Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 18
1$J morGtjnSláöiíí MlÐmööÁ'GtrRrs&'. JKflÖAft'ítfíF' Listi sjálfstæðis- manna í Reylgavík FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi þing- kosningar er þannig skipaður, með þeim breytingum er á honum voru gerðar í gærkvöldi: 1. Davíð Oddsson borgarstjóri. 2. Friðrik Sophusson alþingismaður. 3. Bjöm Bjarnason aðstoðarritstjóri. 4. Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. 5. Ingi Björn Albertsson alþm.maður. 6. Sólveig Pétursdóttir alþm. 7. Geir H. Haarde alþingismaður. 8. Lára M. Ragnarsdóttir hagfræð- ingur. 9. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur. 10. Þuríður Pálsdóttir yfirkennari. 11. GuðmundurH. Garðarsson alþm. 12. Guðmundur Magnússon sagn- fræðingur. 13. Kristján Garðarsson formaður Óðins. 14. Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir laga- nemi. 15. Ásta Möller formaður Fél. há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. 16. Davíð Stefánsson formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. 17. Kristinn Jónsson prentsmiðju- stjóri. 18. Anna Þrúður Þorkelsdóttir for- stöðumaður. 19. Einar Stefánsson prófessor við læknadeild HÍ. 20. Daði Guðbjömsson listmálari. 21. Árdís Þórðardóttir rekstrarhagfr. 22. Glúmur Jón Bjömsson efnafræði- nemi. 23. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir form. Landssambands verzlm. 24. Hörður Gunnarsson verkamaður. 25. Pétur Ormslev markaðsfulltrúi. 26. Guðrún Beck húsmóðir. 27. Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. 28. Inger Anna Aikman dagskrár- gerðarmaður. 29. Ragnhildur Pálsdóttir kennari. 30. Vala Thoroddsen frú. 31. Ingimundur Sigfússon stjórnar- formaður Heklu. 32. Ragnheiður Hafstein frú. 33. Ema Finnsdóttir frú. 34. Pétur Sigurðsson fyrrv. alþingis- maður. 35. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri. 36. Ragnhildur Helgadóttir alþingis- maður. Fundur fulltrúaráðsins á Hótel Sögu var mjög fjölmennur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Guðinundur Maernússon dró sig til baka úr 11. sæti listans eftir Agnesi Bragadóttur Á MJÖG fjölmennum aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á Hótel Sögu í gærkvöldi, gerði Ragnar Ingólfsson tillögu um að Guðmundur H. Garðarsson skipaði 11. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, en kjörnefnd hafði gert tillögu um að Guðmundur Magnússon, sem hlaut 13. sætið í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins, skipaði það sæti. Allmargir tóku til máls og allir utan einn lýstu yfir stuðningi við tillögu Ragnars. Áður en til atkvæðagreiðslu kom, dró Guðmundur Magnússon sig til baka úr 11. sæti og sagðist reiðubúinn til þess að skipa 12. sætið. Loftið var lævi blandið við upphaf þannig að í 11. sæti yrði Guðmundur óvenju fjölmenns aðalfundar í Átt- hagasal Hótel Sögu í gærkveldi. Ól- afur B. Thors var kjörinn fundar- stjóri og að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum skýrði Jón Stein- ar Gunnlaugsson formaður kjör- nefndar frá störfum nefndarinnar og kynnti tillögu hennar. Þá tók Ragnar Ingólfsson til máls. Hann sagði að ákveðinn hópur innan flokksins hefði reynt að grafa Guðmund H. Garðars- son lifandi og reynt að henda honum út af lista, gegn hans eigin vilja. Sami hópur hafi reynt að „pota“ ° öðrum inn á listann í hans stað. Síðan gerði Ragnar tillögu um að stuðst yrði við niðurstöður prófkjörsins