Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 16
16 __________tecr haOmai .os-flUOAQuaivqiM qiGAjaMimoM ——————MÖRfHjNBLADID MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 Leikhúsaðsókn hefur verið mikil og vaxandi um langt skeið, eða allt frá því að Þjóðleikhúsið var opnað 1950 og það má í rami segja að leikhúsið sé hér almemúngseign, gagnstætt því sem sagt verður um leikhúsið víðast í Vestur-Evrópu, þar sem hlutfallslega fáir sækja leikhúsm miðað við höfðatölu. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess að að sókn og áhugi á leikhúsi fari hér dvínandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikhúsið hér undanfarið vegna þeirra endurbóta og breytinga sem verið er að gera á . Þjóðleikhúsinu. Þá hefur opnun nýrrar leikhúsbyggingar, Borgarleikhússins, einnig verið ofarlega í hugum manna. En leikhúsið er ekki bara þessi umgjörð. Það er því ekki úr vegi að huga að innihaldinu, leiklistinni sjálfri. Hvert er erindi leiklistarimiar við samtímann? Þjónusta við sannleikann Rætt við Helgu Hjörvar, skólastjóra Leiklistarskóla Islands Nú stendur fyrir dyrum leiklist- arþing, sem haldið verður laugar- daginn 2. febrúar á vegum Leiklist- arsambands íslands að Hótel Lind, Reykjavík. Yfirskrift þingsins verð- ur „Hvert er erindi leiklistarinnar við samtímann?“ Þar mun leikhús- fólk og fleiri velta þessari spumingu fyrir sér og leita svara. Þar sem slík umræða ætti ekki að vera þjóð- inni síður mikilvæg en öll sú um- ræða sem fram hefur farið um endurbyggingu og breytingar ann- ars vegar og opnun nýs leikhúss hins vegar, mun verða rætt við fjóra reynda leikhúsmenn um þá hlið sem snýr að hinu skapandi starfi innan leikhússins, inntaki og erindi listar- innar sjálfrar. Fyrsta viðtalið fer hér á eftir, en næstu þrjá daga munu hin þijú birtast í blaðinu. Sp.: Getur maður svarað með einni setningu eða örfáum hvaða hlutverki leikhúsið gegnir í þjóðfé- laginu? Helga: Það get ég ekki, en ég gæti frekar svarað í fáum setning- um hvað leikhús á ekki að vera. Tilgangur listarinnar er, fyrir mér, að hjálpa mönnum að glöggva sig á veruleikanum, skilja tilvemna og sjálfa sig betur. En það er engin forskrift tiL Listin getur veitt svör við spumingum sem okkur hug- kvæmist kannski aldrei að bera fram. Þetta á auðvitað við um Ieik- listina eins og aðrar listir. Siðgæðið Sp.: Sá veruleiki sem við lifum í er veruleiki sem á ýmsan hátt er búinn til af fjölmiðlunum. Er leikhús- ið partur af blekkingunni? Er leik- húsið skyggnt á þann veruleika sem við hræmmst í (samtímann)? Helga: Leikhúsið byggir raunar á blekkingu, en hún er auðvitað allt annars eðlis en sú sem hér er átt við, sú er umlykur okkur alla daga og þrengir sér alls staðar inn, líka inn í „blekkingaheim" leikhúss- ins. Auðvitað dregur leikhúsið alltaf dám af tíðarándanum og þarf sterka einstaklinga, eða sérstakar aðstæður til að ijúfa þær viðjar. Hér kemur einnig til sjálfvirk rit- skoðun og ijárhagsleg aJEkoma, sem einkum getur orðið stofnanaleik- húsunum fjötur um fót í þessum efrium. En mér finnst íslenskt leik- húsfólk vera að verða sér meðvit- aðra um þennan vanda. Sp.: Mér dettur í hug