Morgunblaðið - 27.03.1991, Side 29
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991
29
JMto$nnfrlnfcO>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
FlaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Landsfundur o g
fiskveiðistefna
Iályktun landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins um sjávarútvegs-
mál segir m.a.1: „Sjálfstæðisflokk-
urinn telur það mikla þjóðarnauð-
syn, að sem mestur friður ríki um
sjávarútvegsmál, ekki aðeins innan
sjávarútvegsins, heldur með þjóð-
inni allri. Gildandi lög um stjórn
fiskveiða eru umdeild og endur-
skoðun þeirra verður stöðugt að
vera í gangi... Mikill tími og fyrir-
höfn hefur farið í deilur um stefn-
lína í stjóm fiskveiða. Hins vegar
hefur sjávarútvegsstefna, sem tek-
ur tillit til allra þátta, ekki enn
verið mörkuð og næstu ríkisstjóm-
ar bíður þar mikið og vandasamt
verk.“
í ályktuninni segir ennfremur:
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
farið með stjóm sjávarútvegsmála
sl. 13 ár. Telja verður eðlilegt, að
stærsti stjómmálaflokkur landsins
fái þetta mikilvæga ráðuneyti í
sinn hlut í næstu ríkisstjóm og
hafi forystu um mat á árangri
þeirrar fískveiðistefnu, sem nú er
fylgt samfara endurskoðun og ein-
földun fískveiðistefnunnar á næsta
ári.“
Eins og af þessum tilvitnunum
í ályktun landsfundar um sjávarút-
vegsmál má sjá, varð landsfundur-
inn ekki sá vettvangur málamiðl-
unar milli ólíkra sjónarmiða, sem
Morgunblaðið hvatti til fyrir fund-
inn. Vafalaust hafa átökin vegna
formannskjörsins átt einhvem þátt
í því, að landsfundarfulltrúar
beindu athygli sinni ekki í nægi-
lega ríkum mæli að veigamiklum
málum eins og fískveiðistefnunni.
Að öðru leyti ber þessi ályktun
þess merki, að flokkurinn hefur
ekki verið tilbúinn til þess að taka
á þessu ágreiningsefni og gera það
upp á þessum landsfundi.
Með góðum vilja er hægt að
segja, að landsfundur Sjálfstæðis-
manna hafí ekki lokað neinum
dymm með þessari ályktun. Jafn-
vel er hægt að líta svo á, að orða-
lag ályktunarinnar gefí vísbend-
ingu um, að Sjálfstæðisflokkurinn
sé ekki sáttur við núverandi fisk-
veiðistefnu og sé tilbúinn til þess
að takast á við breytingar á henni
á síðari stigum. Hins vegar er
ómögulegt að gera sér grein fyrir,
hvort þar er um að ræða viffa til
þess að hverfa alveg frá kvótakerf-
inu eða hvort hugmyndin er sú að
lagfæra það eitthvað til þess að
koma til móts við sjónarmið gagn-
rýnenda þess.
Þeir, sem telja það skyldu Sjálf-
stæðisflokksins að koma í veg fyr-
ir, að helzta auðlind þjóðarinnar,
fískimiðin, verði eign fámenns hóps
manna hljóta að berjast áfram fyr-
ir þeim grundvallarbreytingum á
fískveiðistefnunni, sem Morgun-
blaðið hefur m.a. hvatt til. Það
skiptir jafnmiklu máli eftir þennan
landsfund eins og fyrir hann, að
andstæðingar kvótakerfísins, sem
nú skiptast aðallega í tvær fylking-
ar, taki höndum saman, jafni
ágreining sinn og standi sameinað-
ir í baráttunni fyrir breytingum á
þeirri fískveiðistefnu, sem nú er í
gildi. Hún kemur til endurskoðunar
á næstu misserum og eigi að koma
í veg fyrir, að kvótakerfíð festi sig
í sessi verður að takast á þessum
misserum að afla fylgis meirihluta
þjóðarinnar fyrir því að gjörbreyta
fískveiðistefnunni frá því, sem nú
er.