H. Garðarsson, en hann hefði næst- um fengið bindandi kosningu í 12. sætið. Grímur Sæmundssen tók næstur til máls og lýsti yfír stuðningi sínum við tillögu Ragnars. Guðmundur H. Garðarsson talaði næstur og rakti forsögu þessa máls. (Sjá viðtal við Guðmund). „Út af fyrir sig hef ég ekkert við það að athuga að annar maður sé hafður í ellefta sæti,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að gefa kost á mér í ellefta sætið, fyrst og fremst vegna þess að ég finn það bæði meðal sjálfstæð- ismanna sem hér eru inni, mjög margir og vegna þess að ég finn það Guðmundur H. Garðarsson: Ánægður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins Vinnubrögð kjörnefndar óeðlileg og ósæmileg AÐ LOKNUM aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík i gærkveldi kvaðst Guðmundur H. Garðarsson vera án- ægður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, en fundurinn samþykkti að Guðmundur skipi ellefta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosningum og Guðmundur Magnús- son það tólfta. Guðmundur sagði f samtali við Morgunblaðið laust fyrir miðnætti í gær: „Ég er ánægður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sem er megin- atriði fyrir mig. Sem fyrr legg ég áherslu á það að stefna Sjálfstæðis- flokksins nái fram að ganga. Ég tel að listinn sé öflugur svona. Það ræður ekki úrslitum hvort ég er í öruggu sæti eða ofarlega. En það sannar breidd í efstu sætum fram- boðslistans að þetta skuli hafa orð- ið niðurstaðan, eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lagt áherslu á að væri í gegnum tíðina. Þessi fjöl- menni fundur fulltrúaráðsins, þar sem saman voru komnir fleiri hundruð sjálfstæðismenn, sýndi það svo ekki verður um villst, að hann vildi hafa þetta svona og þess vegna er ég ánægður." Guðmundur sagði í gær að sér hefði verið efst í huga, eftir ,að niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík lágu fyrir, að þátttöku sinni í pólitík væri lok- ið. Hann hefði á hinn bóginn verið reiðubúinn til þess að láta það koma fram með þeim hætti, sem æskilegt væri talið, að hann styddi Sjálf- stæðisflokkinn að sjálfsögðu áfram af heilum hug og vildi að flokkur- inn hefði sem mest brautargengi undir forystu hæfra og góðra manna. „Ég átti auðvitað von á því að formaður kjömefndar hefði sam- band við mig eftir prófkjörið, þar sem ekki vantaði nema 3,5% at- kvæða upp á að ég hlyti bindandi kosningu í 12. sætið. Hann gerði það líka um miðjan desember og var með þau skilaboð frá kjörnefnd- inni að hún óskaði einróma eftir því að ég skipaði þetta sæti á listan- um. Ég sagði þá við formann kjör- nefndar að ég gæti alveg eins hugs- að mér að vera í einhveiju af svo- kölluðum heiðurssætum. Hann taldi að það væri flokkslega mikil- vægara að ég væri ofarlega á list- anum. Hann sagði að niðurstaða . prófkjörsins hefði að hans mati verið slys og álit mitt úti í borginni væri með þeim hættf að það væri flokknum styrkur að ég tæki sæti ofarlega á listanum," sagði Guð- mundur. Guðmundur segist hafa beðið um frest til þess að hugsa málið og þremur dögum síðar hafí hann að höfðu samráði við trúnaðarmenn sína í Sjálfstæðisflokknum fallist á að taka 12. sætið og við svo búið hafi málið verið afgreitt af hans hálfu. „Siðan gerist það að einn fram- bjóðanda, Birgir Isleifur Gunnars- son, fer til annarra starfa, og fer þár af leiðandi af listánum. Þá var sagt við mig og fleiri af ýmsum