Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1991 Kon ung’urinn svikum og morðum til að fullnægja valdafíkninni. í augum Machiavellis er valdafíkn sama og stjórnviska. Hugmyndir hans byggjast á hinni „natúralísku" sýn sem þá var ný og kom í stað háspeki og siðfræði miðalda. Þarna er hugsunarhætti náttúruvísindanna snúið upp á stjórnsýslu og pólitik — maðurinn er hér aðeins einn af hlutum nátt- úrunnar, og einstaklingurinn er einskis verður í sjálfum sér. Marquis de Sade túlkaði þennan boðskap til hins allra ýtrasta í sið- rænum efnum. Sú siðferðislega af- neitun sem Machiavelli og spor- göngumenn hans leggja til að við- höfð sé í pólitísku lífi, heimfærir hann með augljósum, afleiðingum einnig upp á líf sérhvers einstakl- ings. Sé maðurinn aðeins einn af hlutum náttúrunnar er engin ástæða til að fordæma hann fyrir að fullnægja náttúrulegum fýsnum sínum. Maðurinn er dýr, sandkorn á strönd eilífðarinnar. Það er enginn tilgangur til né heldur virðing, að- eins náttúra, /élræn framvinda og náttúrulegt dýrseðli — sem birtist fýsnunum. Báðir áttu þeir Machiavelli og de Sade eftir að hafa mikla þýðingu fyrir pólitíská, sálfræðilega og fé- lagslega þróun í Evrópu nútímans. Eins og Aasmund Brynildsen hefur sýnt fram á liggur augljós þráður milli hugmynda de Sades og Marx og Freuds. Stjórnspekingar á borð við Napóleon, Lenín og Mússólíní hrósuðu allir hugmyndum Maehia- vellis um furstann sem æðri var % öllum siðferðisreglum. Ógnir einræðis eru ekki fyrst og fremst fólgnar í valdbeitingu heldur afnámi einstaklingseðlisins, því að maðurinn verður einskisverður nema sem efniviður, massi. Vesæll bóndi getur þolað miklar píslir á meðan hann sér einhvern tilgang í þeim. A meðan samúðin er enn við lýði, meðan náð, kærleik- ur, réttlæti fyrirfinnast enn. Konungslundin eins og hún birt- ist í norskri hefð, er fullkomin and- stæða við hugmyndir Machiavellis um stjórnkænsku. Konungurinn er þjónn þjóðar sinnar. „Ég er líka konungur kommún- ista,“ sagði Noregskonungur. Það óendanlega mikla ástríki sem Norðmenn sýna konungi sínum — og enginn hefur notið þess í ríkari mæli en Ólafur — á rætur sínar í þessu: Hann sá með hjarta sínu, hann hlustaði með hjarta sínu. Og virkjaði skilning sinn. Það liggur beinn vegur frá kóngi Ólafur konungur í sporvagni meðal óbreyttra farþega á leið á skíði. Myndin er tekin á fyrstu dögum olíukreppunnar þegar menn voru hvattir til að skilja bílinn eftir heima. þjóðsögunnar, um þráláta tryggð bóndans við konung sinn, „hann föður okkar" í Kaupmannahöfn, til Ólafs konungs. Og ef til vil varð ímynd konungs- ins með þjóðinni fyrst að veruleika í persónu hans. * * * Hver er konungslundin í nútíma lýðræðisríki? Fyrrverandi menningarmálaráð- hera í Noregi, Lars Roar Langslet, skrifaði nýlega minningargrein í Aftenposten um Ólaf konung og minntist þar á stíl hans sem kon- ungur. Mikilvægt atriði í því sambandi er hversu lagið konungi var að halda jafnvægi milii nálægðar og fjarlægðar þegar hann kom fram opinberlega. Langslet skrifar að hann sé sannfærðuf um að Ólafur konungur eigi eftir að verða mun þýðingarmeiri persóna í seinnitíma- sögu Noregs en allar þær bækui; og rit sem segja frá lífi hans og störfum gefa tii kynna. „Ávallt kom hann fram af háttvísi og bar gott skynbragð á formvenjur, var alltaf trúr þeim leikreglum sem giltu um hans einmanalegu embættisverk. En hann kunni til fullnustu að nota þessar reglur þannig að áhrifa þeiri'a gætti víða.