Enginn vafí leikur á því, að
mikill fjöldi Sjálfstæðismanna er
fylgjandi því að taka upp einhvers
konar endurgjald, sem útgerðin
greiði fyrir afnot af fiskimiðunum.
Hins vegar er ljóst, að þessi hópur
þarf að eignast talsmann meðal
helztu forystumanna flokksins á
Alþingi. Vonandi á það eftir að
gerast í þeim nýja þingflokki Sjálf-
stæðismanna, sem kjörinn verður
eftir nokkrar vikur.
Það er rétt sem segir í ályktun
landsfundar, að það er þjóðarnauð-
syn, að friður ríki um sjávarútvegs-
mál með þjóðinni allri. Það verður
aldrei að óbreyttu kerfi þar sem
verið er að safna á fárra manna
hendur verðmætum, sem nema
hundruðum milljarða. Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins gerir sér þetta
ljóst. Þess vegna er engin ástæða
til þess fýrir andstæðinga kvóta-
kerfis að láta hugfallast, þótt ekki
hafí orðið meiri árangur á þeim
landsfundi, sem nú er nýafstaðinn.
Baráttuna fyrir breyttri fiskveiði-
stefnu verður að herða innan Sjálf-
stæðisflokksins með það að mark-
miði, að við endurskoðun hennar
á næsta ári verði um gjörbreytingu
að ræða. Þjóðin öll njóti afraksturs
af þeirri auðlind, sem samkvæmt
lögum sem Alþingi hefur sett er
sameign þjóðarinnar allrar. Þann
eignarrétt verður að virða í fram-
kvæmd áður en menn fara að líta
á fískimiðin, sem einkaeign vegna
hefðar og vangetu stjórnmála-
manna til að fínna þá lausn á erf-
iðu vandamáli, sem sætt geti þau
ólíku sjónarmið, sem efst eru á
baugi. Þjóðin mun aldrei sætta sig
við, að fámennur hópur líti á þessa
sameiginlegu auðlind sem einhvers
konar eign þeirra, sem keypt geta
ákveðin skip; ekki frekar en hafs-
botninn getur orðið annað en sam-
eign þjóðarinnar allrar, þegar að
því kemur, að hann skili okkur
miklum verðmætum. Eignarrétt-
arákvæði fiskimiðanna verður að
tryggja með eðlilegri framkvæmd,
en ekki forréttindum fiskiskipaeig-
enda. Það er kjarni málsins. Að
öðrum kosti stefnir í stórdeilur,
þótt síðar verði. Morgunblaðið er
þess fullvisst, að það vakir sízt af
öllu fyrir sjávarútvegsráðherra,
þótt blaðið hafí ekki treyst sér til
að taka undir stefnu hans í þessu
vandasama máli.
„Besti farmur sem ég
hef komið með að landi“
*
- sagði Guðfinnur á Fróða sem bjargaði 7 mönnum af Jósef Geir AR
„GUÐFINNUR á Fróða náði
strax fjórum mönnum í björgun-
arbát um borð til sín en við
urðum þrír að stökkva í sjóinn
þegar Jósef Geir fór skyndilega
á hliðina og eiginlega skutluð-
umst við í sjóinn,“ sagði Bene-
dikt Hallgrímsson skipsljóri á
Jósef Geir AR í samtalið við
Morgunblaðið í gær þegar Fróði
kom með alla skipverjana sjö
af Jósef Geir heila á húfi til
Þorlákshafnar í gærmorgun."
Finni á Fróða náði okkur þrem-
ur síðan um borð í einum rykk,
kastaði bandi til okkar og stóð
frábærlega að öllu.“ Jósef Geir
sökk á tíunda tímanum um 11
sjómílur suðaustur af Þorláks-
höfn, en Benedikt skipsljóri bað
fyrir þakkir til allra björgunar-
manná. Þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar og varnarliðsins voru
kallaðar út og Gæsluþyrlan fór
af stað, en sneri við þegar skip-
veijum hafði verið bjargað um
borð í Fróða. Stokkseyrarbát-
arnir voru ekki byijaðir að
draga netin þegar slysið varð,
en Fróði hélt aftur á miðin um
hádegisbil í gær.
