Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 17 Lokaorð um bráðabirgða- lög og stjórnarskrá eftirJón Steinar Gunnlaugsson i. í Morgunblaðinu 22. janúar sl. birtist grein eftir Hróbjart Jónat- ansson hrl. Er henni ætlað að vera svar við grein minni frá 4. janúar. Málefnið sem um er fjallað eru bráðabirgðalögin frá síðasta sumri um kjarasamning BHMR. Grein Hróbjarts felur ekki í sér neina marktæka viðbót við það lög- fræðilega athugunarefni, hvort bráðabirgðalögin hafi staðist ákvæði stjórnarskrár. Hún er miklu fremur einhvers konar tilraun til að halda því að lesendum, að skýr- ingar mínar á stjórnarskránni séu pólitískar. Virðist hann byggja þetta á því tvennu a) að ég hafi skoðun á því hvernig skýra beri stjórnarskrána að þessu leyti og b) að hliðstæð rök hafi einkum heyrst hjá forráðamönnum Sjálfstæðis- flokksins. Af þessu má ráða, að H.J. telji lögskýringar ópólitískar, ef menn a) hafi ekki ákveðna skoð- un um réttmæti þeirra og b) að forsvarsmenn stjórnmálaflokka séu ekki á sömu skoðun. II. Ýmislegt mætti. svo sem segja um þessa grein Hróbjarts Jónatans- sonar. Ég ætla þó að méstu að leiða hana hjá mér. Ég vil aðeins nefna tvennt varðandi meðferð hans á lögfræðiheimildum, sem mér finnst nauðsynlegt að benda þeim á, sem hafa fylgst með þessum blaðaskrif- um. í fyrsta lagi fer hann rangt með kenningar Ólafs Jóhannesson- ar, þegar hann segir afstöðu Ólafs til álitaefna varðandi setningu bráðabirgðalaga „skýra og ótví- ræða". Olafur hefur mikla fyrirvara á, þegar hann fjallar um heimildir bráðabirgðalöggjafans og hlutverk dómstóla. Er áhugasömum lesend- um bent á að kynna sér sjónarmið Ólafs á bls. 321 og 324 í bók hans „Stjórnskipun íslands". Þegar menn kynna sér kenningar Ólafs Jóhannessonar í stjórnskipun- arrétti, þurfa þeir að hafa í huga, að Ólafur var sjálfur fyrst og fremst stjórnmálamaður, en þarnæst fræðimaður í lögfræði (rétt eins og Bjarni Benediktsson hafði verið). Við ritun bóka sinna studdist Ólafur um of við rit eins fræðimanns, þ.e. danska fræðimannsins Poul And- ersen. Dregur þetta úr gildi þeirra. Á því er þó enginn vafí að bækur Ólafs eru hin ágætustu lögfræðirit, skrifaðar af einfaldri rökvísi og heilindum. Það er þýðingarmikið fyrir minningu þessa mæta lög- fræðings, að þeir sem til hans vilja vitna máli sínu til stuðnings láti fylgja tilvitnunum sínum þá fyrir- vara, sem Ólafur viðhafi sjálfur. III. í annan stað virðist Hróbjartur Jónatansson telja að hæstaréttar- dómur frá 1937 (hrd. VIII. 332) veiti fordæmi fyrir því að „una verði við mat bráðabirgðalöggjafans um að brýna nauðsyn hafi borið til út- gáfu laga". Segir hann mig ekki hafa kannast við þessa afstöðu dómsins og gefur m.a.s. í skyn að aðrir dómar Hæstaréttar staðfesti þetta, þó að hann tilgreini þá ekki. Við þetta verður að gera athuga- semdir. Dómurinn frá 1937 felur ekki í sér neitt fordæmi af því tagi, sem H.J. telur. í dóminum er engin sú afstaða tékin, að una verði við mat bráðabirgðalöggjafans. í dóm- inum var aðeins sagt, að ekki yrði talið „að áfrýjanda komi að haldi sú röksemd, að ákvæði bráða- birgðalaganna ... brjóti í bága við 23. gr. (nú 28. gr.) stjórnarskrár- innar". Ekkert var hins vegar sagt um hvers vegna ekki væri hald í Helsinki-dagar í Reykjavík í febrúar Viðamikil sýning frá Helsinki-borg verður á Kjarvalsstöðum dag- ana 4.