geta ekki einbeitt sér eins lengi í einu og fullorðnir og þurfa miklu meiri hreyfingu. Skólahúsnæði og skólalóð verða að geta þjónað þessari hreyfiþörf ef börnunum á að Iíða vel og vinnufrið- ur að nást. Skólahúsgögn eru líka mikilvægur þáttur í vinnuumhverfi barnanna. Flestir skólar virðast að- eins hafa eina til tvær mismunandi stærðir af skólahúsgögnum þótt framleiddar séu fjórar mismunandi stærðir hér á landi. Engin fagleg ráðgjöf er gefin um húsgögn í skól- ana nema þá frá seljanda. Þó er geysilegur munur á hæð nemenda sem eiga að nota sömu stærð af húsgögnum, meira að segja innan sama árgangs. Skólahjúkrunarfræð- ingar hafa upplýst að hæðarmunur barna í sama bekk geti verið allt að 43 cm. Vegna tvísetningar skóla þurfa mismunandi árgangar að nota sömu stofurnar og sömu húsgögnin Valgerður Gunnarsdóttir „Forvarnir kosta mikla fjármuni í upphafi en þeir peningar skila sér margfalt aftur í sparn- aði í heilbrigðiskerf- inu.“ og þar getur hæðarmunur barna verið allt að 64 cm. Hvernig á nú að vera hægt að læra rétta líkams- beitingu og tileinka sér góðar vinnu- stellingar þegar svona er í pottinn búið. Um nokkurt skeið hefur verið til heimild í lögum til að ráða sjúkra- þjálfara við hvert heilsugæsluum- dænti. Fyrir íjórum árum voru gerð- ar tillögur unt starfssvið sjúkraþjálf- ara í heilsugæslu, m.a. í skólum, en þessat' tillögur hafa ekki verið notað- ar og enginn sjúkraþjálfari hefur enn verið ráðinn að heiísugæslustöð til forvarnarstarfs. Við íslendingar get- um verið stolt af heilbrigðiskerfi okkar. En ráðamenn og almenningur þurfa að gera sér grein fyrir því að það þarf að fara að leggja breyttar áherslur, meiri áherslu á forvarnar- starfið og minni á tæknivædda með- höndlun en nú er gert. Forvarnir kosta mikla fjármuni í upphafi en þeir peningar skila sér margfalt aft- ur í sparnaði í heilbt'igðiskerfinu. Höfundur er framkvæmdastjóri sjúkraþjálfunar á Landspítalanum og tekur þátt íprófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík. eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Fyrir skömmu sat ég sem oftar við sjúkrabeð ungrar manneskju sem örlögin höfðu leikið grátt úti í hinum harða heimi untferðarinnar. Fórnarlambið, sem að þessu sinni var ungur maður, sagði mér með kaldhæðni í röddinni að víst gæti hann ekki kvartað yfir umönnun samfélagsins eða að forlögin tóku í taumana. Hann hafí notið hjúkrunar og endurhæfingar um nokkurra ára skeið auk þess sem hann fékk greiddar örorkubætúr frá hinu opin- bera. Með öðrum orðum: Þessi ungi maður hafði kostað samfélagið tugi milljóna eftir að hann varð svo ógæfusamur að lenda í umferðar- slysi. „Ég myndi glaður vilja vinna hörðum höndum til þess að endur- greiða þessa peninga ef ég bara gæti,“ sagði hann jafnframt. Þessi ungi maður er aðeins samn- efnari fyrir fjölda ungmenna sem vegna eigin dómgreindarleysis hefur orðið undit' í lífinu. Hann er einn þeirra sem slasaðist í umferðinni tæplega tvítugur að aldri og bíðut' þess aldrei bætur. En það eru ekki aðeins fórnarlömb umferðarslys- anna sem verða að sætta sig við brostna drauma. Það gera líka allir þeir sem ánetjast hafa vímuefnum í hverri mynd sem þau birtast. Og í flestum tilfellum er það ungt fólk í blóma lífsins. Fólk sem svo gjarn- an hefði viljað bregðast öðruvísi við ef það aðeins hefði tækifæri til. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Et' hugsanlegt að þessi ungmenni væru öðruvísi á sig kom- in ef þau hefðu fengið þá fræðslu sem þau eiga rétt á: Þeirri spurn- ingu er líklega aldrei hægt að svara en hitt er borðleggjandi staðreynd að það hefur sýnt sig að öflugar forvarnir í umferðar- og fikniefna- vandamálum skila sér í nýtari og betri þjóðfélagsþegnum. Það er með öðrum orðum þjóðhagslega hag- kvæmt að auka forvarnir hér á landi. Eins og nú háttar er skammar- lega litlum fjármunum varið til þess Ragnheiður Davíðsdóttir „Það hefur sýnt sig að öflugar forvarnir í um- ferðar- og fíkniefna- vandamálum skila sér í nýtari og betri þjóðfé- lagsþegnum.“ að byt'gja brunninn áðut' en barnið dettur í hann. En þegar skaðinn er skeðut' er fátt sparað til þess að gera þessu fólki lífið sem bærileg- ast. Én það er dýrt að vera vitur eftir á. Um það vitna tölur um kostn- að samfélagsins vegna umferðar- slysa sem skipta hundruðum millj- óna. Væri ekki skynsamlegra að nýta þó ekki væri nema brot af þeim milljónum til þess að koma í veg fyrir skaðann? Við höfum ein- faldlega ekki efni á að missa fleiri ungmenni úr umferð hins daglega lífs — svo ekki sé talað um hinn mannlega harmleik sem fylgir þvi þegar ungt fólk leggur líf sitt í rúst. Lykilorðið er því forvarnit' og aftur forvarnir. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri AlþýðuHokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.