Morgunblaðið - 27.03.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991
13
Bandaríska vamarlið-
ið og íslenskt þjóðlíf
__________Bækur________________
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Friðrik Haukur Hallsson: Herstöð-
in, félagslegt urahverfi og íslenskt
þjóðlíf, Forlag höfundanna, 1990,
556 bls.
Öryggismál eru, ásamt efnahags-
málum, meginviðfangsefni stjórn-
mála samtímans. Öryggismál hafa
verið viðfangsefni stjórnmálamanna
frá upphafi vega og verða það að
líkindum um alla framtíð. Á ferli ís-
ienzka lýðveldisins hafa öryggismál
verið fyrirferðarmikil í stjórnmálum,
eins og við var að búast. íslenzk
yfirvöld ákváðu að tryggja öryggis-
hagsmuni sína á árunum eftir seinni
heimsstyijöldina með því að ganga
í Atlantshafsbandalagið við stofnun
þess árið 1949 og með því gera samn-
ing við bandarísk yfirvöld árið 1951
um, að á íslandi verði bandarískt
herlið. Þessar ákvarðanir voru um-
deildar á sínum tíma og hafa alla tíð
síðan skipt þjóðinni í fylkingar og
að sjálfsögðu stjórnmálamönnum
hennar. Annars vegar hafa verið
Sósíalistaflokkurinn og arftaki hans,
Alþýðubandalagið, eindregnir and-
stæðingar samningsins við Bandarík-
in og aðildarinnar að NATO. Hins
vegar hafa verið hinir þrír stjórnmál-
aflokkarnir, sem hafa átti fulltrúa á
Alþingi frá lýðræðisstofnuninni, Al-
þýðuflokkurinn, Framsóknarflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn, sem
hafa allir verið fylgjandi aðildinni að
NATO og samningnum við Bandarík-
in, þótt andstaða hafi alltaf verið
nokkur við samninginn við Bandarík-
in innan Framsóknarflokksins og
Alþýðuflokksins.
Það leikur ekki nokkur vafi á, að
ákvarðanirnar, sem teknar voru,
hafa reynzt farsælar. Með þátttöku
íslands og Noregs í NATO hefur
stöðugleiki í öryggismálum verið
tryggður á Norður-Atlantshafi. Yfir-
gæfandi meirihluti þjóðarinnar styð-
ur aðildina að NATO og nokkru-
minni meirihluti er fylgjandi veru
varnarliðsins. Nú eru aðstæður í ör-
yggismálum Evrópu að breytast, en
það er ómögulegt að segja, hvaða
áhrif þær breytingar kunna að hafa
á mikilvægi vamarliðsins á Keflavík-
urflugvelli. Það er allt eins líklegt,
að mikilvægi þess aukist á næsta
áratug fremur en það minnki.
Þegar ákvarðanir eru teknar um
fyrirkomulag öryggismála réttlætast
þær af því fyrst og fremst, hvort þær
tryggja öryggishagsmuni ríkisins og
þar með þjóðarinnar. Ef meta á ofan-
greindar ákvarðanir íslenzkra stjórn-
valda, verður að skoða, hvaða kostir
komu til greina á þeim tíma, sem
þær voru teknar, og hvernig þær
hafa reynzt. Einn þáttur slíks mats
er afleiðingar langvarandi dvalar er-
lends herliðs í landinu. Sumar slíkar
afleiðingar eru fyrirsjáanlegar en
aðrar ekki. Það er ekki óeðlileg krafa
til íslenzkra stjórnvalda á árunum
eftir seinni heimsstyijöld að hafa
skoðað alla slíka þætti og fyrirsjáan-
legar afleiðingar ákvarðana sinna.
Allt það, sem hér hefur verið nefnt
og ýmislegt fleira, verður að hafa í
huga, þegar dómur er lagður á bók-
ina Herstöðin eftir Friðrik Hauk
Hallsson. í henni er reynt að skoða
tvær afleiðingar veru varnarliðsins.