siðgæðis- viðhorf, þetta er orð sem er sjaldan notað. Hefur maður eitthvert sið- ferðisviðhorf í leikhúsinu og hvert er það þá? Hvaða ábyrgðartilfinn- ingu hefur maðm- í vinnunni í leik- húsinu og þá gagnvart hveq'um? Helga: Þar sem hver leiksýning er ekki hluti af heild, heldur ejn- stakt fyrirbrigði, þá er erfitt að greina heildarsamhengi. Það er í eðli starfs leikarans að hann ber fyrst og fremst ábyrgð á sínu eigin hlutverki, það er annarra að setja það í víðara .samhengi, t.d. leikrita- höfundar, leikstjóra og listrænnar stjðfnar leikhússins. Leikstjórar eru yfirleitt aðeins ráðnir til eins verk- efnis í senn og vita þá ekki hvenær þeir muni aftur koma til vinnu í sama leikhúsi, né að hvaða verk- efni. Vinna þeirra beinist því öll að einu afinörkuðu verki, tiltekinni frumsýningu og lýkur þar. Sagt er að það sé hlutverk listrænnar stjómar hvers leikhúss að móta siðgæðisviðhorf, en ljóst er að slík- ar ákvarðanir yfirboðara verða allt- af skilyrtar vilja þess fólks, sem á að fara eftir þeim. Siðgæðisviðhorf í þjóðfélaginu eru mjög á reiki þó að vaxandi áhuga gáeti nú á sið- fræði. Áhrif kristilegs siðgæðis eru minni en áður, en sú hugsjón að algjört félagslegt réttlæti sé fram- kvæmanlegt hefur beðið hnekki, eigingimi og græðgi ráða ríkjum. Boðorðið en Þú átt ekki að gæta bróður þíns. Þetta hefur auðvitað áhrif víða í leikhúsinu, eigin frami verður markmið í sjálfu sér. En leikhúsið er ekki fyrir leikara, ekki til fyrir leikstjóra eða höfunda né aðra leikhússtarfsmenn, það er til fyrir fólkið og markmið þess hlýtur alltaf að vera að ná eyrum þess. Verði tilgangur leikhússins sá einn að sjá einhveijum fyrir vinnu deyr það. Sp.: Höfum við siðferðisskyldur? Eigum við að láta sannfæringu okkar ráða eða „hagsmuni“? Er listamaðurinn þjónn sannleikans eða er hann að þjóna persónulegum hagsmunum? Má tala um heið- arleika listamannsins, eða hvað merkir það? Helga: í mörgum félagsfræðileg- um rannsóknum, sem gerðar hafa verið á viðhorfum hinna ýmsu stétta þjóð’félagsins til starfsins, kemur fram að inntak og tilgangur starfsins hafi meiri þýðingu fyrir fólk en það sem það ber úr býtum. Þannig virðist „þjónusta við sann- leikann", inntakið, frekar en eigin- hagsmunir veita miklu meiri full- nægju í starfi. Heiðarleiki lista- mannsins felst m.a. í því að hann spyr um tilgang starfsins og metur hvemig hann sjálfui- nálgast hann. Sp.: Ef við hlýðum ekki kröfum sköpunarinnar, erum við þá ekki að bregðast okkur sjálfum og þá einnig áhorfendum? Helga: Ég býst við að hér sé einkum átt við endurtekningamar amiars vegar og nýsköpun hins vegar. Verði svo mikið um endur- tekningu í leikhúsinu, að þeir sem gera eitthvað vel séu látnir fást við það og ekki annað, endurtaka það sem þeim hefur best tekist æ ofan í æ, verður leikhúsið leiðinlegt, það vantar hið óvænta. Menn verða þreyttir á leikuram ef þeir sjá allt- af á þeim sömu hliðamar. Leikarar búa flestir yfir miklu ríkari hæfni til tjáningar en þeir fá tækifæri til að sýna. Hins vegar er jafn víst að ekki geta allir leikið hvað sem vera skal. Þegæ leikstjórar vinna bara eitt verkefni, kannski á nok- kurra ára fresti, er