Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÓ' MIÐVIKUDAGL'R 30. JA.N’ÚAK lDO'l' 9 Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem heim- sóttu mig á sextugsafmœli mínu 9. janúar sl., sendu mér hlýjar kveðjur, gjafir og blóm. Sérstakar þakkir flyt ég Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar, sem átti stœrstan þátt í því að gera okkur þennan dag ógleymanlegan. Guð blessi ykkur ö!l. Hjalti Guðmundsson. III II II / á. I! 111 Svona einfalt er að gerast áskrifandi að spariskírteinum ríkissjóðs s 111 II n III Já, ég vil hefja reglulegan spamaó og gerast áskrifandi að spariskírteinum ríksissjóðs Nafn. Heimili. Staður_ Sími____ Póstnr.. Kennitala T2 (Tilgreindu hér fyrir neðan þá grunnfjárhæð sem þú vilt fjárfesta fyrir í hverjum mánuði og lánstíma skírteinanna.) Fjárhæð □ 5.000 □ 10.000 □ 15.000 □ 20.000 □ 25.000 □ 50.000 eða aðra fjárhæð að eigin valikr. (semhleypurákr. 5.000) Binditími og vextír □ 5ármeð6,2% vöxtum □ 10ármeð6,2% vöxtum Ég óska eftir að greiða spariskírteinin með □ greiðslukorti □ heimsendum gíróseðli Greiðslukort mitt er: □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT Númer greiðslukorts: I M i i ri i n rrr td rrm Giidistími greiðslukortsins er til loka (mán. og árl: dags. undirskrift Vísitala og vextir bætast við grunnfjárhæð hverju sinni, sem reiknast ftá og með útgáfudegi skírteinanna til 20. dags hvers mánaðar á undan greiðslu. Settu áskriftarseðilinn í póst fyrir 15. þess mánaðar sem þú ákveður að hefja áskrift, og sendu til: Þjónustumiðstöðvar eða Seðlabanka íslands ríkisverðbréfa Kalkofnsvegi 1 Hverfisgötu 6 150 Reykjavík 101 Reykjavík Þú getur einnig hringt í síma 91-626040 eða 91-699600 og pantað áskrift. X 1! || ■ I |i 11 II II s/í; II ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Þjónustumiöstöð ríkisverðbréfa, Hverflsgötu 6,2. hæð. Sími 91-62 60 40 Slagorð og slagsmál Alþýðuflokkurinn hef- ur sérhæft sig í slagorð- um hin síðari árin. Slag- orðasafn flokksins er orðið ærið að vöxtum og fjölbreytileika. „ísland í Á-flokk! Þannig hljóðar aðalvígorð Alþýðuflokks- ins í komandi kosninga- baráttu" segir Alþýðu- blaðið drýldið í forsíðu- ramma í gær. V eruleikabakgrunnur þessa slagorðs eru við- varandi slagsmál A- flokkanna í núverandi ríkisstjórn, sem lýtur verkstjóra Framsóknar. Þessa stundina stendur slagurimi um staðsetn- ingu leikskóla í -landslög- um, eins og síðar verður vikið að. Það A-flokka Island, sem landsmemi hafa upp- lifað síðustu misseri, hef- ur ekki sízt einnkennst af fleiri gjaldþrotum en eldri dæmi eru til um, meira atvinnuleysi en verið hefur sl. 20 ár, umtalsverðri kaupmátt- arrýraun, Islandsmeti í skattheimtu og trúlega um 30 miRjarða króna ríkissjóðshalla 1988— 1991. Fangbrögð Svavars og Jó- hönnu Stj ómarmálgagnið Þjóðviljinn skýrir svo frá í fimm dálka forsíðufrétt í gær: „Menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra geta ekki komið sér sam- an um hvar finna eigi málefnum leikskóla stað í lögum. Ráðherrarnir eru ekki einu sinni sam- mála um hver ágreining- urinn er. Frumvörp til laga um leikskóla annars vegar og um félagsþjónustu sveitarfélaga hins vegar hafa beðið lengi eftir því að verða lögð fram á Alþingi og bíða enn um stund. Svavar Gestsson og Jóhanna Sigurðar- dóttir hafa ekki getað komist að samkomulagi þlÓÐVIUINN Þriðjudagur 29. Janúar1991 —19. tölublað 56. árgangur Bitbein tveggja ráðherra Tveir ráðherrar eru ósáttír um leikskóla ogfélagsþjónustu sveitarfélaga. Svo ramt kveður að ágrein- ingnum að Alþingi verður látið skera úr um deiluefnið „ísland í A-flokk“ Ráðherrar A-flokkanna hafa