Annars vegar áhrifin á tungumálið
í nágrenni stöðvarinnar. Hins vegar
er reynt að skoða áhrifin á siðferðis-
ástandið, sérstaklega siðferðisástand
kvenna, sem leggja lag sitt við
bandaríska hermenn, þeirra sem
lenda í „ástandinu“_ eins og það er
nefnt í þessari bók. Ég hef haldið, að
í mæltu máli væri gerður gi'einar-
munur á „ástandinu" annars vegar
og það bundið við stríðsárin og
„bransanum" hins vegar og hann
tengdur Keflavíkurvelli, en ég skal
játa um leið, að á þessu hef ég ekki
gert nákvæmar athuganir.
Höfundurinn beitir nákvæmum
viðtölum og ítarlegum til að nálgast
viðfangsefni sitt. Hann skýrir einnig
í löngu máli félagsgerð bandaríska
hersins, lýsir nokkrum einkennum
herlífsins, hvernig bandarískar her-
stöðvar hafa sömu einkenni, hvar
sem þær eru í veröldinni. Sömuleiðis
rekur hann nokkuð félagsleg vanda-
mál innan hans, kynþáttahatur, of-
beldi, stéttaskiptingu, eiturlyfja-
neyzlu, drykkjusýki og afstöðu her-
manna til kvenna. Hann reynir síðan
að beita þessari vitneskju til að skýra
sumt af því, sem kemur fram í við-
tölunum.
Það kemur fram í máli íslending-
anna, að þeir telja, að heraflanum
hafi hrakað. Það er rétt að hafa í
huga, þegar ummæli af þessu tæi
eru metin, að viðtölin eru tekin í
kringum 1980, þegar bandaríski her-
inn var í hvað bágbornustu ástandi
í sögu sinni. Afleiðingarnar af ósigr-
inum í Víetnam voru þá að koma
fram af fullum þunga. í stað baráttu-
gleði, metnaðar og þjóðarstolts voru
komin aukin eiturlyfjaneyzia, of-
neyzla áfengis og almenn uppdrátt-
arsýki. En á valdatíma Ronalds Re-
agans á níunda áratugnum batnaði
staða bandaríska hersins til muna.
Nýliðar í hernum eru betur menntað-
ir en áður, launin hafa batnað og
baráttulöngunin hefur styrkzt. Kyn-
þáttavandamál eru landlæg í Banda-
ríkjunum, en að líkindum er banda-
ríski herinn hvað bezt á sig kominn
af stofnunum ríkisins í þeim efnum.
Á þetta er ekki minnzt í þessari bók.
Með mikilli einföldun má skipta
félagsvísindum í tvennt í ljósi aðferð-
anna, sem beitt er við öflun gagna.
Annars vegar er beitt mælingarað-
ferðum, sem eru prófanlegar og eru
mikil og flókin fræði um það efni.
Hins vegar eru félagsvísindi sem
kalla mætti túlkandi. Þau láta mæl-
ingaraðferðirnar lönd og leið og
reyna að nálgast viðfangsefni sitt í
gegnum frásagnir manna af reynslu
sinni. Nú virðist mér næsta augljóst,
að beita megi þessum aðferðum báð-
um á viðeigandi viðfangsefni og það
verði að meta það eftir atvikum
hvaða aðferð hentar bezt. Það er
mjög einkennilegur hofmóður höf-
undarins í garð annarra greina fé-
lagsvísinda, sem sjá má til dæmis á
bls. 76-79.
En aðal vandinn við þessa túlk-
andi aðferð er, að það verður með
einhveiju móti að vera hægt að
ganga úr skugga um áreiðanleik
upplýsinganna, sem koma fram í frá-
sögnunum. Þetta er ekki ósvipaður
vandi og kemur upp við túlkun freud-
ískra viðtala, en í þeim er iðulega
óljóst, hvort verið er að lýsa hugar-
burði eða raunverulegum atvikum.
