Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 80. 'JANÚAR 1991' 23í „Fuchs“-efnavopnaskynjarinn sem talið er að ísraelar vilji fá frá Þjóðveijum. Á minni myndinni sést hvar verið er að mæla mengun fyrir utan bílinn. Þj óð veijar ætla að auka stuðning sinn við bandamenn Bonn. Reuter. ÞÝSKA stjórnin sem sætt hefur ámæli fyrir að láta lítið til sín taka í Persaflóastríðinu hefur tekið 'ákvörðun um margháttaðan stuðning við stríðsrekstur banda- manna. Þjóðverjar ákváðu í gær að leggja fram 5,5 milljarða dala (300 millj- arða ÍSK) til stríðsrekstrar banda- manna sem er álíka mikið og þeir hafa hingað til látið af hendi rakna vegna stríðsins. Einnig hafa þeir ákveðið að senda loftvarnaeldfíaug- ar og tæplega 600 þýska hermenn til Tyrklands. Þjóðveijar ætla einnig að senda ísraelum hergögn til að veijast eld- flaugaárásum íraka en nánari ákvörðun um aðstoðina verður tekin síðar í vikunni. Samband ísraels og Þýskaland hefur versnað eftir að stríðið braust út við Persaflóa. Ástæðan er sú að þýsk fyrirtæki hafa átt stóran hlut í að gera írökum kleift að endurbæta sovéskættaðar Scud-eldflaugar sínar og framleiða efnavopn. írakar hafa þegar skotið tugum eldflauga á ísrael en ekki er vitað hvort þeir geta búið þær efna- vopnahleðslum. Þýsk stjórnvöld hafa tilkynnt að til greina komi að gera upptækan ágóða vestur-þýskra fyr- irtækja af ólöglegri vopnasölu til íraks. 100 íröskum herflugvélum flogið til Irans: Stórlega hefur dregið úr hættmini á loftárás á Israel - segir Moshe Arens varnarmálaráðherra Israels 1 5ermany-gas J.S.S.R. - SCUD C\j "l”1 k iv 1 ir% IJf lEL . m «2 1» w ttX38S2& : . .. M_ wmm Reuter Risastór skilti í Tel Aviv, sem lýsa ótta ísraela við að írakar tengi saman þýska og sovéska tækni til að gera efnavopnaárás á ísrael. Þjóðveíjar eru þarna sakaðir um að hafa kennt Irökum að fram- leiða eiturgas, sem þeir geti beitt með sovéskum Scud-eldflaugum. Jerúsalem. Reuter. MOSHE Arens, varnarmálaráð- herra ísraels, segir að öllum SU- 24 sprengjuflugvélum Iraka hafi verið flogið til Irans. Þar með sé stórlega dregið úr hættu á loftár- ásum Iraka á ísrael. íranir segj- ast hafa komið á framfæri mót- mælum við Iraka vegna hinnar óvæntu heimsóknar. Arens sagði á fundi utanríkis- og varnarmálanefndar ísraelska þings- ins að írakar ættu 25 sprengjuflug- vélar af SU-24 gerð. Þær væru nú. allar komnar til Irans ásamt um það bil 75 öðrum flugvélum. „Það er hægt að fljúga þessum flugvélum frá bækistöðvum í írak til árása á ísrael án þess að bæta á þær elds- neyti og þess vegna litum við á þær sem mögulega ógnun;“ sagði Arens eftir fundinn. Arens sagði að það skipti ekki öllu máli hvort flugmenn- irnir hefðu strokið yfir til Irans eða hvort um væri að ræða samkomulag milli írana og íraka, staðreyndin væri sú að tæknilega fullkomnar flugvélar væru nú ekki lengur hluti af vopnabúri íraka. Hann sagðist telja ólíklegt að þessar flugvélar ættu eftir að koma frekar við sögu í stríðinu við Persaflóa. Mark Lawrence, starfsmaður leyniþjónustu bandaríska flotans um borð í flugmóðurskipinu Roosevelt, segir að flugmenn írösku flugvél- anna hafi ekki verið að flýja Irak. „Hér er um að ræða skipulega til- raun íraska flughersins til að bjarga einhveiju af flugvélum þeirra. Þeir vita að stríðið er tapað og að allt verður lagt í rúst í írak.“ Lawrence segir að svo virðist sem íraski flug- -herinn hafi hætt mótspyrnu. íranir segjast hissa á straumi herflugvéla frá íran og hafa tilkynnt að þeir muni kyrrsetja flugvélarnar þar til stríðinu lýkur. „Okkur var skýrt frá því í dag að árás úr lofti væri yfirvofandi," sagði Hassan Robani, talsmaður Þjóðaröryggis- ráðs Írans, á laugardag á fundi með hópi verkfræðinga í Teheran. Ávarp hans var birt í dagblaðinu Besalat á mánudag. „Við vissum ekki hver stæði fyrir árásinni en okkur var sagt að flugvélarnar kæmu frá ír- ak.