erfitt að fá þá til að voga miklu í hlutverkaskipan, þó svo að listræn stjóm leikhúss leggi á það áherslu. En við eigum auðvitað leikstjóra, sem hafa öðlast svo mikla reynslu, að þeir treysta sér til að taka slíka áhættu og líka leikstjóra sem vilja ekki fara troðn- ar slóðir. Þetta sést á sýningum þeirra, þær búa yfír ferskleika og krafti, sem alltaf fylgir nýsköpun. Gagnrýnið leikhús? Sp.: Er íslenskt leikhús gagmýn- ið eða er það sjálfhælið? Svar. Bæði og. í sínum hópi er leiklistarfólk mjög gagnrýnið á eig- in verk og annarra og réeðir mjög ákaft kosti og galla sýninga, en sú umræða er þó býsna oft ærið til- finningabundin. Formleg gagnrýn- in umræða í hinum einstöku stofri- unum virðist mér hins vegar ekki mikil og út á við stendur leikhús- fólk yfirleitt saman um einstakar sýningar. Aðsóknin og hveiju stjómar hún? Sp.: Leiksýningar ganga misvel. Oft bregst aðsókn af því sem mest var vænst af. Hvaða áhrif getur stofnunin haft á gang mála? Helga: Það liggur í eðli listarinn- ar að ekki heppnast allt sem gert er. En það er nauðsynlegt að lagt sé mat á leiksýningar, ekki bara út frá aðsókn, heldur verða leikhús- in að meta hveija sýningu list- rænt. Margar áhrifamiklar sýning- ar sér bara lítill hópur fólks, en áhrifin á starf þeirra sem að sýn- ingunni stóðu og þá sem hennar nutu, verða ótrúlega djúp og langæ. Hins vegar getur sýning náð til þúsunda áhorfenda án þess að veita leikurunum listræna fullnægju, eða skilja nokkuð eftir hjá áhorfendum. Sp.: Er markaðsfærsla nýtt töfraorð í leikhúsinu? Helga: Leikhús án áhorfanda er ekki leikhús, því það er sameiginleg reynsla áhorfenda og leikara, sem gefur leiksýningu sitt sérstæða líf. Leiklist er hins vegar ekki vara og hana er ekki hægt að meta ein- göngu samkvæmt markaðslögmál- um. Ekki frekar en vísindi eða ýmsar nauðsynlegar rannsóknir. Til að skapa fjölbreytt og kröftugt leikhús þarf sífellda leit. Sú leit skapar inneign sem myndar höfuð- stól leiklistarinnar. Sé gengið á hann verður fyrirtækið gjaldþrota. Sp.: Færri koma nú einn í hóp og tveir í lest, en fleiri og stærri hópar í leikhúsið — og þá fer hver og einn á þeirri forsendu að hann finni hjá sér innri þörf til að fara í leikhúsið. Hvemig lítur þú á þessa þróun? Helga: Ég tel það ekki neikvætt í sjálfu sér að fólk kemur í hópum í Ieikhúsið. Það ér skemmtilegra að njóta leiksýningar með öðram og þá ekki síst að geta rætt hana eftir á í hóp. Hins vegar er ekki sama í hvaða tilgangi hópar koma í leikhús. Og leikhúsið verður að gæta þess að bjóða hópunum ekki eitt í orði en annað á borði. Það verður að þekkja og skilja áhorf- endur sína. Hér hefur það verið algengt að hópar komi einkum í leikhús til að fullkomna kvöld, sem hefst með veglegum kvöldverði á veitingastað og endar á skemmti- stað. Ekki dugai' að bjóða þessum hópum sýningu sem krefst um- hugsunar og íhygli, hún verður að vera eins og góður eftirréttur og hæfa þeini stemmningu sem væntanlega ríkir í hópnum. En það er ekkert því til fyrirstöðu að hópar með sameiginleg áhugamál geti notið saman athyglisverðra leiksýn- inga. Og leikhúsin mættu á ýmsa vegu koma sérstaklega til móts við slíka