Sömuieiðis er verulegur vandi að
velja þá, sem viðtal er tekið við. Það
er ástæðulaust að hafa mörg orð um
valið á viðmælendunum í þessari
rannsókn. Ég hygg, að flestir ættu
að kannast við þau viðhorf, sem
koma fram í viðtölunum. En mér
sýnist hins vegar ýmislegt vanta upp
á, þegar kemur að því að ganga úr
skugga um áreiðanleik þess, sem
sagt er. Þar kemur tvennt til. í fyrsta
lagi er ekki reynt skipulega að ganga
úr skugga um sannleiksgildi frá-
sagna þar sem það er mögulegt og
engin rök eru sett fram um, hvenær
eðlilegt sé að gera það og hvenær
ekki. I öðru lagi virðist mér höfundin-
um mistakast heldur hrapallega,
þegar hann reynir að sýna fram á,
að staðhæfing sé rétt eða röng, ef
dæma má af textanum einum sam-
an. Til dæmis segir einn viðmælandi
hans umferðaróhöpp, og virðist eiga
fyrst og fremst við árekstra, nánast
óþekkt í herþorpinu. Höfundurinn
segir þetta alrangt. Það háfi komið
í ljós í viðtali við lögregluna á staðn-
um, að „umferðarlagabrot væru ver-
ulega algengari í herþorpinu en ann-
ars staðar ..." (bls. 187). Við þetta
er þrennt að athuga. í fyrsta lagi
hefði verið ástæða til að athuga
skýrslur, en ekki láta sér nægja við:
tal við lögregluna um þetta efni. í
öðru lagi virðist næsta augljóst, að
fleiri umferðarlagabrot gætu skýrt
þá skoðun, að óhöpp eða árekstrar
væru sjaldgæfari. Ef fleiri menn eru
teknir fyrir ölvun við akstur í her-
þorpinu en annars staðar, svo dæmi
sé tekið, gæti það hæglega leitt til
færri árekstra. í þriðja lagi þyrfti
svona samanburður að styðjast við
frekari tölur, til dæmis um fjölda
bíla í herþorpinu, og fleiri upplýsing-
ar til að vera marktækur. Það er
rétt að geta þess, að þetta er ekki
mjög mikilvægt tilfelli, en það sýnir
ónákvæmni og ákveðið dómgreindar-
leysi, sem kemur mun víðar fram í
bókinni.
Það er svo enn ein ástæða til að
tortryggja ályktanir, sem höfundur
vill draga af viðtölunum, að hann
notar hlutlægnishugtakið í tvennum
skilningi og virðist ekki greina þar
á milli. Hann skilur hlutlægni, eins
og eðlilegt er, sem. möguleikann á
að ganga úr skugga um sanngildi
frásagnar fyrir hvern, sem er. Hins
vegar er stundum sagt, að frásagnir
fólks af upplifun sinni séu hlutlægar
eða að slík upplifun gefí hlutlæga
mynd af einhveiju. En eðli málsins
samkvæmt er maður einn til frásagn-
ar um upplifun sína. Aðrir hafa ekki
aðgang að henni. Upplifun getur
ekki orðið hlutlæg í fyrri skilningn-
um. Ruglingur þessa tvenns virðist
mér valda á stundum algeru gagn-
rýnisleysi á það, sem sagt er í við-
tölunum, þar sem hvaða fordómar
sem vera skal, eru teknir alvarlega.
Friðrik Haukur Hallsson.
Það er hvergi dreginn skipulegur
munur á fordómum og öðrum hlut-
um; á því, sem getur verið hlutlægt,
og því, sem getur ekki verið það.
Rugling um óhlutdrægni vísinda-
mannsins má sjá víða í þessari bók.
Á bls. 152 er haft eftir Signe Seigler
orð um jákvæðar hliðar karlmennsk-
usiðfræði hersins. Höfundurinn segir
síðan, að það sé ekki hlutverk vísind-
amannsins að kveða upp úr um já-
kvæðar hliðar hermennskunnar. Á
bls. 161 segir, að í íslenzkum blöðum
hafi verið íjallað um slys í meðferð
kjarnorkuvopna af „óvenjulegri fag-
mennsku". Hvað er nú orðið af hlut-
verki vísindamannsins? En þess ber
að geta, að það eru kunnir herstöðva-
andstæðingar, sem hafa fjallað um
slysahættuna og vitnað er til.
Ein hugsunin í þessari bók er að
reyna að tengja þær skoðanir og
mat, sem kemur fram í viðtölunum
við almenn pólitísk sjónarmið og rök-
ræðu á opinberum vettvangi. Þessi
hluti bókarinnar virðist mér vera al-
gerlega misheppnaður og á köflum
rakalaus þvættingur. Það er ekki
bara, að ofstæki höfundarins í and-
stöðu sinni við veru vamarliðsins í
landinu skekki alla viðleitni til rök-
hugsunar um málflutning stjórnmál-
amanna í vamar- og öryggismálum,
heldur lepur hann upp algerlega
gagnrýnislaust hveija tugguna af
annarri, sem var töm menntaskóla-
nemum fyrir 20 árum, er héldu að
þeir væm róttækir. Á endanum leið-
ir ofstækið hann í hreinar gönur,
þegar hann heldur að íslenzk yfir-
völd hafi verið hugsanalögregla eins
og í framtíðarríki Orwells.
