Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 4
4 f MOIÍÓWNfiLÁ'ÐfÐ MiOtiftUDÁW'öri áé. VEÐUR Sigurbjörn Bárðarson ó Svarti frá Högnastöðum. Óperan í San Francisco: Magnús Bald- vinsson bassa- söngvari ger- ir árs samning MAGNÚS Baldvinsson bassa- söngvari hefur gert árs samn- ing við óperuhúsið í San Fran- cisco, en það er eitt af virtustu óperuhúsum Bandaríkjanna. Magnús mun hefja störf þar í júní næstkomandi, og mun fyrst um sinn syngja hlutverk í La Traviata eftir Verdi og Seldu brúðinni eftir Smetana. Magnús lauk námi við Söng- skólann í Reykjavík árið 1987, og að því loknu stundaði hann fram- haldsnám í Bandaríkjunum í tvö ár. Hann hefur verið búsettur í Indiana í Bandaríkjunum frá því júlí síðastliðnum og víða sungið opinberlega. „Þessi samningur sem ég hef gert við óperuna í San Francisco er mjög góður, en þetta er það óperuhús sem ég hefði helst viljað Skuld ríkissjóðs við Seðlabanka lækkaði um helming í fyrra SKULD ríkissjóðs við Seðlabankann helmingaðist á árinu og nam 4,4 milljörðum króna í árslok. Óljóst er hvort þetta gefur vísbend- ingu um rekstur ríkisins á síðasta ári, meðal annars vegna kerfis- breytinga sem höfðu áhrif á stöðuna, og þess að ríkissjóður tók erlent lán í árslok til að greiða upp ríkissjóðshallann í stað þess að yfirdraga reikning sinn hjá Seðlabanka. Að sögn Eiríks Guðnasonar að- stoðarbankastjóra Seðlabankans lækkuðu lán Seðlabankans til ríkis- sjóðs úr 8,8 milljörðum í árslok 1989 í 4,4 milljarða í árslok 1990. Innifalið í þeirri tölu væru ekki aðeins bein lán Seðlabanka til ríkis- sjóðs heldur einnig það sem bankinn hefði keypt af ríkisverðbréfum á verðbréfamarkaði. utan Seðlabankans. Þá væri það óvenjulegt að á aðalviðskiptareikn- ingi ríkisins í Seðlabankanum hefði verið innistæða í árslok. Bolli Bollason skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins sagði að end- anlegar tölur um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári væru enn ekki komnar frá ríkisbókhaldi, og fyrr væri erf- itt að meta stöðuna. Þó virtust tölur Seðlabankans geta gefið vísbend- ingu um að útkoman yrði heldur betri en reiknað var með. Bolli sagði að tölurnar um yfir- drátt í Seðlabanka væru ekki alveg sambærilegar milli ára. Um ára- mótin 1989-1990 hefði ríkissjóður yfirdregið í Seðlabankanum og jafn- að skuldina eftir áramótin með láns- fé sem aflað var á innlendum mark- aði. Nú hefði hins vegar verið tekið 3,8 milljarða króna erlent lán fyrir áramótin til að jafna ríkissjóðshall- ann. Magnús Baldvinsson starfa við. Þetta er gríðalega stórt hús, en það tekur tæplega ijögur þúsund manns í sæti, og mér vit- anlega hefur enginn íslendingur sungið þarna áður,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. Magnús mun syngja á tónleik- um með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í mars, og þá mun hann einnig halda sjálfstæða tónleika hér á landi. Takmarka þjónustu á barnadeildinni BARNASPÍTALI Hringsins á Landspítala hefur beint þeirri ósk til foreldra og aðstandenda veikra barna að snúa sér til heimilis- og vaktlækna með minniháttar vandamál. Að sögn Víkings H. Arnórs- sonar yfirlæknis Barnaspítala Hringsins er ástæða þessa mikil vakt- byrði á barnadeildinni miðað við aðrar deildir Landspítalans. Bamadeild Landspítalans þjónar öllu landinu og þar fer fram sér- hæfð starfsemi sem ekki er tiltæk annars staðar nema þá í mjög litlum mæli, að sögn Víkings. Víkingur sagði að frá því Borg- arspítalinn tók til starfa fyrir mörg- um árum og spítalarnir þrír í Reykjavík tóku að skipta með sér vöktum í vissum hlutföllum í hveij- um mánuði hafí bamadeild Land- spítalans annast bráðaþjónustu fyr- ir börn á vaktdögum Borgarspítal- ans þar sem engin barnadeild er þar. Vaktbyrði Barnaspítalans sé því mun meiri en annarra deilda Landspítalans eða 20 vaktdagar í hveijum mánuði