“ Langslet, sem kynnt.ist konung- inum ágætlega á þeim fimm árum sem hann sat vikulega fundi í ríkis- ráði í höll konungs, talar í greininni um óþreytandi starf konungs sem „ráðgjafi ráðgjafa sinna“. „Tvennt var einkum áberandi: í fyrsta lagi aðdáunarverð þekking hans á smæstu málsatvikum. Hann spurði nákvæmra spurninga, mundi í höf- uðatriðum málavexti í löngu af- greiddum málum. í öðru lagi hversu umhugað honum var um hag ein- staklinganna — oft og tíðum spurð- ist hann fyrir um náðun fanga, umsóknir um pólitískt hæli o.s.frv. Fyrirspurnir konungs voru þörf áminning um að slík mál mega aldr- ei verða að ópersónulegu vana- verki. Þessa skoðun sína lagði hann enn frekari áherslu á í þróttmiklum orðum um t.a.m. aðbúnað innflytj- enda í opinberum ræðum sínum.“ Sú ljósmynd sem mér er sjálfum einna minnisstæðust af konungin- um er frá einu af fyrstu árum olíu- kreppunnar. Hún er tekin á sunnu- degi að vetri til. Menn voru hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Kon- ungur varð við þessum tilmælum og tók sporvagninn þegar hann fór á skíði, klæddur gamaldags skíða- fötum. Myndin er tekin þegar kon- ungur er í þann veginn að rétta fram borgun fyrir miða í sporvagn- inn. Skylduræknin var takmarkalaus. Hann var þjóðsagnakóngurinn sem skaut upp kolli mitt á meðal fólksins og var þá eins og einn af því, í djúpri samkennd. Umfram allt var hann kristinn konungur. Formlega var hann æðsti yfirmaður norsku þjóðkirkjunnar, svo sem kveðið er á um í Stjórnar- skránni. En í huga Ólafs konungs var þetta ekki aðeins spurning um að fullnægja formsatriðum, það var honum langtum mikilvægara en svo: Hann var mikill trúmaður. Það birtist ekki í guðfræðilegum útlegg- ingum heldur sannkristnum skiln- ingi á gildi manneskjunnar. í viður- kenningu þess að allir menn séu eitt í Kristi, að hinn kristni muni þannig alltaf sjá sjálfan sig í ná- unga sínum, já að gjörvallt sköpun- ai'verkið sé lifandi, viðkvæmt og fullt af tilgangi. I hugum kristinna manna eru hugtökin skilningur og kærleikur eitt og hið sama. Eitt af því síðasta sem eftir kon- ung birtist á prenti var formáli að bænabók. * * * Konungs skuggsjá er forn norsk bók, rituð á 13. öld. Þar segir að möi'g sé sú óáran sem eitt land geti orðið fyrir. En verstu hallærin séu ekki þau sem hetja á efnislega hluti, verri sé sú óáran, er leggist í mennina sem landið byggja, elleg- ar ef óáran leggst í siði, vit og æði þeirra, er fyrir landinu ráða. Hann laðaði fram það besta í okkur. Þessi litli drengur sem hvíldi á handlegg föður síns í köldum vetrargjóstinum. Sem festi rætur í okkar bestu hefð og varð þannig norskari en nokkur annar Norðmað- ur, og var — með fordæmi sínu — óþreytandi við að bregða upp spegli sem sýndi okkur konunglega fyrir- mynd. Þýðing: Kjartan Árnason. Höfundur er skáld og fyrrvermidi forstjóri Norræna hússins, og nýtur heiðurslauna frá norska ríkinu. Áskorun frá „loðnubæjumu: Bolfiskafla loðnuskipa verði land að í viðkomandi byggðarlögum Morgunblaðið/Þorkell Miklar skemmdir urðu á stigaganginum í Yrsufelli 1. Kveikt í bensíni