Það var mannmergð á bryggj-
unni í Þorlákshöfn þegar Fróði
kom með skipbrotsmennina af Jó-
sef Geir, en það var rósemi yfír
mannskapnum, því vitað var um
mannbjörg. „Mannbjörg skiptir
öllu máli, skipið sjálft er aðeins
tölur sem hægt er að bæta,“ sagði
Stefán Runólfsson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar,
sem á báða bátana sem um ræðir.
„Þegar við sáum að dælurnar
höfðu ekki undan lekanum þá köll-
uðum við í Guðfinn á Fróða, en
hann var 4 mílur frá okkur og tók
strax kóssinn á okkur,“ sagði
Benedikt. „Þegar Benni kallaði í
mig,“ sagði Guðfinnur Karlsson á
Fróða, „var suðvestan kvikuskítur,
6-7 vindstig, og ég setti allt í botn,
hef aldrei keyrt annað eins, það
logaði allt, enda sigldum við þess-
ar 4 mílur á 15 mínútum. Jósef
Geir var þá all siginn og við náðum
strax fjórum mönnum, en það var
hálfgerður barningur að halda í
horfínu við bátinn og svo sökk
hann skyndilega. Það gekk vel að
ná mönnunum úr sjónum, enda
voru þeir allir í flotgöllum, en ég
skal ekki segja hvernig þetta hefði
endað hefði þeirra ekki notið við.
Þeim var funheitt í göllunum."
„Þegar ég hafði náð sambandi
Jósef Geir ÁR, frá Stokkseyri,
sekkur suður af Þorlákshöfn í
gærmorgun. Sjö manna áhöfn
var bjargað.
Skipbrotsmenn af Jósef Geir stíga frá borði á Fróða, sumir á sokka-
leistunum.
Fróði kemur til Þorlákshafnar með skipbrotsmennina.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Jósef Geir, 47 tonna trébátur frá 1972, einn besti bátur Hraðfrysti-
húss Stokkseyrar.
við Finna,“ sagði Benedikt, „fórum
við í að gera allt klárt, héldum
bátnum upp í og töluðum við Vest-
mannaeyjar auk þess að hafa sam-
band við Fróða. Við gerðum flot-
búningana klára og 5 menn fóru
fyrst í þá, því það var þröng þarna
hjá okkur. Einnig gerðum við klárt
til að sjósetja björgunarbátana
tvo. Skipið seig stöðugt, en það
var vonlaust að reyna að sigla í
land, það hefði drepist strax á
Stefán Runólfsson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Stokks-
eyrar.
vélinni, því það var kominn sjór í
vélaiTÚmið. Þegar báturinn fór
skyndilega á hliðina köstuðumst
við þrír í sjóinn, Guðjón Þór Páls-
son stýrimaður og Zóphanías Jóns-
son vélstjóri, en Finni var fljótur
að ná okkur og hans menn höfðu
traust tök þegar okkur var kippt
um borð.“
„Þetta er besti farmur sem ég
hef komið með að landi frá því
að ég byijaði sem skipstjóri,“ sagði
Guðfínnur Karlsson skipstjóri og
ættingjar og vinir skipbrotsmann-
anna sem voru á bryggjunni að
taka á móti þeim gátu örugglega
tekið undir þau orð.
- á.j.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Hulda Svandís Hjaltadóttir fagn-
ar eiginmanni sinum, Benedikt
Hallgrímssyni, í Þorlákshöfn í
gærmorgun.
Guðfinnur Karlsson skipstjóri á
Fróða.
Uppbyggmg
- niðurrif
eftirHalldór
*
Asgrímsson
Niðurrifsskrif
í leiðara Morgunblaðsins þann
18. mars gerir blaðið að umræðu-
efni ummæli mín í eldhúsdagsum-
ræðum á Alþingi þar sem ég bar
fram þá ásökun að leiðarahöfundar
Morgunblaðsins stunduðu stöðug
niðurrifsskrif um stefnuna í íslensk-
um sjávarútvegi. Þar spyija ritstjór-
arnir hvort sjávarútvegsráðherra sé
andvígur lýðræðislegum umræðum
og hvort hann þoli engar aðrar
skoðanir en þ_ær sem hann sjálfur
og forysta LIÚ hafi komið sér upp.