-24. febrúar n.k. undir yfirskriftinni „Helsinki — mannlíf og saga". Það er yfirborgarstjóri finnsku höfuðborgarinnar, Raimo II- askivi, sem er aðalhvatamaður að sýningunni. I tengslum við sýning- una verða Helsinki-dagar í Reykjavík og koma til Reykjavíkur fjöl- margir finnskir listamenn sem munu setja Helsinki-brag á höfuðborg- ina fyrstu vikuna sem sýningin verður opin. Raimo Ilaskivi yfirborgarstjóri kemur til Reykjavíkur ásamt eigin- konu sinni og nokkrum embættis- mönnum Helsinki-borgar laugar- daginn 2. febrúar. Einnig kemur heimsþekkt finnsk djasshljómsveit, UMO Big Band, og söngflokkurinn Tríó Saludo, sem er eitt vinsælasta tríó Finnlands. Þá keppir handbolta- lið frá Helsinki í Reykjavík og finnskur matreiðslumeistari sér um eldamennsku á finnskum sælkera- dögum á Hótel Loftleiðum helgina 7. til 10. febrúar. Finnski listamað- Afhenti trún- aðarbréf Hinn 24. janúar 1991 afhenti Tómas Á. Tómasson landstjóra Kanada, Ramon John Hnatyshyn, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Kanada. röksemdinni. Dómurinn getur því allt eins með afgreiðslu sinni verið að staðfesta mat bráðabirgðalög- gjafans að efni til. Augljóst er að dómur þessi er alls ekki fordæmi um það sem H.J. vill vera láta. Þá er það rangt sem H.J. gefur í skyn að til séu aðrir hæstaréttar- dómar sem sanni mál hans. Þeir eru engir til. Loks telur hann að ég kannist ekki við þá afstöðu sem hann telur Hæstarétt hafa tekið. Þetta er rétt hjá honum. Hvorki ég né nokkur annast kannast við hana. IV. Ég sé ekki ástæðu til að ástunda þrætur við Hróbjart Jónatansson í Morgunblaðinu um þetta málefni. í lok greinar sinnar telur hann mig vera á móti tjáningarfrelsi þar sem ég hafi látið hann fá bágt fyrir fyrri blaðagrein sína. Þarna er enn ein röng ályktun á ferðinni. Ég tel Hróbjart Jónatansson hafa fullt frelsi til að segja hvað sem er um bráðabirgðalögin eða ónnur þau málefni sem hann kýs að fjalla um. Hann á hins vegar enga kröfu til þess að fá ekki bágt fyrir, svo lengi sem bágindin felast ekki í öðru en Afhenti trún- aðarbréf Ingvi S. Ingvarsson afhenti 25. janúar sl. Margréti Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Danmörku. urinn Eer'o Manninen, sem er þekkt- ur klippilistamaður, sýnir snilld sína og klippir út myndir af gestum á Kjarvalsstöðum og á sælkerakvöld- um á Hótel Loftleiðum. Helsinkisýningin á Kjarvalsstöð- um er farandsýningt sem þegar hefur yerið sett upp í Osló og Kaup- mannahöfn en hún verður opin dag- lega frá kl. 11.00 til 18.00. Sýning- in verður formlega opnuð af Davíð Oddssyni, borgarstjóra Reykjavíkur og Raimo Ilaskivi yfirborgarstjóra Helsinki mánudaginn 4. febrúar. Starfsmenn Reykjavíkurborgar sjá um undirbúning og skipulag Hels- inkidaganna ásamt finnskum sam- starfsmönnum sínum. Finnska djasshljómsveitin Uuden Musiikin Orkestri — UMO, sem stofnuð var 1975, heldur þrenna tónleika í Reykjavík; í Háskólabíói 6. febrúar, Púlsinum þann 7. og í FÍH-salnum þann 8. febrúar og verður útvarpað beint frá tvennum þeirra. Tríó Saludo kemur einnig fram á nokkrum stöðum í Reykjavík, m.a. á Kjarvalsstöðum og á sæl- kerakvöldum á Hóte) Loftleiðum. I Seljaskóla verður handknattleiks- mót sem úrvalslið ungra handknatt- leiksmanna frá Helsinki tekur þátt í ásamt Reykjavíkurliðunum KR, Víkingi og IR. Mótið stendur yfir frá 7.-9. febrúar. :l:l:i:t:l:l:l:i «m$ Jón Steinar Gunnlaugsson „Þá er það rangt sem H. J. gefur í skyn að til séu aðrir hæstaréttar- dómar sem sanni mál hans. Þeir eru engir til." því að um sjónarmið hans sé fjallað opinberlega. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ©© ©©©® CD i-----?¦ i- J Eldavélar. 4 gerðir - 5 litir. Gott verð - greiðslukjör Einar FarestvertfcCo.hf BORGARTÚN! 28, SÍM! 622901. LaM 4 stoppar vM dymar í:t:t:i:i:t:i:/ Þorradagar í Kringlunni 25. janúar - 2. febrúar Á- þorranum rifjum við upp gamla tíma og ýmsa þjóðlega siði í Kringlunni. í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Árbæjarsafnið verða sýndir gamlir munir og áhöld. Ýmislegt annað verður gert til fróðleiks og skemmtunar Þorramatarkynning J$*&b Kórsöngur Tóvinna , _^mktri Gömlu dansarnir Harmonikuleikur ÉflŒÆíí/ Glíma Kveðnar rímur 'IThWs^ Sýning á þjóðbúningum Atriði úr Njálu & W }á Þjóðdansasýning i Kringlunni er alltaf hlýtt og bjart. Meira en 2000 bílastœöl. KRINGWN Opiö til kl. 19, mánudaga til föstudaga. Laugardaga til kl. 16. Veitingasta&irnir opnir lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.