Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 45
ram MORfiUNjBLAt>lí> JA,NýAfi..l99a ;. -., VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ÆJUSUUMSbJUSLMJk Vettlingar Kettlingar Þessir hringdu ... Öllum störfum fylgir ábyrgð Kristbjörg Gunnarsdóttir hringdi: „Mig langar að koma fram at- hugasemd vegna ummæla Kol- brúnar í blaði VR, þar sem hún virðist líta á pulsusölu sem óábyrgt starf. Við pulsusölu þarf að gæta ýtrasta hreinlætis. Sósur sem settar eru ofna á pulsur eru í flestum tilfellum ekki í einnota umbúðum og þarf því að passa að ýtrasta hreinlætis sé gætt þar. Ég er hrædd um að illa færi ef það væri ekki gert. Öllum störfum fylgir ábyrgð og enginn ætti að halda því fram að hann hafi meiri ábyrgð en annar.“ Ullarvettlingar fundust í Faxa- skjóli fyrir skömiriu. Upplýsingar í síma 24786. Lyklar Þrír lyklar á ómerktu spjaldi fundust á Rauðarárstíg þriðjudag- inn 22. janúar. Upplýsingar í síma 23767. Úr Kvenúr af Pierre cardin gerð tapaðist á Þorláksmessu við Laugadalslaugina eða í Blómav- ali. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 34454 eftir kl. 17. Húfa Svört flauelishúfa með hvítu perluprjóni tapaðist í, Hlíðunum mánudaginn 21. janúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 82327. Læða Steingrá ung læða, ómerkt, fannst við Lækjargötu í byijun desember. Upplýsingar í síma 22461. Þijá kettlinga bráðvantar heim- ili. Upplýsingar í síma 656617. Leðuijakki Leðuijakki tapaðist á Hótel Is- landi sl. miðvikudagskvöld. Vin- samlegast hringið í síma 46228. Vísur Sigríður Eyjólfsdóttir hringdi: „Ég kann brot úr tveimur vísum og eru þau svona: Kvöld er nú komið uppbúið rúmið. Til sinnar sængur sérhver nú gengur. Það á við þreyttan þegar að náttar að hvílast og hátta. Handan að úr hólunum hart nær Rípurstað. Ég fæ kerti á jólunum, ég er viss um það. Ef einhver kannast við þessar vísur eða veit hver höfundurinn er væri mér þökk á því að viðkom- andi hefði samband við mig í síma 97-29937.“ Forsjárhyggja? Að mínu áliti gengur forsjár- hyggjan of langt þegar íslensku- menn mælast til þess að erlendar fréttarásir eins og CNN og SKY verði bannaðar hér á landi. Þetta er tímaskekkja fyrst og fremst. Hver sem er getur komið sér upp disk og náð þessum útsendingum og öðrum ótextuðum. Þar að auki er alls ekki víst að íslenskri tungu stafi nein hætta af þessu. Enska hefur verið mjög ríkjandi hér síðustu áratugi, í kvikmyndahúsum, sjónvarpi og eins hafa landsmenn lesið mikið enskar bækur og blöð. Þó er næsta lítið um að ensk orð hafi náð fótfestu í málinu eins og dönsk orð gerðu fyrrum. íslenska og enska eru afar ólík mál og lítil hætta á að ensk orð verði tekin upp hér. J.S. 166 móttöku- diskar bættust við í fyrra ÁRIÐ 1990 veitti samgöngu- ráðuneytið 166 leyfi fyrir jarð- stöðvum, eða mótttökudiskum HEILRÆÐI Sjómenn Meðferð gúmmí- björgunarbáta er einföld og fljótlærð. Þó geta mistök og vanþekking á með- ferð þeirra valdið fjörtjóni allra á skip- inu á neyðarstundu. Lærið því meðferð og notkun gúmmí- björgunarbáta. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984-1 .fl. 1988-1 .fl. D 3 ár 01.02.91-01.08.91 01.02.91 kr. 49.963,38 kr. 20.109,82 *)lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur VerðiÖ miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands íu Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 Þorrinn er kominn í góðan félagsskap og glæsilegt umhverfi ISkrúði bjóðum við gestum okkar ekkf eingöngu þorramat heldur einnig úrval annarra rétta. Á hlaðborðinu er ýmiss konar súrmatur, svið og saltkjöt, en einnig kaIdir forréttir, heitir fiskréttir og kjötréttirauk margs konar meðlætis. Á kvöldin er kveikt upp í arninum og á föstu- dags- og laugardagskvöldum er leikin Ijúf tónlist. Þorrahiaðborðið er á boðstólum í hádeginu - verð kr. 1.190,- og á kvöldin - verð kr. 1.820,-. Heilsaðu þorra í Skrúði! idiel >A<*A - lofar góðu! PlnrgMfiMuliil* Metsölublad á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.