Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 31
31 tfí ________________________________________MORfiUtyBtyffjÐ MjftVl^UDýyGUR,^ fffry,,-, Samtök herstöðva- andstæðinga: Framferði sovéskra hers- ins fordæmt SAMTÖK herstöðvaandstæðinga hafa gert eftirfarandi ályktum um Eystrasaltslöndin: „Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma framferði sovéska hersins gegn íbúum Eystrasaltslandanna. Valbeiting sovéska hersins gegn alþýðu manna er nú komin á það stig að óbreyttir borgarar hafa fall- ið bæði í Vilnius höfuborg Litháen og einnig í Rigu höfuðborg Lett- lands. Samtök herstöðvaandstæð- inga leggja áherslu á rétt þjóða til sjálfsákvörðunar og benda á að beiting hervalds getur aldrei leitt til árangurs til lausnar deilumála. Samtök herstöðvaandstæðinga hvetja sovésk stjórnvöld til að láta þegar af hernaðaraðgerðum og he§a samningaviðræður við stórn- völd í Eystrasaltsríkjunum.“ L FÉLAGSLÍF □ GLITNIR 59911307 = 1 I.O.O.F. 9 = 1721307V2 = Þb. □ HELGAFELL 59911307IV/V 2 I.O.O.F. 7 = 1721307 = Þb. □ MÍMIR 599130017 - VI Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindislns. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. SAMBAND iSLENZKRA KRISTTNiBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Benedikt Arnkels- son. Inga Þóra Geirlaugsdóttir syngur. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fítadelfía Bibliulestur í kvöld ,kl. 20.30. Ræðumaöur: Hafliði Kristins- son. Allir hjartanlega velkomnir. Hútivist 'ÓRNNI 1 • tEYUAVÍK • SÍMIAÍMSVUI1460i Þorrablótsferð í Þjórsárdal, 1.-3. febr. Ein af þessum sivinsælu, hefðbundnu Útivistarferðum. Gist að Braut- arholti. Á laugardag verður skipulögð gönguferð i Þjórsár- dalnum og um kvöldið verður sameiginleg þorramáltíð, þar sem allir leggja eitthvað til á hlaðborð. Eftir borðhald kvöld- vaka og sönn Útivistarstemmn- ing, sem hvergi er hægt að upþ- lifa nema í Útivistarferðum. Sundlaug á staðnum. Farar- stjóri: Lovísa Christiansen. Miðar og pantanir á skrifstofu, Grófinni 1, 3. hæð. Tunglskinsganga föstudag 1. febr. kl. 20. Katla- hraun - Selatangar. Fjörubál og miðnæturrómantík í stór- brotnu umhverfi Selatanganna. í Útivistarferð eru allir velkomnir! Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Miðvikudagur 30. janúar kl. 20 Vetrarkvöldsganga og blysför á fullu tungli Gengið frá Kaldárseli um Smyrlabúð yfir að Gjáarétt í Búr- fellsgjá. Tilvalin fjölskylduganga. Verð 500,- kr., frítt f. börn m/full- orðnum. Blys kr. 100,-. Brottför frá BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Helgin 9.-10. febrúar Vætta- og þorrablótsferð Skoðunar- og gönguferðir á slóðir „huliðsvera" í Mýrdal og undir Eyjafjöllum sbr. nýútkomið Vættatal Árna Björnssonar. Gist í góðu svefnpokaplássi í nýju félagsheimili að Skógum. Ný, fróðleg og óvenjuleg ferð. Mikil náttúrufegurð á svæðinu og sagnir um fjölda vætta. Sund í Seljavallalaug. Byggða- safnið í Skógum heimsótt. Þorrablót Ferðafélagsins og kvöldvaka á laugardagskvöld- inu. Látið ykkur ekki vanta. Brottför laugard. kl. 8.00. Pan- tið tímanlega. Verð utanfél. kr. 4.200,- og fél. kr. 3.800,-. Greiðslukortaþjónusta. Farar- sjórar: Árni Björnsson og Kristján M. Baldursson. Ferðaáætlun Ferðafélagsins 1991 er komin út. Breytt útlit, mikil fjölbreytni í ferðum og margar nýjungar. Skipuleggið ferðaárið tímanlega. Afhent á skrifstofunni, i ferðum og víðar. Byrjið nýtt ár og nýjan áratug með Ferðafélaginu. Velkomin í hópinn! Ferðafélag íslands. i HÚSNÆÐL ÍBOÐI Einbýlishús - Bristol Ung hjón með þrjá drengi vilja leigja einbýlis- hús sitt í úthverfi Bristol í a.m.k. eitt ár frá apríl nk.. Húsið er stórt, á góðum stað, með tvöföldum bílskúr og góðri lóð. Þarsem fjölskyldan flyst til Reykjavíkur (hús- móðirin íslensk), koma vel til greina leigu- skipti á 3-4ra herbergja íbúð. Upplýsingar gefur Sigurður Arnórsson, Akur- eyri, sími 96-22290 eftir kl. 17 á daginn og um helgar. ÝMISLEGT) —a—i——mWBBB Félagsheimilið Festi leitar eftir leigutaka að húsi og búnaði til veitingareksturs Þeir, sem hafa áhuga, tilkynni um það til undirritaðs fyrir 5. febrúar nk. >-» Grindavík 18. janúar 1991. Bæjarstjórinn í Grindavík, ~ Jón Gunnar Stefánsson. I TILBOÐ - ÚTBOÐ i. LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í forsteyptar einingar vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (Sandskeið - Hamranes) í samræmi við útboðsgögn. BFL-13. Útboðsgögn verða afhent frá og með mið- vikudeginum 30. janúar 1991 á skrifstofu Landsvirkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upp- hæð kr. 2.000,-. Steypa skal 163 undirstöður og 175 stagfest- ur. Heildarmagn steypu 307 m3. Afhenda ber einingarnar í þrennu lagi, 25. mars, 29. apríl og 20. maí 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 22. febrúar 1991 fyrir kl. 12.