í stað 11-12 þegar déildir fullorðinna eiga í hlut. Auk þess em bamalæknar alltaf kallaðir til þegar erfiðar fæðingar ber að höndum á kvennadeild Landspítalans og Fæðingarheimili Reykjavíkur. Eiríkur sagði þessa lækkun stafa að verulegu leyti af kerfisbreytingu, sem gerð var á miðju árinu, þegar bindiskylda banka var lækkuð og 3,8 milljarðar króna af skuldum ríkisins við Seðlabankann voru færðar til bankanna. Hins vegar hefði skuld ríkisins við bankana lækkað meira en þessu næmi, sem sýndi að ríkið hefði getað aflað fjár VEÐURHORFUR í DAG, 30. JANÚAR YFIRLIT f GÆR: Yfir austurströnd Grænlands vestur af Vestfjörðum er smálægð sem hreyfist lítið en fyrir vestan Hvarf er allvíðáttumik- il og djúp lægð, og mun hún hreyfast austnorðaustur. SPÁ: Vaxandi sunnanátt og úrkoma. Víða stinningskaldi eða ali- hvasst fram eftir degi en hvassviðri eða stormur suðvestanlands annað kvöld. Snjókoma eða slydda vestantil á landinu en súld og rigning suðaústanlands. Úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestlæg eða breytileg átt. Él sunnan- lands og vestan en léttir til norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. HORFUR Á FÖSTUDAG: Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt, fyrst suðvestanlands. Heldur hlýnandi veður. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * ** * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hití ve8ur Akureyri 0 léttskýjað Reykjavík 4-3 úrkoma Bergen 3 alskýjað Helsinki +11 snjókoma Kaupmannahöfn 1 skýjað Narssarssuaq +11 skýjaö Nuuk +11 skafrenningur Ósló +3 snjókoma Stokkhólmur 0 alskýjað Þórshöfn S hálfskýjað Algarve 14 léttskýjað Amsterdam +2 þokumóða Barceiona 7 rykmistur Berlín 1 aiskýjað Chicago vantar Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 0 mistur Glasgow 3 súld Hamborg 4 skýjað Las Palmas vantar London 2 mistur Los Angeles 9 mistur Uixemborg 0 mistur Nladrid 2 þokumóða Malaga '12 mistur Mallorca 14 skýjað Montreaf +11 alskýjað New Vork 2 léttskýjað Oriando vantar Par/s 2 heiðskirt Róm 10 heíðskírt Vín 1 skýjað Washington vantar Winnipeg vantar Svartur frá Högna- stöðum fallinn HESTURINN Svartur frá Högnastöðum í Þverárhlíð, sem hlaut hæstu einkunn í A-flokki gæðinga á landsmóti hestamanna sl. sumar og hæstu einkunn sem gefin hefur verið í gæðingakeppni á íslandi, var aflífaður í gær vegna veikinda. Að sögn Magnúsar Torfasonar, eiganda Svarts, er mikil eftirsjá að honum. Virtist hesturinn hafa feng- ið einhver einkenni svokallaðrar hestasóttar og átti hann skammt eftir ólifað þegar hann var skotinn í gær. Svartur var undan Gusti 923 frá Sauðárkróki og Skjónu frá Högnastöðum. Sigurbjörn Bárðarson knapi sýndi Svart á landsmótinu á Vind- heimamelum sl. sumar. Ungbarn lést í bíl EINS og hálfs árs gamall drengur lést síðastliðinn mánudagsmorgun í bifreið foreldra sinna sem hafði lent utan Nesjavallavegar, skammt frá Nesjavallavirkjun. Fjölskyldan hafði verið í ökuferð sl. sunnu- dagskvöld en mun hafa villst af leið. Fólkið lét fyrirberast í bílnum um nóttina, sem sat fastur í krapa, en þegar lögregla kom á vett- vang um hádegisbilið á mánudag var litli drengurinn látinn. Faðir drengsins varð gegnblaut- ur og kaldur við að reyna að' losa bílinn og varð því að ráði að móðir- in færi af stað í átt að Suðurlands- vegi eftir hjálp. Lagði hún af stað í birtingu á mánudagsmorgun og hafði gengið um sjö km leið þegar starfsmenn Hitaveitu Reykjavíkur komu auga á hana. Var hún þá illa haldin af kulda eftir gönguna, en íjölskyldunni varð ekki kalt í bif- reiðinni um nóttina. Starfsmennirn- ir óku henni á lögreglustöðina í Árbæ og þar var lögreglu gert við- vart, sem fór strax á vettvang. Að sögn lækna mun barnið hafa látist vegna bráðrar lungnabólgu, sem það mun hafa fengið áður en til þessa atburðar kom.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.