Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MlDyiKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 WKEPPNIN ÍSLENSKI HANDBOLTINN 19. UMFERÐ Miövikudagur 30.01. Valur - Víkingur Kl. 18:30 Hlíðarendi Miðvikudagur 30.01. Stjarnan - ÍBV Kl. 20:00 Ásgarður, Garðabæ Miövikudagur 30.01. Fram - Haukar Kl. 20:00 Laugardalshöll Miövikudagur 30.01. FH - Grótta Kl. 20:00 Kaplakriki, Hafnarfirði Miðvikudagur 30.01. Selfoss - ÍR Kl. 20:00 íþróttahús Selfoss Míðvikudagur 30.01. KA-KR Kl. 20:30 íþróttahöllin, Akureyri VÁTRYGGIIVWÉLAGISIAMIS HF X HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN A SPANI Alfreð tryggði Bidasoa bikarinn með 19. markinu: „Mikilvægasta markið á ferlinum“ ALFREÐ Gíslason bætti enn einni rósinni íhnappagatið um helgina, þegar hann átti stóran þátt í að Bidasoa varð spænskur bikarmeistari í handknattleik ífyrsta sinn. Alfreð fór á kostum í úrslita- keppninni og ekki síst í sjálf- um úrslitaleiknum, þar sem hann gerði níu mörk. Leikur- inn var í járnum lengst af og þurfti framlengingu til að fá fram úrslit. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 16:16 og Bidasoa var 18:17 yfir i hléi framlengingarinnar. Alfreð gerði 19. mark Bidasoa með þrumuskoti fyrir utan og réði það í raun úrslitum, en Bidasoa vann 21:18. „Þetta er mikilvægasta markið á ferl- inum,“ sagði Alfreð við Morg- unblaðið. „Það tryggði okkur í raun sigurinn, því leikur At- lético riðlaðist og liðið varð að taka áhættu, sem gekk ekki upp — vörn þeira opnað- ist og eftirleikurinn varð auð- veldari fyrir okkur.“ Bidasoa er frá Irun á Norður- Spáni, en þar búa um 65.000 manns. Þegar Ijóst var að liðið myndi leika til úrslita héldu hörð- ustu stuðningsmennirnir til Val- encia, þar sem úrslitin fóru fram, en þangað er 12 tíma akstur. „Það var okkur mikil hvatning að fá þetta fólk og sem betur fer hafði það erindi sem erfiði," sagði Aifreð. „Ótrúlegar móttökur" Strax eftir úrslitaleikinn á sunnudag hélt lið Bidasoa akandi til Irun og kom þangað klukkan rúmlega fimm á mánudagsmorg- un. Alfreð sagði að menn hefðu verið orðnir þreyttir eftir keppnina og ferðalagið og hlakkað til að komast í rúmið, en hvíldin varð að bíða betri tíma. „Við urðum mjög hissa, þegar við ókum inn í Irun. Fjöldi manns var saman kominn á aðaltorginu og hafði fólkið beðið eftir okkur alla nóttina. Þetta voru ótrúlegar móttökur og þær komu okkur sannarlega á óvart, en stemmn- ingin var meiri háttar — og er enn.“ Bidasoa varð spænskur meist- ari 1986, en sigurinn í bikar- keppninni að þessu sinni var ann- ar stóri titillinn í sögu félagsins. „Hér er allt á öðrum endanum og ég veit ekki hvar þetta endar. Allir keppast við að halda okkur veislu enda ekki á hveijum degi sem Bidasoa verður meistari — reyndar átti enginn von á að draumurinn myndi rætast.“ Alfreð Gíslason fór á kostum í úrslitakeppninni og ekki síst í sjálfum úrslitaleiknum, þar sem hann gerði níu mörk. „Ánægjulegasti titillinn Alfreð varð Þýskalandsmeistari með Essen 1986 og 1987, en varð nú bikarmeistari í þriðja sinn. Árið 1982 hampaði hann bikam- um með KR og 1988 varð hann þýskur bikarmeistari með Essen. „Allt er þegar þrennt er og -það var gaman að ná spænska titlin- um — ætli þetta sé bara ekki ánægjulegasti titillinn. Nú hefur Stjáni [Kristján ArasonJ bara Evróputitilinn fram yfir mig! Eins er að ég á sjálfur meira í þessum titli en öðrum. Árangur Bidasoa byggist á því að við Wenta leikum vel og við gerðum örugglega það sem þurfti að þessu sinni. Þá varði Zuniga ein 22 skot í úrslitaleikn- um og það hafði heldur betur sitt að segja.“ „Get kvatt með sæmd" Samningur Alfreðs við Bidasoa rennur út að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Þá kemur hann heim og tekur við stjóminni hjá KA á Akureyri. „Þessi úrslit breyta engu hv_að framhaldið hjá mér varðar. Ég kem heim í sumar, en get þá kvatt með sæmd enda verður varia ann- að sagt en að ég skili góðu búi af mér.“ Alfreð sagði að ef Bidasoa héldi áfram að leika eins og í bikar- keppninni yrði liðið jafnframt með í baráttunni um meistaratitiiinn á Spáni og Evrópumeistaratitil bik- arhafa. Þar mætir liðið Dinamo Búkarest frá Rúmeníu í átta liða úrslitum í næsta mánuði og hefur Bidasoa keypt útileikinn til Irun. „Þessir leikir í bikarkeppninni vom erfiðir og það þurfti mikinn kraft til að rífa sig upp eftir að Atlético hafði jafnað, 16:16, 20 sekúndum fyrir leikslok í úrslita- leiknum. En okkur tókst það og ef við höldum áfram á sömu braut verðum við með í baráttunni.“ KORFUKNATTLEIKUR Byrjunarmenn valdir í IMBA-stjömuliðin Búið er að velja byijunarlið NBA-stjörnuliðanna, sem mætast í Charlotte í Norður- Karólínu, þar sem leikið verður í íþróttahöll sem tekur 23.500 áhorf- endur í byijun febrúar. Það voru áhorfendur í NBA- deildinni sem völdu byijunarliðin. Þjálfarar liðanna velja síðan aðra leikmenn í liðin. Eftirtaldir verða í byijunarliðunum: Austurströndin: Bakverðir: Michael Jordan, Chicago og Isiah Thomas, Detroit. Miðvörður: Patrick Ewing, New York. Framheijar: Larry Bird, Boston og Charl- es Barkley, Philadelphia. Þjálfari: Chris Ford, Boston. Vesturströndin: Bakverðir: Earwin „Magic" Johnson, LA Lakers og Kevin Johnson, Phoenix. Miðvörður: David Robinson, San Antonio. Framheijar: James Worthy, LA Lakers og Karl Malone, Utah. Þjálfari: Rick Adelman, Portland. Stórleikurað Hlíðarenda Efstu lið 1. deildar karla í handknatt- leik, Víkingur og Valur, mætast að Hlíðarenda í kvöld kl. 18.30. Heil umferð er á dagskrá í kvöld. Eftir- taldir leikir: Hlíðarendi ....Valur - Víkingur 18.30 Garðabær.Stjarnan - IBV 20.00 Höll........Fram-Haukar 20.00 Kaplakriki.FH-Grótta 20.00 Selfoss.....Selfoss - ÍR 20.00 Akureyri..........KA-KR 20.30 1. deiíd kvenna: Kaplakriki..FH - Valur 18.30 Höil......Fram - Grótta 18.30 Selfoss.Selfoss - Stjarnan 18.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild: Seljaskóli.ÍR-Valur 20.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.