Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 40
40 r«:<;. HAuMAt 08 »IJOA«U)OV®M GIQAJ814U0ÍÍO1!/ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 SKOLASTARF Kurteisisvika í Grindavík Nemendur koma á sal til að syngja kurteisissönginn. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson KURTEISI kostar ekki neitt.“ Þessi gömlu sannindi eiga við hvar sem er og hvenær sem er. Þeim sem komnir eru til vits og ára finnst sem svo að það sé eitthvað sjálfsagt að allir tileinki sér almenna kurteisi og framkomu. Svo er þó ekki og í því tilefni þótti kennurum í Grunnskólanum í Grindavík við hæfi að vinna svokallaða þemavinnu þar sem kurteisi og almenn framkoma væri nokkurs konar yfirskrift vinnunnar. Þrír kennarar undirbjuggu vinnuna sem hófst með athugun á framkomu. Síðan var umgengni höfð að leiðarljósi, tillitssemi og síðast viðhorf. Þá var útbúið fréttabréf og sent til foreldra barna í skólanum og SAMEINING Þýskur miimispeniiigiir Yangamyndir af Konrad Ade- nauer sem varð fyrsti kansl ari V-Þýskalands 1949 og Helmut Kohl sem hefur verið kanslari síðan 1982 prýða minnispening sem nýlega var kynntur í Köln. Peningurinn hefur verið sleginn í gull og silfur og er nú til sölu. Agóðinn rennur til þýska krabba- meinssjóðsins. Myntin er slegin í tilefni af fyrstu kosningunum í sameinuðu Þýskalandi, sem fóru fram 2. des- ember síðastliðinn. Alls hafa 50.000 peningar verið settir á markað. Á myndinni eru Cornelia Scheel, dóttir Walters Scheels fyrrum forseta V-Þýskalands, en hún stofnaði krabbameinssjóðinn 1974, og Max Adenauer, fyrrum borgarstjóri í Köln, sonur Kondrads. Max er íslandsvinur og hefur oft komið hingað til lands. Myntin kostar 69 þýsk mörk (um 2550 ÍSK) úr silfri _en 298 þýsk mörk (um 11.000 ÍSK) úr gulli. vinnan kynnt undir nafninu „Átak í bættum samskiptum“. Margskonar vinna var unnin og afraksturinn slagorð, sögur og ljóð. Viðhorf til kurteisi voru könnuð meðal bæjarbúa og mikil umræða var meðal nemenda og kennara. Slagorð voru færð á veggspjöld og sett á veggi skólans. Þar mátti sjá mörg gömul slagorð sem alltaf eru í fullu gildi, t.d. töluð orð verða ekki aftur tekin, aðgát skal höfð í nærveru sálar, hugsum ekki alltaf um hvað aðrir geta gert fyrir okkur, heldur hvað við getum gert fyrir þá, og fleira til áminningar. Kennaramir Inga Óskarsdóttir, Kristín Gísladóttir og Svava Hjaltalín sömdu texta við lag Stuðmanna, Ofboðslega frægur, og fengu góðfúslegt leyfi frá Jakobi Frímanni Magnússyni til að nota lagið. ^ Morgunblaðið/Þorkell. REKST M K Öl 'Ji fyrír tölvur og prentara Eigum fyrirliggjandi á lager prentborða í flestar tegundir prentara, þ.á.m. IBM, STAR, FACIT, Silver Reed, Message Consept o.fl. o.fl. TOKNIVAL 3KEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665/687175 Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráðherra annar f.h. hámar í sig pitsu með „ekta osti“. Við hlið hans situr Steindór I. Ólafsson, en andspænis ráðherra situr Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda og við hans hlið Reynir Þorfinnsson framkvæmdastjóri sömu samtaka. „GERVIDRASL“ Landbúnaðarráðherra snæðir ekta ost 'ið svokallaða ostlíki var tölu- vert til umræðu fyrir nokkru gefið var grænt ljós á innflutning slíkrar vöru til ýmissra nota, ekki síst pítsugerðar. Ekki var það Steingrímur Sigfússon landbúnað- COSPER (C PIB — Það er allt að verða vitlaust í Mið-Austurlöndum og all- ir að fara á hausinn hér heima, en þú situr bara hér og drekkur bjór. arráðherra sem veitti það leyfi og var hann raunar hinn versti út af málinu fyrir hönd ostframleiðenda innanlands sem eru sagðir fram- leiða betra hráefni. Viðhafði Steingrímur nokkur þung orð um málið. Hann sagði m.a. „verði þeim að góðu, “ Jóni Sigurðssyni við- skiptaráðherra og fleirum þeim sem legðu sér ostlíkið til munns, sjálfur ætlaði hann að eta „ekta ost“ og ekkert „gervidrasl“. Til þess að auka þunga orða sinna skellti ráðherran sér í Pizza Hut sem er hluti af 7.000 matstaða keðju. Þar er lögð sérstök áhersla á gæðakröfur sem og víðar og til að mynda segjast aðstandendur staðarins ekki munu nota „gervi- draslið" á sínar pítsur. Til þess að undirstrika það var Steingrími ráð- herra borin fram ijúkandi pítsa með ekta osti sem hann sporðrenndi með góðri lyst. Til borðs með ráðherra voru 'm.a. nokkrir aðstandendur bænda sem eru að sögn ánægðir með andstöðu Steingríms við „gervidraslið". En ostlíki eða ekki ostlíki? Það er spurnginin, því fregnir herma að engu sé líkara en að það hafi gufað upp. Fáir eða engir fáist til að viður- .kenna að þeir noti ostlíki við mat- ’vælágérðiná).....................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.