hópa, saumaklúbba, bók- menntaleshringa, skólabekki, vinn- ustaðahópa o.s.frv., til að örva áhuga þessara áhorfenda og kynn- ast þeim. Sp.: Er það eðlilegt að leikstjóri þurfi að lýsa ágæti eigin verks áður en það hefur komið fyrir al- menningssjónir? Er það þróunin í harðnandi samkeppni? Helga: Nei, það finnst mér ekki. Þetta hefur hins vegar orðið almenn tilhneiging. Forlög lofa rithöfunda á kápusíðum bóka þeirra, láta þá sitja í bókabúðum og árita þær, og leikhúsin hafa hneigst til að nota leikstjóra sína á sama hátt. Því ég hygg að yfírleitt sé þetta að frumkvæði forlaga og leikhúsa, en listamönnum lætur ekki öllum jafrivel að standa fyrir kynningum á verkum sínum. í sjálfu sér getur verið mjög forvitnilegt að heyra hvað leikstjóri hefur um sköpunar- verk sitt að segja, en verði það að kvöð er hætt við að það geti orðið yfírborðskennt. íslensk leikritun og samtíminn Sp.: Hvað stendur leikhúsið í samanburði við aðrar listgreinar, Hvað um nýsköpun, nýja hugsun í íslenskri leikritun? Hvað segir það um mat á íslenskri leikritun áð við opnun Borgarleikhúss eru færðar upp tvær leikgerðir en ekki framsamið jeikverk? Helga: Ég tel leikhúsið ekki standa öðram listgreinum að baki hvað varðar nýsköpun, og held að verkefnaval við opnun Borgarleik- húss hnekki ekki þeirri fullyrðingu. Ég minni á að það var leikgerð af sögu eftir Halldór Laxness, Islands- klukkunni, sem vakti sérstaka at- hygli við opnun tjóðleikhússins 1950, en hvoragt hinna verkanna, sem sýnd voru, var hægt að telja til nýsköpunar í íslenskri leikritun, því þau voru þá löngu orðin sígild íslenskum leikbókmenntum. Er listamaðurinn sáðmaður? Sp.: Heldur leikhúsið vöku sinni eða hefur púðrið blotnað? Helga: Veröldin er oft dálítið syfluð, nema þegar hún hrekkur upp við loftárásir og sprengjugný. Leikhúsið dottar líka stundum. Sp.: Hver á leikhúsið? Fyrir hvem er leikhúsið? í hvers þágu er það? Helga: Fólkið í landinu á leikhús- ið og það er til fyrir það. Sp.: Er listamaðurinn sáðmaður? Helga: Listamaðurinn er sáð- maður. Starf hans er nákvæmnis- verk, krefst alúðar og hlýju, og ekki gagnar að sá í giýtta jörð. Sp.: Hvað er æðsta valdið í leik- húsinu? Helga: Það er mikið talað um íjármál leikhúsa. Leikhús á að reka innan þess ijárhagsramma sem því er settur. Allir vilja njóta ýmiss konar þjónustu ríkisins í menntun, listum, heilsugæslu o.fl. en færri borga það sem þetta kostar. Ef fjárlögin taka mið af því ijármála- ástandi sem ríkir hveiju sinni, og það er ævinlega afleitt, getur verið að sá rammi sem leikhúsinu er settur verði of þröngur. Þetta gerir svo aftur leikhúsinu ómögulegt að leggja út í ijárfestingar til framtíð- ar, sem endað getur eins og við vitum, með hruni. Hið listræna starf hlýtur því að verða að ráða ferðinni, en vitanlega jafnframt að taka mið af þjóðfélagsveraleikan- um á hveijum tíma En hinu má heldur ekki gleyma, að listin getur verið eini áttavitinn sem hægt er að stóla á þegar þrengir að. Hún veitir okkur að lokum miklu mark- verðari og dýpri svör en nokkur þjóðhagsstofnun. Viðtal: Guðmundur Steinsson og Sigrún Valbergsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.