Af þessu tilefni vil ég fullvissa rit-
stjóra Morgunblaðsins um að ég
hef ávallt verið hlynntur lýðræðis-
legum umræðum. Jafnframt þoli ég
ágætlega skoðanir annarra, en hins
vegar er auðsætt að ritstjórar
Morgunblaðsins eiga erfitt með að
þola þá ásökun mína, sem er vissu-
lega alvarleg, að þeir stundi niður-
rifsskrif um stefnuna í íslenskum
sjávarútvegi.
Dæmi um gagnrýni
Eg er sammála Morgunblaðinu í
því mati sem fram kemur meðal
annars í Reykjavíkurbréfi þann 3.
febrúar að stærsta og þýðingar-
mesta málið, sem nú er til umíjöll-
unar á innlendum vettvangi, sé
tvímælalaust fískveiðistefnan og að
það sé höfuðnauðsyn, að um hana
verði ítarlega rætt í kosningabar-
áttunni.
Þá skoðun mína, að stunduð séu
niðurrifsskrif, verð ég að rökstyðja
með nokkrum tilvitnunum í skrif
ritstjóranna. Þar er úr mörgu að
velja. I nóvember segir m.a. í rit-
stjórnargrein: „Nú eru kvótahafar
farnir að tíunda fiskimiðin sem eign
sína og nýta sameignina eins og
þeir einir eigi. Oft hefur verið varað
við þessu hér í blaðinu og ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum þess að helzta
auðlind landsmanna komist í hend-
ur örfárra manna sem eiga „rétt“
skip. Hvílíkt réttarfar(l) Hvílík ein-
okun(!) Hvílíkt siðleysi(!) Það vantar
ekkert annað en kvótahafar hefji
hlutafjárútboð á „eigninni“ og selji
miðin á verðbréfamarkaðnum(!)“
I leiðara í desember sem nefnist
„Upplausn á hafinu“ segir m.a.:
„Kvótakerfið eríraun og veru sama
eðlis og önnur haftakerfi, sem hér
hafa verið við lýði. Það minnir á
fjárhagsráð. Það kallaði á spillingu,
eins og öll slík kerfi. Þá fengu þókn-
anlegir jeppa frá ríkinu og seldu
svo jeppakvótann sinn þeim, sem
voru ekki í náðinni. “
í nóvember segir jafnframt:
„Þjóðin bíður eftir pólitískri sam-
stöðu um lausn þessa vandamáls
sem tengist miðstýringu, óhag-
kvæmni og siðleysi kvótahafa sem
eru ekkert annað en tímaskekkja
og augljós yfirlýsing um vanmátt
stjórnmálamanna til að takast á vio
aðsteðjandi vanda. “ Þetta eru þung
orð og hafa ekki verið rökstudd að
mínu mati.
Dæmi um lausnir
En hveijar eru lausnirnar sem
Morgunblaðið bendir á? í nóvember
segir Morgunblaðið: „Eins og kunn-
ugt er hafa komið aðrar hugmyndir
um lausn þessa vandamáls, þ.e. að
selja veiðileyfi og afnema kvótann
með þeim hætti. Þá væri nærtæk-
ast, að ríkið leigði fiskimiðin til
ákveðins tíma eins og bændurnir
árnar og þannig fengju þeir veiði-
réttindin, sem hæsta leigu greiddu. “
„Núverandi kerfi hefur ekki leyst
neinn vanda, heldur kallað á marg-
víslega erfiðleika, brask og óhag-
kvæmni og augljóst að nauðsynlegt
Halldór Ásgrímsson
„Ég- er stoltur af því
verki sem hefur verið
unnið á undanförnum
árum í samvinnu við
hagsmunasamtök og
fólk um allt land. Það
hefur verið erfitt að
sætta sjónarmið og þar
hefur verið reynt að
taka tillit til marg-
víslegra hagsmuna og
útkoman er sú fisk-
veiðistjórnun sem við
búum við í dag.“
er að breyta til og finna lausn sem
væri eðlileg, arðsöm og réttlát, en
þó umfram allt hvetjandi og vernd-
andi, en jafnframt hagkvæmari og
arðvænlegri en þær reglur sem nú
gilda. “
í janúar segir m.a.: „Veiðileyfa-
kerfi getur a.m.k. ekki orðið sið-
lausara en það kvótakerfi, sem nú
er í framkvæmd og alla vega rétt-
látara að því leyti, að þeir fram-
selja eignina, sem eiga hana. Slík
handhöfn á miðunum væri byggð á
siðferðilegu réttlæti en ekki eignat-
ilfærslubraski þeirra, sem eiga ekki
það, sem þeir braska með. “
Víðtækt samráð
Ég tel að þessi skrif séu niðurrifs-
starfsemi. Þau sýna það að ritstjór-
ar Morgunblaðsins hafa ekki sett
sig inn í málið og ekki hugað að
umhverfi sínu eins og þeir ráð-
leggja mér að gera endrum og eins.