orðið sér úti um enn eitt ófriðarefnið í þeim hatrama fióabardaga, sem þeir heyja ár og síð innan ríkis- stjórnarinnar. Nú eru þeir komnir í hár saman um það, „hvar finna eigi málefnum leikskóla stað í lögum“! Staksteinar staldra við frásögn Þjóðviijans af þessari A-flokkaáráttu í gær. Þá verð- ur staldrað við grein Ágústs Einarssonar um svoköliuð Evrópu- mál i Fjármálatíðindum. um hvemig fjallað skuli um leikskóla'í iagatilbún- aði þessum." Ráðherradeilur A- flokkanna eru að verða eins konar „vörumerki" ríkisstjóraar Steingríms Hermannssonar. Leik- skóladeilan er aðeins eitt viðbótardæmið við mik- inn fjölda annarra um það, hvernig þessi stjórn- málaöfl setja „ísland í A-flokks“ pólitískt ósætti. Það er satt bezt að segja komið meir en nóg af þessum A-flokka- ófriði innan rikissjórnar sem þegar hefur lifað sjálfa sig. Það þarf starf- hæfari ríkisstjóm til að takast á við vandsöm við- fangsefni þjóðmálanna næstu árhi. Það sem gera þarf Ágúst Einarsson segir m.a. í grein um Evrópu- mál i Fjármálatíðindum: „Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir afleiðingum breyttrar skipunar í Evrópu. Við verðum að koma á jafn- vægi í efnahagsmálum, sem þýðir m.a. takmörk- un erlendra lána, upp- stokkun í ríkisrekstri, þar sem meginmálið er, að hlutverk rikisins á sviði þjónustu verði skil- greint að nýju og þróuð verði ný launakerfi innan rikisgeirans, ef til vill á grunni hlutaskipta, þann- ig að brotizt verði út úr eilífri togstreitu um kjaramál rikisins. Við verðum að afnema millifærslusjóði, opna fyrir erlendar lánastofn- anir og leggja af ríkis- bankakerfi; stokka upp vinnulöggjöf, þannig að samningar geti farið eft- ir starfsgreinum eða vinnustöðum; nýta enn betur fallvötnin og leggja niður sérgreinda lána- 'sjóði; leiðrétta ójafnan atkvæðisrétt, sameina sveitarfélög með róttæk- um hætti, endurskipu- leggja landbúnað, koma á fiskveiöistjórnun, sem skilar hagkvæmni, sam- hliða nýrri gengisstefnu, og sameina atvinnulíf í eina fylkingu." Til að standast samkeppnina Ágúst segir og: „Hvað eram við komin langt með þessi atriði? Mjög skammt og mörg þessi mál hafa þróast aftur á bak á síðustu árum. Öll þessi atriði, sem nefnd voru, eru nauðsynleg til að styrlqa atvinnu- óg mannlif með aukinni sjálfsábyrgð og era mörg beinlínis efnis- atriði í viðræðum um evrópska efnahagssvæð- ið (EES). Það er tómt mál að tala um að fara i samstarf innan Evrópu nema af fullum styrk- leika. Þess vegna verðum við næstu mánuði eða misseri að hrinda ýmsum af þessum umbótamálum í framkvæmd, sem styrkja fyrirtæki og at- vinnulíf, jafna lifskjör og laga stöðu okkar út á við. Við eigum mikið eft- ir í heimaviimu okkar til að geta gefið og þegið í væntanlegu samstarfi. Ef við breytum ekki þjóðfélagi okkar í iimtaki að því, sem gerist í Evr- ópu, stöndumst við aldrei samkeppnina, samvinn- una og frelsið. Þessar nauðsynlegu umbætur, sem nefndar voru, eru pólitiskar og verða ekki gerðar nema með full- tingi pólitískra afla.“ ERLENDIR VÍSITÖLUSJÖÐIR Fjárfestíð í helstu kauphölium heimsms með VEB VIB býður nú viðskiptavinum sínum og öðrum fjárfestum að taka þátt í ávöxtun hlutabréfa í helstu kauphöllum heimsins í gegnum Verðbréfasjóði VIB. Erlendar eignir nýrra Sjóðsbréfa eru ávaxtaðar í hlutabréfum erlendra fyrirtækja með því sem næst sama vægi og fyrirtækin hafa í hlutabréfavísitölum á viðkomandi markaði. Sjóðir sem þessir nefnast vísitölusjóðir. Þegar er hafin sala á Þýskalandssjóði og Evrópusjóði en síðar verða í boði Bretlandssjóður og Ameríkusjóður. Verið velkomin í VIB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.