Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30.' JANÚÁR 1991 23i Veiðigjald er réttlætis- mál og eykur hagkvæmni eftir Þorlák Helgason í fyrsta skipti á þessari öld hefur það gerst að fólk á landsbyggðinni er jafnmargt í upphafi áratugar og í lok hans. Á níunda áratugnum fjölgaði íbúum á suðvesturhomi landsins um 26.329, en utan þess - svæðis stóð íbúatalan í stað, þar sem fjölgun í 6 kjördæmum lands- ins var aðeins um 339 manns. Fiskvinnslan úr landi? Byggðastofnun spáir því nú að enn muni fækka á landsbyggðinni, ef viðskipti með fisk verða á þann veg sem spáð er í Evrópu. í greinar- gerð stofnunarinnar segir að í framhaldi af samningum íslands við Evrópubandalagslöndin muni í kjölfar aukins viðskiptafrelsis stöð- ugt aukinn hluti sjávarfangs okkar verða fluttur út óunninn til vinnslu innan Evrópubandalagsins. Samningarnir við EB munu skapa stórkostlega möguleika og alls ekki gefið að vinnslan verði ekki einmitt meiri í framtíðinni hér heima. í stað þess að flytja fískinn út í heilum stykkjum verði til dæm- is farið að flytja flök út. En það breytir því ekki að fólki mun fækka á landsbyggðinni. Færri þarf til að vinna úr fiskinum. Hvað er framundan? Það er óhjákvæmilegt að gjör- breyttu byggðamynstri verði gefinn meiri gaumur í glímunni við við- fangsefni morgundagsins. Sá vandi sem steðjar mest að íslensku sam- félagi tengist byggð jafnt á suð- vesturhluta sem á landsbyggð. Útgerð í landinu á eftir að breyt- ast verulega á allra næstu árum. Samningar okkar á vettvangi EFTA við Evrópubandalagið geta þá aðeins verið okkur hagstæðir að við getum selt sjávarafurðir okkar tollfijálst á Evrópumarkað. En þá opnast stórkostleg leið fyrir okkur. Samningar okkar í Evrópumál- um krefjast aukins viðskiptafrelsis og undir það verðum við að vera búin. Einn liður er að laga sjávarút- veg að nútímalegri háttum og auka réttlæti á því sviði. 14-15 milljarðar afhentar í ár Þjóðin horfir ekki miklu lengur upp á það óréttlæti sem viðgengst er auðlindir eru afhentar fáeinum aðilum ókeypis. í fyrra gekk afla- kvóti á óveiddum þorski á um 45 krónur hvert kíló. Miðað við veiði- heimildir í ár reiknast mér til að bolfiskkvótinn verði 14-15 milljarð- ar í verðmætum. Það er sú upphæð sem þorri þjóðarinnar afhendir fá- einum útgerðaraðilum. Vissulega gengur hluti þessa afia kaupum og sölum. í fyrra var t.d. kvóti upp á 1.800 milljónir seld- ar milli verstöðva. Þj óðartekj ur of lágar fyrir bragðið Þjóðin nýtur ekki þessara tekna og í ofanálag kemur svo að færa má fyrir því rök að vegna óhag- kvæmni í útgerð séu þjóðartekjur miklu lægri en þær gætu verið. Talað hefur verið um að fiskiskipa- stóllinn sé 40-50% of stór. Sam- kvæmt því er hver þorskur úr sjó allt of dýr og af því sést að þjóðar- tekjur rýrna stórlega. Með samruna í útgerð má nýta það fé til margvíslegrar uppbygg- ingar í landinu öllu og renna styrk- ari stoðum undir ríkisbúskapinn en nú er. Talið hefur verið að sparnað- urinn gæti numið um 4% af þjóðar- framleiðslu, en það er svipuð upp- hæð og sú sem þjóðin afhendir útgerðinni á þessu ári (14-15 millj- arðar króna). Óhagræðið í sjávarútvegi sam- svarar því að ríflega 200 þúsund króna skattur yrði iagður á hveija fjögurra manna fjölskyldu í iandinu. „ Alþingi getur ekki gengið gegn sjálfsögð- um vilja meirihluta þjóðarinnar. Fiskurinn í sjónum er sameiginleg auðlind allra sam- kvæmt landslögum.“ Er núverandi kvótakerfi áfangi á leið? Mörgum þykir núverandi kvóta- kerfi vera áfangi á réttri leið. Allir gera sér nú grein fyrir því að það verði að stjórna aðgangi að fiski- miðunum og kvótakerfið núverandi hefur ýmsa kosti. Ef tekið yrði upp gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum myndu þau fyrirtæki sem ekki bera sig væntanlega gefast upp, en með kvótakerfinu má segja að þessi fyrirtæki hafi tækifæri til að selja kvóta frá sér til betur stæðra og forða sér hugsanlega frá skelli. Samkeppni í sjávarútveg Samkeppni í þjóðfélaginu er eitt þeirra hjóla sem hafa verið sðtt undir þjóðarskútuna og fært okkur sífellt batnandi lífskjör. í „undir- stöðuatvinnuvegum“ þjóðarinnar,v