Ég þakka þá ráðleggingu en vil
benda á að á átta ára starfstíma
mínum sem sjávarútvegsráðherra
hef ég haft margvísleg samskipti
við fólk um allt land. Ég tel það
ekki samboðið blaði sem er jafn
útbreitt og Morgunblaðið og ber þar
af leiðandi mikla ábyrgð að skrifa
með þessum hætti. Það er hins veg-
ar augljóst hvað það er sem Morg-
unblaðið vill gera. Blaðið hefur
margoft tekið fram að sala veiði-
leyfa með einum eða öðrum hætti
sé láusnarorðið. Að vísu er því
bætt við „að það geti a.m.k. ekki
orðið siðlausara en það kvðtakerfi
sem nú er í framkvæmd og alla
vega réttlátara. “ Rétturinn til að
veiða hefur ávallt fylgt fiskiskipum
landsmanna. I dag er hins vegar
nauðsynlegt að takmarka aðgang-
inn til að vernda auðlindina. Sú
verndun verður ekki best fram-
kvæmd með því að taka réttinn af
þeim sem hann hafa heldur með
því að hleypa ekki fleiri fiskiskipum
að. Þetta er vandasamt verk sem
krefst þess að tekið sé tillit til
margvíslegra sjónarmiða. Að mál-
inu hefur verið unnið með víðtæku
samráði með það í huga að hags-
munir heildarinnar sitji í fyrirrúmi.
Miklar kröfur til
sjávarútvegsins
Eigendum fískiskipa er ekki
færður afnotarétturinn til eignar
heldur er þeim treyst fyrir því að
nýta fiskijniðin fyrir hönd þjóðar-
innar þannig að afraksturinn verði
sem mestur fyrir þjóðina í heild.
Sjávarútvegurinn stendur í harðri
samkeppni við sjávarútveginn í ná-
grannalöndunum. Hann verður að
standast ríkisstyrkt fyrirtæki ná-
grannalandanna. Sjávarútvegurinn
þarf jafnframt að leggja til hliðar
fé til þess að þola þær sveiflur sem
óhjákvæmilega verða í aflamagni
og verði. Það gerir hann nú með
því að leggja 5% af útflutningstekj-
um í verðjöfnunarsjóð sem jafn-
framt stuðlar að eðlilegri sam-
keppnisskilyrðum gagnvart öðrum
atvinnugreinum. Það eru gerðar
gífurlegar kröfur til sjávarútvegsins
enda stendur hann undir þeim
lífskjörum sem við njótum í dag.
Sjávarútvegurinn er mjög skuldug-
ur og er því ekki aflögufær um að
greiða sérstakt gjald umfram aðra
atvinnuvegi í sameiginlega sjóði
landsmanna.
Hvað gerir
Sjálfstæðisflokkurinn?
Morgunblaðið virðist helst gera
sér vonir um að Sjálfstæðisflokkur-
inn leysi þann ágreining sem uppi
er um þessi mál og má þar vitna í
Reykjavíkurbréf 13. janúar þar sem
segir: „Það má ekki koma til þess,
að landsfundur Sjálfstæðisflokksins
víkist undan því að taka afstöðu til.