í stigangi í MÖRGUM tilfellum mundi til- •færsla botnfiskkvóta til loðnuflol- ans auka vanda landverkafólks og sveitarfélaga á landsbyggð- inni, nema til kæmu skýr ákvæði um löndun aflans í viðkomandi byggðum." Þetta kemur fram í sameiginlegri ályktun bæjar- stjórna Bolungarvíkur, bæjarráðs Siglufjarðar, bæjarstjórans á Ak- ureyri, svo og hreppsnefnda Raufarhafnar og Þórshafnar vegna ástands loðnustofnsins og FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins fyrir alþingiskosning- arnar í vor verður væntanlega lagður fram í næstu viku, að sögn Helga S. Guðmundssonar, form- anns stjórnar fulltrúaráðs fram- ysóknarfélaganna í Reykjavík. Fundur verður í uppstillingar- nefnd á fimmtudaginn, en beðið er hugmynda um kvótatilfærslur. I ályktuninni segir einnig, m.a.: „Sveitarfélög, þar sem loðna hefur verið unnin og íbúar þeirra, verða hvað harðast úti vegna yfii-vofandi aflabrests á loðnu. Loðnuvei'ksmiðj- ur, landverkafólk og sveitarsjóðir í viðkomandi byggðarlögum eru því hagsmunaaðilar, sem taka þarf fullt tillit til við hugsanlegar aðgerðir ríkisvaidsins vegna þessa máis. Vegna hugmynda um tilfærslu úr Hagræðingarsjóði til loðnuflotans er svara nokkurra einstaklinga, sem boðið hefur verið að taka sæti á list- anum. Meða'i þeirra eru Ásgeir Hannes Eiríksson, alþingismaður, og Linda Pétursdóttir, fegurðar- drottning, og sagði Helgi að form- legt svar frá Ásgeiri Hannesi væri væntaniegt í dag, en Linda væri enn að hugsa sig um. rétt að ítreka að hlutverk sjóðsins átti að vera að taka á vandamálum, sem upp kæmu á einstökum stöðum, meðal annars með tilliti til byggða- þróunar. Þetta þarf að hafa í huga við úthlutanir úr sjóðnum og því nauðsynlegt að binda þær skilyrðum um hvar aflinn komi til vinnslu. Þau byggðarlög, sem unnið liafa úr loðn- unni hijóta að hafa þar forgang. Við tökum heils hugar undir það að bæta þarf loðnuskipum tjón þeirra eins og unnt er en jafnframt því verður að leysa vanda hagsmunaað- ila í landi. Loðnubrestur er vanda- mál, sem allir landsmenn verða að takast á við sameiginlega. Það er ekki sanngjarnt að reikna með því að botnfiskveiðar og -vinnsla taki á sig jafn stóran hluta vandans og fram hefur komið_ í hugmyndum um kvótatilfærslur. í þessu sambandi má minna á að árið 1981, er aðstæð- ur voru svipaðar og nú, var leitast við að aðstoða loðnuverksmiðjur eft- ir megni til að komast hjá ijöldaat- vinnuleysi." ELDUR varð laus á annarri hæð I stigagangi í Yrsufelli 1 s.l. mánudagskvöld, en íbúa á staðn- um tókst fljótlega að ráða niður- lögum hans með handslökkvi- tæki. Stigagangurinn er mikið skemmdur af völdum elds, reyks og sóts. Fimm unglingar hafa játað að hafa kveikt í bensíni í stigaganginum. Tveir drengir og þijár stúlkur, tólf til þrettán ára, urðu völd að eldsvoðanum. Drengirnir höfðu keypt bensín á tveggja lítra plast- flösku og gerðu sér leik að því að hella því á skó annars þeirra og á gólfteppi og bera eld að því í stiga- ganginum. Eldur komst í flöskuna og kastaði drengurinn henni þá frá sér með þeim afleiðingum að mikill eldur varð laus. Ibúa á staðnum tókst hins vegar með snarræði að slökkva eldinn með handslökkvi- tæki. Framsókn í Reykjavík: ’Framboðslisti senn tilbúinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.