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Reykjavík, 28. janúar 1991. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á íbúðarhúsi í landi Hellnafells, Eyrarsveit, þingl. eigandi Snælax hf. - þrotabú -, fer fram eftir kröfum Viðars Más Matthíassonar hrl., Hróbjarts Jónatanssonar hrl., Valgeirs Kristins- sonar hrl., Sveitarsjóðs Eyrarsveitar og Sigríðar Thorlacius hdl., á eigninni sjálfri mánudaginn 4. febrúar 1991 kl. 10.00. þriðja og síðasta á Vallholti 11, Ólafsvtk, þingl. eigandi Friðjón Jakob Daníelsson, fer fram eftir kröfúm Magnúsar Guðlaugssonar hdl., Gunnars Sólnes hrl., veðdeilar Landsbanka íslands, Trygginga- stofnunar ríkisins, Landsbanka islands og Skúla J. Pálmasonar hrl., á eigninni sjálfri mánudaginn 4. febrúar 1991 kl. 11.30. þriðja og síðasta á Arnarfelli (ibúðarhúsi), Breiðavíkurhreppi, þingl. eigandi Hjörleifur Kristjánsson 25°fa og Kristin Þ. Bergsveinsdóttir 75%, fer fram eftir kröfum Hróbjarts Jónatanssonar hrl„ veðdeildar Landsbanka íslands, Landsbanka islands, Byggðastofnunar og Tryggva Bjarnasonar hdl., á eigninni sjálfri mánudaginn 4. febrúar 1991 kl. 14.00. Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, bæjarfógetinn i Ólafsvik. SJÁLFSTJEDISPLOKKURINN F É I. A G S S T A R F Akranes - þorrablót Fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna á Akranesi heldur sitt árlega þorra- blót föstudaginn 1. febrúar nk. á Heiðabraut 20 kl. 20.00. Þorramatur, glens og söngur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir fimmtudagskvöld til Óla Grét- ars í síma 11135 eða 12800. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Ólafsfirðingar Aðalfundir Sjálfstæðisfélagsins og fulltrúaráðsins verða haldnir á hótelinu sunnudaginn 3. febrúar kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning á landsfund. 3. Bæjarmálefni. 4. Önnur mál. Stjórnirnar. Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló heldur aðalfund fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.30 í Ásgarði, félagsheimili sjálfstæðismanna. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosningar framundan. 3. Önnur mál. Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló, Vestmannaeyjum. Skagfirðingar Fundur verður í fuiltrúaráði sjálfstæðisfé- laganna i Skagafirði í Sæborg á Sauðár- króki laugardaginn 2. febrúar kl. 15.00. Fundarefni: 1. Ávarp, Hjálmar Jónsson. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðisfélagið, Laugarneshverfi Almennur félagsfundur Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi heldur almennan félagsfund í Valhöll kl. 20.30 þriðjudaginn 5. febrúar. Efni fundarins: Kjör landsfundarfulltrúa. Önnur mál. Gestur fundarins verður Friðrik Sóphusson, alþingismaður. Sérstaklega er skorað á umdæmafulltrúa að mæta. Sjálfstæðiskonur á Sauðárkróki! Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks verður haldinn í Sæborg i dag, miðvikudaginn 30. janúar, kl. 20.30. Dagkrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjör landsfundarfulltrúa. 3. inntaka nýrra félaga. 4. Önnur mál. Kaffiveitingar. Konur, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. HFIMDAI.LUR F • U ■ S Persaflóastríðið: Björgun eða brjálæði? Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, efnir til opins fundar um styrjöldina fyrir botni Persaflóa á Hótel Holiday Inn fimmtu- daginn 31. janúar kl. 20.30. Til umræöu verða ýmsar spurningar varðandi styrjöldina, svo sem hvort samningaviðræður eða ef nahags- þvinganir hafi yerið reyndar til hins ýtrasta, hvort hernaðaraðgerðir fjölþjóðahersins séu nauðsynleg löggæsla eða dæmi um heimsvalda- stefnu og hve dýru verði sé hægt að kaupa friðinn. Stutta framsöguræður flytja: Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, Þórður Pálsson, heimspekinemi, Ámi Bergmann, ritstjóri Þjóöviljans og Andrés Magnússon, blaðamaður. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður. Allir áhugamenn um utanrikismál eru velkomnir. Heimdallur. Stjórnarfundur SUS Stjórnar- og trúnaðarmenn! Munið stjórnar- f und SUS föstudaginn 1. f ebrúar kl. 18.00. Gestur fundarin: Lára Margrét Ragnars- dóttir. Stjörnarmenn tilkynni forföll, trúnaðarmenn tilkynni þátttöku. * s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.