þessa máls. Það má heldur ekki
koma til þess, að landsfundur
flokksins endurómi einungis sjónar-
mið hinna öflugu samtaka útgerð-
armanna og annarra hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi." Sjávarútvegs-
ráðherra er í reynd ásakaður af
Morgunblaðinu að vera handbendi
útgerðarmanna í þessu máli. Jafn-
framt kemur fram í Morgunblaðinu
„að enginn flokkur hafi gengið
harðar fram í að koma þessu kerfi
á en Framsóknarflokkurinn undir
forystu Halldórs Ásgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra. “ Eg er stolt-
ur af því verki sem hefur verið
unnið á undanförnum árum í sam-
vinnu við hagsmunasamtök og fólk
um allt land. Það hefur verið erfitt
að sætta sjónarmið og þar hefur
verið reynt að taka tillit til marg-
víslegra hagsmuna og útkoman er
sú fiskveiðistjórnun sem við búum
við í dag. Þar hafa ekki ráðið ferð-
inni sjónarmið einna samtaka frem-
ur en annarra. Hitt er svo annað
mál að forystumenn útvegsmanna
víða um land hafa tekið ábyrga
afstöðu í þessu máli, en þeir eru
margir hveijir forystumenn í fisk-
vinnslu í landinu. Sarna má segja
um sjómannasamtökin og mjög
marga fulltrúa verkafólks. Sá
grunnur sem þarna hefur verið
lagður er verðmætari en flest annað
í okkar samfélagi. Ef hann er rifinn
upp með rótum, þá mun það valda
gífurlegum skaða í framtíðinni. Það
er greinilegt að Morgunblaðið ætl-
ast til þess af Sjálfstæðisflokknum
að hann gangi í þetta verk. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur hins vegar
ekki gert upp hug sinn ef marka
má niðurstöðu síðasta landsfundar.
Flokkurinn hefur aðeins sagt að
hann ætli sér að fara með þessi mál
í næstu ríkisstjórn en vill ekki segja
hvað hann ætlar þar að gera. Lái
mér hver sem vill að ég óttist það
að hann ætli að fara að skoðunum
Morgunblaðsins ef skoðanir skal
kalla. Ég óttast niðurrif þess sem
hefur verið byggt upp og ég kalla
skrif í þeim anda niðurrifsskrif.
Morgunblaðið og
Sjálfstæðisflokkurinn
Þótt ritstjórar Morgunblaðsins
segi í leiðara „að það megi ekki
blanda saman Sjálfstæðisflokknum
og Morgunblaðinu", þá geri ég það
og mikill fjöldi annarra. Ástæðan
er sú að Morgunblaðið túlkar fyrst
og fremst skoðanir Sjálfstæðis-
flokksins og forystumanna hans.
Morgunblaðið ver Sjálfstæðisflokk-
inn og kemur sjónarmiðum hans á
framfæri umfram aðra, auglýsir
fundi hans og mjög oft er frétta-
flutningur blaðsins litaður af
pólitískum hagsmunum Sjálfstæðis-
flokksins. Má vel vera að ætlunin
sé að hafa það með öðrum hætti
fyrir komandi kosningar og verður
fróðlegt að fylgjast með því.
Stjórn fiskveiða er vissulega
hvorki einfalt né auðleyst viðfangs-
efni. Aldrei er hægt að fínna fyrir-
koniulag sem er án ágalla. Núver-
andi skipulag hefur þróast í sam-
starfi margra á löngum tíma og
tekið mörgum breytingum. Þeirri
þróun er að sjálfsögðu ekki lokið
og umræður um hvað betur megi
fara í þessum efnum eru bæði sjálf-
sagðar og eðlilegar. Stói-yrt skrif
Morgunblaðsins sem einhliða leggja
til að öllu sé kastað á glæ sem
áunnist hefur eru ekki frjótt innlegg
í þá umræðu. Því ítreka ég fyrri
fullyrðingar mínar um að skrif
blaðsins um stefnuna í íslenskum
sjávarútvegi séu niðurrifsskrif.
Höfundur er
sjá varútvegsráðherra.