forystumönnum flokksins og flokksfólki að eðlilegt væri að það yrði uppfærsla á listanum, með þeim hætti að þeir sem voru í sæt- um fyrir neðan Birgi ísleif færðust upp um eitt sæti og ég þar með í 11. sætið. Svo var það fimmtudag- inn 17. janúar að formaður kjör- nefndar hringdi í mig um kvöldið og sagðist hringja í mig í umboði kjömefndar til þess að tjá mér að nefndin óskaði eftir því að ég yrði áfram í 12. sæti, en færðist ekki upp. Mér kom þetta mjög á óvart og spurði hvað hefði breyst frá því að við mig var talað um þýðingu þess að ég væri í hópi þessara manna sem skipa efstu sætin. Ég fékk engin svör við því önnur en þau að nefndin gerði tillögu um að Guðmundur Magnússon, sagn- fræðingur yrði í 11. sæti, en hann var með 30% minna af atkvæðum en ég og hafði hafnað í 13. sæti. Ég svaraði því að ég teldi þetta bæði óeðlileg vinnubrögð og ósæmileg, með tilliti til þess áður hefði fram farið og ég myndi þar af leiðandi ekki verða á listanum," sagði Guðmundur H. Garðarsson. í borginni að vegna minnar forsögu innan þessa flokks, væri það óæski- legt ef ég neitaði því að þessi kosn- ing færi fram. Síðan verð ég auðvit- að eins og aðrir að hlíta niðurstöðu fundarins. Eftir á verðum við að umgangast hvert annað með þeim hætti að við sem flokkur og forysta hans höfum sóma að. Þess vegna gef ég kost á mér. Ég legg það í hendur fulltrúaráðsins hver verður niðurstaðan og ég vænti þess að sú niðurstaða verði með þeim hætti að báðir aðilar geti við hana sáttir orð- ið.,“ sagði Guðmundur. Guðmundi var fagnað með langvinnu lófataki og er óhætt að fullyrða að þegar hér var komið sögu, var mikill meirihluti fundarmanna á hans bandi. Jón Steinar Gunnlaugsson tók til máls á nýjan Ieik og skýrði hvert hefði verið sjónarmið kjömefndarinn- ar er hún ákvað að gera tillögu um Guðmund Magnússon í 11. sætið. Hann sagði Guðmund H. Garðarsson hafa rakið forsögu málsins réttilega, en hann vildi þó gera grein fyrir því hvert væri eðli kjörnefndar og hvaða skyldum hún hefði að gegna. „Ég fullyrði það að kjömefndin lítur á það sem hlutverk sitt, þegar hinu bindandi kjör sleppir að fara þá að velta vöngum yfir því hvaða sjónarmið eigi að ráða tillögu hennar þar á eftir. Eg held að kjömefndinni sé skylt að gera það. Hún væri að víkjast undan skyldum sínum ef hún léti prófkjörið ráða umfram þær regl- ur sem gilda um prófkjörið," sagði Jón Steinar. „Rökin fyrir því að nefndin gerði tillögu um Guðmund Magnússon era þau að hann er nýr maður sem er að koma inn. Við voram búnir að ákveða í kjömefndinni að bjóða hon- um sæti á listanum á þessum slóðum. Við töldum það vera gott fyrir flokk- inn að gefa þessum nýja frambjóð- anda tækifæri í sæti sem væntanlega verður annað varaþingsæti, til þess að geta komið inn á þingið, kynnt sig, flutt þar mál og öðlast reynslu,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að alveg hefði verið ljóst að Guð- mundur H. Garðarsson sæktist ekki eftir slíku. „Við vildum hafa Guðmund með. Það datt ekki nokkram manni í hug í kjörnefndinni að Guðmundur myndi taka mér svona þegar ég hringdi í hann. Meira að segja var uppi sú hugmynd í kjömefndinni að það þyrfti alls ekki að tala við hann! Hann væri búinn að samþykkja tólfta sætið, en það varð nú auðvitað úr ráði að hafa samband við hann“ sagði Jón Steinar og við þessi orð for- manns kjörnefndar fór kurr um sal- inn. „Ég fullyrði það, þó að ég skoði ekki hug allra