“ Robani sagði að íranskir flug- menn hefðu flogið til móts við írak- ana og skipað þeim að snúa við en án árangurs. írakarnir hefðu sagst vera óvopnaðir og eldsneytislausir. Þá hefði þeim verið Ieyft að lenda en það hefði ekki tekist betur til en svo að ein vél hefði farist og nokkr- ar laskast. Bandaríkin: Ný stöð sjónvarpar beint úr réttarsölum New York. Reuter. NÝ sjónvarpsstöð hefur í sumar útsendingar í Bandaríkjunum og mun hún helga sig dómsmálum og senda beint frá réttarsölum en verið er að opna bandaríska dómssali í auknum mæli fyrir sjón- varpi. Stöðin hefur hlotið nafnið Dómsalasjónvarpstöðin (Courtroom Television Network) eða CTN og verður hún starfrækt allan sólar- hringinn. CTN-stöðin mun sýna sem mest beint frá réttarhaldi eða um 12 stundir á dag en það verður hægt vegna tímamismunar milli austur- og vesturstrandar Bandaríkjanna. Þyki vitnaleiðslur sem sýnt er frá í það sinn þurrar og bragðdaufar verður skipt yfir í næsta dómssal í einu vetfangi til þess að halda áhuga- áhorfenda. Auk beinna útsendinga úr réttar- sal verða áhorfendur upplýstir um dómarana, einkalíf þeirra og starfs- feril, úttekt gerð á frammistöðu lögmanna og sóknar- og varnar- tækni þeirra útskýrð. Til þess að sinna þessu hefur stöðin ráðið til sín um 200 blaðamenn. Eigandi stöðvarinnar og aðal stjórnandi er Steven Brill en hann hefur gefið út tímarit um dóms- mál, American Lawyer. Hann segir að stöðin muni láta að sér kveða og muni hún m.a. kveða upp úr um hvort lögmenn hafi brugðist skjól- stæðingi sínum. Munu lögmenn þannig standa frammi fyrir nýjum vanda og verða Brill og félagar tæpast nein lömb að leika við ef stöðin tekur ekki mýkra á málum en tímaritið, sem unnið hefur fimm meiðyrðamál er höfðuð hafa verið á hendur því. Launalausir verkamenn mótmæla Júgóslavneskir verkamenn fyrir framan þinghúsið í Belgrad í gær, þar sem þeir mótmæltu því að þeir skyldu ekki hafa fengið laun í allt að fjóra mánuði. Meira en 2.000 verkamenn efndu til svipaðra mót- mæla í Serbíu, stærsta lýðveldi Júgóslavíu. Bretland: Utgáfu Encounter hætt St. Andrews, frá Guðniundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í SÍÐUSTU viku var tilkynnt að útgáfu tímaritsins Encounter yrði hætt vegna fjárhagsörðugleika. Encounter hefur verið eitt af áhrifa- meiri menningartímaritum hins enskumælandi heims. Encounter hóf göngu sína árið 1953 í upphafi kalda stríðsins og lýkur henni nú þegar kalda stríðinu er lokið. Það var eitt af þremur tíma- ritum, sem stofnuð voru í Yestur- Evrópu um svipað leyti til að vinna borgaralegum viðhorfum brautar- gengi í þeirri hugmyndabaráttu, sem var stór þáttur kalda stríðsins. Fyrstu ritstjórar Encounter voru Sir Stephen Spender, eitt af þekkt- ustu skáldum Bretlands, og Irving Kristol, einn af þekktustu rithöfund- um um stjórnmál í hinum enskumæl- andi heimi. Blaðið þótti heppnast vel frá upphafi, það hefur alltaf verið vel skrifað og fengið öndvegis höf- unda til liðs við sig. Þeirra á meðal voru Evelyn Waugh, Nancy Mitford og Kingsley Amis, rithöfundar, A.J.P. Taylor og Trevor-Roper, sagnfræðingar. Þótt það hafi aldrei selst í stóru upplagi, hefur það verið áhrifamikið í vestrænum hugmynda- heimi. Ýmsum þótti blaðið verða fyrir nokkrum álitshnekki, þegar upplýst var árið 1967, að bandaríska leyni- þjónustan, CIA, hefði veitt fé leyni- lega til útgáfunnar. Þá sagði Sir Stephen Spender af sér ritstjóraemb- ættinu. Það er svo merkilegt, að eftir að stuðningi CIA lauk, gerðist tímaritið íhaldssamara og hægrisinnaðra en það hafði áður verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.