Þessi flaumur hefst á bls. 44 þeg-
ar sagt er, að ekki sé ástæða til að
„taka stjórnmálamenn á orðinu með
sama hætti á orðinu og almenna
borgara". Þessi skoðun er algerlega
órökstudd. Það má síðan nefna þá
staðhæfingu höfundar, að þjóðin
hafi aldrei verið spurð álits á dvöl
bandaríska hersins (bls. 49), sem er
gömul lumma úr áróðri herstöðva-
andstæðinga, en er núna orðin vís-
indaleg staðreynd, að því er virðist.
Firrurnar eru svo átakanlegastar í
umfjöllun um tungutak manna, sem
hafa rætt um íslenzk öryggis- og
varnarmál. En það er eitt af eftirtekt-
arverðustu einkennum þessarar bók-
ar að fjalla aldrei efnislega um varn-
ar og öryggismál, en „dulið þema“
hennar, svo að gripið sé til orðalags
bókarinnar, er andóf gegn ríkjandi
stefnu í varnar- og öryggismálum.
Þetta er löng bók og leiðinleg af-
lestrar, jafnvél þótt maður hafi
áhuga á efninu. Það er þó alvar-
legra, að eftirtekja lestrarins er lítil.
Þær upplýsingar, sem höfundur hef-
ur safnað saman, eru umtalsverðar
og sumar gagnlegar eins og um
mannaflann í stöðinni. Maður er á
hinn bóginn engu nær um rökin með
eða móti því fyrirkomulagi öiyggis-
mála, sem hefur fest í sessi á Islandi
undanfama áratugi. En það, sem er
þó verst, er, að maður er ekki miklu
nær um þau áhrif, sem vera vamar-
liðsins hefur haft á mannlífíð á Suð-
urnesjum. Mér virðist því verkið
hvorki svara þeim spumingum, sem
það ætlar að svara, né heldur spurn-
ingum um mat og rök til þeirra
ákvarðana, sem teknar voru á sínum
tíma um fyrirkomulag íslenzkra ör-
yggismála. Ætli einhver að lesa bók-
ina til að hugsa um framtíð íslenzkra
öryggismála, þá er varla nokkurn
gagnlegan hlut að finna í henni um
það efni.
Pappírskiljubandið á bókinni er
gott og frágangurinn að flestu leyti
viðunandi. Myndskreyting eftir Har-
ald Inga Haraldsson er vel heppnuð.
En prófarkalestur er í molum. Bókin
morar í prentvillum frá upphafi til
enda, ég held ég hafi talið flestar 5
á einni og sömu síðunni.
f Kjörskrá
Kjörskrá vegna alþingiskosninga, sem
fram fara 20. apríl nk., liggur frammi
almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu
Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð,
alla vi rka daqa frá 2. til 20. apríl nk.,
þó ekki á laugardögum.
Kjörskrárkærur skulu hafa borist skrif-
stofu borgarstjóra eigi síðar en kl.
1 2.00 á hádegi þriðjudaginn 9. apríl.
Kjósendur eru hvattir til þess að athuga
hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni.
Reykjavík, 25. mars 1991.
Borgarstjórinn í Reykjavík
F 4966 ELM
o
f Sambyggður ofn/
örbylgjuofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
f og snúningsgrill.
Jí Full sjálfhreinsun,
kjöthitamælir, spegilútlit,
örbylgjuofn, tölvuklukka
og tímastillir.
FIM 6
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill, full
sjálfhreinsun, stálútlit,
tölvuklukka og tímastillir.
F3805ELM
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill,
fituhreinsun, svart eöa
hvítt spegilútlit,
tölvuklukka með tímastilli.
O
F 4805 ELX
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur og
grill, fituhreinsun, svart
eöa hvítt glerútlit,
tölvuklukka með tímastilli.
Funahöföa 19
sími 685680