fimmtán kjömefndar- manna að það hefur verið einróma viðhorf þeirra að það væri fengur í því að hafa Guðmund á listanum. Því miður tók Guðmundur þá afstöðu að hafna þessu tólfta sæti,“ sagði Jón Steinar. Næst talaði Rannveig Tryggva- dóttir. Hún taldi kjömefnd hafa beitt Guðmund H. Garðarsson svívirðilegri framkomu, svo og þá þrjá frambjóð- endur sem þátt tóku í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins en kjörnefnd gerði ekki tillögu um á lista flokksins: Hrein Loftsson, Ólaf ísleifsson og Rannveig Tryggvadóttir. Sveinn H. Skúlason tók næstur til máls og kvaðst telja að kjörnefndinni hefðu orðið á mistök við þá tillögu- gerð sem deilt var um á fundinum. „Það er ekki slæmt að tekist sé á um menn og málefni, en menn verða að standa sáttir á eftir,“ sagði Sveinn. Hann sagði að manngildis- hugsjónin, það að virða einstakling- inn, verk hans og tilfinningar væri það sem hefði höfðað hvað sterkast til hans í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins og gerði enn. Hann kvaðst ekki ætla að draga dul á það að báðir mennirnir væru að sínu áliti mjög hæfír, en úr því sem komið væri yrði að kjósa um ellefta sætið á fundinum. Óttar Möller sté í pontu og sagð- ist mættur til þess að Ieggja sitt af mörkum til þess að forða þvi að nafn Guðmundar H. Garðarssonar yrði ekki á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Það mun hlakka í and- stæðingum Sjálfstæðisflokksins ef við gerum þau hróplegu mistök hér,“ sagði Óttar. Andrés Magnússon lýsti einn yfir stuðningi við tillögu kjömefndar og vildi að tillaga nefndarinnar yrði samþykkt. óbreytt. Magnús L. Sveinsson sagði að einu rök kjör- nefndar fyrir því að hafa Guðmund Magnússon í 11. sæti væra þau að kjömefnd hefði talið það ávinning fyrir flokkinn. Ef það hefðu verið rök eftir að Birgir ísleifur Gunnarsson hvarf af listanum, þá hefðu það einn- ig verið rök áður en það gerðist. „Þessi rök halda ekki nú fremur en þá,“ sagði Magnús. Þegar hér var komið sögu bað Guðmundur Magnússon um orðið. Hann sagðist ekki neita því að stað- an væri óþægileg. Hann liti þannig á að hann hefði allan rétt í þessu máli, flokkslegan, formlegan og sið- ferðilegan. Hann skipaði 11. sætið að tillögu lýðræðislega kjörinnar kjömefndar. Mikilvægast taldi Guð- mundur þó að Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú hefði góðan byr, gengi heill til kosninga. „Mestu máli skiptir að sjálfstæðisstefnan vinni sigur. Bæði ég og Guðmundur H. Garðarsson eram fulltrúar fyrir hana,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst því munu víkja úr ellefta sæti, því hann teldi kosningar um það sæti óheppilegt veganesti í upphafi kosningabaráttu. Jón Ásbergsson, sem kjömefnd hefði gert tillögu um í tólfta sæti hefði komið að máli við sig og ságst mundu draga sig til baka af listanum. Enn fagnaði aðalfundur fulltrúaráðsins með lófataki. Jón Ásbergsson tók síðastur til máls og kvaðst hafa lánað nafn sitt til uppfyllingar á listanum. Sér hefði verið sama hvar á listanum það yrði. Þriðja eða fjórða varaþingmannssæti væri honum ekkert hjartans mál. Miklu meira um vert væri að listinn væri sterkur og sameinaður. Hann lagði til að listi kjömefndar, með þeim breytingum að Guðmundur H. Garðarsson yrði í 11. sæti og Guð- mundur Magnússon í 12. sæti yrði samþykktur. Fundurinn varð við þeirri ósk hans með langvinnu lófa- taki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.