fiskveiðum og landbúnaði, hefur þótt eðlilegra að beita öðrum og úreltum aðferðum. Fyrir bragðið hafa lífskjör rýrnað. Fyrirtæki sem eru í samkeppni verða að standa sig við eðlilegar aðstæður. Þau verða að kaupa hrá- efni og selja neytendum á verði sem ekki ákvarðast af öðrum aðilanum. Fijáls samkeppni hefur sína ann- marka, en hún tryggir réttlæti þar sem samkeppni verður hæglega komið við. í sjávarútvegi á íslandi hefur þótt eðlilegt að framleiðandinn (út- gerðarmaðurinn) geti gengið í auð- lindina án þess að greiða fyrir hana. í krafti hefðar hefur viðkomandi getað sótt sjó án þess að þurfa að greiða fyrir vöruna sem hann afl- ar. Sölusamtök á íslandi hafa skap- að sér einokun á erlendum mörkuð- um og komið í veg fyrir eðlilega samkeppni. Hvort tveggja mun brátt heyra sögunni til. Alþingismenn geta ekki gengið öllu lengur gegn þjóðinni > A Alþingi verður fyrr eða síðar tekist á um þessi mál. Almenningur gerir sér æ betur grein fyrir því óréttlæti sem felst í að afiienda fáeinum útvöldum auðlindir íslend- inga. Og hrópandi óhagræði í sjáv- arútvegi hlýtur fyrr eða síðar að verða öllum ljóst. Stjórnmálaftokkarnir hafa veigr- að sér við að taka raunverulega á málinu. Kvótakerfið nú er mála- miðlun, sem fallist var á undir nokkrum þrýstingi'. Það sneiðir agnúa af en gengur ekki nægilega langt og tekur þar af leiðandi ekki á bráðum vanda. Við berum öll ábyrgð á að fólk búi við ákjósanlegan kost um allt land. Þeir sem flytja á suðvestur- hornið eiga líka rétt á því að rétt- lætis sé gætt. Sóun og óhagræði er engum til gagns. Það rýrir tekj- ur þjóðarinnar. Afgjald fyrir veiðar (veiðileyfa- sala) er liður í nauðsynlegri upp- stokkun á efnahagskerfinu. Al- þingismenn geta ekki lengur geng- ið gegn sjálfsögðum réttindum. Byggðavandi — kvótavandi Ég hef kosið að tengja byggða- vanda sjávarútvegi. Augljóst er að byggð í landinu mun þéttast. Við munum ekki gera út á 65 stöðum eins og nú er. Ég vil með þessum skrifum benda á að stærsta mál í þjóðarbúskap, sjávarútvegur, ræð- ur mestu um það byggðamynstur sem verður á landsbyggð í framt- Þorlákur Helgason íðinni. Almenningur á kröfu á því að stjórnmálamenn taki af ábyrgð á málum. í framtíðinni mun hand- aflið verða í æ ríkari mæli að víkja fyrir eðlilegum markaðslögmálum á efnahagssviðinu. Hvers vegna er sjúkrastofnunum lokað? Það þýðir alls ekki að við fórnum á félagslegu sviði. En til þess að auka enn frekar réttlæti í samfé- laginu þurfum við á peningum að halda. Meðan svo er höfum við ekki efni á að þjóðin njóti ekki hagkvæmustu kjara. í sjávarútvegi þýðir það að við seljum aðgang að fiskimiðunum. Þau eru eign ok1"" allra. Við eigum í sameiningu njóta mests arðs af auðlindinni. Halda menn að það sé ekkt samhengi milli þess að loka sjúkra- stofum og draga úr félagslegri þjónustu og því að 10-20 milljarðar fara í súginn á hveiju ári í sjávarút- vegi? Þyldum við að kaupmenn seldu alltaf 20-30% of dýrt vegna þess að þeir byggju við einokun? Fjölmörg önnur dæmi má sýna til að benda á að okkur er nauðsyn að nýta alla framleiðslukráfta á besta veg. Sé útgerð óhagkvæm ber okkur að bæta úr. Svo einfalt er það. Skatturinn sem þjóðin ber í dag er fáránlegur. Alþingi getur ekki gengið gegn sjálfsögðum vilja meirihíuta þjóðarinnar. Fiskurinn í sjónum er sameiginleg auðlind allra samkvæmt landslögum. Höfundur er kennari og blaðamaður. Hann tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík. HITAKUTAR ELFA-OSO 38-60-120-200-300 lítra. Ryðfrítt stál - Blöndunarloki. Einar Famstveít&Co.hf. BORGARTÚNI 28, SÍMI622901 4 stoppar vM dymar /-/:/’7:í-7;/r Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóum Moggans! MANNAMOT ER OKKAR SÉRGREIN Breytum til í ár ! Höldum árshátíðina á Hótel Örk. Glæsileg salarkynni fyrir hverskonar veislur og mannamót. Minnum einnig á fullkomna ráðstefnu- og fundaaðstöðu okkar. Á hótelinu er m.a. útisundlaug, heitir pottar, og gufubað. Öll herbergi eru með sér baði, síma, sjónvarpi og minibar. HÓTEL ÖRR ______HVERAGERÐI_____ SÍMI: 98 - 34700 FAX: 98 - 34775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.